Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá
sér nýja plötu á föstudaginn, 10.
október, en platan hefur hlotið
nafnið Turninn. Þeir sem ekki geta
beðið föstudagsins geta farið inn á
tonlist.is og hlustað á plötuna í
heild sinni, án þess þó að geta hlað-
ið henni niður.
Umslag plötunnar vekur óneit-
anlega athygli, en það prýðir mynd
af óþekktum manni sem líkist Birni
Jörundi Friðbjörnssyni þó töluvert.
Hið sanna í málinu er hins vegar að
maðurinn er samsettur úr öllum
fimm meðlimum sveitarinnar, og
munu augu hans tilheyra Birni.
Hvort umslagið sé táknrænt fyrir
þá miklu samstöðu sem ríkir í sveit-
inni síðan Daníel Ágúst gekk aftur
til liðs við hana skal ósagt látið, en
hugmyndin er að minnsta kosti góð.
Nýdönsk sem einn
maður á nýrri plötu
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„KRÓNAN er ekki lengur gjaldgengur gjald-
miðill hérna heima, það segir sig sjálft þegar
hún er búin að falla um 70% á tæpu ári,“ segir
Bubbi Morthens sem hefur boðað til mótmæla á
Austurvelli kl. 12 á morgun. Þar mun Bubbi
koma fram ásamt Sprengjuhöllinni og hljóm-
sveitinni Buff. „Svo getur vel verið að ég fái ein-
hverja frá verkalýðsforystunni til að koma og
tala, og ég myndi líka vilja sjá Þorgerði Katrínu
koma og tala,“ segir Bubbi sem auglýsti mót-
mælin með heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu
í gær undir yfirskriftinni „krónan er fallin“.
Þótt viss húmor hafi verið þar á ferðinni er ljóst
að Bubba er fúlasta alvara. „Ég skil ekki að
stjórnmálamennirnir skuli leyfa sér að segja að
þetta sé í lagi – þjóðin er á leiðinni til helvítis og
krónan dregur vagninn,“ segir hann. „Lands-
menn eiga að hafa þann rétt að sýna sig fyrir
framan Alþingishúsið og segja „það er komið
nóg – nú viljum við að eitthvað sé gert“. Og á
ekki hinn almenni maður rétt á því að sofna
kvíðalaus að kveldi, og rétt á því að vakna
kvíðalaus að morgni? Og á hann ekki rétt á því
að þurfa ekki að lifa við það að dagarnir hans
hverfa í ótta vegna þess að hann á ekki fyrir
næstu afborgun af húsnæðinu sínu, af því að
krónan er hrunin?“
En er ekki dýrt að halda svona tónleika í
miðri kreppunni, og rukka engan aðgangseyri?
„Jú, jú, en það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það
er alveg sama við hvern maður talar. Það verð-
ur örugglega hrúga af fólki sem mun kalla mig
tækifærissinna, athyglissjúkling og fleira. En ég
vil það miklu frekar en sitja aðgerðalaus. Ég vil
ekki að afkomendur mínir muni segja um mig
að ég hafi verið raggeit sem þorði engu.“
Þess ber að lokum að geta að ólíkt því sem
kom fram í auglýsingunni í gær mun Nýdönsk
ekki koma fram á morgun, en ástæðan er sú að
Daníel Ágúst Haraldsson er ekki á landinu.
„Krónan dregur vagninn alla leið til helvítis“
Morgunblaðið/Frikki
Þegar allt lék í lyndi Bubbi og Geir H. Haarde
tóku lagið saman á tónleikum í febrúar sl. Svofellt „næntískvöld“ var hald-
ið með pompi og prakt síðastliðinn
föstudag. Húsfyllir var og rúmlega
það, en allir miðar seldust upp
klukkustund áður en hleypt var
inn. Aðalnúmer kvöldsins var svo
sjálfur Haddaway, popparinn sem
sló í gegn árið 1993 með „What is
Love?“ og einn af tákngervingum
næntíspoppsins. Haddaway tróð
upp í tæpan hálftíma og tók slag-
arann „góða“ í tvígang, að beiðni
skipuleggjenda kvöldsins. Hadd-
away er að myndast við að keyra
sólóferil í dag en ku víst hafa verið
svellkaldur gagnvart beiðninni, tók
henni vel og var víst með heilnæma
kímnigáfu gagnvart þessu öllu sam-
an. Sagðist hafa verið í Rússlandi á
dögunum þar sem hann söng fyrir
vafasama kaupsýslumenn og
áhangandi fyrirsætur og þar hafi
honum verið gert að syngja lagið
fimm sinnum! Það verður svo
spennandi að sjá hverju verður
vippað upp á næsta næntískvöldi.
Snow? Scatman John? Lou Bega?
Tímavélin NASA:
Hver kemur næst?
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ kom upp sú hugmynd hvort
við ættum ekki að búa til sérstaka
línu sem við svo gerðum, og við köll-
um hana Alex the spy line,“ segir
Eggert Jóhannsson, betur þekktur
sem Eggert feldskeri, sem staddur
er í London um þessar mundir.
Eggert mun sýna línuna á sýn-
ingu í London á morgun, en hún er
liður í sérstakri James Bond-hátíð
sem haldin er í borginni. Ástæða há-
tíðarinnar nú er sú að um þessar
mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu
Ians Flemings, höfundar James
Bond. Afmælisins er meðal annars
minnst með sérstakri sjónvarps-
dagskrá breska ríkisútvarpsins
BBC, sem stýrt er af hinum kunna
leikara Stephen Fry. Þá hefur verið
sett upp sérstök James Bond-sýning
í Imperial War Museum í London. Á
morgun verður sérstök uppákoma á
sýningunni, en þá verður fagnað út-
gáfu bókarinnar A Very Special
Weapon eftir Tillman Gilson, sem er
kunnur bandarískur njósnasagna-
höfundur. Í þessari nýju bók kemur
ný hetja fram á sjónarsviðið, Alex
Garfield, sem sagt er að sé kvenkyns
Bond-hetja, það er að segja Jane
Bond. Gilson setti sig í samband við
Eggert og bauð honum að sýna lín-
una sína að þessu tilefni.
Vann fyrir CIA
„Þarna verður útgáfa bókarinnar í
Evrópu kynnt, og það var ákveðið að
hafa sýningu í sambandi við það,“
segir Eggert, en ástæða þess að
hann var fenginn til að sýna er með-
al annars sú að Alex Garfield kemur
til Íslands í bókinni. Gilson, sem er
fyrrverandi starfsmaður bandarísku
leyniþjónustunnar, hefur líka dvalist
hér á landi og þekkir vel til Íslands.
Aðspurður segir Eggert þetta boð
Gilsons hafi vakið töluverða athygli
erlendis, enda ekki á hverjum degi
sem þetta gamla vopnasafn hýsi
tískufatnað, hvað þá nýtískulega
sýningu á munum sem tengdir eru
James Bond. Þannig hafi bæði
Sunday Times og The Guardian ósk-
að eftir myndum og viðtölum vegna
sýningarinnar, auk þess sem IFTF,
alþjóðasamtök loðskinnasala, Kop-
enhagen Fur og hinn þekkti Purple
Club, samtök hönnuða, hafi tilkynnt
komu sína á sýninguna.
Banna selskinn í ESB
En er þetta þá ekki ansi mikið
„breik“ fyrir Eggert?
„Það er alveg möguleiki – við
verðum bara að sjá til. En ég legg
mikla áherslu á náttúruverndarsjón-
armið og mér sýnist að ég muni fá
eitthvað af bresku blöðunum á sýn-
inguna út af því. Ég hef verið að
berjast gegn þessari mengun sem er
í norðurhöfunum, en svo á að fara að
banna selskinn í Evrópusamband-
inu, það eru nefnilega einhverjir
stjórnmálamenn að reyna að hvítþvo
sig og reyna að banna bara eitthvað.
Þetta er hluti af þessu og þess vegna
sóttist ég eftir að komast í nýtt and-
rúmsloft og fá að sýna nýja línu sem
er fullkomlega á þessari grænu línu,
það er nánast ekki einn þráður af
gerviefni í þessu sem við erum að
gera,“ segir Eggert sem nýtir meðal
annars íslenskt fiskroð og lambskinn
í bland við dýra minkafeldi og chin-
chilla-feldi í hönnun sína.
„Hún er gerð úr ýmsum efnum,
allt frá íslensku lambi og upp í villt-
an mink. Við vinnum með þetta – að
þetta séu allt náttúruleg hráefni,“
segir Eggert sem heldur upp á 30
ára starfsafmæli sitt um þessar
mundir, og því ljóst að hann hefur
mörgu að fagna þessa dagana.
Hannar spæjara-pelsa
Eggert feldskeri sýnir pelsa á James Bond-sýningu í London á morgun
Hátíðin er haldin í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ians Flemings
Sýnir spæjarapelsa Eggert feldskeri er staddur í London um þessar mundir.
Morgunblaðið/G.Rúnar
HÁTÍÐIN sem nú fer fram í Lond-
on er haldin í tilefni af því að á þessu
ári eru 100 ár frá fæðingu Ians
Flemings, skapara James Bonds.
Fleming fæddist í London hinn
28. maí árið 1908. Fyrsta skáldsaga
hans leit dagsins ljós þegar hann var
45 ára gamall, árið 1953, en bókin
hlaut nafnið Casino Royale. Í henni
kynnti hann til sögunnar njósnarann
James Bond, kenndan við númerið
sitt, 007. Á næstu þremur árum
skrifaði Fleming svo þrjár bækur til
viðbótar um njósnarann, Live And
Let Die (1954), Moonraker (1955) og
Diamonds Are
Forever (1956).
Bækurnar náðu
nokkrum vin-
sældum, en það
var hins vegar
með From
Russia With
Love (1957) sem
Fleming og Bond
slógu í gegn og
náðu metsölu í Bandaríkjunum.
Ástæða þess er meðal annars rakin
til þess að John F. Kennedy, forseti
Bandaríkjanna, lýsti því yfir að
From Russia With Love væri ein af
hans uppáhaldsbókum.
Fleming skrifaði alls fjórtan bæk-
ur um njósnarann á árunum frá 1953
til 1964 og hafa kvikmyndir verið
gerðar eftir þeim öllum. Sú fyrsta,
Dr. No, var gerð árið 1962 og skart-
aði Sean Connery í hlutverki njósn-
arans.
Fleming skrifaði ekki aðeins bæk-
ur um James Bond, heldur skrifaði
hann einnig barnabók og leiðarvísa
um stórborgir, svo fátt eitt sé nefnt.
Hann lést af völdum hjartaáfalls að
morgni 12. ágúst árið 1964.
Skrifaði fjórtán bækur um
njósnara hennar hátignar
Bond Sean Connery er af mörgum talinn holdgervingur njósnarans. Hér er
hann með Danielu Bianchi í myndinni From Russia With Love.
Ian Fleming, skapari James Bond, var sérlega afkastamikill
Ian Fleming
MENNING