Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Neyðarlög á Íslandi Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORSVARSMENN atvinnurek- enda og launþega segja að nú sé mikilvægast að tryggja bankaþjón- ustu á næstunni og að greiðsluþjón- usta bankakerfisins gangi eðlilega fyrir sig. Það sé lífsspursmál fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Viðmælendur í gærkvöldi voru á einu máli um að fátt væri hægt að segja á þessari stundu um hvernig almenningur og atvinnulífið mundi finna fyrir áfallinu á næstu dögum. „Ef illa fer fyrir einhverjum bönk- um hefur það áhrif út um allt enda er bæði fólk og fyrirtæki hluthafar í bönkunum. Á þessu stigi er hins vegar ekkert hægt að segja fyrir um þetta,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Það sem þarf að gera er að slá ákveðinn hring utan um íslenskt atvinnulíf og íslensk heimili. Þannig að við fáum eðlilega bankaþjónustu og öll greiðslukerfi séu gangandi, og við getum borgað okkar reikninga og fengið okkar laun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins við fréttavef Morgunblaðsins mbl.is í gær. Ís- lendingar muni komast í gegnum þetta með því að halda hjólum at- vinnulífsins gangandi. Krónan í frjálsu falli Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, bendir á að óvissan sé mikil, og menn viti ekki á þessari stundu hvernig heimildir væntanlegra neyðarlaga verði nýtt- ar og hversu langt verði gengið í nýtingu þeirra heimilda. „Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Við verð- um að nota næstu daga og kannski viku til að átta okkur á umfanginu. Það er mjög mikilvægt að ríkis- stjórnin fái heimildir til að geta tryggt að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast. Það verður að tryggja að þetta hafi sem minnst áhrif á greiðslukerfi landsins. Fjár- málakerfið okkar hér innanlands er gangverk hagkerfisins og áhersla verður lögð á það næstu daga að það virki. Við munum að sjálfsögðu leggja því allt það lið sem við get- um,“ segir Gylfi. Hann segir ekki hægt að svara því á þessari stundu hver áhrifin verða á kjör þjóðarinnar, en telja megi víst að þau geti orðið alvarleg. „Fyrst og fremst skiptir máli núna að lág- marka skaðann og halda starfsem- inni gangandi,“ segir hann. Spurður hvort gera megi ráð fyrir að kaupmáttur launa minnki á næst- unni og kjörin versni segir Gylfi mjög mikilvægt að tryggja að greiðslukerfin gangi eðlilega fyrir sig. „Ef okkur tekst það eru verð- mæti og tækifæri til staðar hér á landi sem gera okkur kleift að vinna okkur út úr þessu. Ef greiðslukerfin og gjaldeyrismarkaðirnir komast í samt lag sem fyrst er hægt að ráðast í að reyna að færa gjaldmiðilinn okk- ar nær því sem undirliggjandi er. Í augnablikinu er hann í frjálsu falli vegna takmarkaðra viðskipta og skorts á erlendu fé,“ segir Gylfi. Vaxtalækkun eins og skot „Á undanförnum dögum og vikum hefur nánast verið algjört stopp bæði frá fjármálstofnunum inn í fyrirtækin og hreinlega á milli fyrir- tækjanna, sem hafa haldið að sér höndum,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. „Það er augljóst að það verða margir fyrir búsifjum.“ „Það er mjög mikilvægt í næstu skrefum að koma peningum í um- ferð. Það hefur verið peningaþurrð. Við þurfum að koma krónunni í um- ferð og við þurfum að fá mjög mynd- arlega vaxtalækkun eins og skot. Það þarf að skera vextina niður um a.m.k. helming ef ekki meira til þess að menn geti tekið peninga að láni. Við verðum að koma þessu súrefni út í atvinnulífið,“ segir hann. Margir verða fyrir búsifjum Mikilvægast fyrir fólk og fyrirtæki að tryggja greiðslu- og bankaþjónustu Morgunblaðið/Kristinn Óvissa Flestir telja að nú sé brýnast að tryggja eðlilega bankaþjónustu. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ er nánast sama hvar borið er niður í heimspressunni: Alls staðar er mikið fjallað um inngrip íslenska ríkisins í þá stöðu sem upp er komin á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Vikið er að þeirri ákvörðun ríkis- ins í breska dagblaðinu Daily Tele- graph að loka fyrir viðskipti með bréf í sex bönkum landsins, sem sé „mesta ógnin gagnvart peningalegu sjálfstæði nokkurs ríkis frá því láns- fjárkreppan kom upp fyrir fjórtán mánuðum“. Vitnar blaðið til þeirra orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra að lík- ur séu á að bresk smásölufyrirtæki verði fyrir áhrifum af röskunum í rekstri Kaupþings. Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar ítarlega um fall íslenska hlutabréfa- markaðarins í fréttaskýringu um Ís- land, Bretland, Danmörk, Írland, Belgíu, Þýskaland, Grikkland og hvernig ríkisstjórnir þessara ríkja hafi brugðist við efnahagsdýfunni. Er þar haft eftir Geir að neyðar- lögin séu liður í að forða Íslandi frá þjóðargjaldþroti. Almennt má segja að bresku blöð- in fylgist náið með þróuninni hér. Fylgjast með eignum á Íslandi Eignir erlendra fjárfesta á Íslandi hafa einnig verið gerðar að umtals- efni á síðustu dögum. Á vef Market Watch er vikið að hlutabréfaláni norræna fjárfesting- arbankans Carnegie í íslenskum krónum, sem sé tryggt með íslensk- um ríkisskuldabréfum. Þá gerir sænska fjármálaeftirlitið ráð fyrir að íslenska ríkið muni koma Kaupþingi til bjargar, gerist þess þörf, líkt og gert var með Glitni á dögunum, að því er kemur fram á vef dagblaðsins Dagens Industri. Hefur eftirlitið skoðað hve áhætta sænska fjármálakerfisins er mikil vegna ástandsins hér á landi. Segir Masih Yazdi, áhættugreinir hjá fjármálaeftirlitinu sænska, að eftirlitið hafi ekki áhyggjur af sænskum dótturfélögum Glitnis og Kaupþings. Stórfyrirtækið Century Alumin- um, móðurfélag Norðuráls, sér ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um að fjármögnun umsvifa fyrirtækis- ins á Íslandi sé tryggð og að ástand- ið á mörkuðum hér hafi engin áhrif á uppbyggingu álversins í Helguvík. Allra augu á Íslandi ÞAU Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björn Bjarnason og Geir Haarde kusu um nýtt frum- varp um fjármálamarkaði þegar leið að miðnætti í gærkvöldi. Af 63 þingmönnum voru 62 við- staddir og er óvanalegt að svo margir séu við at- kvæðagreiðslu. 50 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum í heild en þingmenn Framsóknar- flokks sátu hjá um nokkur ákvæði og þingmenn Vinstri grænna og Frjálslyndra sátu hjá. Þéttsetinn þingsalur í atkvæðagreiðslu Morgunblaðið/Golli Ný lög um fjármálamarkaði staðfest gengisvísitalan hafi farið nærri 300 stigum. Formlegar tölur Seðlabanka Ís- lands segja að gengisvísitala krón- unnar standi nú í rúmum 207 stigum og hafi því aðeins veikst um tæpt eitt prósent. Tölur á vefsíðum viðskipta- bankanna gefa hins vegar upp geng- isveikingu upp á 11,6% eða meira og að gengisvísitalan hafi endað í rúm- um 230 stigum. Á fréttavef Bloom- berg er gengisvísitalan sögð standa í 235 stigum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hins vegar grár markað- Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ALGER glundroði virðist einkenna markaði með íslensku krónuna og er í raun ómögulegt að sjá hvert gengi hennar er gagnvart erlendum gjald- miðlum. Lítil viðskipti voru með krónur, einfaldlega vegna þess að þeir eru fáir sem eru tilbúnir að láta erlendan gjaldeyri í skiptum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fór gengi evru tímabundið í 250 krónur í einstökum viðskiptum er- lendis í gær, sem jafngildir því að ur með krónur, þar sem kjör eru mun verri en þessar tölur gefa til kynna. Hvert einstakt tilfelli hafi verið metið fyrir sig og hafi fyrirtæki í útflutningi til dæmis átt auðveldara með að kaupa erlendan gjaldeyri en aðrir. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að staða krónunnar á erlend- um gjaldeyrismörkuðum sé enn verri en hér á landi því að þar vilji enginn kaupa krónur. Kaupgengi á evrum sé þar um 200 krónur og sölu- gengi í kringum 220 krónur. Er stað- an nú sögð sú að fyrirtæki séu ekki lengur að kaupa gjaldeyri til að verja eigið fé sitt, heldur einfaldlega til að geta haldið áfram rekstri. Algjör glundroði einkennir gjaldeyrismarkaðinn  Erfitt að sjá hvert gengi krónunnar er  Gengi evru fór allt upp í 250 krónur Í HNOTSKURN »Lítill sem enginn erlendurgjaldeyrir er til aflögu við núverandi aðstæður. »Fáir fást til að kaupa krón-ur og er búist við frekara gengisfalli á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.