Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 15 ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FORSETAFRAMBOÐ demókrat- ans Baracks Obama var ekki lengi að bregðast við árás Söru Palin, vara- forsetaefnis repúblikana, á fram- bjóðandann um helgina vegna tengsla hans við Bill Ayers, fyrrver- andi meðlim hryðjuverkasamtak- anna Weather Underground. Svarið var myndband þar sem rifj- uð eru upp tengsl Johns McCains, forsetaframbjóðanda repúblikana, við svonefnt Keating Five-fjármála- hneyksli á 9. áratugnum, mál sem varðaði Charles Keating, vin hans og fjárhagslegan bakhjarl. anaforseti á síðari tímum, hafi laðað til sín stóra kjósendahópa, þar með talið ungt fólk sem hafi upp frá því hneigst til hægri. Þessi sveifla gæti vegið þungt í ljósi mikil áhuga ungs fólks á kosn- ingunum. Þá þykir þessi staða vega upp á móti minna fylgi Obama á meðal eldri kjósendahópa, þar með talið ófaglærðra verkamanna. Þetta hefur aftur þýtt að hann hef- ur átt erfiðara uppdráttar í ríkjum á borð við Ohio og Pennsylvaníu en margir fyrri forsetaframbjóðendur demókrata, á sama tíma og stuðn- ingur ungs fólk hefur aukið sigurlík- ur hans í öðrum ríkjum, svo sem Colorado og Nýju Mexíkó, að því er fram kemur í fréttaskýringu dag- blaðsins USA Today. McCains eftir valið á Palin sem vara- forsetaefni virðist hafa runnið út í sandinn eftir fall bankarisanna og útlit fyrir að honum hafi ekki tekist að höggva skarð í fylgi Obama á meðal ungra kjósenda. Skýra vísbendingu um þetta er að finna í nýrri könnun dagblaðsins USA Today, tónlistarstöðvarinnar MTV og fyrirtækisins Gallup á með- al skráðra kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, þar sem sem 61% kjósenda sögðust myndu greiða Obama at- kvæði sitt, 32% styðja McCain. Dan Bartlett, sem var um tíma ráðgjafi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, segir niðurstöðurnar mikið áhyggjuefni fyrir repúblikana, enda rifji þær upp hvernig Ronald Reagan, einn vinsælasti repúblik- McCain átti þá sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings og komst siðanefnd deildarinnar að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið yfir tengsl Keat- ings við fimm þingmenn, að þrátt fyrir að hafa ekki gerst sekur um lögbrot í málinu hafi McCain sýnt í því „slæma dómgreind“. Hrunið á fjármálamörkuðum er langstærsta kosningamálið að þessu sinni og því engin tilviljun að fram- boð Obama skuli rifja upp tengsl McCains við fjármálahneykslið, sem varðaði gjaldþrot bankastofnana. Helmingi fleiri vilja Obama Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er vissrar örvænt- ingar farið að gæta í liði McCains og ekki að ástæðulausu. Gagnsókn Harka færist í leikinn  Framboð Obama rifjar upp tengsl McCains við gamalt fjármálahneyksli  Ungir kjósendur flykkjast að Obama  Sveiflunni líkt við vinsældir Reagans HUNDAR bíða eftir blessun prests fyrir utan San Francisco-kirkjuna í Lima. Hundruð Perú- manna fóru þangað með gæludýr sín til að þau gætu fengið blessun við sérstaka athöfn. Kirkjan er helguð Frans af Assisi, verndardýrlingi dýra og stofnanda Fransiskana-reglunnar. Dýr fá blessun prests í kirkju Frans af Assisi AP AP GEIMFAR bandarísku geimrann- sóknastofnunarinnar NASA flaug framhjá Merkúr í gær í annað skipti af þremur til að taka myndir af reiki- stjörnunni. Myndavélar geimfarsins MESS- ENGER áttu að taka yfir 1.200 myndir af yfirborði Merkúr, innstu og minnstu reikistjörnu sólkerfisins. Þótt Merkúr sé tiltölulega nálægt jörðinni er reikistjarnan meðal dul- arfyllstu hnatta himingeimsins þar sem mjög hættulegt er að senda geimfar að henni vegna mikils að- dráttarafls sólar og mikillar geisl- unar. MESSENGER flaug fyrst framhjá Merkúr í janúar en í fram- hjáfluginu í gær gafst tækifæri til að taka myndir af gagnstæðri hlið reiki- stjörnunnar. Geimfarið á að fljúga í þriðja og síðasta skipti framhjá Merkúr í september á næsta ári. bogi@mbl.is Geimfar kannar Merkúr %&  ' ( )*  +,)-   ./00/12/3 1404  - .  )& * ' ( *    ,5 *  ' ( ( -  6 - 3   0 ,) 0  ,  0-& ',& & .437.89 2/8.:/394381143 ; &     --) 0 * 5 *6- /     * 6 7  7 ,*  '      ( <  *  3   , )  =- ,  *(& ' (-- 0-,* /-    >,* ? @-   * ,5   2/8.:/3981     $ *      #  )    $      # *       " 5      !         $  # A !                     AÐ MINNSTA kosti fjórðungur allra spendýrategunda í heiminum er í útrýmingarhættu, samkvæmt nýjum lista náttúruverndarsamtak- anna IUCN yfir dýrategundir í út- rýmingarhættu. Í skýrslu sam- takanna segir að rúmum helmingi spendýrategunda hafi hnignað á síðustu tíu árum og fremdardýr eða prímatar í Asíu eru taldir í mestri hættu. „Nær 80% fremd- ardýra í Asíu eru í útrýmingarhættu, að langmestu leyti vegna veiða og kjörlendismiss- is,“ sagði Michael Hoffman, einn spendýrasérfræðinga samtakanna. Í skýrslunni kemur fram að um 1.140 spendýrategundir af 5.487 geti orðið útdauðar ef svo fer fram sem horfir. Talan kann þó að vera of lág vegna þess að ekki var hægt að meta stöðu 836 tegunda vegna skorts á upplýsingum. „Í raun gæti tala spen- dýrategunda í útrýmingarhættu ver- ið allt að 36%,“ sagði Jan Schipper, einn vísindamanna IUCN og aðal- höfundur skýrslunnar. Í skýrslunni eru þó góðar fréttir fyrir Afríkufílinn sem hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum og var tekinn af listanum yfir spendýr í útrýming- arhættu. bogi@mbl.is Um 25% spendýra í hættu Margar apateg- undir eru í hættu. Um helmingi tegund- anna hefur hnignað NÝ plága herjar nú í Þýskalandi, villisvínum fjölgar ört og eyðileggja þau jarðargróður, drepa gæludýr og ráðast jafnvel á fólk. Fjölgunin var að sögn vísindamanna Villidýrarann- sóknastofnunarinnar í Hannover 320% í fyrra vegna betri aðgangs að fæðu og mikillar viðkomu. Dýrin grafa m.a. upp lík í kirkju- görðum og éta þau. Ekki er vitað hvað veldur þessari miklu fjölgun í Þýskalandi en talin er hætta á að svínapest breiðist út. „Gylturnar þýsku eignast að jafnaði 6-8 grísi en í öðrum löndum eignast gylturnar 4-5 grísi,“ segir í nýrri skýrslu. kjon@mbl.is Villisvínum fjölgar ört ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu í Dan- mörku um hvort breyta eigi lögum um erfðaröð dönsku krúnunn- ar þannig að fyrsta barn kon- ungs eða drottn- ingar verði ríkis- arfi, óháð kyni. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, skýrði frá þessu í gær og sagði að atkvæða- greiðslan ætti að fara fram 7. júní á næsta ári. Stjórnarskráin kveður á um að þótt prinsessa sé elst barna konungs eða drottningar eigi yngri bróðir hennar að taka við krúnunni. „Við viljum jafnrétti kynjanna, líka þegar kemur að erfðaröðinni,“ sagði Fogh Rasmussen. Efna þurfti til þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1953 til að Margrét Danadrottning gæti tekið við af föð- ur sínum, Friðrik IX, sem átti þrjár dætur. bogi@mbl.is Vill jafnrétti í erfðaröð Anders Fogh Rasmussen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.