Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 35 MENNING - kemur þér við Tugmilljarða lán til Kaupþings Lágmarksstarfsemi hjá Gæslunni Preggioni í útrás í miðri kreppunni Skjár einn hughreystir hnípna þjóð Bubbi útilokar ekki pólitískt framboð ÍslandsmeistararVals í víking Hvað ætlar þú að lesa í dag? Á sýningunni Draumar umægifegurð í íslenskri sam-tímalist, sem Æsa Sig- urjónsdóttir listfræðingur setti saman og var sett upp í Brussel og á Kjarvalsstöðum fyrr á árinu, vakti athygli að myndröð eftir Vig- fús Sigurgeirsson (1900-1984) var varpað á vegg á milli verka ungra samtímalistamanna. Þetta voru formhreinar landslagsmyndir, fjöll og stuðlaberg, skriðjöklar og eyði- sandar. Þegar ég spurði Æsu um ástæð- una fyrir þátttöku Vigfúsar sagðist hún líta á ljósmyndir hans sem ákveðið arkíf. „Þær eru sýnishorn af þessu ægifagra sjónarhorni sem íslensk landslagsljósmyndun bygg- ist á og síðar varð einhvers konar klisja um Ísland. Þegar Vigfús byrj- ar að mynda er landið algjörlega ferskt. Myndir hans eru ákveðinn upphafsreitur,“ sagði hún. Það var forvitnilegt að sjá verk Vigfúsar í fylgd samtímalista- manna, og það er ennþá for- vitnilegra að skoða hrífandi sýn- ingu á verkum hans sem var opnuð í Þjóðminjasafni Íslands um síðustu helgi. Ljósmyndasafn Íslands er innan vébanda safnsins og eftir að það fékk afnot af hinum góða myndasal á neðstu hæð safnsins hefur verið sett upp hver áhuga- verða sýningin á fætur annarri, með nýrri sem eldri ljósmyndum.    Nafn Vigfúsar hefur einkum lif-að í sambandi við skráningu hans á starfi fyrstu forseta lýðveld- isins, sem hann fylgdi allar götur frá 1944. Einnig hafa menn minnst hans fyrir glæsilegt framlag á heimssýningunni í New York árið 1939, og sem fyrsta íslenska ljós- myndarans sem gaf ljósmyndir sín- ar út í bókum. Það er afar mikilvægt að minna reglulega á framlag mikilvægra þátttakanda í listalífinu, sem horfn- ir eru af sjónarsviðinu, og það gerir Þjóðminjasafnið með miklum sóma hér. Sýningin á verkum Vigfúsar var mér opinberun. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því með hvaða hætti Vigfús hafði skráð samtíma sinn; atvinnulíf sem landshætti – og að hann hafi í raun verið jafn fram- úrskarandi ljósmyndari og þessi sýning sannar. Sýningin er kölluð Þjóðin, landiðog lýðveldið. Það eru einmitt efnisflokkarnir. Einn er röð form- hreinna og nokkuð kaldhamraðra landslagsmynda, meðal annars af jöklum, fossólgu og Hraundranga fyrir ofan Hraunsvatn. Flestar myndanna sýna forsetana Svein Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson á ferð um landið og móttökurnar sem þeir fengu. Loks er myndröð um fólkið í landinu, líf þess og störf. Það er margt heillandi við þessa sýn aftur í tímann, sem fólk verður að upplifa. Klassísk er mynd Vig- fúsar af kúasmala í Vatnsdal, undir regnboga. Sú mynd fór víða og var lofuð í erlendum fjölmiðlum; sögð „hreinasta listaverk“. Myndirnar af selaveiðum frá Staðarfelli eru merkilegar, ekki síður en bóndinn í Fagradal á fýlaveiðum, ullarþvott- urinn á Skútustöðum, síldarsölt- unin á Siglufirði eða bjargsigið í Drangey. Sem heimildir eru þessar myndir einstakar, sannkallaður fjársjóður, en fagurfræðilega eru þær líka stórmerkilegar. Myndirnar af ferðum forsetanna eru líka heillandi, ekki síst frá fyrstu árum lýðveldisins, þar sem hin vonglaða þjóð horfir framan í nýja tíma. Borðar eru strengdir yf- ir götur, forsetinn fær ábreiðu að gjöf og forsetabíll þarf að bíða með- an fjárrekstur rennur hjá. Forseta- bíllinn er sínálægur; merkilegt er að sjá í heimsókn Sveins til Akra- ness hvernig bíllinn fær „heið- urssæti“ við ræðupúltið. Svo eru þetta allt „alvöru“ safa- rík ljósmyndaprent, eins og hæfir myndheiminum. Því ber að fagna.    Það eykur gildi sýningarinnar aðsafnið gefur út veglegt rit með myndunum og skrifum fræði- manna, um ljósmyndarann og kvik- myndatökumanninn Vigfús. Eins og Inga Lára Baldvinsdóttir, fag- stjóri Ljósmyndasafns Íslands, bendir þar á er framlag Vigfúsar til íslenskrar menningarsögu marg- þætt. Myndir hans voru einskonar upp- hafsreitur, sagði Æsa – heimsókn á Þjóðminjasafnið ætti að vera byrj- unarreitur frekari kynna almenn- ings af ljósmyndaranum. efi@mbl.is Ljósmyndari jökla, kúasmala og forseta AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Ég hafði ekki gertmér grein fyrir því með hvaða hætti Vigfús hafði skráð samtíma sinn – og að hann hafi í raun verið jafn framúr- skarandi ljósmyndari og þessi sýning sannar. Vigfús Sigurgeirsson/Þjóðminjasafn Íslands Selveiðimenn Róið til að vitja um sel á Staðarfelli í Dölum 1938. ÞAÐ er alltaf gaman að heyra fyrsta flokks djassleikara glíma við tónverk Theloniusar Monks. Slíkt gerðist sjaldan á árum áður – ég man eftir frekar slöppum Monk- tónleikum á Sólon fyrir mörgum ár- um þar sem íslenskir léku með bandarískum flautuleikara – en verður nú æ algengara og m.a. hef- ur Andrés Gunnlaugsson gítaristi kafað djúpt í verk meistarans. Tónleikar Jóels og félaga voru flottir – ekki vegna þess að hér væri velt upp nýjum fleti á verkum Monks, heldur af því að þarna komu saman fjórir af- burðadjasslistamenn og notuðu verk Monks til að spinna yfir. Þeir félagar byrjuðu kröft- uglega með einum vin- sælasta ópusi Monks „Well You Neen’t“, svo kom mýkra verk „In Walked Bud“ byggt á „Blue Skies“ Irving Berlins og Ey- þór, sem lék á Rhodes, sneri sér að gamla pí- anógarminum sem lenti í brunanum í Lækjargötu og tókst að leika sóló sinn á það. Hefði Bud Powell og Monk verið skemmt hefðu þeir heyrt þann gjörning. Ein af feg- urstu ballöðum Monks var næst á dagskrá „Ask Me Now“ og blés Jó- el hana glæsilega með trillum og tilheyrandi. Þegar leið á tónleikana gerðist Jóel æ Roll- inslegri í sólóum sín- um og rak smiðs- höggið í aukalaginu, enn einni gullfallegri Monk-ballöðu „Pan- noica“ sem Rollins hljóðritaði með Monk og frá Rhodesi Eyþórs barst himneskur sel- estuhljómur, en á það hljóðfæri lék Monk er hann hljóðritaði ball- öðuna með Rollins. Það er alltaf æv- intýri að heyra Jóel Pálsson og Eyþór Gunnarsson leika saman. Þeir eru hugmyndaríkir listamenn sem hafa fullkomið vald á hljóðfærum sínum og Jóhann Ás- mundsson og Scott McLemore veittu þeim þann stuðning sem þurfti í hrynleiknum. Tíðindalítill Monk Vernharður Linnet TÓNLIST Múlinn á Cafe Rosenberg Jóel Pálsson tenórsaxófón, Eyþór Gunn- arsson rafpíanó, Jóhann Ásmundsson raf- bassa og Scott Mclemore trommur. Fimmtudagskvöldið 2. október kl. 22.30. Kvartett Jóels Pálssonarbbbmn Jóel Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.