Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 19
þokkalega sterkur til að geta sýnt hinar ýmsu fimleikakúnstir. En gleðin er líka við völd enda voru allir sammála um að þetta væri fyrst og fremst gaman, því sirkus er fjölbreytt fyrirbæri þar sem hver og einn getur fundið sitt svið. Þar er líka húllað, griplað og spúð eldi, svo fátt eitt sé nefnt. Sumir játuðu að gaman væri að sýna kúnstir í samkvæmum, til dæmis væri mjög vinsælt að stafla fólki og búa til mennskan píramída. Jafnvægi Lee jafnvægisstillir Hörpu sem er einbeitt. www.sirkusskoli.is Íslandi til frambúðar eins og Lee sem ætlar að halda áfram með íslenska sirk- ushópinn og draumurinn er að úr verði alvöru Íslands- sirkus. „Ég er kominn með sterkan hóp og við æfum markvisst.“ Mennskir píramídar Harkan sex ríkir í salnum þar sem sirkushópurinn hitt- ist fjórum sinnum í viku, rúma tvo tíma í senn. Þau svitna ær- lega við æfingarnar sem eru þó nokkurt púl, enda þarf að vera Á hvolfi Mikið er um fettur og brettur og Lee lætur sig ekki muna um að halda þessum á lofti. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 19 Góð laxveiði var í Húnaþingi sum- arið 2008. Vel veiddist í Miðfjarð- ará, veiði lauk seint í september eftir þriggja mánaða vertíð og hafði þá um 1.740 löxum verið landað. Veitt er á tíu stengur á laxasvæði og þrjár á silungasvæði, en á því svæði er alltaf nokkur lax- avon. Þetta var síðasta ár með samningi veiðifélagsins við Laxá ehf. að sinni, þar sem nýr leigu- taki, FHD ehf., verður með ána næstu ár. Þá verður veitt á allt að tólf stengur á laxasvæði, eingöngu á flugu, stórlaxi sleppt og einnig öllum laxi veiddum eftir 10. sept- ember ár hvert. Í Víðidalsá veidd- ust 1.455 laxar, þar var mikið af stórlaxi sleppt og á vef Laxár ehf. er veiðimönnum sérstaklega þökk- uð góð samskipti. Þar er einnig gjöfult silungaveiðisvæði en tölur um veiði ekki aðgengilegar. Hrúta- fjarðará skilaði á land um 400 löx- um og 160 bleikjum, veitt er frá byrjun júlí til septemberloka. Í hinni litlu og skemmtilegu Tjarnará á Vatnsnesi veiddist 71 lax á 45 dögum á eina stöng sem telst mjög gott, þar brást bleikju- veiðin hins vegar nánast alveg.    Magnús Freyr Jónsson hjá Slát- urhúsi KVH ehf. segir félagið muni slátra rúmum 70 þúsund fjár í haust. Slátrað var tvisvar í ágúst, en hefðbundinni sauðfjárslátrun lýkur í lok október. Trúlega verður nokkur slátrun í nóvember og des- ember. Fé kemur allt frá Mið- Suðurlandi og vestur um og aust- ur. Dagsslátrun er nú 2.400 kindur og vinna 90 – 100 manns í húsinu um sláturtíðina, þar af verulegur hópur útlendinga. Féð er vænna en á liðnu hausti, um 17 kg með- alþungi sem er yfir landsmeðaltali. Engar birgðir voru af lambakjöti frá liðnu ári, þannig að salan hafði gengið vel. Vaxandi útflutningur er á innmat og aukaafurðum sauðfjár, sem telst mjög góð þróun. Miklu er slátrað af nautgripum og hrossum hjá sláturhúsinu, en sú starfsemi er í lágmarki á meðan sauð- fjárslátrun stendur yfir. Á þessari sláturtíð er áhvílandi 28% útflutn- ingsskylda á lambakjöti og er það nokkur vandi fyrir sláturleyfishafa að finna góða markaði fyrir svo mikið magn kjöts á viðunandi verði. Þetta er síðasta ár sem út- flutningsskylda á lambakjöti er lögskipuð þannig að á næstu ári verður öll framleiðslan óháð þeirri skyldu.    Húnaþing vestra veitir árlega við- urkenningu fyrir snyrtimennsku í sveitarfélaginu og bauð fyrir skömmu til kaffisamsætis í því til- efni. Viðurkenningu fyrir snyrtilegt fyrirtæki fengu Sigríður og Jó- hann, sem reka Sveitasetrið á Gauksmýri, Elías, Sigríður og Magnús fyrir lögbýlið á Stóru- Ásgeirsá og Anne Mary og Karl fyrir lóð á Hvammstangabraut 19. Þá voru einnig veittir fjárstyrkir úr Húnasjóði, en þá hlutu sjö ein- staklingar búsettir í héraðinu, en þeir eiga það sameiginlegt að vera að ljúka námi í framhaldsmenntun á sviði háskóla og starfsmenntunar. HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari Sprækur Ekki er þetta síðasti lax- inn í Hlíðarfossi í Miðfjarðará. Umsjónarmaður tók þátt íÚtsvari fyrir hönd Seltjarnar- ness á föstudag. Og fór halloka ásamt félögum sínum fyrir firna- sterku liði Hornfirðinga. Pétur Stefánsson orti í léttum dúr: Pétur Blöndal bar sig vel í býsna góðri keppni. Hinir unnu að ég tel með ótrúlegri heppni. Mörgum kom á óvart hve Seltirn- ingar fóru illa út úr spurningum upp úr Hringadróttinssögu, einkum þar sem þeir völdu efnið sjálfir. Hálfdan Ármann Björnsson orti til umsjónarmanns: Vinur okkar voða tregur vitlaust efni dró. Svakalega sauðarlegur á svipinn virtist þó! Þá Björn Ingólfsson á Grenivík: Ennþá styð ég strákangann, standa má hann keikur enn þó að legði á hælkrók hann helvítið hann Tolkien! Og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit: Nú er hver að baki brennd brú, og þessu rétt að gleyma, næst þá fá þau svörin send svo þau geti æft sig heima. Umsjónarmaður þakkaði fyrir hughreystinguna: Nú er hver að baki brennd, brú, og á það getum sæst, þótt við fengjum svörin send séns við varla ættum næst. Friðrik segir mál að búa sig undir næstu rimmu: Að ári liðnu um það bil aftur mun koma að Nesinu, svo nægan hafið tíma til að tak’ykkur saman í fésinu. Og Davíð Hjálmar Haraldsson: Vissi fátt um borg og bý, í bólinu var gripinn; tími hans fór allur í að æfa gáfusvipinn. Jóhannes í Syðra-Langholti: Þó Seltjarnarnesið sé lítið og lágt lifa þar margir og hugsa ei smátt. Útsvörin þar eru aldrei há, en erfitt er hjá þeim svör að fá. Og Hjálmar Freysteinsson: Trúnni hartnær hef ég týnt að hlutirnir fari betur. Útsvarið var endursýnt. Aftur tapar Pétur! Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum stóð með umsjónarmanni: Skjóta á Pétur fýrar fínir flesta ykkur hugsa bið: Varla tækir vinir mínir væruð þið í svona lið. Að lokum svarar umsjónar- maður: Ömurlegt er ástandið að mér flestir sneiða leiðist mér um lágnættið langar upp til heiða! VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af Útsvari og Nesinu Það er ekki nóg að fylgjast með því hvort hendur manns séu þurrar eða neglurnar brotnar því ný rann- sókn bendir til að ástand handanna veiti okkur mik- ilvægar upplýsingar um heilsu. Rannsóknin sem birtist í ritinu Journal of the Royal Society of Medicine sýnir m.a. fram á að ástand þeirra geti bent til alvarlegra sjúkdóma á borð við krabba- mein. Bláleitar fingurneglur geta þannig bent til hjartasjúkdóms, kúptir fingurgómar til lungnakrabba- meins, breiðir hnúar geta gefið til kynna að manneskja sé með hátt kólesterólmagn í blóðinu, neglur sem eru náhvítar neðst en brúnleitar efst benda hugsanlega til nýrnasjúkdóms og sveittir lófar til ofvirkni í skjald- kirtli, svo dæmi séu nefnd. Morgunblaðið/Golli Heilbrigði Hendur geta sagt til um hvort heilsu manns sé sæmilega borgið. Hendur og heilsa haldast í hendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.