Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 28. september héldum við þrír alþingismenn til Evrópuráðsins í Strassborg, Guðfinna Bjarnadóttir, Stein- grímur J Sigfússon og undirritaður. Það var afslappað andrúmsloft í sendinefndinni, kannske lognið á und- an storminum. Morg- uninn eftir komu tíð- indin um yfirtöku ríkisins á Glitni. Stein- grímur fór heim á mánudeginum, en við Guðfinna héldum út til fimmtudags. Þá vorum við búin að fá nóg af fréttum, símtölum og tölvupósti um hremm- ingarnar sem yfir dundu. Alþingi hafði verið sett og á föstudeginum var ráfað um í þinginu eins og í dauðs manns gröf. Áhyggj- ur og alvara skein úr andliti sérhvers manns. Um helgina var fundað stíft í ráðherrabústaðnum og það er svo á sunnudagskvöldi sem þingflokkar stjórnarflokkanna eru kallaðir á skyndifund. Það er ekki fyrr en þá sem mönnum varð ljóst að fleira en einn banki er hrunið. Þjóðarbúið allt var undir. Svo fylgdi setning neyð- arlaga og svo fall Landsbankans og Kaupþings. Þjóðin þekkir framhaldið. Þingflokkur Samfylkingarinnar var að mörgu leyti lamaður vegna fjar- veru formanns flokksins. Ingibjörg Sólrún hefur stýrt hinni pólitísku vegferð innan ríkisstjórnarinnar. Hún er sá leiðtogi sem hefur ráð undir rifi hverju og á oftar en ekki síðasta orðið þegar sitt sýnist hverj- um. Það var svo sannarlega skarð fyrir skildi að standa án hennar frammi fyrir þessum geigvænlega vanda og úrlausnum á honum. En maður kemur í manns stað. Það hef- ur verið upplifun og uppörvun að fylgjast með því hvernig aðrir ráð- herrar og þingmenn hafa risið upp og lagst á árarnar í gegnum þessi boðaföll. Og mér hefur liðið vel í þessum hópi fólks sem hefur verið sameinað og samstiga í þeim aðgerð- um sem gripið hefur verið til. Rauði þráðurinn í umræðum og ákvörð- unum hefur verið sá að vernda heim- ilin, standa vörð um velferðarkerfið og sjá ljósið framundan. Aldrei nein uppgjöf, rifrildi eða taugaveiklun þó að auðvelt hefði verið að missa sjón- ar á aðalatriðum og missa stjórn á atburðarásinni. Ekki það að alltaf hafi verið farið að okkar ráðum og Samfylkingin hafi ein stýrt þjóð- arskútunni. Sú forysta hefur hvílt á Geir Haarde forsætisráðherra. En við hlið hans eru ráðherrar úr báð- um stjórnarflokkum og mest hefur mætt á þeim Össuri, Björgvini og Jóhönnu af okkar hálfu. Þau hafa öll vaxið í sínum hlutverkum og af sín- um gerðum undanfarna daga. Það eru enn blikur á lofti og tvísýnt um lendingu. Það er enn óvissa um næstu framtíð og við er- um öll með verk fyrir brjóstinu og eigum erf- itt með svefn. En yfir þennan skafl skulum við komast, þó að það kosti blóð, svita og tár. Framundan er upp- bygging og endurnýjun. Ísland verður aldrei samt. Ekki ætla ég mér þá dul nú að segja hvernig það verður gert frá degi til dags, meðan verið er að slökkva elda og bjarga því sem bjargað verður. Það eitt er víst að leiðarljós okkar jafn- aðarmanna verður rétt- læti, manngildi og sam- kennd. Það sem hefur gerst í þjóðfélaginu er einfaldlega það að græðgi og lögmál frum- skógarins hafa fengið að ráða ferðinni; firring, yf- irgangur, tillitsleysi. Gróðahyggja örfárra einstaklinga og hin blinda trú á markaðshyggju hefur verið á kostnað allra hinna sem nú þurfa að borga brúsann. Kapítalisminn hefur goldið afhroð. Rétt eins og kommúnisminn stóð frammi fyrir sínu Waterloo í lok síðustu aldar. Þessi darraðardans hófst ekki með útrásinni einni heldur í gjafakvótanum, aðferðunum við sölu bankanna og frjálshyggjurugl- inu. Það var þá sem ég gafst upp á mínum gamla flokki. Ég efast ekki um að margur kjósandinn hugsar sig tvisvar um þessa dagana enda fjöldi fólks sem sér og skilur hvað úrskeið- is fór. Það uppgjör og uppstokkun bíður síns tíma en í miðri orrustunni er það áríðandi að stjórnarflokkarnir standi saman og hviki hvergi í end- urreisnar- og björgunaraðgerðum næstu vikur og mánuði. Það væri brjálað ábyrgðarleysi að efna til upp- lausnar í stjórnmálunum og þjóð- stjórninni, eins og á stendur. Menn hugsa ekki um að bjarga flokkum eða leika pólitíska gambíta hver gegn öðrum þegar þjóðarhagur er allur undir. Stjórnarandstaðan á þar líka sinn stað og sitt hlutverk. Það er nú einu sinni svo að hver og einn þingmaður hefur mikla ábyrgð. En ég get sagt eins og margir fleiri að það var ekki á okkar valdi, þekk- ingar og vitsmuna vegna að segja sérfræðingum til í hagstjórn og fjár- málum. Tilhneigingin er sú að treysta þeim sem best eiga að vita og þekkja. Og erfiðara er við að ráða þegar allt hefur verið gefið frjálst, þegar menn setja allt sitt traust á hina ósýnilegu hönd markaðarins og eru orðnir leiksoppar fjármálakerfis sem er alþjóðlegt, hnattrænt og flestum óskiljanlegt. En meðan við sem sitjum á Alþingi berum þá skyldu og ábyrgð að leggja end- urreisn þjóðarbúsins lið munum við standa vaktina. Það er engin uppgjöf í kortunum. Dómgreind, skynsemi og samkennd eru lykilorðin. Það er veg- vísirinn fram á við. Þar eiga allir þingmenn, allir flokkar, öll þjóðin, samleið. Innanbúðar í þinginu Ísland verður aldrei samt en það er engin uppgjöf í kortunum, segir Ellert B. Schram Ellert B. Schram »Menn hugsa ekki um að bjarga flokkum eða leika póli- tíska gambíta hver gegn öðr- um þegar þjóð- arhagur er undir. Höfundur er alþingismaður. Í RÆÐU minni á Alþingi nú í vikunni um skýrslu forsætis- ráðherra um stöðu bankakerfisins gagn- rýndi ég ríkisstjórn- ina og forsætisráð- herra sérstaklega fyrir það að hafa ekki þegar snúist af fullri hörku og ákært breska forsætisráðherrann og bresku rík- isstjórnina fyrir fólskulega og hat- ramma árás á íslensku bankana í Bretlandi. Þeir beittu hryðju- verkalögum þegar þeir réðust inn í Landsbankann þar vegna Ice- save-innlánsreikninganna. Þeir réðust jafnframt inn í Kaupþings- bankann þar með sama hætti sem var breskur banki á EES-svæðinu í góðri stöðu og fullum rétti. Hryðjuverkalög, fáheyrð aðferð gegn lítilli vinaþjóð. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Hinn siðmenntaði heimur hlýtur að fordæma slík vinnu- brögð. Aðferð Landsbankans að opna og reka innlánastarfsemi í Bret- landi og Hollandi er ámælisverð, með ríkisábyrgð Íslendinga á bak við sig. Þar þurfa íslenskir eft- irlitsaðilar, hollenskir og breskir að svara því af hverju var ekki gripið í taumana í ljósi áhætt- unnar sem okkur var sköpuð. Ég var hins vegar aldrei var við að íslenskir ráðamenn segðu að þeir ætluðu að hunsa og hafa að engu þessa ábyrgð. Ég trúi því ekki að fjármálaráðherra hafi sagt breskum kollega sínum að það væri ætlun okkar. Hitt þarf svo að vera á hreinu að hvorki í þessu efni né öðru förum við fram úr skyldum íslenska rík- isins. Hinu hlýtur breski forsætisráðherrann Gordon Brown að hafa gert sér grein fyrir að hryðjuverkalög og vopnuð lögregla myndi einnig ríða Kaupþingsbankanum breska og móðurfélag- inu íslenska að fullu. Það var framið vopnað rán. Banka var rænt og móðurfélagið féll samstundis hér heima. Íslenska þjóðin var samstundis rúin mannorði sínu og heiðarleika í samfélagi þjóðanna. Lítil dreng- skaparþjóð sem er þekkt fyrir það eitt að leggja gott til málanna. Dýr yrði Hafliði allur, var sagt forðum. Þessi fólska gerði það að verkum að íslenska ríkisstjórnin fékk alla bankana þrjá í fangið með ofvöxnum fjárfestingum þeirra. Risavaxið verkefni. Það benti allt til þess að Kaupþing myndi standa af sér bankakrepp- una. Það sögðu Svíar, það sagði Seðlabankinn hér. Við framsóknarmenn teljum að Bretana eigi að kæra strax, fyrir ólögmæta og einstaka aðför að lít- illi vinaþjóð og að úthrópa enn- fremur Ísland gjaldþrota, slík yf- irlýsing hafði lamandi áhrif á framsækin íslensk fyrirtæki, út á þessa yfirlýsingu Browns er verið að stöðva viðskipti Íslendinga um víða veröld. Við Íslendingar töldum okkur starfa samkvæmt löggjöf á for- sendum samninga og siðareglna á hinu Evrópska efnahagssvæði. Kæra þarf breska heimsveldið til hæstu skaðabóta. Að þessari nið- urstöðu hafa breskar lögmanns- stofur komist sem og íslenskar. Þessu ber að fylgja eftir strax. Ég hef sannfrétt að til Íslands séu þegar komnir breskir lögmenn vegna Kaupþingsmálsins. Það væri fróðlegt fyrir þingnefndir Al- þingis, á sviði laga og réttar og viðskipta, að fara yfir stöðu þessa máls með bresku lögmönnunum. Ég tel enn fremur að brýnt sé að þetta alvarlega mál verði tekið upp á alþjóðavettvangi. á vett- vangi NATO og Sameinuðu þjóð- anna og jafnvel fyrir Alþjóðadóm- stólnum. Framferði ríkisstjórnar Bretlands er mannréttindabrot af verstu gráðu, að ráðast svo harka- lega gegn hagsmunum annarrar þjóðar og það með lögum gegn hryðjuverkum. Breska þjóðin fordæmir örugg- lega sína ráðamenn. Breska þjóðin veit að hér á hún vini í varpa sem í heimsstyrjöldinni opnuðu land sitt. Landhelgisstríðin voru að vísu hörð en þar lauk stríði með því að þjóðarleiðtogar beggja hjuggu á þann Gordíonshnút. Við urðum að vísu þá að grípa til örþrifaráða. Geir Hallgrímsson og Ólafur Jóhannesson, þeir prúðu heiðursmenn, beittu þeirri nauð- vörn að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Ég spyr þarf þess nú? Við Íslendingar vinnum ekki heiminn á okkar band nema með bæði mýkt og hörku, mannorðið er farið um sinn. Við verðum að verj- ast, sækja okkar rétt og sýna bresku ríkisstjórninni að dreng- lynd og heiðarleg þjóð ver sitt mannorð með kjafti og klóm. Kærum breska heimsveldið Guðni Ágústsson vill mótaðgerðir gegn Bretum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum bönkum » Vont er þeirra rang- læti en verra er þeirra réttlæti. Hinn siðmenntaði heimur hlýtur að fordæma slík vinnubrögð. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. MIKILSVERT er að menn læri af þeim hamförum sem gengið hafa yfir heiminn síð- ustu vikur. Mikilsvert er að menn átti sig á því hvar orsaka er að leita og hvernig unnt er að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Mikilsvert er að menn haldi ró sinni og geri ekki illt verra með vafasömum aðgerðum, dómg- irni og heimskulegu tali. Mikilsvert er einnig að menn átti sig á því að öll él birtir upp um síðir. Plágan mikla Enda þótt áföllin nú séu mikil og versnandi efnahagur komi við alla, hefur þjóðin orðið að þola þyngri áföll. Í upphafi 15. aldar geisaði á Íslandi lungnapest, plágan mikla eða svartidauði, sem talin er skæð- asta drepsótt, sem yfir landið hefur gengið, þegar nær helmingur lands- manna féll. Sama lungnapest barst til landsins aftur sumarið 1494, plágan síðari, og þá féll enn um þriðjungur fólks í landinu. Árin 1706 til 1709 gekk bólusótt yfir landið, stórabóla, og dó um þriðjungur landsmanna – eða um 16 þúsund manns – og voru Íslend- ingar þá aðeins um 34 þúsund og hafa aldrei orðið færri frá land- námstíð. Í byrjun júní 1784 hófust Skaft- áreldar með eldgosi úr Lakagígum. Í kjölfarið lagðist móða yfir landið og náði mistrið til fjarlægra landa og sá víða ekki til sólar. Gras- brestur varð og féllu bæði menn og skepnur. Mannfjöldi á landinu var um 49 þúsund fyrir gosið en í árslok 1786 voru landsmenn liðlega 38 þúsund, hafði fækkað um fjórð- ung. Hafa þessar ham- farir verið nefndar móðuharðindin. Menntun og tækni Auk drepsótta og náttúruhamfara mætti nefna hafísár og harð- indavetur og löng kuldaskeið sem gerðu landið nær óbyggilegt. Var átjánda öldin versta tímabil í sögu þjóðarinnar, enda talað um að flytja Íslendinga til Jótlandsheiða. Einnig mætti nefna kreppuár um og eftir fyrri heimsstyrjöld, sjálfa heimskreppuna 1929, vöruskort og skömmtun í kjöl- far síðari heimsstyrjaldarinnar, verðfall á fiski og hrun síldarstofns- ins 1968 og óðaverðbólgu um 1980. Öll þessi él birti upp um síðir. Með stóraukinni menntun á lið- inni öld, dugnaði og atorku og nýrri tækni í fiskveiðum, landbúnaði og nýtingu orku, auk batnandi árferðis svo og hlýnunar jarðar breyttist Ís- land á 100 árum frá því að vera fá- tæktasta land í Evrópu í að vera eitt mesta velferðarríki heims. Þetta verður ekki frá okkur tekið og á þessu verður endurreisn lands og þjóðar nú byggð. Óbeisluð umræða Hins vegar bregður svo við – sem oft endranær, að þegar vá ber að höndum eða ágreiningur er um menn og málefni, grípa blaðamenn, þáttastjórnendur og málsmetandi stjórnmálamenn og einstaka emb- ættismaður til orðfæris sem ekki er bjóðandi öðrum en þeim sem þyrst- ir illt að heyra. Sleggjudómar, stór- yrði, háðsglósur og yfirlæti samfara skammsýni og þekkingarleysi gera illt verra. Verst er þó þegar ný stétt frelsunarblaðamanna fellir sekt- ardóma yfir mönnum í beinni út- sendingu. Umræða af þessu tagi er hluti af vanda okkar nú, þar sem hver talar upp í annan og enginn hlustar á hinn og eru þáttastjórn- endur og spyrjendur ekki barnanna bestir og naumast vanda sínum vaxnir. Íslensk umræðuhefð Þegar opinber umræða á Íslandi er borin saman við umræðuhefð annars staðar á Norðurlöndum er ólíku saman að jafna. Daglega hlusta ég á fréttir og umræður í út- varpi og sjónvarpi í Danmörku og Noregi og les dönsk og norsk blöð. Þar er hrein undantekning að sjá og heyra slíka sleggjudóma, stór- yrði, háðsglósur, yfirlæti og dómg- irni – að ekki sé talað um þátta- stjórnendur sem lítilsvirða viðmælendur sína með háði og spotti og grípa fram í fyrir þeim til þess að koma á framfæri eigin skoðunum og hótfyndni. Þessi sér- staka íslenska umræðuhefð verður að hverfa til þess að unnt sé að ræða af yfirvegun vandamál sem að steðja til hagsbóta fyrir land og lýð. Þyrstir eyra illt að heyra Tryggvi Gíslason skrifar um umræðu- hefð á Íslandi »Umræða á Íslandi er ólík umræðuhefð á Norðurlöndum. Þessi ís- lenska umræðuhefð verður að hverfa til þess unnt sé að ræða vanda- mál þau sem að steðja. Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri Tryggvi Gíslason                            Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.