Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 18
Dayton. AP. | Ralph Bernstein er einn af nýjustu sjálfboðaliðum bandarísku samtakanna Friðar- sveitanna (Peace Corps) og reynir að venjast hitanum og loftrakanum í Afríkuríkinu Gana. Það væri erfitt fyrir marga nýja sjálfboðaliða á þrítugsaldri en Bernstein er orðinn 84 ára. Hann er elsti sjálfboðaliði Friðarsveitanna og einn af mörgum eftirlaunamönn- um sem gengið hafa til liðs við sam- tökin á síðustu árum. Um 5% af sjálfboðaliðum Friðar- sveitanna eru fimmtugir eða eldri og margir þeirra starfa sem kenn- arar í fátækum þróunarlöndum. Umsækjendum í þessum aldurshópi hefur fjölgað um nær 40% á árinu. Þeir eru núna um 9,4% af öllum um- sækjendum og fleiri en nokkru sinni fyrr í 47 ára sögu samtak- anna. Um 190.000 sjálfboðaliðar á 47 árum Friðarsveitirnar voru stofnaðar árið 1961 til að stuðla að friði í heiminum með því að senda sjálf- boðaliða til fátækra þróunarlanda. Síðan hafa 190.000 sjálfboðaliðar starfað á vegum samtakanna í 139 löndum. Um 95% þeirra eru há- skólanemar eða hafa lokið háskóla- námi og sjálfboðaliðarnir hafa langflestir verið á þrítugsaldri. Sjálfboðaliðar Friðarsveitanna Eftirlaunafólki sem sækir í sjálfboðastörf í þróunarlöndum fjölgar verulega eru núna 8.079 og starfa í 74 lönd- um. Um 59% þeirra eru konur og 41% karlar. bogi@mbl.is AP Elstur Sjálfboðaliðinn Ralph Bernstein með nemendum sínum í Gana. 18 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Brussel. AP. | Leið- togar Evrópu- sambandsríkj- anna samþykktu í gær að halda í stefnu sambands- ins í loftslagsmál- um og þann tíma- ramma sem hefur verið settur til að taka á þeim mál- um. Það er stefna ESB að draga úr losun koltvísýrings um 20% fyrir árið 2020. Pólland og Ítalía auk fleiri ríkja höfðu hótað því að beita neitunar- valdi gegn samþykkt sambandsins. Leiðtogar ríkjanna höfðu lýst yfir áhyggjum sínum af því að kostnað- urinn við að draga úr slíkri mengun auk áhrifa efnahagskreppunnar yrði evrópskum iðnaði um megn. Leiðtogarnir 27 samþykktu þó all- ir áætlunina að lokum og sagði Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og forseti ESB, að breytt stefna í loftslagsmálum væri „svo mikilvæg að ekki væri hægt að nota efnahags- vandann sem átyllu til að hætta við.“ Í lokayfirlýsingu leiðtogafundar- ins í gær var lýst yfir samstöðu með Íslandi í efnahagserfiðleikunum. Jafnframt kom fram að landið yrði að standa við alþjóðlegar skuldbind- ingar sínar. jmv@mbl.is Óbreytt loftslags- stefna Nicolas Sarkozy Kreppan breyti ekki stefnu ESB-ríkjanna DANSKA vinnueftirlitið hyggst herða eftirlitið með Tónlistarhús- inu í Esbjerg á næstu dögum. En samkvæmt vefsíðu Berlingske Tidende á framkvæmdastjóri húss- ins að hafa gefið danska tónlistar- manninum Kim Larsen leyfi til að reykja á sviðinu á tvennum tón- leikum sem halda á í næstu viku. Framkvæmdastjórinn segir reyk- ingar Larsens vera „hluta af tón- listarlegri tjáningu þessa ástríka tónlistarmanns.“ Vinnueftirlitið vill þó ekki sam- þykkja þau rök og segir þau hrein- an fyrirslátt til að komast hjá reyk- ingabanni á opinberum samkomustöðum. Umboðsmaður Larsens, Jørn „Ørn“ Jeppesen vísar því alfarið á bug að Larsen hyggist reykja á sviðinu á væntanlegri tónleikaferð sinni. Larsen sjálfur hefur ekki tjáð sig um málið. jmv@mbl.is Reykbann á Kim Larsen MILLVINA Dean ætlar að selja ferðatöskuna sína fyrir um 3.000 ensk pund á uppboði á Englandi um helgina til að geta greitt elliheim- ilisgjöldin. Þar er engin venjuleg taska á ferð því New York-borg gaf Millvinu og fjölskyldu hennar töskuna eftir að hún bjargaðist frá borði þegar farþegaskipið Titanic sökk árið 1912. Í töskunni voru föt og aðrar nauðsynjar. Millvina var aðeins tveggja mán- aða gömul þegar henni var bjargað frá borði skipsins og man því ekk- ert eftir ósköpunum. „Mér finnst það líka bara betra,“ hefur hún sagt fjölmiðlum. Hún er nú orðin 96 ára gömul og er ein 706 farþega sem enn lifa. Millvina vissi ekki að hún hefði verið farþegi um borð í Titanic fyrr en móðir hennar sagði henni það átta ára gamalli. Hún hefur tekið þátt í ýmsum atburðum tengdum skipinu eins og ráðstefnum, sjón- varps- og útvarpsþáttum. jmv@mbl.is Titanic-taska á uppboði FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOHN McCain, forsetaefni banda- rískra repúblikana, var eins og ör- væntingarfullur hnefaleikamaður í þriðju og síðustu sjónvarpskapp- ræðum hans og Baracks Obama, forsetaefnis demókrata. Margir litu á kappræðurnar sem úrslitalotuna í baráttu þeirra; síðasta tækifæri McCains til að snúa vörn í sókn og greiða keppinautnum bylmingshögg sem dygði til að ná yfirhöndinni í kosningaslagnum. John McCain lagði sig allan fram, lét höggin dynja á andstæðingnum, en Barack Obama vék sér fimlega undan og bar af sér höggin. Þótt McCain stæði sig betur en í fyrri einvígjunum tveimur hélt Obama ró sinni og notaði tækifærið til að sýna að hann hefði ekki aðeins þekkingu á málefnunum heldur einnig þá skapgerð og dómgreind sem banda- rískir kjósendur telja að prýða þurfi forseta Bandaríkjanna. Obama var yfirvegaður, sjálfs- öruggur og „forsetalegur“ í fram- göngu, eins og í fyrri einvígjunum, og forðaðist mistök sem gætu grafið undan forskoti hans í skoðanakönn- unum. „Ef mönnum líst vel á McCain telja þeir líklega að hann hafi sigrað, en geðjist þeim betur að Obama líta þeir líklega á hann sem sigurvegara einvígisins,“ sagði Chris Lehane, pólitískur ráðgjafi demókrata. „Og þar sem stuðningsmenn Obama eru miklu fleiri en stuðningsmenn McCains er þetta gott kvöld fyrir Obama.“ Kannanir hafa bent til þess að fylgi McCains hafi minnkað síðustu vikur, einkum vegna fjármálakrepp- unnar og ótta Bandaríkjamanna við alvarlega efnahagslægð í landinu. Kjósendurnir eru mjög tregir til að kjósa repúblikana í forsetaembættið þriðja kjörtímabilið í röð við þessar aðstæður. Sló vindhögg McCain þurfti að hamra á efna- hagsmálunum, helsta áhyggjuefni þeirra kjósenda sem hafa ekki gert upp hug sinn. Hann gerði það í fyrstu en fór síðan að gagnrýna af- stöðu Obama í ýmsum samfélags- málum sem kjósendurnir telja skipta minna máli núna þegar þeir standa frammi fyrir því að lífeyr- issparifé þeirra hefur rýrnað og heimili þeirra og atvinna eru í hættu. Segja má að í ákafa sínum hafi McCain slegið nokkur vindhögg, t.a.m. þegar hann endurtók ásakanir sínar um að Obama væri viðriðinn „hryðjuverkamann“ – William Ayers, prófessor við Háskólann í Ill- inois og fyrrverandi liðsmann vinstriöfgasamtakanna Weather Underground. Samtökin börðust gegn Víetnamstríðinu og komu m.a. fyrir sprengjum í bandaríska þing- húsinu og bandaríska varnarmála- ráðuneytinu. Viðhorfskannanir benda til þess að kjósendur hafi ekki miklar áhyggjur af þessum meintu tengsl- um og skilji ekki hvers vegna McCain heldur áfram að tönnlast á þeim nú þegar landið stendur frammi fyrir mestu efnahagslægð í að minnsta kosti 25 ár. Bar af sér þung högg Obama varðist fimlega hörðum árásum McCains í síðasta einvígi þeirra Í HNOTSKURN » John McCain sakaðiBarack Obama um að ýta undir stéttastríð með því að boða skattahækkanir til að „dreifa auðnum“. Obama neitaði þessu og kvaðst ætla að lækka skatta 95% Banda- ríkjamanna en hækka skatta þeirra sem eru með meira en 250.000 dollara í laun á ári. » Skoðanakannanir bendatil þess að persónulegar árásir McCains og banda- manna hans á Obama hafi fælt marga kjósendur á miðj- unni frá McCain. Tveir þriðju Bandaríkjamanna telja að McCain hafi lagt of mikla áherslu á „neikvæðar auglýs- ingar“, samkvæmt nýlegri könnun. » Þegar McCain talaði umbandaríska „hryðjuverka- manninn“ William Ayers benti Obama á að hann var aðeins átta ára gamall þegar Ayers barðist gegn Víetnam- stríðinu með sprengju- tilræðum. „Sú staðreynd að þetta hefur orðið svona mik- ilvægur þáttur í kosningabar- áttu þinni, McCain, segir meira um baráttu þína en um mig,“ sagði Obama. » Barack Obama gagn-rýndi McCain fyrir að hafa alltaf tekið afstöðu með George W. Bush forseta í efnahagsmálum. „Ég er ekki Bush forseti,“ svaraði McCain. „Ef þú vilt bjóða þig fram gegn Bush forseta hefð- ir þú átt að gera það fyrir fjórum árum. Ég ætla að marka efnahagnum nýja stefnu.“AP Úrslitalotan Barack Obama og John McCain heilsast áður en þriðju og síð- ustu sjónvarpskappræður þeirra hófust í fyrrinótt að íslenskum tíma. „Jói pípari“, réttu nafni Joe Wurzelbacher, varð frægasti pípulagningamaður heims í sjón- varpskappræðunum í fyrrinótt þegar John McCain skírskotaði hvað eftir annað til orðaskipta Wurzelbachers og Baracks Obama í Ohio nýlega. McCain lýsti Jóa pípara sem persónugervingi skaðlegra áhrifa skattastefnu Obama á bandarísk smáfyrirtæki. Jói pípari hefði ætlað að kaupa pípulagninga- fyrirtæki, sem hann vinnur hjá, en ef hann gerði það sæi hann fram á að þurfa að greiða miklu hærri skatta yrði skattastefna Obama að veruleika. Fjölmiðlar kepptust í gær við að ná viðtölum við Wurzelbacher sem áréttaði andstöðu sína við þá stefnu Obama að hækka skatta þeirra sem eru með meira en 250.000 dollara í laun á ári. „Þetta er sósíalísk hugmynd og lygilega röng,“ sagði pípulagningamaður- inn. Hann neitaði þó að svara spurningum fjölmiðlamanna um hvorn þeirra Obama eða McCain hann hygðist kjósa. „Það er per- sónuleg ákvörðun.“ Jói pípari lendir í hringiðu stjórnmálanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.