Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Ingi-marsson sím- smíðameistari fæddist í Reykjavík 15. desember 1941. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 25. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Þóra Sig- urjónsdóttir frá Holti í Garði f. 13. apríl 1910 d. 20. jan. 1999, og Ingimar Kristinn Þorsteinsson frá Meið- astöðum í Garði, f. 27. maí 1907 d. 18. nóv. 1958. Systkini Sigurjóns eru Þorsteinn K.R., látinn, Stein- þóra, Kristín, lést í frumbersku, Kristín Inga og Jón Ingi. Fyrri kona Sigurjóns var Krist- ín Eiríksdóttir, látin. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Oddsdóttir og Eiríkur Kúld Sigurðsson, bæði látin. Dætur Sigurjóns og Krist- ínar eru: 1) Jónína Þ., gift Sveini F. Sveinssyni, börn þeirra eru Sveinn, Jón Ingi og Friðrik Ingi. Fyrir átti Jónína Björgvin Þór Smárason. 2) Ingibjörg T., gift Salmanni Tamimi, börn þeirra eru Yousef Ingi og Nazima Kristín. Fyrr átti Ingibjörg, Rakel Dögg og Guð- bjart Þorvarð- arbörn. 3) Katrín, gift Sölva Guð- bjartsyni, börn þeirra eru Sigurður Pétur, Sigurjón Ingi og Kristín Lilja. Seinni kona Sig- urjóns er Magnea S. Guðjónsdóttir. For- eldrar hennar eru Guðbjörg Magnea Jónsdóttir, látin, og Guðjón S. Jó- hannesson. Dóttir Sigurjóns og Magneu er Vigdís Lillý, maður Páll Jóhannesson, dætur þeirra Fanndís Ósk, Eva Dögg og Eygló Sól. Fyrr átti Magnea, a) Guðjón Þór Kristjánsson, kvæntur Stein- unni K. Guðmundsdóttir, dætur Vera Ósk og Magnea Dís, b) Sig- urósk G. Kristjánsdóttur, gift Agli Jóni Kristjánssyni, börn þeirra, Hrafnhildur María og Guðjón Þór. Fyrr átti Sigurósk Magneu Ýri Gylfadóttur. Sigurjón verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa minning- argrein um þig svona stuttu eftir að mamma dó, en það er aðeins rúmt eitt og hálft ár síðan. Margar eru þær minningar sem koma upp í huga mér á þessari stundu. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við systurnar komum í heimsókn til þín og ömmu í vest- urbæinn og þú fórst með okkur á rúntinn á svörtu flottu bjöllunni þinni. Og líka þegar ég fór í háls- kirtlatöku og þú keyrðir mig heim til ömmu, ég fékk að kúra uppi í sófa og var þér mjög umhugað um að mér liði vel. Ég gleymi aldrei þeirri jólagöf sem þú gafst mér þegar ég var níu ára, það var fyrsta úrið mitt. Ég held að þú hafir aldrei gert þér grein fyrir því hversu mikið það gladdi mig og átti ég það alveg til 18 ára aldurs. Ég man líka vel eftir því þegar ég kom til þín á Skagaströnd í heimsókn. Þó ég hafi verið á mínum erfiðu unglingsárum og gert marg- an skandal þá gerðir þú ekki mikið veður úr því. Ein jólin átt ég lítinn pening og hringdi í ykkur Maddý. Þið hikuðuð ekki og sögðuð mér að taka rútuna strax til ykkar og skyldi ég eyða ég jólunum með ykkur, þetta var líklegast besta jólagjöf sem ég hef fengið. Þarna fékk ég að kynnast hvað þú varst mikið jóla- barn í þér. Þegar ég var 23 ára flutti ég á Hvammstanga þar sem þú áttir heima, þá fyrst kynntist ég þér al- mennilega. Upp frá því höfum við alltaf haft gott samband. Ekki má nú gleyma öllum skötu- veislunum sem við höfum verið með um hver jól, það var alltaf voða gam- an og mikið hlegið. Útilegurnar með þér voru sérstaklega skemmtilegar. Fyrstur manna varst þú alltaf kom- inn á fætur og bankaðir á tjöldin okkar, kallaðir „jæææja“ til að tryggja það að fólk færi að vakna og hann gæti komið í heimsókn í kaffi. Og þessar tvær ógleymanlegu ferðir upp í sumarbústað að Apavatni um páskana sem þú bauðst okkur öllum systkinunum, mökum og barnabörn- unum í. Þú og Nóný vöknuðuð snemma um morguninn og fóruð út í skóginn og földuð páskaeggin. Það var mikið fjör og mikið gaman og eru þetta ógleymanlegar minningar sem mér þykir afar vænt um. Þegar við Sirrý keyrðum þig nið- ur á spítala 2. ágúst vegna verkja í bakinu héldum við að þú værir nú bara með brjósklos og áttum ekki von á neinu slæmu. En annað kom í ljós, þú greindist með krabbamein. Stutt var þín þrautaganga og tók það mikið á okkur öll hversu fljótt þér versnaði. Við systkinin skiptum okkur niður með að vera hjá þér bæði heima og á spítalanum og eyddum nokkrum kvöldum í að búa til pottþétt plan svo að alltaf væri einhver hjá þér. En sjúkdómurinn var mjög ágengur og þú varst farinn frá okkur eftir aðeins rúmlega 7 vik- ur. Elsku pabbi minn, þín er sárt saknað og langar mig að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku pabbi. Síðustu vikur hafa liðið svo hratt, allt of hratt. Við erum varla búin að átta okkur á veikindum þínum og nú, 55 dögum seinna, ertu farinn frá okkur. Enginn átti von á þessum hraða. Við héldum öll að við fengjum að halda ein jól og áramót með þér. Það verður erfitt að venjast því að fá þig ekki í heimsókn norður. Að geta ekki spjallað lengur um fótboltann, bíla, ferðalög og útilegu. Ekkert af þessu gerum við aftur. Við hvern á ég nú að rökræða um það hve miklu betri Valur sé miðað við KR. Við eigum fullt af minningum til að ylja okkur en þær eru svo endanlegar og ekki hægt að bæta við þær fleiri minningum, það er svo ósanngjarnt. Þér fannst skemmtilegast að við færum saman í útilegur og í sum- arbústaði og eru allar ferðirnar að Apavatni og í Vaglaskóg ofarlega í minni. Þú komst því á að við systk- inin hittumst hér á Barkarstöðum einu sinni að sumri, bæði vegna þess að við höfum svo stórt hús að allir sem vilja geta gist inni og líka vegna þess að þá kæmum við saman, börn- in þín og þú á stað þar sem þér fannst gott að vera. Þú varst mikill afi og elskaðir það og barnabörnin þig á móti. Þú varst alltaf til í allt með þeim og það sem þau báðu þig um reyndir þú að framkvæma, hvort sem það var að dansa með þeim eða fara í bílaleik. Þegar stelpurnar okkar Palla voru litlar og eitthvað rellnar tókst þú þær í fangið og labbaðir um og sönglaðir eitthvað og þær sofnuðu með það sama. Þú sagðir að þú hefð- ir svæft þær úr leiðindum en við vit- um að fang þitt var hlýtt og notalegt og útilegurnar sem við stelpurnar áttum með þér og mömmu voru yndislegar. Eftir að þær eltust fórstu að lesa fyrir þær, en því eldri sem þær urðu fór DVD að sækja á og það fannst þér ekkert verra enda gast þú fengið þér smákríu þegar þær horfðu á sjónvarpið. Ferðin okkar til Danmerkur var skemmtileg. Þú sagðir að þetta væri miklu betra en að flatmaga á ein- hverri sólarströnd og vildir að við færum aftur svona saman sem átti alltaf að gerast en öll héldum við að við hefðum allan tímann fyrir okkur. Þú naust þess að koma í sveitina til okkar Palla, bara vera þar í kyrrð og ró. Norður var alltaf heim og þér leið mjög vel hér. Þú varst svo stolt- ur þegar þú komst með okkur á Blönduós og á Krókinn að horfa á stelpurnar taka þátt í hestasýning- um, þú hreinlega ljómaðir af stolti. Þær búa vel að því að hafa kynnst þér og við öll, við venjumst því seint að hafa þig ekki hjá okkur, það verð- ur erfitt að sleppa, við reynum öll að hugga okkur við að þú ert ekki leng- ur veikur og finnur ekkert til. Elsku pabbi, við eigum óteljandi minningar sem mig langar að segja frá en okkur er úthlutað svo litlu plássi hér í blaðinu og ekki sama hver fellur út hjá þeim. En hjartans pabbi minn, ég elska þig og mun ávallt sakna þín, Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Og þín vegna pabbi minn þá segi ég bara í þetta sinn: Áfram KR. Þín dóttir, Lillý. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi, mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum, það er ekki auðvelt fyrir mig að kveðja þig, ég sakna þín svo mikið. Núna í byrj- un ágúst fórst þú að finna svo til í bakinu og vildir þú kenna því um, þegar þú dast í bílgeymslunni í maí og varst viss um að þú hefðir bara brákað bein. En um verslunar- mannahelgina varstu orðinn svo kvalinn að við Inga fórum með þér á bráðamóttökuna og þar fórstu í myndatöku og sást þá strax að eitt- hvað var ekki í lagi og þú varst lagð- ur inn í framhaldinu. Þegar okkur var svo sagt að þú værir með mein- varp í bakinu sem trúlega kæmi frá lunganu þá fengum við öll sjokk og þú líka, á þessu áttum við ekki von og alls ekki því að þú yrðir dáinn innan 2ja mánaða. Við systkinin gerðum vaktaplan til að geta verið hjá þér sem mest og gekk það mjög vel. Við tók geislameðferð sem gerði ekkert fyrir þig, lyfjameðferðin gekk ekki vel en þú veiktist alvar- lega í kjölfarið svo við vissum að ekki væri hægt að reyna aðra lyfja- meðferð. Elsku pabbi, það er ekki hægt að segja annað en þú hafir barist fyrir lífi þínu en krabbameinið hafði bet- ur og dreifði sér hratt, 55 dögum síðar varst þú dáinn, ég var hjá þér þegar þú fékkst greininguna og við Guðjón vorum hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Guðjón hélt í höndina þína og ég strauk á þér öxl- ina til að láta þig vita af okkur hjá þér; við tvö sem þú tókst að þér á unga aldri, Guðjón 4 ára og ég ný- fædd, við tvö sem þekktum bara þig sem föður fyrstu 20 árin, við tvö sem elskuðum þig eins og þú værir al- vörupabbi okkar, við tvö sem þú elskaðir eins og þín eigin, ég er svo ofsalega ánægð að ég var hjá þér, pabbi, síðustu tímana þína og ég held að þú hafir vitað af okkur og kvatt sáttur þetta líf sem var orðið svo erfitt og kvalafullt. Pabbi, núna munum við bara minnast góðu tímanna með þér, við munum tala um þig við börnin okk- ar, við munum hugsa um þig og sakna þín alla daga, og reyna að venjast því að þú komir ekki um helgar frekar snemma og vekir alla nema Egil auðvitað og börnin, já, ókei, vekja mig þá eldsnemma kl. 10. Þegar við erum með fisk hringi ég ekki lengur í þig og býð þér í mat, ekki heldur um helgar og ekki þýðir að bjóða þér í vöfflur heldur, þessu verð ég að venjast og það tekur tíma en minning þín lifir í hjörtum okkar og við börnin þín reynum að hugsa vel um hvort annað. Og að lokum, elsku pabbi, takk fyrir að vera bílstjóri okkar Egils á brúðkaupsdaginn í fyrrasumar, þú tókst það starf alvarlega og leigðir eðalvagn þennan dag og varst með okkur allan daginn og sóttir okkur á Hilton hótel daginn eftir kl. 3 og á ég myndir frá þessum degi af okkur saman. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Guð geymi þig Þín dóttir, Sigurósk (Sirrý). Elsku pabbi og tengdapabbi, nú er komið að kveðjustund. Það er erf- itt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að birtast hjá okkur að morgni dags eins og þú gerðir svo oft. Þá varstu oftast búinn að ganga um hverfið og komst við hjá okkur, svona í leiðinni. Þú varst mjög undr- andi ef það voru ekki allir komnir á fætur þó svo að það væri helgi og klukkan hálftíu, dagurinn hálfnaður hjá þér en rétt að byrja hjá mörgum öðrum. Það var engin lognmolla í kringum þig, alltaf nóg að gera og gerast. Við eigum margar góðar minn- ingar frá ferðalögunum okkar bæði innanlands og utan, þú hafðir mjög gaman af því að ferðast og sérstak- lega innanlands. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að dvelja hjá ykkur í Nökkvavoginum þegar við vorum að byggja. Það er meira en að segja það að mæta inn á heimili annarra með tvö lítil börn en þú gafst stelp- unum alltaf tíma og það mynduðust sterk tengsl á milli ykkar. Þú komst líka stundum með okkur upp í Star- engi á kvöldin til að hjálpa okkur við það sem þurfti að gera, fyrst var að fá sér smá kríu og kvöldmat klukk- an sjö og þá varst þú tilbúinn í allt. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Guðjón og Steinunn. Fyrir stuttu síðan greindist tengdapabbi minn með krabbamein, það var skelfileg lífsreynsla að fá þessar slæmu fréttir um þennan góða mann sem ég hafði, að mér fannst, svo nýlega kynnst. Ég kynntist honum fyrir um 10 árum þegar ég var að kynnast Sirrý dóttur hans og hann tók mér opnum örmum og var alltaf mjög notalegur í minn garð. Eftir því sem árin liðu kynntumst við æ betur og þú varst reglulegur gestur hjá okkur í morgunkaffi og mat eftir að þið Maddý skilduð. Þú varst mikil félagsvera og vildir alltaf vera innan um þína nánustu, alls staðar. Í afmælisveislum varst þú með fyrstu mönnum á staðinn og það mátti treysta því að þú leiddir af- mælissönginn og syngir manna hæst. Mér er minnisstætt þegar við Sirrý báðum þig um að vera öku- maður í brúðkaupinu okkar í fyrra og þú heimtaðir að fá að sjá alger- lega um að útvega bíl og sjá um það allt saman, ég hafði nú smááhyggjur af þessu fyrst en svo sá ég að það var sko alger óþarfi að hafa áhyggj- ur af þessu þegar þú mættir á svæð- ið á þessum hvílíka eðalvagni og ókst okkur þennan eftirminnilega dag. Ég á eftir að sakna þess að þú komir í morgunkaffi og vekir Sirrý, eins á ég eftir að sakna þess að þú komir í fisk sem var í miklu uppá- haldi hjá þér og við pössuðum okkur að hringja í þig sérstaklega ef fiskur var á boðstólum. Ég á eftir að sakna þess að þú komir með eftirréttinn. Sirrý og bróður hennar, Guðjón, tókst þú að þér þegar þau voru mjög ung og aldrei nokkurn tímann var á nokkurn hátt hægt að sjá að þau voru ekki þín eigin börn og aldrei litu þau á þig öðruvísi en sem sinn föður, alla tíð. Þá breytti engu skiln- aður þinn frá móður þeirra, þú varst samt þeirra pabbi alla tíð og að því má dást. Þú áttir til að fá mig til að hjálpa þér að skrifa minningargreinar um vini og ættingja þína sem létust og við hripuðum þetta niður í samein- ingu og ég kom þessu til skila fyrir þig á blöðin en aldrei datt mér í hug að svo fljótt þyrfti ég að setjast nið- ur og skrifa minningarorð um þig. Þú sem varst svo duglegur að hugsa um heilsuna síðan þú fékkst hjartaáfall fyrir nokkrum árum og fórst daglega í gönguferðir og forð- aðist óhollustuna en þá öllum að óvörum fékkstu krabbamein sem dró þig til dauða á aðeins örfáum dögum og eftir situr sorgin, því allir vildu fá meiri tíma með þér. Við getum samt öll glaðst yfir því að fá þó allavega smátíma til að kveðja þig hinsta sinni og ég veit að þú bíður okkar allra með bros á vör þegar við komum gangandi til móts við þig þarna hinum megin. Lífið verður tómlegra án þín. Ég kem í auðmýkt, Kristur hár og krýp sem barnið, smærri’ en smár. Ég þrái frið og þyrstur bið: Ó, miskunna þú mér. Ég þrái frið í þreytta sál. Við þig að tala bænarmál er himnesk lind í sorg og synd. Ó, miskunna þú mér. Þú þekkir allra sorg og sár. Þú svölun veitir, þerrar tár. Þú styrkir þá, er stormar hrjá. Ó, miskunna þú mér. Ég trúi’ á þig – ég treysti þér, og traustið huggun veitir mér. Ég er svo smár. Þinn himinn hár. Ó, tak á móti mér. (Einar Sturlaugsson) Egill Jón Kristjánsson. Elsku afi. Nú ertu kominn í paradís og þér líður eflaust vel núna. Þú varst mjög veikur og er ég feginn því að þú kvaldist ekki lengi. Alltaf er erfitt að missa einhvern sem manni þykir vænt um. Þú varst alltaf glaður þó að eitt- hvað bjátaði á, allavega léstu ekki neinn sjá að þér liði illa. Mér eru ógleymanleg ein jólin sem við mamma vorum hjá þér og Maddý ömmu á Hvammstanga og allir voru búnir að opna alla pakk- ana, nema það var einn pakki eftir sem var frá mömmu en hann var svo stór að hann var frammi í forstofu. Þegar ég var að fara að opna dyrnar sagðir þú mér að passa mig því þarna inni væri jólasveinninn og ég var svo hrædd að ég fór að gráta, þú varðst þá að gjöra svo vel að standa upp og koma með mér fram og þeg- ar ég sá gjöfina fór ég að hágráta og þú skildir ekki neitt í neinu hvað væri eiginlega að mér, en þá var það bara það að ég var svo glöð yfir dúkkuvagninum sem mamma gaf mér að ég grét af gleði. Eitt sumarið kom ég á Hvamms- tanga með Sirrý frænku í heimsókn sem var mjög skemmtileg ferð og var þá tískan hjá unglingunum sú að ganga í rifnum gallabuxum og tætt- um eða tuskulegum peysum, ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar þú sást mig, þú bara góndir á mig og spurðir hvort ég ætti nú ekki heil föt til þess að ganga í. Þegar það kom Sigurjón Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.