Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 28
Elsku pabbi og tengdapabbi. Í dag, 7. október, hefðir þú orðið sjö- tugur. Þú lést langt um aldur fram hinn 19. febrúar sl. eftir erfið veik- indi við illvígan sjúkdóm. Þú kvart- aðir samt aldrei yfir veikindum þín- um heldur hafðir þú yndi af því að lifa og sagðir svo oft „það er svo gaman að vera til“ og brostir svo þínu fallega brosi, en þannig varstu bara, alltaf jákvæður og glaður. Þegar þú greindist með sjúkdóminn núna í þriðja skiptið sagðirðu við lækninn þinn að þú vildir lifa 70 ára afmælið þitt, en þegar hún vissi hvenær það yrði lofaði hún engu um það heldur sagðist myndu reyna allt sem hún gæti til að það næðist. Því miður varð raunin önnur en við minnumst dagsins þíns fyrir þig og höldum upp á hann með þig í hjört- um okkar. Margs er að minnast þegar litið er um öxl, allar góðu minningarnar um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Sem sjómaður varstu ekki mikið til staðar í æsku minni en sem faðir kenndir þú mér að vandvirkni og heiðarleiki væru mikilsverðir hlutir í lífinu. Eins og þegar ég byrjaði nám í smíði sagðir þú að vandvirknin væri númer eitt, hrað- inn kæmi síðar. Eftir að ég varð fullorðinn þróaðist með okkur ómetanleg vinátta sem ég mun ætíð varðveita. Þegar ég sem tengdadóttir kom inn í líf ykkar var mér strax tekið sem einni af fjölskyldunni og seinna komu börnin okkar þrjú sem nutu allrar þinnar ástúðar alla tíð og þeim þótti svo vænt um hann afa sinn og sakna hans óendanlega mikið. Við kvöddum ekki bara föður og tengdaföður við andlát þitt heldur mjög kæran vin sem við söknum svo sárt. Hafðu þökk fyrir allt. Heiðar og Ásta. ✝ Árni fæddist áAkureyri 7. október 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. febr- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Höfðakapellu á Ak- ureyri 3. mars, í kyrrþey að eigin ósk. Árni Sigurðsson 28 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kær frænka mín og vinkona er látin. Eyja eins og hún var kölluð af vinum og vanda- mönnum var bráðkvödd þann 6. sept. s.l. Óvænt fréttin stoppaði tímann í huga mínum og fyllti mig sárum söknuði. Um huga minn svifu myndir frá bernsku okkar á Naustum, sveitinni minni, eins og ég kallaði það. Mamma fór með okkur systkinin í sumarheimsóknir til fjölskyldu sinnar, sem bjó þar. Við Eyja vorum jafngamlar og þarna bundumst við vinaböndum, sem alltaf fylgdu okkur. Þegar ég var hjúkrunarnemi á Akureyri einn vetur var gott að eiga fjölskylduna sína fyrir norðan og er Eyja miðpunkturinn í þeirri mynd. Ungar stúlkur á trúnó, stelpur sem fóru á böll í Alþýðuhúsinu og á KEA. Stelpur sem köfuðu snjóinn uppí mitti, „gerðu engla“, kaffærðu Þórey Ólafsdóttir ✝ Þórey Ólafs-dóttir fæddist á Naustum 1 á Ak- ureyri 15. febrúar 1942. Hún andaðist laugardaginn 6. september síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Gler- árkirkju 17. september. hvor aðra og fóru í snjókast. Ég sem átti heima fyrir sunnan hafði aldrei upplifað annan eins snjó og ævintýri sem honum fylgdi. Síðar þegar við urð- um fjölskyldukonur, heimsóttum við hvor aðra, börnin okkar kynntust og eigin- mennirnir. Skarðsbraut 21 var fastur viðkomustaður á Akureyri í öllum er- indum sem við áttum þangað. Alltaf voru hlaðin borð af „brauði“ eins og Eyja kallaði allt það fína bakkelsi sem einkenndi hennar búskap. Og það sem meira var, hlaðin hjörtu af vináttu og elsku. Þarna var Eyja alltaf til staðar, ekki bara fyrir okk- ur, heldur fyrir alla sem þekktu hana. Þannig er myndin mín af vin- konu minni og frænku. Tryggðatröll sem aldrei gleymdi vinum sínum og aldrei gleymdi afmælinu mínu. Hún dó nokkrum dögum fyrir af- mælið mitt og nú kveð ég hana þann dag, með þessum orðum. Kæra vina, þakka þér fyrir alla okk- ar tíma. Elsku Benni, börn, systkini og elsku Bogga móðursystir mín, við Örnólfur sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Brynja Einarsdóttir. Elsku amma, takk fyr- ir að þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, norsku stelpunum þínum, þegar við komum til Íslands. Þú varst líka voðalega dugleg að koma út til okkar þó svo að þú værir mjög flughrædd. Við söknum þín. Lína, Sandra, Marta og Camilla. Erla Valdimarsdóttir ✝ Erla Valdimars-dóttir fæddist á Ísafirði 8. júní 1934. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. september síðastlið- inn. Útför Erlu var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. okt. sl. Elsku amma, ég sakna þín alveg rosalega mikið en mér finnst gott að þú þurftir ekki að vera veik lengur og ég vona að þú hafir hitt afa. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þitt barnabarn, Sigurbjörg. ✝ Ingvaldur Val-garður Holm Einarsson fæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1922. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Ljósheimum, á Selfossi 1. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jó- hannsson búfræð- ingur og verka- maður, f. á Helgustöðum í Vestur-Fljótum í Skagafirði 13. október 1892, d. 13. júlí 1957, og Fanney Margrét Árnadóttir Holm húsfreyja, f. í Víkum á Skaga í A-Hún. 26. nóvember 1899, d. 2. ágúst 1969. Fóst- urfaðir Ingvalds var Boye Thom- sen Holm, f. á Jótlandi í Dan- mörku 6. september 1873, d. 8. október 1948. Systkini Ingvalds: Alexandrína Ágústa Ein- arsdóttir, f. 10. ágúst 1926; drengur Holm, f. 7. nóvember 1929, d. 7. nóvember 1929; Árni ólfsson og Ragnhildur Jónsdóttir á Vatnsgarðshólum í Mýrdal. Sonur Ingvalds og Margrétar Hallgrímsdóttur, f. á Siglufirði 13. júlí 1925, er Hallgrímur Jón, maki Kristbjörg Gunnarsdóttir. Þau eiga fjórar dætur, þrjá tengdasyni, ellefu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Börn Ingvalds og Helgu eru: Einar Rafn, maki Katrín Jónína Gunnarsdóttir. Þau eiga þrjú börn, eina tengdadóttur og tvö barnabörn. Símon Grétar, maki Hrafnhildur Scheving. Þau eiga fjórar dætur, einn tengdason og tvö barnabörn. Héðinn Smári, maki Bjarney Ragnarsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Fanney Ósk, maki Geir Ómar Kristinsson. Þau eiga fjögur börn, einn tengdason og tvö barnabörn. Fyrstu ár ævi sinnar ólst Ing- valdur upp á Siglufirði en frá fimm ára aldri á Akureyri. Ing- valdur starfaði sem bílstjóri og byrjaði ungur að keyra, ýmist flutningabíla, olíubíla, rútur eða eldhúsbíla í hálendisferðum. Jafnframt akstrinum stundaði hann ýmiskonar störf. Ingvaldur og Helga stofnuðu heimili á Sel- fossi árið 1949 og hafa búið þar síðan, lengst af á Kirkjuvegi 24. Útför Ingvalds verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hilmar Boye Holm, f. 22. nóvember 1930, d. 4. desember 2007; Stefán Leó Holm, f. 22. nóv- ember 1930; Ásgerð- ur Lilja Sigurlín Fanney Holm, f. 22. október 1933; Karl Thomsen Holm, f. 16. september 1935; Kristinn Thomsen Holm, f. 14. maí 1937; og Júlíus Hin- rik Holm, f. 3. sept- ember 1942, d. 28. júlí 1943. Ingvaldur kvæntist hinn 17. júní 1952 Helgu Símonardóttur, f. í Vestmannaeyjum 4. júlí 1925. Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson skipstjóri í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík, f. á Borgareyrum í V-Eyjafjalla- hreppi í Rang. 21. maí 1881, d. 2. apríl 1955, og Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. á Eyri á Ísafirði 29. september 1890, d. 23. nóvember 1980. Fósturfor- eldrar Helgu voru Einar Jón Eyj- Minning mín um afa. Ég man þig og þú manst mig. Ég vil þakka þér fyrir að hafa ver- ið til staðar þegar ég þurfti á ein- hverjum að halda. Ég mun sakna þín svo óendanlega mikið. Þitt barnabarn, Hulda Petra Geirsdóttir. Kæri afi. Ég vildi aldrei að þú fær- ir, en samt er ég glöð að þú fékkst að fara í ró og næði. Einhvern veginn hélt ég alltaf að þér myndi batna en svo allt í einu fórstu og ég trúði því ekki. En allavega, hvíldu í friði elsku besti afi. Heiðdís Ósk Geirsdóttir. Elsku afi. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn, en gleðin yfir því að þú þurfir ekki að kljást við veikindin lengur er betri. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera mikið með þér á yngri árum, og ég mun ávallt varðveita þær minningar. Þú hljópst alltaf í föðurstað fyrir mig og fyrir það er ég þakklát. Einnig er ég þakklát fyrir það að börnin mín fengu að hitta þig og kynnast þér. Minningarnar eru svo margar og góðar. Elsku afi hvíldu í friði. Helga Sjöfn. Í friði og hvíld sem frelsarinn þér bjó er ferðin hafin burt til ljóssins sala. Þar ríkir kyrrð um roðagullinn sjó en raddir þagna inn til fjalladala. (Ingólfur Þórarinsson) Mig langar til að minnast tengda- föður míns hans Valda, eins og hann var ávallt kallaður. Betri og innilegri tengdaföður er hægt að hugsa sér. Strax var mér og dætrum mínum tekið opnum örmum er Símon sonur hans kynnti mig fyrir þeim Helgu konu hans. Valdi var mikill náttúru- unnandi og undi sér vel úti við, ann- aðhvort við að rækta blóm og runna, eða uppi á Laugarvatni í faðmi fjalla í litla hjólhýsinu eða að ferðast utan lands sem innan. Valdi ræktaði fjöl- skylduna sína vel og var samband hans og systkina hans alla tíð traust og gott. Fjölskylda hans, börn og barnabörn voru honum ávallt ofar- lega í huga og sýndi hann mikinn áhuga á öllu því sem hver og einn var að gera. Valdi hugsaði vel um Helgu konu sína og ríkti mikil virðing og ást þeirra á milli og var hann hennar trausti klettur. Mikið og stórt skarð er höggvið og mikill söknuður ríkir í hjörtum okkar, en hugsunin um að þrautagöngu hans sé lokið og vissan um að honum líður vel er okkur sem eftir lifa viss huggun. Ég bið góðan guð að gæta og blessa Helgu tengda- móður mína og aðra ættingja um ókomna tíð og gefa þeim styrk. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hrafnhildur Scheving og dætur. Ingvaldur Valgarður Holm Einarsson Komið er að ævilok- um hjá elskulegu ömmu okkar. Efst í huga okkar er mikið þakklæti fyrir þann góða tíma sem við áttum bæði með ömmu og afa en hann hefur án efa tekið á móti henni opnum örmum. Við nutum þeirrar gæfa að eiga margar og góð- ar samverustundir með ömmu okk- ar sem og langömmubörnin sem fengu tækifæri til að eyða sínum fyrstu æviárum í félagsskap henn- ar. Amma okkar var virkilega barn- góð og þrátt fyrir að hjörtun okkar séu sorgmædd þá getum við fyllt huga okkar af fallegum minningum sem munu lifa og vera hluti af okkur til eilífðar. Við ferðuðumst mikið saman og áttum yndislegar stundir og þá sérstaklega á Þingvöllum þar Bryndís Guðjónsdóttir ✝ Bryndís Guð-jónsdóttir frá Gunnarssundi 6, Hafnarfirði, fæddist 14. ágúst 1926. Hún andaðist á Landa- koti, deild 2-K, að morgni 5. sept- ember sl. Bryndís var jarð- sungin frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 18 sept. sl. sem okkur leið best saman. Amma var virkilega glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og skemmtilegt þótti okkur ömmustelpun- um að komast í skart- gripina hennar en hún átti marga fallega muni og einnig glæsi- legt heimili. Hún hafði mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og var ætíð tilbúin til að rétta hjálparhönd. Hún og afi voru mjög samheldin hjón sem voru virkilega til fyrirmyndar fyrir okk- ur í einu og öllu. Það er ómetanlegt að hafa fengið að skapa þessar góðu minningar með þeim. Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Vald. Briem.) Amma mun ætíð lifa í hjarta okk- ar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elín Svafa, Bryndís Erna og Eyjólfur Már. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.