Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ höfum selt þessar afurðir en ekki með einhverjum blekkingum eða með annarlega hagsmuni í huga,“ segir Stefán Héðinn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri á eignastýringasviði hjá Landsbankanum, um peningamark- aðssjóði bankans. Hann segir að sjóð- irnir hafi gefið jafna og góða ávöxtun og bendir á að þeir hafi aldrei lækkað á milli daga frá stofnun 1991. „Eins og allir aðrir höfum við lagt áherslu á að selja okkar afurðir og veita þá þjónustu sem talin hefur verið best.“ Eftir að peningamarkaðssjóðir bankanna voru frystir hafa viðskipta- vinir brugðist ókvæða við. Þeir hafa sagt að bankarnir hafi beitt brögðum til að fá fólk til að leggja sparnað sinn í þessa sjóði og þannig vísvitandi haft fé af þeim. Góðri ávöxtun, öryggi og eng- um binditíma hafi verið haldið á loft en lítið sem ekkert gert úr áhættu. Ávöxtun og áhættudreifing Stefán Héðinn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri á eignastýringasviði hjá Landsbankanum, segir að peninga- markaðssjóðir hafi alltaf fjárfest í inn- lánum og skuldabréfum banka, í rík- isbréfum og fyrirtækjaskuldabréfum til skamms tíma. „Þessir sjóðir hafa gefið mjög góða og jafna ávöxtun í áhættudreifðu safni. Lengst af hefur trygging innlána takmarkast við tvær til þrjár milljónir,“ segir hann. Stefán bætir við að þegar um hærri upphæðir hafi verið að ræða hafi tryggingin verið svipuð á venjulegum innlánsreikning- um og í bankaskuldabréfum þar til breyting hafi orðið á með nýju lögunum í liðinni viku. Þá hafi umhverfinu verið breytt og innlán tekin fram fyrir skuldabréf og víxla. Áhættudreifingin var meiri í sjóðun- um en í innláni í einum banka, að sögn Stefáns. Í því sambandi bendir hann á að peningasjóður fjárfesti kannski 30% í Kaupþingi, 20% í Glitni og 15% í Landsbanka auk annarra skuldabréfa, en í innláni hafi öll fjárfestingin verið í sömu körfu, í einum banka, og innláns- tryggingin tvær milljónir. Í þessu um- hverfi hafi ekki verið gengið út frá því að bankakerfið nánast þurrkaðist út á einni nóttu. Stefán segir að sparnaðarleið í pen- ingabréfum hafi alveg verið haldið til haga, „haldið fram sem góðum fjárfest- ingarkosti, bæði út frá áhættudreifingu og góðri ávöxtun eins og hún hefur ver- ið, en meirihluti eignanna er í skulda- bréfum og víxlum á banka og ríki. Þar til viðbótar eru fyrirtækjaskuldabréf. Þetta hefur ekki verið talið áhættulaust en kostirnir hafa verið taldir tiltölulega áhættulitlir. Áhættukvarði er settur upp út frá sögulegri ávöxtun að tilmæl- um Fjármálaeftirlitsins og þar koma þessir sjóðir út með litla áhættu“. Engar blekkingar Viðskipti með sjóðina hafa verið lok- uð á aðra viku og á meðan hafa við- skiptavinirnir beðið í mikilli óvissu um afdrif sparnaðar síns. Eftir inngrip Fjármálaeftirlitsins hefur óljós staða skuldabréfa fyrirtækja í Kauphöllinni líka haft áhrif. En Stefán þvertekur fyrir það að bankinn hafi vísvitandi blekkt almenning og fyrirtæki til þess að kaupa peningabréf. „Áhættumunurinn á innláni í banka og peningamarkaðssjóði var ekki met- inn mjög mikill,“ segir hann og vísar til tveggja milljóna innlánstryggingar og þeirrar staðreyndar að skuldabréf eða víxlar á banka hafi í raun verið jafn- rétthá innlánum ef bankinn færi illa, þar til nýju lögin voru sett. „Eftir að nýju lögin voru sett hefur ekki verið hægt að eiga viðskipti með þessa fjár- málagjörninga.“ Tryggja verðmætin Fimmtudaginn 2. október var á for- síðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins auglýsing frá Landsbankanum um örugga ávöxtun peningabréfa. Sú spurning hefur vaknað hvort þarna hafi bankinn vísvitandi verið að blekkja við- skiptavini en umrædd lög voru sett mánudaginn 6. október. „Ég kannast ekki við að bankinn hafi vitað betur,“ segir Stefán. „Þessar aug- lýsingar hafa birst reglulega vikulega eða hálfsmánaðarlega í mörg ár og eng- in forsenda til að breyta því.“ Hann bendir á að sjóðir Landsbank- ans séu reknir í sjálfstæðu dótturfélagi, sem heiti Landsvaki hf., og skýr að- skilnaður sé á milli bankans og félags- ins. Ennfremur segir hann að áhætta félagsins vegna Landsbankans sé mjög lítil og langstærsta eignin sé í Kaup- þingi. „Það sem við erum að vinna í núna er að reyna að tryggja verðmætin fyrir hlutdeildarskírteinishafa okkar og tryggja þeim sem mest fyrir sín bréf.“ Ljóst er að bankarnir lögðu mikið upp úr því að fá fólk til að fjárfesta í peningamarkaðssjóðum en Stefán er ekki sammála því. „Bankinn lagði ekki ofuráherslu á þetta en menn mátu það þannig að ávöxtunarkosturinn væri mjög góður. Sjóðirnir gáfu hæstu ávöxtunina sem menn töldu í boði fyrir sanngjarna áhættu.“ Hagsmunir sjóðfélaga Þess eru dæmi að viðskiptavinum hafi verið boðið í mat þar sem kostir eignastýringar og peningabréfa voru kynntir auk þess sem þeim hafi verið boðið á hina og þessa viðburði. Nú setja viðkomandi þessi atriði í sam- hengi við þrýstinginn sem þeir fundu fyrir þegar þeim var beint með sparn- að sinn í þessa átt. Stefán segir að aðalatriðið sé að þetta hafi eingöngu verið gert með hagsmuni viðskiptavina í huga. Fé í peningabréfum hafi verið laust til inn- lausnar á hverjum degi og ávöxtun betri en á bankabókum, en hafi menn ætlað að fá háa ávöxtun á bankabók- um hafi þeir þurft að binda inneignina í einhvern tíma. Fyrsti peningamark- aðssjóður Landsbankans hafi verið stofnaður 1991 og síðan hafi þessir sjóðir aldrei lækkað á milli daga. Síð- an hafi allt í einu komið upp sérstök staða sem enginn hafi ráðið við. „Hins vegar er það ekki þannig að allir þess- ir peningar séu tapaðir,“ segir hann. „Það er ekki okkar vilji eða markmið að halda óvissunni lengur en nauð- synlegt er.“ Viðskiptavinir segja að lítið sem ekkert hafi verið gert úr áhættunni. Einn segist til dæmis hafa fengið þau svör hjá fulltrúa í bankanum mánu- daginn 6. október að ef allt færi á versta veg og bankinn færi á hausinn væri sparnaður í peningabréfum öruggastur. Stefán segir að færi einn banki á hausinn lágmarkaði áhættudreifing skaðann. Hann áréttar að áður en lög- unum hafi verið breytt hafi innláns- tryggingarnar verið takmarkaðar við tvær milljónir og því hætta á að við- skiptavinur tapaði inneign umfram þá upphæð færi bankinn í þrot. Margir hafa haldið því fram að það væri akkur bankans að hafa peninga- markaðssjóðina sem digrasta. Stefán segir það ekki rétt. „Bankinn fær inn í sína fjárstýringu allt sem kemur í inn- lán en það sem kemur inn í sjóðina fer ekki sjálfkrafa inn í bankann.“ Er þá fyrst og fremst verið að hugsa um hag viðskiptavinarins með því að beina honum í þessa sjóði? „Eingöngu,“ svarar Stefán. „Þú ert að rýra í einhverjum skilningi lausafé bankans með því að færa fé úr inn- lánum og setja það í sjóðina.“ Hann leggur áherslu á að bankinn ráðstafi öllu innlánsfé með einhverjum hætti en Landsvaki ávaxti peninga í sjóðum „með hagsmuni sjóðfélaga í huga“. Sjóðirnir ekki seldir með blekkingu í huga Framkvæmdastjóri á eignastýringasviði hjá Landsbankanum segir að bankinn sem slíkur hafi ekki hag af því að viðskiptavinirnir velji peningasjóði frekar en innlán Tímasetning Forsíða viðskiptablaðs Morgunblaðsins fimmtudaginn 2. októ- ber með auglýsingu frá Landsbankanum um örugga ávöxtun peningabréfa. Sú spurning hefur vaknað hvort þarna hafi bankinn vísvitandi verið að blekkja viðskiptavini, en bankinn þvertekur fyrir það. Sjóðir Stefán Héðinn Stefánsson. Á VEF Landsbankans segir eftirfar- andi um Landsvaka hf.: „Landsvaki hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og rekstrar verðbréfa-, fjárfestingar- og fag- fjárfestasjóða. Félagið stýrir eign- um á öllum helstu mörkuðum og í öllum helstu eignaflokkum. Lands- vaki hf. er að fullu í eigu sam- stæðu Landsbanka Íslands. Í árslok 2007 rak Landsvaki 29 sjóði og var fjárfestingarráðgjafi þriggja sjóða auk stýringar fjár- vörslusafna. Hlutafé Landsvaka hf. nam í árs- lok 100 m. kr. og var það allt í eigu Landsbankasamstæðunnar og eig- ið fé félagsins nam 266 mkr.“ Landsvaki sérhæft félag Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ENGAR ákvarðanir um hvenær slitin á félaginu ganga í gegn liggja fyrir eftir fundinn í gær. Við erum að vinna að því að skoða stöðu félagsins en meira er ekki hægt að segja um málið að svo stöddu,“ sagði Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags samvinnutrygg- inga, aðspurður hvort fyrir lægi hve- nær félaginu yrði slitið. Í fyrstu var stefnt að því á haustmánuðum í fyrra en það hefur dregist af ýmsum ástæðum, að sögn Kristins Hall- grímssonar hæstaréttarlögmanns og formanns skilanefndar eign- arhaldsfélagsins. Stjórn Giftar fjárfestingafélags, sem stofnað var utan um skuldbind- ingar Samvinnutrygginga í júní í fyrra, fundaði í fyrrakvöld með fulltrúum í skilanefnd félagsins sem vinnur að því að slíta félaginu og borga út fjármuni þess. Trygging- artakar, einstaklingar og fyrirtæki, hjá Samvinnutryggingum á árunum 1987 og 1988 eiga rétt á greiðslu vegna slita á félaginu. Þeir eru um 50 þúsund talsins. Áttu um 30 milljarða Um mitt ár í fyrra átti Gift eignir umfram skuldir upp á 30 milljarða króna en sú staða hefur versnað mikið vegna verðfalls á hluta- bréfamörkuðum undanfarið ár. Stærsta eign Giftar var í Kaupþingi en félagið átti rúmlega 2,5 prósenta hlut í bankanum þegar hann fór í þrot. Í desember í fyrra keypti Gift ríf- lega þriggja prósenta hlut í Kaup- þingi af fjárfestingafélaginu Gnúpi fyrir um 20 milljarða. Hlutur félags- ins hefur minnkað niður í 2,5 prósent og átti Gift þann hluta í bankanum þegar skilanefnd Fjármálaeftirlits- ins tók bankann yfir. Að sögn Benedikts liggur ekki fyrir hversu mikið kemur í hlut hvers og eins. Ljóst er að sá hlutur hefur rýrnað verulega vegna verð- falls á eignum félagsins á und- anförnum mánuðum. Óljóst með slitin á Gift Morgunblaðið/Kristinn Gift Benedikt Sigurðsson er fram- kvæmdastóri Giftar. MIKLAR uppsagnir meðal arki- tekta eru í uppsiglingu um næstu mánaðamót, ekki síst á stóru arki- tektastofunum. Eru arkitektar því eðlilega uggandi um sinn hag og fyrirtækjanna. „Ástandið er alvarlegt því þegar fjölda manns er sagt upp er hætt við að sú sérþekking sem stéttin hefur verið að byggja upp muni rýrna og það getur tekið langan tíma að byggja hana upp aftur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, for- maður Arkitektafélags Íslands. „Miklar uppsagnir í arkitekta- stétt munu síðar gera alvarlega vart við sig í öðrum greinum byggingariðnaðarins,“ segir Sig- ríður. Dæmi eru um stórar arkitekta- stofur sem hafa verið að vinna í viðamiklum verkefnum, bæði fyrir opinbera aðila og einstaklinga, en nú er óvíst um framhaldið vegna þess hve markaðurinn hefur snöggkólnað. orsi@mbl.is Óttast mikl- ar uppsagnir arkitekta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.