Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EFLAUST eru margir ein-
staklingar uggandi um hag sinn og
afkomu vegna frétta af innlendum
fjármálamörkuðum síðustu daga,
einkum vegna falls íslensku krón-
unnar. Almennar verðhækkanir og
hækkun lána ásamt verðlækkun
húsnæðis er sár staðreynd og
snertir stóran hóp fjölskyldna í
landinu. Það er engum vafa undir-
orpið að við stöndum á tímamótum,
það sem við trúðum á rann úr
hendi, ekki aðeins á Íslandi heldur
einnig í Bandaríkjunum og mörgum
löndum Evrópu.
Það hefur lítið vægi að leita að
sökudólgum þessa stundina þar
sem það breytir litlu um stöðu okk-
ar í dag. Þótt þetta séu sannarlega
erfiðir tímar megum við ekki ör-
vænta því það verðmætasta sem við
eigum í lífinu er það sjálft, fjöl-
skyldan, börnin okkar og heilsan.
Sú reynsla sem við sem þjóð göng-
um í gegnum er til góðs ef hún leið-
ir af sér eitthvað enn betra sem við
getum nýtt til að byggja upp sam-
félag með öðrum forsendum og
áherslum. Hagur heildarinnar verð-
ur alltaf mestur þegar við tökum
ákvarðanir sem ekki aðeins eru
bundnar við hag hvers um sig held-
ur heldur hvort tveggja.
En við megum aldrei láta óttann
ná tökum á hugsun okkar því þar
með höfum við misst trúna á lífið
og okkur sem þjóð. Við eigum ekki
að óttast framtíðina því reynslan
hefur sýnt að við höfum áður fengið
á okkur stóran brotsjó en samt ris-
ið upp. Slíkt grettistak byggist á
breiðri samstöðu þjóðarinnar. Það
er slík samvinna sem gerir okkur
að þjóð, ein og sér erum við aðeins
örþjóð en sameinuð í verki og hugs-
un erum við stærri en fólk heldur.
Við eigum ekki að óttast framtíð-
ina því við erum ung þjóð, dug-
mikil, vel menntuð og rík af auð-
lindum. Þegar við horfum til baka
sést að við höfum náð að byggja
upp nútímalegt samfélag á undra-
skömmum tíma sem er birting-
armynd þess krafts og eldmóðs
sem er einkennandi í fari Íslend-
inga; nýtum þessa orku nú með
öðrum formerkjum.
Framlag sérhvers okkar og
hugsanir skipta máli því hvort um
sig speglast yfir í umhverfið og
mótar þannig samfélagið sem við
lifum í. Almenningur gæti þurft að
að færa peningalegar fórnir að und-
angengum ströngum skilyrðum en
þær breytingar eru ekki til einskis
heldur tækifæri sem við getum nýtt
okkur til að færa inn nýtt gildismat
í samfélag okkar. Peningar eru að-
eins verkfæri en gæði verksins eru
að mestu komin undir handbragði
smiðsins. Byggjum upp samfélag,
ekki aðeins út frá okkar eigin for-
sendum heldur fyrir næstu kynslóð,
börnin okkar sem munu taka við
keflinu í boðhlaupi lífsins. Við
skiptum öll máli.
BJÖRN KRISTINSSON,
efnafræðingur MBA.
Við skiptum öll máli
Frá Birni Kristinssyni:
UNGI neytandinn sem er búinn að
koma sér í skuldafen hefur ekki
lengur kredit til að fá lánaðan
skammtinn sinn. Hann hringir í
samsukkara sína sem ekkert eiga
og eru sjálfir að reyna að redda sér
„fixi“ dagsins. Rosalega var gaman
í gær hugsar hann þegar hann labb-
ar framhjá Seðlabankanum niður á
torg. Vonandi er einhver úr partíinu
ennþá vakandi og til í að splæsa
smá, bara til að koma mér í gegnum
daginn. En viti menn, allar lánalín-
urnar eru lokaðar, allir meðsukk-
ararnir komnir í „jailið“ eða farnir
að sofa.
Bíll skransar á götunni við hlið
unga neytandans og út kemur
Dabbi handrukkari, hann rífur í
jakka unga neytandans og öskrar á
hann: „Þarna ertu loksins helvítið
þitt, þú lofaðir að koma til mín í
gær og borga inná skuldina, nú er
ég í vondum málum gagnvart mín-
um gaurum, ertu að reyna að láta
drepa mig?“ Síðan lemur Dabbi
unga neytandann í andlitið nokkr-
um sinnum eins og venja er og
stappar á hausnum á honum, eins
og til að undirstrika alvöru málsins.
Ungi neytandinn veit að nú er að
duga eða drepast: „Ég er á leiðinni
til ömmu maður, hún borgar þetta,
hún reddar mér alltaf!“ Dabbi hætt-
ir að stappa á unga neytandanum
og lítur á hann vingjarnlegum aug-
um, þar má skyndilega sjá vinakær-
leik og samhug: „Af hverju sagðir
þú það ekki strax drengur? Við
drífum okkur þá til hennar ömmu
þinnar og leysum þetta, ég veit svo
um partí í kvöld þar sem allt er
fljótandi í kerlingum og dópi.“
Ungi neytandinn rís upp, dustar
af flottu fötunum sem hann keypti
fyrir pening sem amma hans átti að
fá, en sá aldrei, og hugsar með sér:
„Nú ef kerlingin neitar þá bara
ræni ég veskinu hennar, hún er
hvort eð er alltaf að spila félagsvist
með hinum biðukollunum eftir há-
degi.“
GÚSTAF GÚSTAFSSON,
Digranesvegi 44, Kópavogi.
Þetta er allt í lagi strákar, amma borgar
Frá Gústafi Gústafssyni
Í VELVAKANDA Morgunblaðsins
hinn 25. september sl. vekur Her-
mann Pálsson máls á dauðsföllum
óbreyttra borgara
í Mið-Aust-
urlöndum út frá
sjónarhóli þeirra
sem drepa þá. Svo
virðist sem hann
telji hermönnum
vesturveldanna
og Ísraels vera
nokkra vorkunn
við þessa iðju,
enda séu óbreytt-
ir borgarar misóbreyttir. Hann segir
að í Víetnam hafi þeir stundum kast-
að handsprengjum í bandaríska her-
menn og að í Líbanon, Palestínu og
Afganistan feli árásarmenn sig oft á
meðal óbreyttra borgara. Guð veit að
þessir þungavopnuðu öðlingar sem
skipa innrásarheri nútímans þurfa
einhvern til að bera af sér blak.
Nokkrar athugasemdir:
Eru meðlimir Hezbollah heiglar
vegna þess að þeir stilla upp skotpöll-
um í íbúðahverfum, skjóta með þeim
á Ísraela og láta sig svo hverfa? Það
má til sanns vegar færa. En býr ein-
hver meiri hugdirfska í því að fljúga
yfir sömu íbúðahverfi í brynvörðum
vélum og varpa sprengjum og jafna
húsin við jörðu, eins og Ísraelar
gera? Og hvað kemur heigulsháttur
málinu við hvort eð er? Hugrekki er
siðferðilega hlutlaust hugtak. Það
þarf hugrekki til að sprengja sig í
tætlur á markaðstorgi. Það þarf hug-
rekki til að fljúga flugvél á háhýsi eða
flugmóðurskip. Það þarf hugrekki til
að ráðast inn í Pólland. Hvað af of-
antöldu telur Hermann viðunandi
hegðun?
Meginágreiningur minn við Her-
mann hefur þó með ábyrgð að gera.
Hann vill meina að ábyrgðin á dauðs-
föllum óbreyttra borgara deilist á
milli þeirra sem drepa þá annars veg-
ar og þeirra sem fela sig á meðal
þeirra hins vegar. Þetta samþykki ég
ekki. Hann segir: „Þegar óbreyttir
borgarar falla í stríðsátökum er auð-
velt að nota það í áróðursskyni og
sökin oftast talin vera þeirra sem eru
að svara fyrir árásir [óbreyttra borg-
ara]“. Enn og aftur reynir hann að
dreifa ábyrgðinni. Hann heldur því
fram að árásir Bandaríkjahers á
óbreytta borgara í Víetnam hafi verið
viðbrögð við skyndiárásum óbreyttra
borgara á bandaríska hermenn. Það
sem hann nefnir ekki er að þessar
árásir ollu ekki nærri því eins miklu
mannfalli og eldsprengjuárásir
Bandaríkjamanna á heimili þessa
sama fólks, og að Bandaríkjamenn
voru löngu byrjaðir að granda
óbreyttum borgurum áður en hinir
síðarnefndu fóru að svara fyrir sig.
Og innrásarhermenn eiga hvort eð er
enga heimtingu á öryggi í þeim lönd-
um sem þeir hernema.
Mér þykir áhugavert að Hermann
skuli nefna löndin Víetnam, Líbanon,
Palestínu og Afganistan en öll þessi
lönd urðu fyrir innrás og hernámi af
því tagi sem nasistar voru hengdir
fyrir í tugatali eftir lok síðari heims-
styrjaldar. En auðvitað eru nasistar
allt annað mál. Hermann gefur sér
það, eins og margir aðrir, að Vest-
urveldunum og Ísrael gangi gott eitt
til með árásarstríðum sínum og
stríðsglæpum, og að þar af leiði að
þau myndu aldrei drepa óbreytta
borgara viljandi. Þó viðurkennir
hann að árás Breta á Dresden hafi
verið engu betri en hryðjuverk og
væntanlega hefur hann heyrt um
„shock and awe“ sem gengur beinlín-
is út á það að stúta sem flestum sak-
lausum borgurum til þess að draga
þrótt úr óvinahernum. Ekki veit ég
hvernig hann sættir þessar mótsagn-
ir í höfði sér en jafnvel þótt við gæf-
um okkur að Vesturveldin og Ísrael
dræpu óbreytta borgara aldrei vilj-
andi væri nokkrum spurningum enn
ósvarað:
Hversu marga óbreytta borgara
hefðu vesturveldin drepið ef þau
hefðu gætt að alþjóðalögum og
hvorki ráðist inn í Víetnam né Afgan-
istan? Ákvörðunin um að gera innrás
í land gerir mann ábyrgan fyrir þeim
dauðsföllum sem maður veldur þar.
Punktur. Hvort sem mannfallið er
viljandi eða óviljandi er það óhjá-
kvæmilegt og Vesturveldin vita að
það er óhjákvæmilegt. Hermann seg-
ir: „Stríð er alltaf óhugnaður en það
er of einfalt mál að kenna bara öðrum
aðilanum um allt sem miður fer.“ En
ríki bera ábyrgð á hörmungum
þeirra stríða sem þau byrja. Punkt-
ur.
SÍMON HJALTASON,
bókmenntafræðingur og
tónlistarmaður.
Óbreyttir borgarar í stríðsátökum –
einfaldara mál en margur heldur
Frá Símoni Hjaltasyni:
Símon Hjaltason
✝ Guðríður Frið-riksdóttir fædd-
ist á Felli við Finna-
fjörð 6. október
1923. Hún lést á
heimili sínu 26.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Helga
Sigurðardóttir, f.
5.11. 1894, d. 2.12.
1938, og Friðrik Jó-
hann Oddsson, f.
11.1. 1894, d. 11.8.
1973. Systkini Guð-
ríðar eru Kristín
Gunnlaug, f. 17.10. 1924; Sig-
urður Skúli, f. 6.12. 1925, d. 20.3.
1996; Gunnhildur Vilhelmína, f.
15.12. 1926; Oddur, f. 15.12. 1926,
d. 18.10. 1927; Oddný Sigríður, f.
3.5. 1928, d. 29.9. 1981; Gunnþór-
unn, f. 28.9. 1929; Helga Guðrún,
f. 6.4. 1932, d. 26.10. 1945; Júlía,
f. 6.10. 1934, og Sigurjón Jósep, f.
28.12. 1936, d. 6.12. 2007. Bróð-
ursonur Helgu, Sigurður Sig-
urðsson, f. 17.10. 1914, d. 3.9.
1983, var einnig alinn upp á Felli.
Sonur Guðríðar og Guðmundar
Jónassonar, f. 1920, er Helgi Jó-
hann Guðmundsson, f. 12. sept-
ember 1948, maki Sóley Theó-
dórsdóttir, f. 27. ágúst 1950.
Börn þeirra eru Daníel Thor,
Hafþór og Súsanna Eva.
Guðríður giftist Pétri Sturlu-
syni frá Vestmannaeyjum, f. 23.
september 1919, d. 15. maí 1997.
Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1)
Eygló, f. 31. októ-
ber 1957, maki Stef-
án Ó. Ólafsson, f.
24. maí 1954, börn
þeirra eru Stefán
Ólafur og Sunna. 2)
Fríður, f. 31. októ-
ber 1957, maki
Bjarni S. Bjarna-
son, f. 27. október
1953. Þau slitu sam-
vistir. Börn þeirra
eru: Elías Már, Pét-
ur Sturla, Sigrún
Ósk og María Rós Guðríður.
Seinni maki Fríðar er Bó Joh-
ansson, f. 14. september 1950. 3)
Sturla, f. 31. október 1957, d. 31.
júlí 1958. 4) drengur, f. 31. októ-
ber 1957, d. 31. október 1957.
Langömmubörn Guðríðar eru
orðin sex.
Sem ung stúlka fór Guðríður í
Héraðsskólann á Laugarvatni og
vitnaði hún oft í þann tíma sem
hún var þar. Fluttist hún síðan til
Reykjavíkur og bjó þar alla tíð.
Guðríður vann ýmis störf, en
stóran hluta starfsævi sinnar
vann hún á Elliheimilinu Grund
við Hringbraut, fyrst á sjúkra-
deild og seinna á saumastofunni.
Síðustu 15 árin bjó hún í Furu-
gerði 1 í Reykjavík.
Útför Guðríðar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma, þá ertu búin að
fá hvíldina. Orðin þreytt eftir
langa ævi og sátt við að kveðja. Þú
vannst mikið alla þína ævi og þræl-
aðir þér út fyrir okkur, börnin þín.
Þú varst baráttukona af gamla
skólanum, hafðir sterkar skoðanir
á þjóðmálunum og varst trú þinni
sannfæringu. Margar 1. maí göng-
urnar gengum við mér þér sem
börn. Þrátt fyrir mikla vinnu tókst
þér að rækta áhugamálin, varst
virk í Taflfélagi Reykjavíkur í
nokkur ár og fórst einnig í nokkrar
utanlandsferðir sem þú hafðir mik-
ið gaman af.
Síðustu árin hafa verið þér erfið.
Þú, sem helst aldrei fórst til lækn-
is, neyddist nú til að viðurkenna að
heilsan væri að gefa sig. Sjónin
farin og aldurinn farinn að segja til
sín. En þrátt fyrir það hélstu góða
skapinu og sást ljósu punktana í
tilverunni.
Komið er að kveðjustund og ég
kveð þig með söknuði og virðingu.
Um leið vil ég þakka Herdísi og
öðru starfsfólki í Furugerði 1 fyrir
framúrskarandi umönnun hin síð-
ustu ár og auðsýnda vináttu í þinn
garð. Vertu blessuð, mamma mín.
Ég kveð þig með ljóði.
Elsku móðir mín kær
ætíð varst þú mér nær,
ég sakna þín, góða mamma mín.
Já, mild var þín hönd
er um vanga þú straukst,
ef eitthvað mér bjátaði á.
Við minningu um þig geymum
og aldrei við gleymum,
hve trygg varst þú okkur og góð.
Við kveðjum þig, mamma,
og geymum í hjarta okkar
minningu um þig.
(Gylfi Valberg.)
Þín dóttir
Eygló.
Elsku amma mín, nú ertu komin
á betri stað þar sem þér líður bet-
ur. Þetta var orðið erfitt fyrir þig
og ég efa ekki að þín bíður eitthvað
gott. Þú varst algjör hetja og ég
hef alltaf litið upp til þín. Þú hafðir
það aldrei auðvelt á lífsleiðinni en
lést ekki deigan síga, þannig eru
alvöru hetjur. Þú hafðir miklar
skoðanir á öllu, sama hvort það var
pólitík eða veðrið. Þetta hefur þú
kennt okkur hinum, ásamt svo
mörgu öðru.
Ég kveð þig með mikilli sorg en
miklu þakklæti. Ég hlakka til að
hitta þig aftur seinna meir elsku
amma.
Hvíldu í friði, þín
Sunna.
Guðríður
Friðriksdóttir
Elsku amma, með sorg og
jafnframt söknuð í hjarta
kveð ég þig nú en veit að þú
ert komin á góðan stað. Ég
mun ávallt minnast þín fyrir
þá ást sem við systkinin
skynjuðum svo vel er við
heimsóttum þig í Furugerði
og allar stóru og smáu
minningarnar í gegnum tíð-
ina. Ég vildi bara að ég
hefði fengið að kíkja á þig
einu sinni enn.
Bless amma mín.
Þinn
Stefán.
HINSTA KVEÐJA
MINNINGAR
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar