Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „VIÐ erum með um það bil 30 manna hóp sem vinnur á vöktum við að svara 6 símum þegar mest er að gera,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. Um 200 símtöl hafa borist á dag síðan þar var opnuð upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla. „Við erum í samstarfi við fjölmargar ríkisstofnan- ir varðandi öflun svara. Annað hvort reynum við að svara beint meðan á símtalinu stendur eða við sendum við- komandi tölvupóst með svari. Ef við hins vegar höfum ekki svörin þá framsendum við spurningarnar til samstarfsstofnana á tölvupósti og þegar þeir senda viðkomandi svör fáum við afrit af svarinu sem kemur inn í gagnagrunn hjá okkur. Það auð- veldar okkur svo í framtíðinni að svara spurningunum.“ 200 fyrirspurnir daglega Pétur segir að þá tvo daga sem ver- ið hefur opið hafi verið skráðar um 200 fyrirspurnir á dag. Hann bendir þó á að þjónustumiðstöðin sé fyrir hönd allra stjórnvalda í landinu. Hver starfsmaður getur svarað 12 fyrir- spurnum á dag, en opið er 14 tíma á dag. Fyrirspurnir berast líka í tölvu- pósti og að sögn Péturs koma þær nokkuð jafnt frá Íslendingum og út- lendingum. „Óskaplega margar eru um íslenska reikninga erlendis,“ segir hann. „Ég myndi segja að það sé allt að helmingurinn.“ Starfsmenn utanríkisráðuneytisins sitja við símana en þar hefur myndast víðtæk reynsla í að koma á fót svona upplýsingamiðstöð. Þegar hryðju- verkaárásirnar voru gerðar hinn 11. september 2001 var slík stöð sett upp fyrst. „Síðan höfum við gert þetta nán- ast á hverju ári. Tæknilega séð gátum við gert þetta á einum degi, að útbúa hugbúnað og símkerfi til að anna þessu og svo höfum við starfsfólk sem hefur reynslu í því að fást við svona.“ Pétur vill sérstaklega benda á að mörg svör við þeim spurningum sem brenna á fólki eru á heimasíðum hinna ýmsu stofnana, þar sem finna má gagnlegar upplýsingar. Þjónustumiðstöðin verður opin svo lengi sem þörf er talin á. Ýmsar upp- lýsingar má finna á felagsmalarad- uneyti.is/upplysingar. Sími upplýs- ingamiðstöðvar er 545 8950, grænt símanúmer 800 1190 frá 8-22 virka daga. Netfang: midstod@mfa.is. Hjálparlínum kastað út  Mikið álag er í hjálparsíma Rauða krossins og komið hefur verið á fót upplýsingamiðstöð stjórnvalda  Enn eru vandræði með millifærslur og sumir Íslendingar erlendis þurfa að verja sig vegna þjóðernisins Morgunblaðið/Ómar Spurt og svarað Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa verið önnum kafnir við að svara fyrirspurnum. HRAFNHILDUR Helgadóttir er í myndlistarnámi í Amst- erdam. Hún lýsir því að hún hafi þurft að svara fyrir gjörðir landa sinna, meðal annars spurningum frá kenn- urum í skólanum. Hún segist þó ekki vera í sérstökum vandræðum sjálf en hefur hljótt um íslenskt ætterni sitt. Hún segir að bókstaflega allir viti af vandræðunum á Ís- landi. „Ég er búin að þurfa að svara hérna fyrir gjörðir Ís- lendinga, m.a. við kennarana mína. Ég þarf að svara fyrir það að vera Íslendingur þó svo að ég hafi sjálf ekkert gert sem olli þessu. Það er svolítið skrítið að þurfa að svara fyrir þjóðina.“ Hrafnhildur er enn á grænni grein peningalega, hún var svo forsjál að kaupa evrur fyrir námslánin í september. „Ég á ennþá evrur en þær eiga ekki eftir að endast nema rétt fram í desember. Ég er samt bara ein af mjög fáum sem eiga evrur. Það er mjög mikið af Íslendingum hér sem eiga hol- lenska bankareikninga og lifa bara á íslenskum krónum. Fyrir fólk sem var að fá 100 þúsund krónur íslenskar á mánuði og skipti þeim reglulega yfir í evrur er upphæðin náttúrlega orðin helmingi lægri vegna gengismunarins. Það er mjög erfitt.“ Hrafnhildur segir mjög illa talað um Íslendinga í hol- lenskum blöðum. „Þetta er einhvern veginn of hræðilegt til að trúa því.“ Þarf að verja íslenska þjóð HANNA María Jónsdóttir er í framhaldsnámi í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hún upplýsir að hún þurfi ekki að kvarta. „Ég er með gjaldeyrisreikning í Landsbankanum heima og fæ um hver mánaðamót sömu upphæð í dönskum krónum,“ segir hún og bætir við að hún telji að margir námsmenn viti ekki af þessum mögu- leika. „Þegar maður fær námsáætlun frá Lánasjóði ís- lenskra námsmann (LÍN) er hún reiknuð í mynt viðkom- andi námslands. Mín lánsáætlun er þess vegna í dönskum krónum.“ Það sem flestir gera hins vegar er að fara með námsáætlunina í íslenska banka og fá íslenskan yfirdrátt í íslenskum krón- um og millifæra svo mánaðarlega upphæð á erlendu reikningana. Hanna María fær 6.500 krónur danskar inn á sinn reikning, alveg sama hvernig gengið sveiflast. Hanna María tekur fram að hún hafi heyrt af þessari leið í gegnum vinkonu sína. „Bankarnir kynna fólki þetta alls ekki.“ Hljóðið í fólki segir Hanna María vera slæmt í Kaupmannahöfn, fólk hafi ekki getað flutt peninga milli landanna þrátt fyrir að eiga næga peninga á íslenskum reikningum sínum. Í næstu viku eru próf en Hanna María segir erfitt að einbeita sér að námi „og svo er hugurinn bara heima hjá fólkinu“. Hugurinn er heima „Við erum að bíða eftir að Danske Bank opni fyrir milli- færslu frá Íslandi,“ segir Helga Vilhjálmsdóttir, náms- maður í Kaupmannahöfn. Hún er þar á annarri önn í meistaranámi sínu í sálfræði við háskólann. „Við fáum ekki peninga af því að við erum hjá LÍN, þannig að við eigum engan varasjóð eða neitt slíkt. Það var allt stopp fyrir ný lán og við gátum þess vegna ekki fengið yfirdrátt hjá okkar sparisjóði. Við biðum eftir gjaldeyrisláni sem við áttum að fá en það var allt stopp líka,“ segir Helga og bætir við að þau hafi þurft að treysta á góðvild ættingja sem leggi inn á þau. „Við höfum getað tekið út af íslensku debetkortunum okkar,“ segir hún, en þó hafi verið einhverjar takmarkanir á því. „Síðasta mánudag gátum við t.d. tekið út 200 krónur, sem er nú varla boðlegt fyrir fjögurra manna fjölskyldu.“ Helga og fjölskylda leigja á almennum markaði. Þau fengu frest til 20. október til að greiða leiguna. „Við fengum bréf í gær [miðvikudag] um að ef við myndum ekki borga innan þriggja daga yrði samningnum sagt upp.“ Helga segir ástandið hafa verið mjög erfitt og ef þau hefðu ekki átt ætt- ingja sem gátu laumað inn á þau þeim peningum sem þau gátu að ein- hverju leyti tekið út hefðu þau ekki einu sinni getað keypt mjólk eða brauð. Treysta á góðvild ættingja Eftir Rósu Erlingsdóttur í Kaupmannahöfn FRIÐRIK Weisshappel, eigandi kaffihússins Laundromat í Kaupmannahöfn, bauð Íslend- ingum búsettum í borginni á samstöðuhitting í morgunsárið í gær. Á þriðja tug Íslendinga mætti og gæddi sér á hafragraut og kaffi í boði hússins. Sigurlaug Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri La- undromat, segir hugmyndina hafa verið ein- falda. „Okkur langaði að koma saman og klappa hvert öðru á öxlina en hér eru Íslend- ingar slegnir yfir þeim erfiðleikum sem steðja að íslensku þjóðinni.“ Mottó hittingsins var ís- lenska viðkvæðið um að þótt útlitið væri svart þá reddaðist þetta allt saman. Stór hluti Íslendinga í Danmörku er náms- menn og að sögn Sigurlaugar er hljóðið verst í þeim sem þurfa að treysta á mánaðarlegar greiðslur af námslánunum frá Íslandi. Fyrir marga námsmenn er staðan þannig að for- sendur fyrir áframhaldandi námi eru við að bresta. Margir kvíða næstu mánaðamótum en í Danmörku er erfitt að fá lán eða yfirdrátt og því alvarlegt þegar vandamál á gjaldeyr- ismarkaði koma í veg fyrir að námslánin ber- ist. Við bætist sú kjaraskerðing sem náms- menn hafa orðið fyrir vegna gengishruns íslensku krónunnar. Hanna María Jónsdóttir er í framhaldsnámi í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla og vinnur á Laundromat um helgar. Hún segir að aukavinnan bjargi sér fjárhagslega og er fegin að hafa valið að fá námslánið lagt inn á gjald- eyrisreikning í dönskum krónum því þannig fái hún alltaf sömu upphæðina við hver mán- aðamót. Gestir voru að sögn Sigurlaugar ánægðir með uppátæki eiganda Laundromat en þrátt fyrir alla erfiðleika var stutt í jákvæðni og bjartsýni meðal gesta. Klappa hvert öðru á öxlina Morgunblaðið/Ómar Kaupmannahöfn Turninn á Vor Frelsers Kirke er tákn fyrir Christianshavn. BRYNDÍS Kjartansdóttir í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn segir að vissulega hafi verið hnökrar á millifærslum til Danmerkur. „Danske Bank, sem er einn stærsti bankinn hérna, byrjaði samt í dag [í gær] aftur,“ sagði Bryndís, „þannig að það virðist vera að liðk- ast um þetta.“ Bryndís segir nokkra hafa leitað til sendi- ráðsins með fyrirspurnir, en engin holskefla hafi þó orðið. Fólk sem leitar til þeirra er ým- ist í vandræðum eða áhyggjufullt út af ástandinu. „Hvert símtal er auðvitað ein- stakt, það eru ekki allir með sömu málin, en við reynum að hjálpa fólki eins og við mögu- lega getum, eins og með hvert það getur snúið sér,“ segir Bryndís. Miðvikudaginn 22. október verður sendi- ráðið með upplýsingafund í Jónshúsi þar sem Svavar Gestsson sendiherra fer yfir stöðu mála. Nánari upplýsingar er að fá í gegnum tölvupóstinn icemb.coph@utn.stjr.is eða í síma (0045)33181050. sia@mbl.is „Virðist vera að liðkast“ „Álagið hefur verið mikið hjá okk- ur,“ segir Fjóla Einarsdóttir, verk- efnisstjóri hjálparsíma Rauða krossins, 1717. „Til samanburðar má nefna að á öllu síðasta ári fengum við 16.000 símtöl. Núna eru símtölin orðin 19.000.“ Mest er að gera hjá hjálparsímanum á haustin og í nóvember og desem- ber. Fjóla segir að aukning í símtöl- um síðustu 2-3 vikur sé um 10%. Þeir sem hringja eru einstak- lingar sem þurfa að ræða málin, oft þeir sem eiga hvorki fjölskyldu né vini, eða stríða við geð- sjúkdóma eða aðra króníska sjúk- dóma og þurfa andlega upplyft- ingu eða stuðning. „Og einstaklingar sem lent hafa í áföll- um, t.d. fjármálakrísum og í alvar- legustu tilvikunum eru það ein- staklingar sem misst hafa vonina og eru í sjálfsvígshugleiðingum.“ Mjög breiður hópur hringir í hjálparsímann. „Við leggjum áherslu á það að hér er ekki farið í neitt manngreinarálit. Það skiptir engu máli hvaðan fólkið kemur eða hvað það gerir. Við dæmum ekki, hlustum af athygli og síðast en ekki síst er hlutverk okkar að byggja upp von hjá brotnum ein- staklingum,“ segir hún. Meginstarf hjálparsímans er að hlusta og vera til staðar fyrir fólk í þrengingum auk þess að leiðbeina um hvert fólk getur leitað til að fá aðstoð hjá sérfræðingum í sínum vandamálum. Þeir sem svara í sím- ann eru þrautþjálfaðir sjálf- boðaliðar, hafa farið í gegnum námskeið og þjálfun í viðtalstækni. „Mig langar sérstaklega að koma því á framfæri að einkunn- arorð okkar eru hlutleysi, skiln- ingur, nafnleysi og trúnaður. Sím- inn er opinn allan sólarhringinn, allt árið um kring og er gjaldfrjáls. Og það er einnig mikilvægt að það sést ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í 1717,“ segir Fjóla. Byggja upp von hjá brotnum einstaklingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.