Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Neyðarlög á Íslandi
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„VIÐ VONUM auðvitað að banka-
kerfið í heild fari ekki á hliðina og
að einhverjir þættir í því, jafnvel
mjög stórir, geti haldið áfram eðli-
legri og fullri starfsemi. En því
miður er ákveðin hætta á að það
verði ekki allt kerfið,“ sagði Geir
H. Haarde forsætisráðherra, á
blaðamannafundi í Alþingishúsinu
í gær og taldi ljóst að íslenska
bankakerfið komi til með að
minnka. Mikil áhersla væri hins
vegar lögð á að almenningur fengi
eðlilega bankaþjónustu.
Geir sagði eflaust mega halda
því fram að gáleysislegt hefði verið
af bönkunum að skuldsetja sig
svona mikið. Það hefði hins vegar
verið skiljanlegt þar sem aðgengi
að lánsfjármagni var gott. „Ég
held það sé ósanngjarnt að áfellast
bankamennina eingöngu fyrir að
hafa tekið mikið af lánum. Þeir
gátu ekki séð fyrir þessa kreppu.
En þeir hefðu auðvitað eftir á að
hyggja – ef maður skoðar þetta í
baksýnisspeglinum – kannski átt
að segja sér eitthvað um það að
svona ástand gæti skapast,“ sagði
Geir en taldi bankana fyrst og
fremst vera fórnarlömb ytri að-
stæðna og líklega hefðu þeir getað
spjarað sig hefði ekki komið til
hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu.
Heildarskuldsetningin væri þjóð-
arbúinu hins vegar ofviða. „Ís-
lenska þjóðin með sína þjóð-
arframleiðslu ræður ekki við að
skulda jafnháar upphæðir og hér
er um að tefla,“ sagði Geir og benti
á að umsvif bankakerfisins væru
um það bil tólfföld þjóðarfram-
leiðsla. Ekkert annað væri að gera
en horfast í augu við vandann og
takast á við hann af æðruleysi og
manndómi.
Geir sagði tilganginn með laga-
breytingunum vera að gæta hags-
muna íslensku þjóðarinnar og
koma í veg fyrir að hún yrði á
skuldaklafa næstu áratugina. „Það
er jafnan þannig þegar ástand sem
þetta kemur upp að hluthafar
verða fyrir tjóni,“ sagði Geir en
bætti við að í þessum tilvikum
gætu það verið fleiri, s.s. lán-
ardrottnar sem ekki fengju kröfur
sínar greiddar. Hann áréttaði hins
vegar að sparifé fólks í bönkum
væri tryggt að fullu.
Valdið hjá Fjármálaeftirlitinu
Geir sagði Fjármálaeftirlitið
mundu meta hvernig heimildirnar
sem nýju lögin kveða á um verði
nýttar og benti á að slíkar heim-
ildir væru fyrir hendi í mörgum
öðrum löndum. „Ég er alveg viss
um það að ákveðin endur-
skipulagning á bankamarkaðnum
mun eiga sér stað. Með hvaða
hætti það verður er ótímabært að
segja til um. Hvort ríkið kemur
eitthvað þar að er líka ótímabært
að segja til um,“ sagði Geir en vildi
ekki nefna einstaka banka sem
væru verr staddir en aðrir.
Aðspurður hvort fólk gæti átt
von á því að geta ekki tekið út úr
hraðbanka eða borgað með
greiðslukorti sagði Geir að allt yrði
gert til að tryggja að sú þjónusta
yrði í lagi sem og að fólk gæti tek-
ið lán.
Geir sagðist jafnframt telja að
krónan kæmi til með að styrkjast
þegar „við komumst í gegnum
þennan mikla brimskafl“. Hvenær
nákvæmlega væri hins vegar engin
leið að segja til um.
Ekkert nýtt um Glitni í bili
Geir var inntur eftir því á blaða-
mannafundinum hvort staðið yrði
við samkomulagið varðandi Glitni
og sagði hann það ekki taka gildi
fyrr en hluthafafundur bankans
hefði staðfest það. „Ég held það sé
búið að boða hluthafafund á laug-
ardaginn og svo sjáum við til hvort
þetta gengur allt saman eins og til
var ætlast,“ sagði Geir. Í máli hans
kom einnig fram að óljóst væri
hversu háar lánsfjárhæðir Íbúða-
lánasjóður gæti þurft að taka yfir
en það mun hann geta samkvæmt
nýju lögunum. „Ég hef ekki þá
tölu á takteinunum en hún er ansi
há og það er alveg ljóst að með því
að grípa til svona aðgerða er verið
að létta af bönkunum ákveðnum
byrðum,“ sagði Geir og bætti við
að Íbúðalánasjóður hefði bolmagn
til að taka við þeim. Hins vegar
þyrfti að semja um á hvaða verði
slík viðskipti færu fram. Kjör á
lánum myndu a.m.k. líklega ekki
versna.
Þá kom fram í máli Geirs að
lagaumhverfið um fjármála-
starfsemi hér á landi væri að
mestu leyti hið sama og á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Nú væri
komið í ljós að breytinga væri
þörf, ekki aðeins hér á Íslandi
heldur um allan heim.
Bankakerfið mun minnka
Gáleysislegt en skiljanlegt að bankarnir skyldu skuldsetja sig svo mikið, segir forsætisráðherra
Mikil áhersla á að tryggja að almenningur geti fengið eðlilega bankaþjónustu
Morgunblaðið/Golli
Fylgst með Geir H. Haarde ræddi við innlenda og erlenda blaðamenn í Alþingishúsinu í gær.
„ÞETTA hefði að sjálfsögðu aldrei átt að fara svona og
þetta hefði ekki þurft að fara svona,“ sagði Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í umræðum á Al-
þingi í gær en bætti við að ekkert væri að gera í aðstöð-
unni annað en að lágmarka skaðann fyrir almenning.
Vinstri græn sátu hjá við afgreiðslu frumvarpsins en
voru þó samþykk því að Íbúðalánasjóður geti tekið yfir
lán annarra banka. Ákvæði frumvarpsins væru hins veg-
ar mjög víðtæk og þar sem framkvæmdin verði í hönd-
um Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væri erfitt fyrir
minnihlutann að taka ábyrgð á því. Steingrímur var ósáttur við skort á
samráði, m.a. við stjórnarandstöðu og við sveitarfélögin og lagði jafnframt
þunga áherslu á að „þeir sem hér hafa um vélað“ sæti ábyrgð, við-
skiptalegri og siðferðilegri, lagalegri og pólitískri. Reyna ætti að ná til
þeirra sem kynnu að hafa komið fjármunum undan.
Steingrímur sagði jafnframt að axla þyrfti ábyrgð gagnvart starfs-
mönnum þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga, eins og „öllum öðrum saklaus-
um fórnarlömbum þessara óskapa“. Hér væri ekki verið að ljúka verki,
heldur hefja það. „Það má líkja þessu við efnahagslegar náttúruhamfarir,
nema að þessar eru af mannavöldum,“ sagði Steingrímur.
Hefði aldrei átt að fara svona
„NÚ ER um að gera að slíðra sverð og sakast ekki hver
við annan,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, í umræðum um frumvarp forsætisráð-
herra á Alþingi í gær. Framsóknarflokkurinn studdi
málið en sat hjá við ákvæði um víðtækar heimildir Fjár-
málaeftirlitsins, m.a. á þeim forsendum að það gengi of
nærri stjórnarskrárbundnum eignarrétti.
Guðni sagði mikilvægt við þessar aðstæður að búa til
einn þjóðarvilja. Með lögunum væri verið að tryggja að
björgunarbáturinn væri búinn þeim tækjum og tólum
sem þyrfti til að bjarga þjóðarskútu Íslands. „Við skulum líka gera okkur
grein fyrir því að þetta eru annars konar hamfarir en hafa gengið yfir okk-
ur,“ sagði Guðni og áréttaði að Íslendingar væru rík þjóð sem byggi yfir
dýrmætum auðlindum. Bæði væri mögulegt að auka þorskveiðikvóta og að
flýta framkvæmdum við álver á Bakka og í Helguvík. „Það er stóra verk-
efnið í þeirri aðgerð sem framundan er að bjarga því sem bjargað verður,“
sagði Guðni og gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerða- og andvaraleysi sem
þau hefðu sýnt. Framsóknarflokkurinn hefði varað við því að alþjóðleg
fjármálakreppa hlyti að skella á Íslands ströndum.
Sverðin slíðruð og báturinn klár
„ÉG HEFÐI talið eðlilegt að menn hefðu verið kallaðir
fyrr til skrafs og ráðagerða um þessi mál,“ sagði Guðjón
Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í
umræðum um frumvarp forsætisráðherra um fjár-
málamarkaðinn á Alþingi í gær og var ósáttur við að
ekki hefði verið komið á raunverulegu samráði um við-
brögð við efnahagsvandanum, þar með talið við stjórn-
arandstöðuna. Frjálslyndi flokkurinn sat hjá í atkvæða-
greiðslunni á þeim forsendum að nægar upplýsingar
lægju ekki fyrir en vildi þó ekki leggja stein í götu frum-
varpsins. „Þetta eru jú neyðarlög,“ sagði Guðjón og lagði áherslu á að mik-
il vinna væri framundan. „Það er alveg ljóst að hluthafar í íslenska banka-
kerfinu gætu borið verulega skarðan hlut frá borði. Okkur ber að vernda
hagsmuni landsmanna í heild og líta sérstaklega til þess að við förum ekki
þannig frá þessu máli að þjóðin sitji uppi með verulegar skuldbindingar til
langs tíma.“
Eins og aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar fagnaði Guðjón því að Íbúða-
lánasjóður væri enn til. „Við viljum öll leggjast á árar um að lágmarka
skaðann í íslensku þjóðfélagi,“ áréttaði Guðjón.
Hefðu mátt tala fyrr saman
FRUMVARPIÐ um fjármálamarkaðinn, sem
varð að lögum í gær, er róttækara en nokkuð
annað sem Alþingi hefur fjallað um. Þetta kom
fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar við-
skiptaráðherra í umræðum á þingi en hann
sagði einnig að lögin mörkuðu upphaf end-
urreisnar fjármálakerfisins. Tilgangurinn væri
fyrst og fremst að koma í veg fyrir að bank-
arnir lokuðu og greiðslukerfið frysi eða hryndi.
Erfiðir dagar en margt hægt að gera
Björgvin sagði áföllin verða mikil en um leið
væri margt hægt að gera til að þau yrðu ekki meiri og verri fyr-
ir fólkið í landinu. „Auðvitað verða þetta erfiðir dagar ef til þess
kemur að greiðslukerfi virki ekki og svo framvegis en við þurf-
um öll að halda ró okkar,“ sagði Björgvin og benti einnig á að
heimildirnar sem lögin kveða á um væru nú þegar fyrir hendi í
mörgum öðrum löndum. Þá lagði hann þunga áherslu á mik-
ilvægi þess að Íbúðalánasjóður gæti tekið yfir húsnæðislán ann-
arra banka og minnti á að félagsmálaráðherra mundi setja á
laggirnar þjónustuver þar sem fólk gæti leitað upplýsinga og
fengið ráðgjöf.
Nýju lögin róttækari
en nokkur önnur
Björgvin G.
Sigurðsson
Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur
og Egil Ólafsson
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra segir að með frumvarpi rík-
istjórnarinnar sé verið að slá varn-
arhring um Ísland og íslenska
sparifjáreigendur
Össur sagði að Landsbankinn hefði
sætt áhlaupi í Bretlandi í gær. Kaup-
þing hefði hins vegar fengið fyr-
irgreiðslu hjá Seðlabanka út á mjög
trygg veð. Ríkisstjórnin yrði að tryggja
með aðgerðum sínum að bönkum þyrfti
ekki að loka og að viðskiptavinir gætu
sótt þangað þjónustu í dag sem og aðra daga. Sparifé
þeirra væri tryggt og Íbúðalánasjóður myndi hlaupa und-
ir bagga og endurfjármagna lán þeirra banka sem kynnu
að lenda í erfiðleikum.
Össur Skarphéðinsson sagði að úr bankakerfinu hefðu
komið kröfur um að ríkisvaldið tæki á sig kröfur sem
væru 5-7 sinnum stærri en þær sem Bandaríkjamenn
væru að taka á sig fyrir sínar stofnanir. Það kæmi ekki til
greina. „Við getum komist út úr þessu núna og byggt upp
aftur og orðið auðug þjóð aftur, en við verðum það ekki ef
við ætlum að leggja skuldafjötra á kynslóðir sem kannski
eru ekki fæddar.“
Össur var spurður hvort bankar sem ekki réðu við
skuldbindingar sínar yrðu þjóðnýttir eða færu í gjaldþrot.
Hann sagði að Fjármálaeftirlitið fengi heimildir til að taka
völdin í fjármálastofnun og hlutast til um framtíð hennar.
„Þá myndu menn taka innan úr slíkri stofnun þann part
sem vélar með innlán Íslendinga, íslenska partinn, og
stofna um það sérstakt félag. Þannig að ef þetta gerðist
með einhvern banka þá myndi hann opna á morgun [í dag]
á sama stað, í sama útibúi með sama starfsfólk þannig að
fólk gæti komið þangað, tekið út fé og lagt inn fé og verið
alveg óhrætt um sitt sparifé.“ Össur sagði að ef spurt væri
um erlendu skuldbindingarnar yrðum við að slá varn-
arhring um Ísland og íslenska sparifjáreigendur. „Þeir
sem tóku þá áhættu að lána bankastofnunum hér á
landi … þeir verða að bera þá áhættu. Þannig eru lögmál
fjármálaheimsins. Þeir sem hætta miklu til að hagnast
mikið, þeir verða að vera reiðubúnir að tapa miklu.“
Verið að slá varnarhring um Ísland
og íslenska sparifjáreigendur
Össur
Skarphéðinsson