Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING VETRARDAGSKRÁ Tónlistar- félags Akureyrar samanstendur af fjölbreyttum tónleikum undir heit- inu Föstudagsfreistingar. Stjórn Tónlistarfélags Akureyrar hefur í þessari tónleikaröð fyrst og fremst fengið atvinnutónlistarmenn á Norðurlandi til að leika og syngja og lagt þannig sitt litla lóð á vog- arskálarnar til að gera þetta svæði eftirsóttara fyrir góða tónlistarmenn til búsetu. Þetta sjónarmið er um- deilanlegt og getur einhverjum fundist að það geti lækkað gæða- kröfur og fækkað tækifærum tón- listarunnenda til þess að fá að njóta bestu tónlistarkrafta sem landanum bjóðast hverju sinni. Þetta sjón- armið á allavega ekki við um flutn- ing Aladárs á bráðskemmtilegum pí- anósvítum eftir Ríkharð Örn, Í kynningarorðum lýsti Aladár því hvað honum hafi þótt gaman að æfa svíturnar og sú ánægja var svo sann- arlega yfirfærð til okkar áheyrenda á tónleikunum. Ríkharður Örn reyn- ist snjall í að fara troðnar slóðir í formbyggingu í þessum verkum, en að gæða þau um leið á vegferðinni ýmsu óvæntu bæði í glettni og al- vöru ljúfra tónmynda. Tónmál djass- ins er nærri og bæði skemmtilegar fléttur í kontrapunkti og hljóm- klasar á söngvagreinum báru góðum smekk og góðri kunnáttu vitni. Mér fannst fyrsta svítan grípa mig í mikl- um andstæðum sínum og þéttleika og vera heildstæðari en sú nr. 2. Ég trúi ekki öðru en píanóaðdáendum þyki fengur að þessum svítum í safni íslenskra píanóverka. Glaðbeitt byrjun TÓNLIST Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu á Akureyri Á efnisskrá: Svíta nr. 1 (samin 1993) og Svíta nr. 2 (samin 1998) eftir Ríkharð Örn Pálsson. Píanóleikur: Aladár Rácz. Föstudaginn 3. sept. 2000. Píanótónleikar Tónlistarfélags Akureyrar bbbbn Jón Hlöðver Áskelsson EVRÓPA er miðja bókmennta- heimsins og bandarískir rithöf- undar eru orðnir útkjálkamenn, lét Horace Engdahl, ritari Nób- els-dómnefndarinnar hafa eftir sér í síðustu viku og kom þar með af stað mikilli hneykslunar- öldu meðal bandarísks bók- menntafólks. „Það eru kjarnmikl- ar bókmenntir til á öllum stærstu menningarsvæðunum, en Evrópa er nafli bókmenntaheimsins, ekki Bandaríkin. Þau eru of einangruð og afmörkuð, þar ekki þýtt nógu mikið af bókmenntum og þar af leiðandi taka þau ekki þátt í al- þjóðlegri umræðu. Þessi fáfræði er þeim fjötur um fót,“ sagði Engdahl í samtali við AP- fréttastofuna. Charles McGrath, pistlahöf- undur New York Times, telur þetta jafngilda yfirlýsingu um það að bandarískur rithöfundur hreppi ekki verðlaunin þegar þau verða veitt á fimmtudag. Útkjálki bókmennta- heimsins Engdahl Móðgaði bandaríska rit- höfunda og bókmenntafólk. NÝ safnbók á ljóðum Sigurðar Pálssonar, Ljóðnámusafn, er tilefni fagnaðar sem haldinn verður á Kaffi Rósenberg í kvöld. Fjölmörg önnur skáld ætla að lesa ljóð eftir Sigurð að eig- in vali að þessu tilefni, þeirra á meðal Þorsteinn frá Hamri, Thor Vilhjálmsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigtryggur Magnason, Kristín Svava Tómasdóttir, Pétur Gunnarsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Henrik Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Singapore Sling, verður með tónlistaratriði í dag- skrárlok, en lesturinn hefst kl. 21. Bókmenntir Ljóðnámusafni fagnað af skáldum Sigurður Pálsson KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir í kvöld kvikmynd er lýsir síðustu ævidögum hins fræga spænska málara, Francisco Goya (1746 – 1828), þar sem hann dvelst í sjálfskipaðri útlegð í borginni Bordeaux í Suður-Frakklandi og lítur yfir farinn veg. Myndin er í leikstjórn Carlosar Saura. „Í Goya voru notuð 20 mis- munandi málverk, sem sonur minn skannaði og lét prenta út á sérstakt efni til að skapa 250 feta langan og 30 feta háan bakgrunn, sem þannig gerði okkur kleift að búa til atriði sem gerðust inni í myndheimi Goya,“ er haft eftir töku- manninum Vittorio Storaro. Sýningin verður í Bæj- arbíói og hefst kl. 20. Kvikmyndir Síðustu ævidagar Francisco Goya Francisco Goya KYNJADAGAR Listaháskóla Íslands standa frá 6. til 10. október. Dagskrá þeirra er helguð kynjunum og kynja- ímyndum. Nemendur Listahá- skólans og listamenn kynna verk tengd kynjafræðum og verða með innlegg. Í dag klukkan 12 verða flutt tvö erindi í húsnæði hönn- unar- og arkitektúrdeildar í Skipholti 1. Eva María Árnadóttir mun halda fyrirlest- urinn „Tískuþrælar og frjálsir menn“, en Arna Sigrún Haraldsdóttir innleggið „Áhrif fatnaðar á jafnréttisbaráttu kynjanna.“ Báðar velta fyrir sér áhrifum útlits og fatavals í nútímanum. Hönnun Kynjaímyndir á Kynjadögum LHÍ Eva María Árnadóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is EKVADOR að fornu og nýju nefnist yfirlitssýning á listmunum og mál- verkum sem nú stendur yfir í Gerð- arsafni í Kópavogi. Á henni eru munir frá 4000 f. Kr. til okkar daga; úrval fornra leirmuna, skínandi Inkagull, merkir og sér- stæðir kirkjumunir frá nýlendu- tímabilinu og mögnuð málverk eins þekktasta myndlistarmanns Suður- Ameríku, Oswaldo Guayasamín (1919–1999). „Þetta er merkileg sýning og frá- bært að fá tækifæri til að sýna menn- ingu Ekvadors í þessum heimshluta,“ segir Verenice Guayasamín, dóttir listmálarans mikla, sem stýrir sýn- ingunni ásamt Pablo bróður sínum. „Faðir okkar er einn frægasti lista- maður Suður-Ameríku og sá lang- þekktasti utan Ekvador. Hann var mjög mannlegur listamaður og boð- aði frið í verkum sínum.“ Verenice segir sýninguna hafa ferðast um heiminn þveran og endi- langan og t.d. farið til allra landa Am- eríku. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning sem gefur góða sýn á list frá heima- landi mínu. Ég hvet alla til að fara á hana og nýta þetta einstaka tækifæri til að fá sýn inn í þennan ólíka menn- ingarheim því það er ólíklegt að slík sýning komi aftur til lands svo fjarri Ekvador,“ segir Verenice sem er í sinni fyrstu heimsókn til Íslands. Að- spurð sagði hún veðrið í gær ekki fæla sig frá landinu, það væri aðeins heillandi. Sýningin í Gerðarsafni er tvíþætt en auk yfirlitssýningarinnar eru sýnd þar ofin veggteppi og málverk frum- byggja frá Amazón-svæðinu og úr Andesfjöllum, máluð á skinn, og skartgripir. Sýningin stendur til 16. nóvember og er hluti af ekvadorskri menning- arhátíð í Kópavogi. 6000 ára gamlir listmunir og málverk frá Ekvador í Gerðarsafni Skínandi Inkagull í Kópavogi Morgunblaðið/Eggert Dóttir „Þetta er merkileg sýning og frábært að fá tækifæri til að sýna menningu Ekvadors í þessum heimshluta,“ segir Verenice Guayasamín. María mey með barnið, 18. öld. Portrett af höfð- ingja, Tolitamenn- ingin (500 f. Kr.-500e. Kr.). Verk eftir Oswaldo Guayasamín. Móðir og barn í bláu, 1989. Munir frá Ekvador Okkarína í konu- líki, Bahíamenn- ingin (500 f. Kr.-500 e. Kr.). Veltiker, Inka- tímabilið (1450- 1535). Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FUNDUR stjórnar Alþjóða Suzukisambandsins fer nú fram á Ís- landi í fyrsta sinn. Hann hófst á sunnudaginn og lýkur í dag. „Það er mikið útgáfustarf á vegum samtakanna, meðal annars byggir Su- zuki-kennsla mikið á upptökum og verið er að skipuleggja hvernig staðið skuli að þeim,“ segir Haukur F. Hannesson stofnandi Suzuki- tónlistarskólans í Reykjavík og formaður Alþjóða Suzukisambands- ins. Þá er verið að ræða hvaða lönd eigi að koma ný inn í Suzuki- kerfið og hvernig eigi að standa að því. „Þarna er verið að leggja lín- urnar í aðferðinni og þróun hennar.“ Haukur segir að ákveðið hafi verið að halda ráðstefnuna hér á landi vegna þess að starf íslenskra Suzuki-kennara hafi vakið at- hygli. „Suzuki-starf er mjög mikið á Íslandi, hér eru 35 menntaðir Suzuki-kennarar sem er heimsmet miðað við hina frægu höfðatölu,“ segir Haukur og hlær. „Síðan er árangurinn í kennslunni mjög góð- ur hér og þetta hefur vakið forvitni stjórnarmanna. Þau fóru því fram á að fundurinn yrði haldinn hér á landi svo þau gætu kynnt sér starfið hér.“ Línur í Suzuki-kennslu lagðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðtogar Stjórn Alþjóða Suzukisambandsins leggur nú línurnar í starfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.