Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 11 FRÉTTIR ÁRLEG haustráðstefna OA-sam- takanna á Íslandi verður haldin á föstudag og laugardag nk., í Von, húsnæði SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík. Í ár mun reyndur OA- félagi frá Bandaríkjunum deila reynslu sinni. OA-samtökin (Overeaters Ano- nymous) eru samtök fólks sem á við matarfíkn að stríða og er eina skilyrðið fyrir þátttöku í samtök- unum löngun til að hætta hömlu- lausu áti. Á föstudag verður opinn fundur kl. 20-22 þar sem gestir og nýliðar verða boðnir velkomnir, og er að- gangur ókeypis. Á laugardaginn kl. 9-12 og kl. 13-18 verður svo fundur undir yfirskriftinni „Frá- hald í forgang – lifað í lausninni“, og er aðgangseyrir 2.500 kr. Ráðstefna og nám- skeið OA-samtaka um næstu helgi „VIÐ þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í fjármálum alþjóðasam- félagsins hljótum við að svipast um eftir bandamönnum við lausn þess vanda sem þjóðarbúið nú glímir við. Hinn hlutfallslega smái gjaldmiðill okkar er nú orðinn undirrót alvar- legs þjóðarvanda.“ Þetta segir í ályktun Evrópusamtakanna. Sam- tökin skora á almannasamtök, stjórnvöld og löggjafarvald að sam- einast um þá stefnu að undirbúin verði á markvissan hátt umsókn ís- lenska lýðveldisins um inngöngu í ESB. Samtökin hafa á undanförnum ár- um lagt áherslu á nánari samvinnu við samstarfsþjóðir í Evrópusam- bandinu. „Þar eiga Íslendingar sam- herja í lausn þeirra alvarlegu vanda- mála, sem nú kalla á átak og sam- vinnu allra jarðarbúa svo sem loftslagsbreytingar af manna völd- um, misskiptingu lífsgæða og fyrir- sjáanlegar breytingar á nýtingu ýmissa auðlinda náttúrunnar,“ segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að aðild að ESB sé ekki skammtímalausn, en slíkri aðild myndi fylgja fyrirheit um þátttöku í öflugu myntbandalagi. „Ef íslensku bankarnir hefðu þróast í umhverfi hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins væru starfsskilyrði þeirra önnur og betri en í dag. Og þjóðin stæði ekki and- spænis jafn alvarlegu fjárhagslegu áfalli eins og nú er raunin á.“ Reuters Evra til bjargar Hinn hlutfallslega smái gjaldmiðill okkar er nú orðinn undirrót alvarlegs þjóðarvanda, segir í ályktun Evrópusamtakanna. Umsókn um inngöngu í ESB verði undirbúin GISTINÆTUR á hótelum í ágúst sl. voru 189.300 en voru 186.100 í sama mánuði árið 2007. Gistinótt- um fjölgaði því um 2% milli ára. Fjölgunin átti sér stað í öllum landshlutum nema höfuðborgar- svæðinu og Norðurlandi en þar voru gistinætur svipaðar á milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suður- nesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 12%, þar fóru gistinætur úr 17.000 í 19.000. Á Austurlandi fjölg- aði gistinóttum úr 10.700 í 11.400, á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 27.300 í 27.800 eða um 2%, á höfuð- borgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 110.700 í 110.900 og á Norður- landi fjölgaði gistinóttum úr 20.300 í 20.400. Gistinætur á fyrstu átta mánuð- um ársins voru 975.500 en voru 951.700 á sama tíma í fyrra. Fjölg- un varð á Suðurlandi um tæp 10% og á höfuðborgarsvæðinu um rúm 1% milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fjölgaði á öðrunm svæðum. Morgunblaðið/Valdís Thor Fjöglun Gistinóttum hefur haldið áfram að fjölga. Gistinóttum fjölgaði AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags Íslands sem haldin var á laugardag sl. ályktaði að slæmt efna- hagsástand þjóðarinnar hefði haft alvarlegar afleið- ingar fyrir öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega. „Sú staðreynd að einstaklingar hafi 130.000 kr. á mánuði eftir skatta og hjónafólk 116.000 kr. hvort eftir skatta til framfærslu er engan veginn ásættanlegt.“ Þá segir í ályktuninni að nýtt fyrirhugað örorku- mat sé óraunhæft og eru stjórnvöld hvött til þess að endurskoða þessa ákvörðun sína. Þá fagnar ÖBÍ nýjum hugmyndum um greiðslu- þátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu sem gengur út á að landsmenn borgi aldrei meira en ákveðna upphæð á ári fyrir lyf og heilbrigðisþjón- ustu. „ÖBÍ leggur þó mikla áherslu á að þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem minnsta framfærslu hafa borgi lægra gjald en aðrir. Koma þarf sér- staklega til móts við þennan hóp í almannatryggingakerfinu.“ Nýtt örorkumat óraunhæft NÆSTA hitt Femínistafélags Ís- lands verður haldið í dag, þriðju- dag, kl. 20 á annarri hæð á Sólon og eru allir velkomnir. Að þessu sinni verður fjallað um hvort að kynjamisrétti og mann- réttindabrot þrífist í skjóli helgi og hefða trúarbragða. Framsögur flytja Hildur Björg Hörpudóttir guðfræðinemi, sem flytur erindi undir heitinu „Eru áhrif trúarbragða á líf og aðstæður kvenna vanmetin“ og Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu Ís- lands, sem flytur erindi undir heit- inu „Trú, konur og mannréttindi“. Kvenfólk í heimi trúarbragða Eftir Birnu G. Konráðsdóttur Borgarnes | Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Mikið var um dýrðir í grunnskólanum um helgina í tilefni tímamótanna. Skólinn var opinn gestum og gangandi með glæsilegri sýningu þar sem tímabilið var spannað. Á veggjum héngu myndir af ýmsum toga. Þar mátti sjá þróun bæjarins, tískunnar í fatnaði og fleira að ekki sé talað um breyting- arnar á nemendunum sjálfum og námsbókunum. Margir brottskráðir nemendur létu sitt ekki eftir liggja og komu í heimsókn. Handavinna nemenda, bæði gömul og ný, var til sýnis, gamlar skólabækur og margt annað sem tengdist skólahaldinu. Að góð- um íslenskum sið var boðið upp á veitingar og fljótlega eftir hádegi á föstudegi höfðu um fimmhundruð manns þegið heitt kakó og með því. Fyrsti kennarinn ráðinn 1908 Árið 1908 var fyrsti kennarinn ráðinn og kennt var á tveimur stöð- um í Borgarnesi og á Ölvaldsstöðum. Skólahús var tekið í notkun árið 1913 þar sem núverandi félagsmið- stöð nemenda er til húsa. Nýtt skólahús var vígt árið 1949 þar sem skólamannvirkin standa í dag. Síðan hefur oft verið byggt við í samræmi við fjölgun nemenda. Í dag eru 302 nemendur við skólann. Fleira var gert í tilefni þessa merka áfanga. Árshátíð Grunnskól- ans í Borgarnesi hefur í langan tíma verið haldin í mars. Í þetta sinn var sett á auka-árshátíð í Menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar. Venjan hefur verið sú að eldri deildir hafa séð um metn- aðarfulla árshátíð ár hvert, en í þetta sinn var ákveðið að gefa yngri nem- endum tækifæri til að koma fram og í leiðinni að lífga upp á bæjarlífið. Hver bekkur tók fyrir ákveðið ára- bil. Sem dæmi sungu nemendur í 1. bekk lög frá árunum 1998 til 2008, nemendur í þriðja bekk lög frá ár- unum 1978 til ársins 1987. Lög eins og „Gaggó Vest“ og „Fallinn“ hljóm- uðu í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem fullt var út úr dyrum. Skólahaldi í Borgarnesi í heila öld fagnað Fjölmargir heimsóttu gamla skólann sinn Morgunblaðið/Birna Minningar Kolbrún Rafnsdóttir, t.v., og Jón G. Ragnarson, t.h., rifjuðu upp gamla skóladaga með Hilmari Má Arasyni aðstoðarskólastjóra. STUTT Hótel Saga (Ársalur) Miðvikud. 8. okt. kl. 8. Fundarstjóri: Bendedikt Jóhannesson Boðið verður upp á morgunverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.