Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
Engan óraði fyrir því ástandi semnú ríkir á fjármálamörkuðum
heimsins. Ísland fer ekki varhluta af
því og þegar þessi orð eru rituð er
óhætt að fullyrða að hinni margróm-
uðu íslensku útrás er lokið – í bili
skulum við segja. Allir peningarnar
sem flæddu um fjármálakerfið virð-
ast hafa gufað upp og nú reynir hver
þjóðin að bjarga eigin skinni.
Víkverji óttast að Ísland gleymist
í öllum látunum hjá vinaþjóðum okk-
ar, sem einnig berjast í bökkum, eða
bönkum. Nú reynir á vinaböndin og
tengslin sem hinir mætustu ráða-
menn þjóðarinnar hafa skapað á
ferðum sínum um heiminn. Víkverji
treystir á þessa menn og trúir að
þeir muni sigla þjóðarskútunni í var,
á meðan stórsjóir dynja á okkur.
Stutt er síðan margir dáðust að
viðskiptaafrekum Íslendinga á er-
lendri grund, á sama tíma og menn
undruðust yfir því hvaðan þessi litla
þjóð fengi alla þessa peninga. Allt
virðist þetta hafa verið fengið að láni
og nú sé komið að skuldadögunum.
Því miður sýnist Víkverja að varn-
aðarorð margra, um að þetta gæti
endað á versta veg, séu að rætast.
x x x
Á slíkum stundum þýðir hins veg-ar ekkert að leggjast í kör og
væla yfir orðnum hlut. Íslendingar
eru þekktir fyrir annað en að gefast
upp. Þó að útrásarvíkingarnir hafi
misst vopnin sín um stund er Vík-
verji þess fullviss að þeir muni rísa á
lappir fyrr en varir, reynslunni rík-
ari frá síðustu orrustu. Einhver tími
mun líða þar til að þeir fara af stað.
Þangað til leggur Víkverji til að þeir
hugi vel að heimahögunum og safni
kröftum. Geri eins og Víkverji, spari
við sig útgjöldin, leggi til hliðar,
safni matarföngum í kistuna og
knúsi sína nánustu. Aukin ástúð get-
ur fleytt okkur lengra í lægðinni sem
gengur yfir heimsbyggðina.
Um tíma verður þetta afturhvarf
til fortíðar, þar sem menn munu
jafnvel skiptast á vörum og þjón-
ustu, en fyrr en varir verðum við far-
in að eyða um efni fram á ný.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 afhenda,
4 þrátta, 7 hitann, 8 smá,
9 reið, 11 geta gert,
13 skjótur, 14 drabbi,
15 gildvaxin, 17 ryk,
20 mann, 22 ógöngur,
23 Danir, 24 úldna,
25 steinn.
Lóðrétt | 1 prófa, 2 loft-
sýn, 3 hófdýr, 4 keip,
5 fyrir aftan, 6 kjánar,
10 ginna, 12 nóa,
13 tónn, 15 hnikar til,
16 makað, 18 glaðan,
19 kremja, 20 karlfugls,
21 ófögur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 liðveisla, 8 rænir, 9 ufsar, 10 man, 11 skúti,
13 Agnar, 15 forms, 18 gráta, 21 Týr, 22 kafla, 23 urinn,
24 þarfanaut.
Lóðrétt: 2 innbú, 3 vermi, 4 iðuna, 5 lasin, 6 hrós,
7 þrár, 12 tóm, 14 ger, 15 fíkn, 16 rifta, 17 starf,
18 grunn, 19 átinu, 20 anna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ný regnhlífarsamtök.
Norður
♠ÁK
♥86532
♦864
♣K84
Vestur Austur
♠8752 ♠64
♥G97 ♥KD104
♦DG97 ♦Á53
♣102 ♣DG96
Suður
♠DG1093
♥Á
♦K102
♣Á753
Suður spilar 4♠.
Hugaríþróttir hafa ekki hlotið náð
fyrir augum Ólympíunefndarinnar og
hafa forystumenn brids- og skákhreyf-
ingarinnar gefist upp á að komast þar
inn fyrir dyr. Í staðinn hafa verið stofn-
uð regnhlífarsamtök með öðrum hug-
leikjum (go, dammtafli og kínverskri
skák) og nú stendur yfir í Beijing fyrsta
alþjóðamót þessara samtaka, sem heita
á ensku International Mind Sport
Association, eða IMSA í skammstöfun.
Spilið að ofan kom upp í einmenn-
ingskeppni leikanna, sem Jón Bald-
ursson tekur þátt í, einn Íslendinga.
Jón var í vörn gegn 4♠ og kom út með
♦D. Makker hans tók á ♦Á og spilaði
aftur tígli, sem sagnhafi drap og
tryggði sér laufstungu í borði með því
að spila litnum þrisvar. Einn austur-
spilari hélt sagnhafa í níu slögum með
því að drepa á ♦Á og trompa út.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ef þú hægir á framleiðninni eða
hún stöðvast alveg er það bara eðlilegur
hluti af vinnurytmanum þínum. Þú þarfn-
ast ekki innblásturs, bara meiri svefns.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Vertu slakur. Reyndu að komast hjá
því að reyna of mikið. Fáðu aðra til að
tala og segðu sjálfur lítið. Treystu á
sterku hliðarnar þínar. Sjálfsöryggi, satt
eða uppgerð, er lykillinn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú reynir þitt ýtrasta til að öðl-
ast meiri aga og bæta alla þína siði. Hinn
fullkomna aga öðlastu einungis ef þú nýt-
ur verksins fullkomlega – sem væri voða
gott fyrir þig.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Tilvera þín er spurning og alheim-
urinn er svarið. Þú ert opinn. Þú sperrir
eyrun og leyfir einhverjum að tala í þau.
Samskiptin eru einföld og þýðingarmikil.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Lífið virðist ekki þróast á þeim
hraða sem þú kýst. Þú vilt helst rífa upp
gluggann og kalla út: „Áfram með þig!“
En það er óþarfi. Andaðu bara djúpt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Vanalega ert þú sá sterki, og því er
erfitt fyrir þig að viðurkenna þegar þú
þarfnast aðstoðar. Þú sparar þér angist
og höfuðverk ef þú sýnir varnarleysið.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér finnast allir þessir valkostir
dásamlegir þar til þú þarft að velja einn.
Áætlanirnar gætu tekið á taugarnar, en
það er óþarfi. Taktu þér þinn tíma.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Með öll þín stóru plön á
prjónunum hefurðu ekki tíma, orku né
einbeitingu fyrir gremju. Þú hefur hins
vegar tíma fyrir gáfulegt, hreinskilið
samtal.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ábyrgðin íþyngir þér. Ertu of
kröfuharður á sjálfan þig? Auðvitað. Ef
þú krefst ekki þess besta af þér, hver ger-
ir það þá? Þú byggir upp styrk.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú leysir flóknustu mál með
hagsýnina að vopni. Reyndu að skilja
hvað virkar, jafnvel við óákjósanlegustu
aðstæður, og gerðu meira af því.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ef það gleður þig að vera upp-
tekinn, ertu í hæstu hæðum í dag. Hléið
sem verður seinni partinn er fullkomið til
að fylla með draumum um framtíðina.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ákvarðanir virðast því miður var-
anlegar – en þær þurfa ekki að vera það.
Vertu léttúðugur þegar þú gerir upp hug-
ann. Svo er bara að skipta um skoðun!
Stjörnuspá
Holiday Mathis
7. október 1828
Konungur úrskurðaði að
kirkjuhurðum skyldi „þannig
hagað að þeim verði lokið upp
að innan og gangi út“.
7. október 1966
Breska hljómsveitin Herman
Hermits lék í Austurbæjarbíói.
Dúmbó og Steini og Dátar hit-
uðu upp fyrir þessi fimm hár-
prúðu ungmenni, eins og blöð-
in orðuðu það.
7. október 1989
Sýning var opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins í tilefni
þess að 150 ár voru síðan upp-
finning Daguerre, föður ljós-
myndunarinnar, var kynnt í
París. Á sýningunni var meðal
annars mynd frá 1850 af
Rannveigu Hallgrímsdóttur,
systur Jónasar skálds.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
„ÉG ætla að halda upp á daginn með því að mæta í
vinnuna og njóta þess,“ segir Magnús Geir Þórð-
arson, leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér sýn-
ist að dagurinn verði undirlagður af vinnu, en ég
tel það alls ekkert eftir mér því ég er í svo
skemmtilegri vinnu og geri meira að segja ráð fyr-
ir því að mæta um kvöldið á forsýningu á Fólki í
blokkinni, sem frumsýnt verður nk. föstudag,“
segir Magnús og tekur fram að alltaf sé gaman að
fylgjast með fæðingu sýningar sem sé vel lukkuð.
Spurður hvort hann óttist ekkert að yfirvofandi
efnahagsþrengingar geti dregið úr aðsókn leik-
húsgesta svarar Magnús Geir því neitandi og bendir á að sala áskrift-
arkorta hafi aldrei verið meiri en á síðustu vikum og þegar sé orðið
uppselt á 22 sýningar á Fólkinu í blokkinni þó enn sé ekki búið að
frumsýna verkið. Tekur hann fram að hann telji ekki síður mikilvægt
nú um stundir fyrir fólk til að fá tækifæri til að lyfta sér upp. „Þó við
neyðumst til að slaka á í lífsgæðakapphlaupinu höldum við áfram að
lifa og þurfum að láta hreyfa við okkur. Og hvað er betur til þess fall-
ið en leikhúsið, sem er tiltölulega ódýr kvöldstund.
Þó það séu vindar sem blása úti, þá skín sólin skært hérna innan-
dyra. Þannig hlæja þúsundir manna á sýningunni Fló á skinni og
Fólkið í blokkinni er uppfullt af von, sem er eitthvað sem þjóðin þarf
nauðsynlega á að halda núna,“ segir Magnús Geir. silja@mbl.is
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri 35 ára
Sólin skín skært innandyra
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röð-
inni.
Sudoku
dagbók
Í dag er þriðjudagur 7. október,
281. dagur ársins 2008
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. d4 O–O 6. Be2 e5 7. O–O Rc6
8. d5 Re7 9. b4 Re8 10. c5 f5 11. Rd2
Rf6 12. f3 f4 13. Rc4 g5 14. a4 Rg6
15. Ba3 Hf7 16. b5 dxc5 17. Bxc5 h5
18. a5 g4 19. b6 g3 20. Kh1 Bf8 21.
Bg1 Rh4 22. He1
Staðan kom upp á sterku alþjóð-
legu móti í Montreal í Kanada sem
lauk fyrir nokkru. Stórmeistarinn
Pascal Charbonneau (2.499) frá
Kanada hafði svart gegn landa sín-
um Thomas Roussel-Roozman
(2486). 22. … Rxg2! 23. Kxg2 Hg7
24. Rxe5 gxh2+ 25. Kh1 Rxe4! og
hvítur gafst upp enda stutt í mátið,
sbr. t.d. 26. fxe4 hxg1=D+ 27. Hxg1
Dh4#.
Svartur á leik.
Björgúlfur Þor-
varðsson kennari
er sjötugur í dag,
7. október.
Björgúlfur öndum ekki gefur
eða sér um búsins hag,
afmæli sín aldrei hefur
uppá haldið, þessi refur.
Hann verður ekki heima í dag.
70 ára
Brynja Sólveig Pálsdóttir Hruna-
mannahreppi, Eva Rún Eiðsdóttir
og María Dröfn Sindradóttir frá
Selfossi héldu tombólu og gáfu
Rauða krossinum afraksturinn,
10.328 kr.
Hlutavelta
6 5 8 9 1
9 2 3 7
8 5 4 9
4 5 6 8
8 9 6 4
1 9 7 3
6 1 2 4
4 6 8 7
9 3 4 1 2
frumstig
2 6 5
1 5 9 4
4 9 7
5 1
8 1 2
3 7
9 4 2
4 3 7 2
7 3 4
Miðstig
8 5 1
4 1 3
2 4 5
6 7 3 8 9 1
5 4 8 7 6 3
3 4 2
5 9 7
4 8 9
Efstastig Lausn síðustu Sudoku.
6 4 9 7 5 3 2 8 1
8 5 3 2 9 1 4 6 7
1 7 2 8 4 6 9 5 3
7 6 1 5 2 4 8 3 9
3 2 5 6 8 9 1 7 4
9 8 4 3 1 7 6 2 5
4 3 7 1 6 8 5 9 2
2 9 8 4 3 5 7 1 6
5 1 6 9 7 2 3 4 8
3 8 1 2 6 5 4 7 9
7 6 4 9 3 1 5 2 8
2 5 9 8 7 4 1 6 3
1 7 5 3 4 6 9 8 2
4 3 8 5 2 9 6 1 7
9 2 6 7 1 8 3 4 5
5 1 2 6 8 3 7 9 4
8 4 3 1 9 7 2 5 6
6 9 7 4 5 2 8 3 1
1 3 4 6 5 2 9 8 7
7 6 9 1 4 8 5 2 3
2 8 5 3 7 9 4 6 1
4 1 6 2 8 3 7 9 5
8 9 3 5 6 7 1 4 2
5 7 2 9 1 4 6 3 8
6 2 7 4 3 1 8 5 9
9 5 8 7 2 6 3 1 4
3 4 1 8 9 5 2 7 6
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is