Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÚTVEGSBANKINN gekk frá sölu á eignum Haf- skips nokkrum dögum áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Samningunum var haldið leynd- um, meðal annars fyrir stjórnendum Hafskips. Kemur þetta fram í bók Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings, „Hafskip í skotlínu“, sem kom út í gær. Fyrrum stjórnendur Hafskips byggja kröfu sína um opinbera rannsókn í Hafskipsmálinu með- al annars á rannsóknum bókarhöfundar. „Það kom mér einna mest á óvart hvernig virð- ist hafa verið gengið frá sölu á eignum félagsins fyrir gjaldþrot,“ segir Björn Jón um niðurstöður rannsókna sinna á Hafskipsmálinu. Hann vísar til upplýsinga sem fram koma í bókinni um samninga stjórnenda Útvegsbankans og Eimskipafélagsins aðfaranótt 1. desember 1985 um kaup Eimskips á eignum Hafskips, að eigendum Hafskips og stjórnendum forspurðum. „Ég fann alla þá samn- inga og sá hvernig Útvegsbankinn skuldbatt sig til þess að leita allra leiða til þess að Hafskipsmenn gæfu félagið upp til gjaldþrotaskipta. Þeir sögðu þeim hins vegar ósatt um ástæður þess, sögðu að taka yrði félagið til skipta til að aflétta kyrrsetn- ingu Skaftár en það var tylliástæða eins og einn af bankastjórum Útvegsbankans skýrði fyrir mér,“ segir Björn Bragi. „Hreina leiðin“ farin Hafskip var gefið upp til gjaldþrotaskipta 6. desember 1985. Frá því um mitt sumar höfðu stjórnendur félagsins reynt að selja rekstur þess. Meðal annars var rætt við Eimskip og skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga. Fram kemur í bókinni að minnstu hafi munað að Sambandið tæki upp samstarf við Hafskipsmenn um rekstur nýs skipafélags. Eftir að stjórn SÍS felldi tillögu um það hófust viðræður eigenda Íslenska skipa- félagsins og Útvegsbankans um leiðir til að halda rekstrinum áfram. Sérstakur trúnaðarmaður við- skiptaráðherra í málinu, Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður, taldi í skýrslu til ráðherra að með stofnun Íslenska skipafélagsins hefði tekist að bjarga fjármunum sem ella hefðu farið forgörðum. Fram kemur í bókinni að fjórum dögum síðar hafi hann lagt til að Útvegsbankinn og Eimskipa- félagið gerðu með sér bindandi samning um tilboð Eimskips í eignir Hafskips eftir að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þessi aðferð var nefnd „hreina leiðin“. Matthías Bjarnason, sem þá var viðskiptaráðherra, lýsti því yfir við bókarhöf- und að honum hefði verið ókunnugt um þessa samninga og teldi að ríkislögmaður hefði farið út fyrir verksvið sitt með því að stuðla að þeim. Þá kemur einnig fram að Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri hafi verið milligöngumaður við samn- inga Útvegsbankans og Eimskips. Ein af meginforsendum samninganna við Eim- skip var að skiptaráðandinn í Reykjavík tæki vel í gerð hans. Í bókinni kemur fram að Markús Sigur- björnsson borgarfógeti hafi efnt til réttarhalds yfir Axel Kristjánssyni, aðstoðarbankastjóra og aðallögfræðingi Útvegsbankans, þegar hann fór til fundar við skiptaráðendur vegna málsins. Þessi samskipti voru áður en félagið óskaði eftir gjald- þrotaskiptum. Bókarhöfundur segist engin dæmi þekkja um slíkt réttarhald og hvernig þetta virtist allt hafa verið ákveðið fyrirfram og telur einnig að aðkoma skiptaráðenda að rannsókn málsins síðar eigi engin fordæmi. Krafa um opinbera rannsókn Krafa um opinbera rannsókn á aðdraganda og eftirmálum gjaldþrots Hafskips sem hæstaréttar- lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir hafa lagt fram fyrir hönd Haf- skipsmanna, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Helgu Thomsen, ekkju Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Þórðar H. Hilmars- sonar og Helga Magnússonar, er að stórum hluta byggð á upplýsingum sem komið hafa fram við rannsókn Björns Jóns Bragasonar. Í henni eru tí- unduð ýmis atriði sem benda til ágalla og lögbrota í verklagi og vinnubrögðum hins opinbera, í að- draganda gjaldþrotsins og þeirri rannsókn sem gerð var í kjölfar þess, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafskipsmönnum. Þeir telja sig geta fært rök fyrir meintu vanhæfi og um leið ólögmætri aðkomu beggja skiptaráðenda félagsins og leitt líkur að því að þeir hafi brotið lög með vinnubrögðum sínum. Er farið fram á skoðun á því hvort í meðförum málsins hjá ríkissaksóknara, rannsóknarlögreglunni og síðar sérstökum ríkis- saksóknara hafi lögboðnum vinnuskyldum verið fullnægt. Þá er embættisfærsla ríkislögmanns harðlega gagnrýnd sem og þær forsendur sem lágu að baki síðbúnum gæsluvarðhaldsúrskurðum. Hafskip enn í skotlínu Krafa um opinbera rann- sókn á Hafskipsmálinu er byggð á nýrri bók Morgunblaðið/hag Nýir eigendur Útvegsbankinn samdi við Eimskip um sölu á eignum Hafskips, fimm dögum áður en stjórn Hafskips óskaði eftir gjaldþrotaúrskurði, án vitundar eigenda eða stjórnenda Hafskips. HÆSTARÉTTARDÓMARARNIR Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson hvetja Valtý Sig- urðsson ríkissaksóknara til að verða við beiðni um opinbera rann- sókn á Hafskipsmálinu svokallaða. Þetta kemur fram í bréfi sem Garðar Garðarsson hrl. hefur sent ríkissaksóknara fyrir hönd umbjóðenda sinna, þ.e. Gunnlaugs þáverandi ríkislögmanns og Mark- úsar þáverandi borgarfógeta í Reykjavík. Ríkissaksóknara barst í síðustu viku beiðni um opinbera rannsókn málsins frá Ragnari Aðalsteinssyni hrl. fyrir hönd fyrrverandi stjórn- enda Hafskips með Björgólf Guð- mundsson í broddi fylkingar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Garðari óskaði hann þegar eftir afriti af bréfi með kröfu um rannsókn Haf- skipsmálsins. „Þótt ekki verði séð að nokkrar nýjar staðreyndir um atvik, sem gerðust fyrir rúmum tveimur ára- tugum, komi fram í bréfi rannsókn- arbeiðenda eru ásakanir þær sem bornar eru á umbjóðendur mína þess eðlis að ekki verður við unað. Er það því í þeirra þágu að umbeðin rannsókn fari fram og vilja þeir eindregið hvetja til að orðið verði við beiðninni,“ segir m.a. í bréfi Garðars sínu til ríkissaksóknara. Hvetja til rannsóknar AÐ GEFNU tilefni vill Valitor, sem er útgáfuaðili fyrir hönd banka- og sparisjóða að VISA debet- og kred- itkortum, árétta að notkun korta verður eftir sem áður með eðlileg- um hætti. Þetta á við um öll korta- viðskipti, jafnt hjá söluaðilum og í hraðbönkum, bæði hér heima og er- lendis, segir í fréttatilkynningu frá Valitor. Þar segir jafnframt að eins og fram hafi komið í ávarpi forsætis- ráðherra í gær séu markmið að- gerða ríkisstjórnarinnar, sem kynntar hafi verið, m.a. að tryggja það að almenningur fái eðlilega bankaþjónustu. Visa debet- og kreditkort virka „Í fyrra gekk ég frá grein um aðdraganda gjald- þrotsins og ætlaði að birta. En svo voru sífellt að bætast við ný gögn og ég frestaði því. Eftir því sem ég kannaði málið betur komu fram nýjar hliðar og nýjar spurningar vöknuðu þannig að þetta vatt upp á sig. Það var svo ekki fyrr en á þessu ári, líklega undir vor, sem mér varð endan- lega ljóst að þetta yrði að vera bók,“ segir Björn Jón Bragason sagnfræðingur um tilurð bókar sinnar, „Hafskip í skotlínu“. Heiti bókarinnar er tekið af skjalakassa úr skjalasafni Eimskips. Björn Jón skrifaði um Hafskipsmálið og sögu kaupskipaútgerðar í meistaraprófsritgerð í sagnfræði sem hann lauk 2006. Hann hafði áhuga á að kanna ýmsa þætti nánar og ákvað að fara út í frekari rannsóknir á eigin vegum. Höf- undur gefur bókina út sjálfur en vinnsla hennar er styrkt af Hafskipsmönnum. Björn Jón kannaði 20 skjalasöfn og ræddi við um 50 heimildarmenn við vinnslu bókarinnar. Björn Jón hefur einnig notað gjaldþrot Hafskips sem verkefni við laganám í Háskóla Íslands. Hann hefur lokið við BA- ritgerð um rannsóknarnefnd þá sem falið var með sérstökum lögum að kanna viðskipti Hafskips og Útvegsbanka Íslands. „Hafskip í skotlínu“ er önnur bókin um Haf- skipsmálið sem kemur út á skömmum tíma. Greinin vatt upp á sig og varð að bók Björn Jón Bragason Eftir Dag Gunnarsson dagurg@mbl.is ÞAÐ þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna verra ástand í efnahagsmálum en nú rík- ir. Um helgina sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra að sú fjármálakreppa sem nú ríður yfir heiminn væri verri en sú sem átti sér stað á fjórða áratug síðustu aldar og fara yrði aftur til ársins 1914 til að finna hliðstæðu. Flestir kannast við kreppuna miklu sem kom í kjölfar hruns verðbréfamarkaða 1929 en í hvað er forsætisráðherra að vísa með ummæl- um sínum um 1914? Er fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914 leystu Evrópubúar inn í flýti bandarísk verð- bréf sín og var álagið svo mikið á bandaríska bankakerfið að fjármálaráðherrann William G. McAdoo lét loka kauphöllinni í New York til að stemma stigu við fjármagnsflæðinu en gull- birgðir Bandaríkjanna voru í hættu og doll- arinn hrapaði í verði á heimsmörkuðum. Kauphöllin í New York var lokuð í fjóra mánuði um haustið þetta ár og var gripið til neyðarlaga sem kennd eru við Aldrich- Vreeland sem leyfir bönkum að gefa út pen- ingaseðla án þess að nægileg trygging rík- isskuldabréfa sé fyrir hendi. Peningum úr neyðarsjóðum var dælt inn í bandaríska hag- kerfið og á nokkrum mánuðum eða í nóvember 1914 mun það hafa jafnað sig, þökk sé þessum neyðaraðgerðum. Versta ástand síðan árið 1914 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SAMANBURÐUR Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og hagfræðings, á kreppunni nú og þeirri sem reið yfir heimsbyggð- ina 1914 hefur vakið athygli, enda sú efnahagslægð líklega mun síður þekkt en kreppan sem skall á 15 árum síðar. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur telur samanburð- inn að mörgu leyti áhugaverðan. „Ég held að hagfræðingurinn Geir hafi komið auga á þetta vegna yfirburðaþekkingar sinnar á hagsögu,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Kreppan 1914 er að því leyti óvenjuleg að það kom heims- styrjöld í kjölfarið, sem veldur því að hún kom ekki jafnskýrt fram og ella hefði verið. Hún hafði takmörkuð áhrif á Íslandi, enda erfitt að skilja hana frá fyrri heimsstyrjöldinni.“ vegna þess að fjármálalíf lands- ins var mjög vanþróað á þeim tíma. Hún virðist hafa haft mun meiri áhrif vestanhafs. Kemur þar bæði til að Bandaríkin stóðu utan átakanna þangað til 1917 og svo hitt að fjármálakerfið þar var mun þróaðra en hér.“ Guðmundur segir einnig at- hyglisvert að bera saman niður- sveifluna nú og kreppuna miklu fyrir 70 árum. „Kreppan 1929 byrjar á svip- aðan hátt, sem fjármálakreppa. Hún hófst á því að bankar byrj- uðu að draga til sín fé og hætta útlánum. Við það tók kerfið smám saman að hrynja.“ Má að lokum geta þess til gam- ans, í ljósi umræðna um skulda- vafninga og önnur framandleg heiti í umræðunni um kreppuna nú, að í yfirlitsritinu „Ísland í ald- anna rás: 1900-2000“ eru rifjuð upp þau orð Björns Kristjáns- sonar, bankastjóra Landsbank- ans, frá marsmánuði 1914, að bankastjórnin telji „bankamál vera svo torskilin mál, vandasöm og flókin fyrir allan almenning, að alls eigi geti átt við, að leggja þau undir almennan fund“. óvenjulegt, eins og komi fram í Morgunblaðinu á þeim tíma. Mikil uppgrip í stríðinu „Fyrstu styrjaldarárin voru uppgrip á Íslandi vegna þeirrar miklu eftirspurnar sem myndað- ist eftir útflutningsvörum þjóðar- innar. Fjármálakreppan 1914 hverfur því inn í aðra og meira áberandi atburði. Hún hafði ekki mikil áhrif á ís- lenskt efnahagslíf, meðal annars Hann segir fyrstu styrjaldar- árin hafa reynst búhnykkur fyrir Íslendinga, líkt og síðari heims- styrjöldin. Íslensk stjórnvöld hafi brugðist við kreppunni 1914 með því að afnema gullfótinn, á þeim tíma þegar norrænu mynt- irnar hefðu verið tengdar saman. Hugmyndin hafi verið að eiga nægan gullforða til að styðja við gjaldeyrinn, íslensku krónuna. Alþingi hafi komið til fundar á sunnudegi sem þótt hafi mjög Stríðsgróði jafnaði út kreppuna Bankamálin þóttu líka tor- skilin 1914 Hótel Reykjavík árið 1913 Ári síðar skall á heimskreppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.