Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
MEIRA en 300 Pólverjar sóttu fund
sem pólski ræðismaðurinn Michał
Sikorski efndi til á miðvikudags-
kvöld. Þeir voru að leita upplýsinga
um hvernig þeir gætu farið heim og
fengið peningana sína yfirfærða,
staðið skil á sköttum og skyldum eða
jafnvel bara fengið kaupið sitt.
Gamli borgarstjórnarsalurinn í
Skúlatúni 2, sem pólska ræð-
ismannsskrifstofan er með á leigu,
var troðfullur. Á fundinn voru mætt-
ir lögfræðingur og pólskumælandi
fulltrúar Vinnumálastofnunar, VR,
Eflingar og Rauða krossins. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var nokkur hiti í sumum og fund-
urinn tilfinningaríkur á köflum.
Flestir héldu þó ró sinni.
„Við áttum ekki von á svona
mörgu fólki,“ sagði Michał Sikorski.
„Á fundinn var boðað fólk sem vill
fara héðan. Meira en helmingur við-
staddra hafði ákveðið að fara. Um
helmingur var búinn að missa vinnu
eða var með uppsagnarbréf í hönd-
unum. Þegar ég spurði hve margir
væru hræddir um að missa vinnuna
réttu næstum allir upp hönd.“
Michał sagði að sumir á fundinum
hefðu verið svolítið stressaðir yfir
því að geta ekki skipt krónum í evr-
ur. Sumir eiga farmiða heim en ótt-
ast að geta ekki haft peningana sína
með sér. Vissulega geti þetta fólk
notað íslensk kredit- og debetkort í
Póllandi en gengisskráningin á
kortagreiðslum hafi verið mjög
óhagstæð. Fólkið spurði líka margs.
„Í fyrsta lagi hvernig það ætti að
gera upp skattana svo það gæti farið
löglega úr landinu. Einnig hvernig
það geti flutt bílinn sinn til Póllands
því það ætlar ekki að koma aftur.
Hvernig það geti fengið vottorð um
að hafa unnið hér svo það haldi
tryggingaréttindum í Póllandi. Við
útskýrðum það,“ sagði Michał.
Nokkrir fundarmanna höfðu stað-
ið í þeirri trú að þeir væru skráðir
hér með löglegum hætti, en komust
að því á fundinum að svo var ekki.
Þeir höfðu bara fengið laun en
vinnuveitandinn hvorki staðið skil á
sköttum, tryggingum né launa-
tengdum gjöldum fyrir þá.
Reynt var að útskýra fyrir fund-
armönnum að þessir erfiðleikar
gengju einnig yfir alla Íslendinga.
„Þeir sögðu það ekki vera rétt.
Vinnuveitandi þeirra hefði getað
skipt peningum í bankanum en þeir
ekki. Sumir sögðu: Leyfið okkur
bara að kaupa evrur og þá förum við
úr landinu og verðum ekkert vanda-
mál. Þeir vilja bara vinna en ekki
fara á atvinnuleysisbætur.“
Ljósmynd/Tomasz Chrapek
Á förum Fjöldi Pólverja sem hafa ákveðið að fara frá Íslandi kom á fund sem pólski ræðismaðurinn efndi til.
Vilja fara frá Íslandi
Fjöldi Pólverja hefur ákveðið að snúa aftur til heimalandsins vegna efnahags-
ástandsins Margir óttast að geta ekki tekið með sér peninga sem þeir eiga hér
BORIÐ hefur á því að fólk sem tók
íbúðalán hjá bönkunum hafi greitt
þau upp eða greitt inn á höfuðstól
þeirra síðustu daga, samkvæmt
upplýsingum bankanna. Fram kom
í Morgunblaðinu í gær að talsvert
væri um að greitt hefði verið upp af
lánum hjá Íbúðalánasjóði síðustu
vikur.
Benedikt Sigurðsson, upplýs-
ingafulltrúi Kaupþings, segir að
nokkrir tugir manna hafi greitt inn
á eða greitt upp íbúðalán sín hjá
bankanum. „Nærtækasta skýringin
er að fólk vilji geyma peningana
sína á öruggum stað,“ segir hann.
Hjá Glitni fengust þær upplýsingar
að nokkuð væri um að fólk hefði
greitt inn á höfuðstól íbúðalána eða
greitt þau niður að fullu und-
anfarna daga. Meira hefði verið um
þetta síðustu vikur en áður. Fólk
spyrðist líka meira fyrir um þessi
mál en áður. Margir hefðu áhyggj-
ur af hækkandi verðbólgu.
elva@mbl.is
Borga inn
á bankalánin
Hvernig skiptast Pólverjar
sem hér hafa dvalið með tilliti til
búsetu?
Skipta má Pólverjum sem búa hér í
þrjá hópa:
Í fyrsta lagi þá sem komu hingað til
að starfa um stuttan tíma, í eitt til tvö
ár, og sendu peningana heim. Talið er
að þeir muni flestir snúa aftur til Pól-
lands.
Síðan eru þeir sem hafa haldið tvö
heimili, hér og í Póllandi, starfa hér og
senda peninga til þeirra sem heima
sitja og fara þangað um hátíðir og í
frí. Margir þeirra snúa líklega heim.
Í þriðja lagi eru þeir sem hafa ákveðið
að setjast hér að til frambúðar. Þetta
fólk hefur ákveðið að byrja hér nýtt líf
með fjölskyldu sinni, keypt húsnæði
og bíla og tekið lán, jafnvel mynt-
körfulán, fyrir því líkt og aðrir lands-
menn.
Hvernig bregðast Pólverjar við
fallandi gengi og hækkun lána?
Michal Sikorski, ræðismaður Pól-
lands, staðfesti að þess væru dæmi
að Pólverjar búsettir hér væru farnir
til Póllands í vinnu og greiddu þaðan
af lánum vegna skuldbindinga á Ís-
landi. Nú kæmi þetta fyrirkomulag vel
út vegna gengisskráningar krón-
unnar.
S&S
15% afslátt
STEINGRÍMUR
Ari Arason hefur
verið skipaður
forstjóri Sjúkra-
tryggingastofn-
unar til næstu
fimm ára. Hann
tekur við emb-
ættinu 1. nóv-
ember nk.
Steingrímur
Ari Arason hefur
verið framkvæmdastjóri LÍN frá
1999, en hann er MA í hagfræði frá
háskólanum í Uppsölum.
Þrjátíu og þrír sóttu um starf for-
stjóra Sjúkratryggingastofnunar.
Sex tóku umsóknir sínar aftur.
Steingrímur
Ari forstjóri
Steingrímur Ari
Arason
BROTIST var inn í Háteigsskóla á
miðvikudagskvöld í annað sinn á
innan við mánuði. Innbrotsþjóf-
arnir brutu sér leið inn í skólann
um glugga á jarðhæð og stálu
tveimur tölvum og einum flakkara.
Þá reyndu þeir að brjóta sér leið
inn í fleiri stofur í skólanum en
tókst ekki. Hins vegar skemmdu
þeir nokkrar hurðir og hurðar-
karma. Að sögn Ásgeirs Beinteins-
sonar, skólastjóra Háteigsskóla, er
þetta í annað sinn á skömmum tíma
sem brotist er inn í skólann en síð-
ast var brotist þar inn fyrir þremur
vikum. Þá höfðu þjófarnir á brott
með sér töluverða fjármuni. Ásgeir
segir að nú verði farið í að gera
breytingar á öryggiskerfi svo að
koma megi í veg fyrir fleiri innbrot.
Annað innbrot
í Háteigsskóla
„ÉG tel að það sé mjög nauðsynlegt
að fara í gegnum þetta mál með ein-
hverjum […] hætti. Það þarf að búa
til eitthvað sem kalla mætti hvítbók
um þetta allt saman,“ sagði Geir H.
Haarde í viðtali við Morgunblaðið 12.
október sl. og vísaði til þess að rann-
saka þyrfti útrás bankanna undanfar-
in ár og reyna að varpa ljósi á það
sem fór úrskeiðis.
En hvað er eiginlega hvítbók?
Hugtakið og nafnið er fengið úr
ensku en á þeirri tungu er yfirleitt
talað um hvítpappír (white paper) en
hvítbækur eru sjaldgæfari (white bo-
ok). Hér á landi hefur orðið hvítpapp-
ír aldrei náð fótfestu, heldur er iðu-
lega talað um hvítbækur, einkum um
hvítbækur Evrópusambandsins.
Margrét S. Björnsdóttir, forstöðu-
maður stjórnsýslu og stjórnmála við
Háskóla Íslands, segir að í hvítbókum
sé annars vegar að finna greiningu á
tilteknu máli eða málaflokki og hins
vegar eru lagðar línur fyrir stefnu
stjórnvalda í málinu, t.a.m. um lög-
gjöf.
Ekki í bláu bandi
Í Webster-orðabókinni segir að
orðið hvítbók hafi verið notað um
skýrslur breskra stjórnvalda sem
voru tiltölulega stuttar og voru því
ekki bundnar inn í blátt band, líkt og
raunin var um lengri skýrslur. Band,
þ.e. forsíða, kjölur og baksíða, hvít-
bókanna var úr sama pappír og
skýrslan sjálf. Skýrslan var því hvít –
hvítbók.
Stjórnvöld hér á landi hafa yfirleitt
ekki notað orðið hvítbók um skýrslur
sínar. Við eftirgrennslan í gær fannst
bara eitt dæmi um íslenska skýrslu
sem kölluð var hvítbók og er þar um
að ræða framkvæmdaáætlun ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks sem tók við völdum árið 1991.
Sú áætlun var kölluð hvítbók. Stjórn-
in hafði ákveðið að draga úr ríkisaf-
skiptum og ríkisrekstri fyrirtækja
með einkavæðingu þeirra. Í hvítbók
ríkisstjórnarinnar; Velferð á varan-
legum grunni, var gerð nánari grein
fyrir þessum markmiðum.
runarp@mbl.is
Hvítbók um kreppuna
Morgunblaðið/Golli