Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í alþingiskosning- unum 2007 lögðu stjórnarflokkarnir báðir mikla áherslu á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Samfylk- ingin setti fram mjög skýra stefnu í mál- efnum eldri borgara og sagði: „Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launa- vísitölu. Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar. Samfylk- ingin ætlar að leið- rétta þetta misrétti og vinna að því að líf- eyrir dugi fyrir fram- færslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hag- stofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum og mun koma þeim best, sem hafa lægstan lífeyri.“ Samkvæmt síðustu neyslu- könnun Hagstofunnar eru með- altalsútgjöld einhleypinga 226 þús. kr. á mánuði. Skattar ekki með- taldir. Samfylkingin fór í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum og félags- og tryggingamálaráðu- neyti kom í hlut Samfylking- arinnar. Ég taldi því víst að fyrsta verk Samfylkingarinnar yrði að hækka lífeyri aldraðra mynd- arlega. En svo varð ekki. Á sum- arþinginu 2007 kom engin tillaga fram frá Samfylkingunni um hækkun á lífeyri aldraðra. Það voru mikil vonbrigði. Það fyrsta, sem gerðist í því efni var í árs- byrjun 2008 í kjölfar kjarasamn- inga. Lágmarkslaun hækkuðu þá um 16% og fóru í 145 þús. kr. á mánuði. En lífeyrir aldraðra var aðeins hækkaður um 7,4% og fór í 136 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir aldraðra var því ekki leiðréttur eins og lofað hafði verið heldur jókst gliðnunin. Eftir þessa breyt- ingu nam lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum en hafði á sl. ári numið 100%. Þetta var mikið áfall fyrir þá, sem trúðu á kosningaloforð Samfylkingarinnar. Þannig stóð þetta fram í september en þá gaf félags- og tryggingamálaráðu- neytið út reglugerð um lágmarks- framfærslutryggingu lífeyrisþega. Sagði þar að sú trygging skyldi vera 150 þús. kr. á mánuði og uppbót fyr- ir það sem á vantaði greiðast út hjá Trygg- ingastofnun sem fé- lagsleg aðstoð. Skyldi uppbótin greiðast út 1. október. Eftir þessa breytingu eru trygg- ingabætur aldraðra 103% af lágmarks- launum verkafólks. Ég fagna þessari breyt- ingu þó að hún sé seint fram komin og þó að lág- markstryggingin sé alltof lág. Og enn er eftir að bæta ellilífeyr- isþegum það sem á vantaði á tíma- bilinu 1. febrúar til 1. september. Í kjarasamningum 2003 og 2006 fengu aldraðir sömu hækkun á líf- feyri og varð á lágmarkslaunum. Miðað við kosningaloforð Samfylk- ingarinnar eiga aldraðir rétt á því að eins sé með farið í kjölfar kjara- samninganna í febrúar sl. Þeir eiga að fá sömu hækkun á lífeyri og nam hækkun lágmarkslauna. M.ö.o.: lífeyrir aldraðra á að hækka um 16% frá 1. febrúar í stað 7,4%. Geta aldraðir lifað sómasamlegu lífi af 130 þús. kr. á mánuði eftir skatta? Af því þarf að greiða öll útgjöld mat, fatnað, hús- næði, samgöngukostnað o.fl. Miðað við húsnæðiskostnað í dag er von- laust að unnt sé að lifa sóma- samlega af þessari upphæð. Sam- fylkingin sagði fyrir kosningar að lífeyrir aldraðra ætti að duga fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hag- stofunnar. Það vantar rúmlega 100 þús. á mánuði upp á að ná þessu marki. Þessu marki þarf að ná í 2 áföngum. Kjósendur Samfylkingarinnar sætta sig ekki við að ekki sé staðið við kosningsloforðið um leiðrétt- ingu á lífeyri aldraðra. Ef til vill var það einmitt það loforð sem fleytti Samfylkingunni í stjórn. Samfylkingin hefur staðið sig vel í því að draga úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu. Þeir, sem eru orðnir 70 ára, geta nú unnið ótakmarkað án þess að það skerði tryggingabætur þeirra og þeir sem eru 67-70 ára hafa 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna. Það er að vísu óeðlilegt að mismuna eldri borg- urum á þennan hátt og mér til efs að það standist jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að mismuna þannig. Þá hefur skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verið afnumin. Það er mikið réttlætismál. Enn vantar þó að framkvæma eitt stórmál sem Samfylkingin barðist fyrir í kosningunum 2007: Kosningaloforð Samfylkingarinnar hljóðaði svona: Samfylkingin legg- ur til að frítekjumarkið verði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði. Það á ekki aðeins að ná til atvinnutekna heldur einnig til tekna úr lífeyrissjóðum. Það er eitt stærsta réttlætismál eldri borgara í dag að skerðing á lífeyri aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði verði afnumin. Ríkisstjórnin lét það hafa forgang að bæta hag þeirra eldri borgara sem eru á vinnumark- aðnum. Þess vegna voru tekjuteng- ingar minnkaðar. Það er ágætt en hlutur hinna, sem ekki gátu unnið, um 2⁄3 eldri borgara, sat eftir. Það er enn mik- ilvægara að bæta hag þeirra. Það verður gert með því að hækka líf- eyri almannatrygginga myndarlega og með því að afnema eða draga verulega úr skerðingu trygg- ingabóta vegna tekna úr lífeyr- issjóði. Þetta eru næstu verkefnin. Ég gef lítið fyrir prósentutölur um hækkanir yfir langt tímabil. Það sem skiptir máli er hvað eldri borgarar fá í vasann í dag. Þeir þurfa að fá það mikið að þeir geti lifað mannsæmandi lífi af því. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Það á að geta búið sínum eldri borgurum betri kjör en aðrar þjóð- ir gera. Lífskjör aldraðra eru enn óviðunandi Björgvin Guð- mundsson skrifar um kjör eldri borg- ara og lífeyrisþega »Kjósendur Samfylking- arinnar sætta sig ekki við að ekki sé staðið við kosningslof- orðið um leið- réttingu á lífeyri aldraðra. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. FYRIRSÖGN þessa greinarkorns vísar í þrjú mikilvæg hugtök: æðruleysi, samúð og jákvæðni. Í orðabók jafngildir sögnin að æðrast því að láta hugfallast, guggna, kvarta sáran og kveina. Æðruleysi er andstæðan við þetta. Í fjölmörg ár hafa ofdrykkjumenn nýtt sér æðruleysisbænina til að leysa sig undan kvíða og ótta á meðan þeir ganga í gegnum lífsstílsbreytingar sem krefjast algjörrar endurskoðunar á fyrri hugmyndum, aðferð- um og aðstæðum. Við Íslendingar, líkt og margir fleiri um allan heim, stöndum frammi fyrir svip- uðum aðstæðum þessa dagana og erum að takast á við timb- urmenn af verra tag- inu. Þrátt fyrir erf- iðleikana sem framundan eru hjálp- ar lítið að æðrast. Æðruleysi minnir okkur, þ.e. almenning, á að sleppa taki á hlutum og aðstæðum sem við getum ekki breytt eða stjórnað, t.d. fjármálastreymi inn- anlands og utan, hegðun við- skiptajöfra, fjölmiðlaumfjöllun, stjórn landsins o.s.frv., og beina þess í stað athyglinni að þeim hlutum sem við getum mögulega haft áhrif á, t.d. okkar eigin hegð- un, orðfæri og hugsun. Æðruleysið eitt og sér mun ekki laga ástandið en sá hugs- unarháttur er líklegur til að draga úr spennu, kvíða og streitu hjá einstaklingum. Á sama tíma er mikilvægt að finna til samúðar og samkenndar með þeim sem ganga nú í gegnum hremmingar af völd- um hinnar yfirvofandi kreppu. Á erfiðistímum er fátt mikilvægara en náungakærleikur, umhyggja og aðstoð. Við ættum sem samfélag að þjappa okkur saman, styðja og efla þá sem standa okkur nærri. En það sem þjóðfélagið þarf mest á að halda er jákvæðni. Nú á ég ekki við óraunsæja bjartsýni, heldur raunverulega jákvæðni. Síðustu ár hef ég haldið því statt og stöðugt fram að jákvæðni sé ekkert merkileg fyrr en á móti blæs. Erfiðleikar afhjúpa karakter og hugsunarhátt einstaklinga bet- ur en margt annað. Nú ríður á að sem flestir leggi sig fram og geri sitt besta til að hugsa um lausnir, leiðir og mögu- leika. Ég veit að það er ekki auð- velt en nú er þörfin meiri en oft áður. Þegar óttinn tekur völdin hjá stórum hópum þjóðfélagsins er mikilvægt að þeir sem geta leggi lóð sín á vogarskálarnar og bjóði fram lausnir og möguleika í meira mæli en áður. Jákvæð og lausna- miðuð hugsun býr til von og síst af öllu þurfum við á vonleysi fjöldans að halda. En ef allt annað þrýtur er ágætt að minnast orða Zen- meistarans sem sagði: Þetta, líkt og allt annað, mun líða hjá. Æðruleysi, samúð og jákvæðni Guðjón Bergmann skrifar um gildi þess að hugsa jákvætt » Síðustu ár hef ég haldið því statt og stöðugt fram að já- kvæðni sé ekkert merki- leg fyrr en á móti blæs. Guðjón Bergmann Höfundur er jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. HVAÐ er til ráða á dimmum dögum þegar myrkrið sækir á, stress og áhyggjur magnast og kvíði og vanlíðan taka að búa um sig með herpingi í maga, slappleika eða óútskýrðum þyngslum í höfði sem kunna að leiða til depurðar og vonleysis? Við slíkar aðstæður er gott að minna sig á að nauðsynlegt er að nærast vel jafnvel þrátt fyrir lystarleysi. Mikilvægt er að ná góðum svefni og hvíld, stunda hreyfingu, fara í göngutúra og gott er að fara í heitt bað til að láta líða úr sér. Þá er gott að leita eftir samtali við ein- hvern sem þú treystir, einhvern sem tilbúinn er að gefa af tíma sín- um til þess að hlusta á þig og jafnvel biðja með þér og fyrir þér. Þá er mikilvægt að reyna að gæta þess að einangrast ekki félagslega þótt mað- ur sé kannski ekki hrókur alls fagn- aðar á meðan myrkrið er svartast og vanlíðanin mest. Fleiri góðar leiðir Svo er einnig til ágæt leið sem reynst hefur mörgum dýrmæt í gegnum tíðina. Hún er hreinlega sú að finna Biblíuna sína eða Nýja testamentið, setjast síðan niður og kveikja ljós. Lifandi ljós, kertaljós. Draga síðan í rólegheitum djúpt að sér andann, signa sig í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda, draga aftur djúpt að sér andann og and- varpa. Hneigja síðan hug og hjarta í bæn til þess sem biður stöðugt fyrir okkur með andvörpum sínum. Til al- máttugs Guðs sem gaf okkur lífið og sonar hans Jesú Krists sem kom til að auka lífinu tilgang, fullkomna það og viðhalda því um eilífð. Gott er að lesa uppörvandi orð frelsarans Jesú í guðspjöllum Nýja testamentisins og hvetjandi orð úr bréfum Páls postula og fleiri. Einnig er gott að lesa ljóð úr útbreiddustu ljóðabók allra tíma, Davíðssálm- unum, sem ekkert jafnast á við á slíkum stundum. Þá er einnig gott að lesa sálma úr sálmabók Íslensku þjóðkirkjunnar og bænir úr þar til gerðum bæna- bókum eftir andans menn og önnur uppbyggjandi og uppörvandi andleg ljóð. Þá bregst bænin aldrei sem frelsarinn sjálfur kenndi okkur forð- um, bænin, Faðir vor, sem flestir Ís- lendingar vonandi kunna. Smám saman muntu finna hvern- ig andi lífsins, andi sköpunarinnar og frelsisins tekur að leika um þig og endurnæra þig. Og ljós lífsins tekur að lýsa þér upp úr þeim dimma og djúpa dal sem þú hefur upplifað þig í. Því að líf þitt er þrátt fyrir allt fyllt tilgangi, djúpum tilgangi og endalausri ástæðu. Friður sem enginn getur rænt þig Varpaðu því áhyggj- um þínum á frelsarann þinn Jesú Krist eins og hann hefur boðið þér að gera. Leyfðu honum að láta áhyggjurnar og svartnættið líða úr þér með því að hvíla í hans friðelskandi faðmi. Þá munu gáttir him- insins opnast og englar munu stíga niður til þess að umvefja þig, leiða þig, blessa þig og gæta þín. Og þú munt læra að ná djúpri slök- un og öðlast innri frið, himneska sælu sem ekkert áreiti, engir menn eða umhverfi munu geta rænt þig. Máttugt undratæki Því að bænin er máttugt undra- tæki. Í henni kemst kyrrð á hugann, er við opnum hjarta okkar fyrir höf- undi og fullkomnara lífsins. Honum sem elskar okkur út af lífinu. Bænin er besta meðalið sem við höfum aðgang að, og er góð með öðr- um nauðsynlegum hjálpartækjum. Því að hún er bæði kvíðastillandi og streitulosandi. Hún skerpir einbeit- ingu og kemur ró á hugann. Við stingum á kýlum, áhyggjurnar taka að líða á braut og friðurinn að flæða inn. Bænin mýkir hjartað og auð- veldar okkur ævigönguna. Hún still- ir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, sam- ferðamenn okkar, umhverfið allt og okkur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrk- ir fjölskyldubönd, samkennd vex, umburðarlyndi og víðsýni eykst og umhyggjan dýpkar. Hún er góð for- vörn og besta áfallahjálpin. Hún er sem græðandi smyrsl, hún líknar og læknar, laðar og leiðir, uppörvar og hvetur. Bænin er ekki spurning um orðalag heldur hjartalag. Hún er andardráttur lífsins, í rauninni allt það súrefni sem þarf til að komast af. Í bæninni drögum við að okkur fyrirgefninguna og þann frið sem enginn getur gefið annar en Jesús Kristur. Frið sem er æðri mann- legum skilningi og enginn og ekkert megnar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni lærum við að meta fegurð lífsins. Bænin er lífsstíll, spurning um hugarfarsbreytingu. Með henni drögum við að okkur lífs- andann. Með blessunaróskum og bar- áttukveðjum nú þegar skammdegið tekur að hvolfast yfir. Ráð við kvíða og vanlíðan Sigurbjörn Þor- kelsson skrifar hausthugvekju Sigurbjörn Þorkelsson »Kveiktu á kerti, dragðu djúpt að þér andann, signdu þig og hneigðu síðan hug og hjarta í bæn til Guðs sem gaf þér lífið og þráir að fá að viðhalda því. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. Loksins blasir við svarið sem svo lengi hefur verið beðið, við þeirri spurningu hvort æskilegt sé að Ísland verði aðili að Evrópu- sambandinu og þar með evrunni. Og þetta svar er ekki einungis „teoretískt“ og byggt á ósann- anlegum fullyrðingum misviturra (og mistrúverðugra ) manna, heldur er það eins áþreifanlegt og hugsast getur. Og munaði ekki um það, þegar það loksins kom. Þegar á reyndi, eins og orðið hefur undanfarið, kom í ljós að krónan er ekki mik- ils megnug. Hún er kæna, árabát- ur en ekki spíttbátur, sem lætur ekki að stjórn þegar virkilega gef- ur á. Kjarni málsins er sá, að þetta er ekki lengur akademískt debatt. Þetta er áþreifanlegur veruleiki sem blasir við okkur. Við verðum að losna úr klóm krónunnar. Ef til vill verður þó reyndin að það verður sjálfhætt með hana, því að hún virðist ekki orðin til annars nýt en heimabrúks. Kristján G. Arngrímsson Loksins kom svarið Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.