Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 21 Leggur sig allan fram Erlendir blaðamenn sýndu blaðamannafundi Geirs H. Haarde í gær mikinn áhuga. Þessi lagði allt í sölurnar og lagðist í gólfið á meðan hann talaði í einn af fjölmörgum símum sínum. Kannski hefur hann haldið að þannig myndi hann örugglega ekki missa af neinu sem gerðist. Golli Blog.is Dofri Hermannsson | 6. október Líka góðar fréttir! Það er hætt við að margar góðar fréttir týn- ist í því fréttaflóði ótíð- inda sem nú skellur á okkur. Ein slík góð frétt fékk litla umfjöllun á föstudaginn var. Þá var loks undirritaður samningur um Hátækni- og sprotavettvang á milli fjögurra ráðuneyta og samtaka fyr- irtækja á þessu sviði. Meginhlutverk samstarfsvettvangsins er að vinna á markvissan hátt að því að bæta starfsskilyrði og stuðnings- umhverfi hátækni- og sprotafyrirtækja. Niðurstaða vinnunnar verður vegvísir til næstu 12 ára en skýr stefna stjórnvalda og stöðugt umhverfi sprotafyrirtækja er þeim gríðarlega mikilvægt. Meira: dofri.blog.is Margrét St. Hafsteinsdóttir | 6. október Við erum fólk en ekki peningar Ég ætla bara að minna fólk á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem allt fer úr böndunum hér á fjár- málamarkaðinum. Margir af minni kynslóð lentu í óðaverðbólgu og margir misstu hús- næðið sitt sem þeir voru að reyna að kaupa. Ég og barnsfaðir minn „áttum“ íbúð á Laugaveginum, en þegar við seldum hana árið 1985 þá áttum við ekkert í henni, af því verðbólgan át alla eignina upp. Samt vorum við búin að leggja mik- ið af okkar peningum í íbúðina og m.a. seldum bílinn okkar og lögðum stíft fyrir. Við vorum semsagt bíllaus! Hver er það í dag? Með lítið barn? Við eigum ekki að láta glepjast af fjármálamarkaðinum og við eigum að krefjast þess að landinu sé betur stjórnað og það sé gripið inn í af ábyrgð af stjórnvöldum þegar eitthvað er að fara í óefni. Það á ekki að bíða þar til allt er komið í kalda kol. Meira: maggadora.blog.is MIÐ-Austurlönd eru án vafa eitt af háska- legustu svæðum heimsins. Þar gæti næsta stríð, hryðju- verk eða frið- arfrumkvæði leynst handan við hornið. Samanborið við pólitík- ina á þessu svæði er rússibanareið beinlínis róandi. Mið-Austurlönd svæði, sem þrátt fyrir þrotlaus átök hefur vart breyst, heldur marar í undarlegri kyrr- stöðu. Það hlýtur að vera innra samband á milli skortsins á þróun og þess að svo hætt er við neyðar- ástandi á svæðinu. Ágreiningurinn á milli Ísraela og Palestínumanna blasir við sem dæmi um kyrrstöðueðli þessa svæðis vegna þess að hann virðist algerlega óháður öllu uppnámi á alþjóðlegum vettvangi. Tyrkja- veldi, Bretar, hrun nýlenduveld- anna, kalda stríðið, fjöldi banda- rískra forseta og alþjóðlegra sáttasemjara hafa komið og farið, en rammi þessa ágreinings og getuleysið til að finna lausn virðast aldrei breytast. Tveir meginstraumar Þessi mynd – sem er rétt hvað varðar fortíðina – gæti hins vegar reynst villandi í framtíðinni vegna þess að tveir alþjóðlegir megin- straumar munu valda meiri breyt- ingum í þessum heimshluta en margar stjórnmálakreppur og styrjaldir fyrri tíma gátu gert. Sá fyrri er hnattvæðingin, sem mun þótt hægt fari jafnt og þétt hafa áhrif víðar og víðar í araba- heiminum, fyrst í ol- íuríkjunum við Persaflóa, bæði efna- hags- og menning- arlega. Um leið og auður og völd færast frá vestri til austurs mun þrýstingurinn vegna hnattvæðingarinnar í auknum mæli koma úr austri. Í Marokkó hafa til dæmis fjár- festingar arabísku ol- íuríkjanna dregið verulega úr áhrifum Evrópu. Hinar innbyggðu mótsagnir á milli annars vegar stjórnkerfis, sem er ófært um breytingar, og efn- hagslegrar nútímavæðingar, og hins vegar á milli menningarlegrar og trúarlegrar íhaldssemi og fé- lagslegra og gildislægra breytinga, munu því auka og bæta við nýjum átakaflötum takist ekki að finna já- kvæð svör við þessum grundvall- arbreytingum. Hinn meginstraumurinn er neyð- arástandið í loftslagsmálum. Fyrir utan þau lönd, sem eru að hluta eða öllu leyti í hættu vegna hækk- andi yfirborðs sjávar, mun hlýnun jarðar fyrst og fremst hafa áhrif á eyðimerkurbeltin og vatnsbirgð- irnar, sem þar er að finna og þegar standa tæpt. Þótt ágreiningurinn í Mið-Austurlöndum snúist fyrst og fremst um land, þá eru hinar tak- mörkuðu vatnsbirgðir, sem skipta sköpum um afkomu, hluti af þeim. Hröð fjölgun íbúa, gríðarleg aukning vatnsnotkunar vegna vaxt- ar í iðnaði og landbúnaði, upp- gangur í ferðaþjónustu og batnandi lífskjör gera að verkum að vatns- mál verða jafnvel enn stærri þáttur í pólitískum stöðugleika á þessum slóðum en þau eru nú þegar. Sömu leið og Evrópa Sjálfbært svar við svo mikil- vægum spurningum fyrir Mið- Austurlönd mun aðeins skipta máli ef það er svæðisbundinnar náttúru. Og það sama á við um vaxandi eft- irspurn eftir orku: þótt svæðið í heild sé ríkt að orkulindum gerir ójöfn dreifing þeirra að verkum að eina nothæfa lausnin verður að byggja á samvinnu. Vitaskuld hefur forgang að leysa pólitískar deilur og ágreining. Eigi hins vegar að vera gerlegt að koma á friði og stöðugleika verða hinar ungu og ört vaxandi kyn- slóðir að eygja efnahagslega kosti, sem gerir þeim kleift að taka þátt í hnattvæðingunni – með reisn og rætur í eigin sögu og menningu. Einstök ríki í Mið-Austurlöndum munu ekki vera fær um það án svæðisbundinnar samvinnu. Árang- urinn, sem náðst hefur með Evr- ópusambandinu, gæti því orðið nánast fullkomin fyrirmynd. Satt að segja eru forsendur fyrir svæðisbundnu milliríkjasamstarfi – allt að því að steypa hagsmunum þátttökuríkja að hluta til í eitt – vænlegri en þær voru í Evrópu í upphafi sjöunda áratugarins. Evr- ópa hafði hvorki sameiginlegt tungumál né var hún jafn einsleit trúarlega og menningarlega og Mið-Austurlönd. Í Evrópu var upphafið fólgið í leiðtogum með framtíðarsýn á borð við Jean Monnet og að settar voru á fót nýjar stofnanir á borð við Kola- og stálbandalagið. Í Mið- Austurlöndum gæti ferli svæð- isbundins samruna hafist með vatni og orku. Sameiginlegur markaður fyrir vörur og þjónustu gæti fylgt í kjölfarið ásamt svæð- isbundnu öryggiskerfi. Þetta gæti loks veitt Mið-Aust- urlöndum, þar sem vöxtur hefur verið af skornum skammti, en of- framboð af ágreiningi, eigin sjálfs- mynd, gert svæðið gjaldgengt í al- þjóðlegum efnahagsskilningi og gert þjóðunum kleift að verða eig- in gæfu smiðir. Þetta var hægt í Evrópu, sem eitt sinn var álfa styrjalda. Og Evrópa getur hjálpað grönnum sínum í Mið-Austurlöndum að ná þessu strategíska marki. Tækið er þegar fyrir hendi: hið nýja Mið- jarðarhafsbandalag. Hvað sem því líður er tími kyrr- stöðu að renna á enda í Mið- Austurlöndum. Hvort afleiðing- arnar af þessari þróun verða góðar eða slæmar veltur á því hvort hægt verður að finna framsýni og styrk til þess að hafa jákvæð áhrif á framvinduna. Þörf verður á hug- myndaflugi, framsýni og raunsærri þrautseigju. Það sem nú vantar er arabískur Jean Monnet. Eftir Joschka Fischer »Evrópa getur hjálpað grönnum sínum í Mið-Austur- löndum að ná þessu strategíska marki. Tækið er þegar fyrir hendi: hið nýja Mið- jarðarhafsbandalag. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands frá 1998 til 2005. Hann var einn af leiðtogum Græningja í tæp 20 ár og átti þátt í að breyta flokknum úr mótmælahreyf- ingu í einn af ráðandi stjórnmála- flokkum Þýskalands. ©Project Syndi- cate/Institute for Human Sciences, 2008. www.project-syndicate.org Lýst er eftir arabískum Jean Monnet Vilberg Helgason | 6. október Á miðvikudaginn er gott að byrja Það eina sem þú þarft að eiga er sæmilegur útivistarfatnaður, þess- vegna pollabuxur, helst vatnsþolnir kuldaskór og svo bakpoki. Bakpokinn ef þú þarft að fara langt og gætir þurft að skipta um föt þegar þú ert kominn á staðinn, s.s. fyrir auka- föt. Síðan er ágætt að vera með góða vettlinga því mest hætta er á að þér verði kalt á puttum og tásum en aðrir líkamshlutar sjá um að halda á sér hita með hreyfingunni sem fylgir. Af hverju að byrja á miðvikudag en ekki á morg- un eða í dag er ekki heilagt en sniðugt er að fara og finna til gallann og taka reiðhjólið fram. Með því að byrja að hjóla þá ert þú að fá þér ókeypis sál- fræðimeðferð í kreppunni því hjólreiðar hreinsa hugann og þó fólk sé eitt á ferð þá ná neikvæðar hugsanir ekki til manns … Meira: vilberg.blog.is Hrannar Baldursson | 5. október 2008 Eigum við að fórna lífeyrissparnaði síðustu áratuga …? Einkareknir bankar riða til fallsÞeir vilja fá pening til að bjarga sér á þessum gjalddaga í dag. Góðu fréttirnar eru að lífeyri þjóðarinnar er borgið í erlendri mynt. Vondu fréttirnar eru þær að þessu síð- asta hálmstrái hins venjulega launa- manns er ógnað, þar sem stjórnendur og stjórnmálamenn vilja skipta einhverju af þessum sjóði yfir í krónur á tíma þeg- ar enginn kaupir krónur, til að redda bönkunum út úr krísu sem þeir bjuggu til sjálfir með alltof miklum tengslum og hreinni græðgi. Ég treysti ekki stjórn- málamönnum Íslands í dag til að vera réttlátir gagnvart lífeyrissjóðum. Meira: don.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.