Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hafinn erundirbún-ingur að stofnun sérstaks rannsóknaremb- ættis, sem muni starfa tímabundið að rannsókn og eftir atvikum saksókn vegna þeirra réttarbrota, sem kunna að koma í ljós í sam- bandi við rekstur og hrun ís- lensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra greindi frá þessu á Alþingi í fyrradag og sagði að nauðsynlegt væri við núverandi aðstæður að gera allt sem skynsamlegt væri til að efla traust á þeim innviðum sem væru meginstoðir réttar- ríkisins. „Þá er mikilvægt að hrapa ekki að neinu eða gefa sér í anda nornaveiða, að lög hafi verið brotin,“ sagði Björn. Jafnframt kom fram í ræðu Björns að ríkissaksóknari myndi hafa forustu um gerð skýrslu um stöðu og starfsemi bankanna þriggja, útibúa og fyrirtækja í þeirra eigu og til- færslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið er að kanna hvort eitthvað gefi tilefni til lög- reglurannsóknar. Það er til fyrirmyndar að hér sé brugðist við með hraði og einnig góðs viti að Björn talar um að þannig verði geng- ið frá hnútunum að fulltrúar allra flokka geti fylgst með framvindunni. Á þessum tímum þarf starf á borð við þetta að vera þverpólitískt. Almenningur á heimtingu á að farið verði ofan í saumana á hruni bankanna. Almenningur situr uppi með skellinn. Margar spurningar brenna um þessar mundir á öllum Íslendingum og það er ekki boðlegt að láta þeim ósvarað. Hrun bankanna hefur þegar haft gríðarleg áhrif á þjóðfélagið allt og sér ekki fyr- ir endann á þeim hamförum. Eins og Björn segir er þetta ekki spurning um nornaveið- ar. Vitaskuld hljóta stjórn- endur og eigendur bankanna að vilja að í því andrúmslofti, sem nú ríkir, verði loftað út. Það ætti beinlínis að vera krafa þeirra, því að út frá þeirra sjónarmiði er miklu betra að vera hreinsaðir af hugsanlegum söguburði, dylgjum og röngum ásökunum um lögbrot með faglega unn- inni, opinberri rannsókn en að slíkt hangi yfir þeim um langa hríð. Það er því gott að Björn Bjarnason skuli hafa tekið af skarið annars vegar um að gerð verði skýrsla um alla málavöxtu og hins vegar að stofna sérstakt embætti til að upplýsa þau mál, sem komið gætu upp. Það þarf að fara yfir þessi mál og niðurstöðurnar eiga að vera opinberar. Almenningur á heimtingu á að vita hvað gerðist} Í saumana á bankahruni Lengi hefurverið talað um að í íslenzkum fyrirtækjum, ekki sízt í bönkunum, sé ósýnilegt gler- þak, sem konur komist ekki upp fyrir á leið sinni til frama. Þrátt fyrir jafngóða mennt- un og jafnmikla reynslu hafa kvenstjórnendur ekki náð jafnlangt og karlarnir. Konur hafa ekki orðið bankastjórar og verið í hrópandi minnihluta í stjórnum bankanna. Þær hafa hins vegar verið fjöl- mennar á bak við gjaldkera- borðin. Það er svolítið kaldhæðnis- legt að bankarnir skyldu þurfa að brotna til að glerþakið brotnaði. En nú hefur það engu að síður gerzt. Í nýju ríkisbönkunum tveimur, Nýja Glitni og Nýja Landsbankanum, hafa konur valizt í störf bankastjóra. Elín Sigfúsdóttir og Birna Einars- dóttir eru í hópi hæfustu og reynsluríkustu bankamanna landsins. Ráðning þeirra hefur vakið athygli út fyrir landstein- ana. Brezka blaðið Financial Times birti fyrr í vikunni leiðara, þar sem hún var túlkuð sem ákvörðun um að breyta um stefnu í bönkunum. Hún væri skjót og sýnileg ákvörðun um að hafna „karlhormónadrifinni áhættu- sækni“, eins og það var orðað. Financial Times telur líka að ákvörðunin um ráðningu Birnu og Elínar sé „áminning um að lítið land með tungumál sem fáir utan þess kunna verð- ur að nýta til fulls þann mann- auð sem býr í 320.000 íbúum þess“. Þetta tvennt er kjarni máls- ins. Ótal rannsóknir sýna að fyrirtæki, þar sem ólíkir eig- inleikar karla og kvenna fá að njóta sín til jafns við stjórnun, skila betri árangri en fyrir- tæki þar sem annað kynið stjórnar. Og lítil þjóð hefur ekki efni á öðru en að nýta all- an þann mannauð, sem stend- ur henni til boða. Það er kaldhæðni að bankarnir þyrftu að brotna til að glerþakið brotnaði} Brotið glerþak í bönkum M an einhver eftir Náttúrutón- leikunum sem voru haldnir í Laugardalnum í sumar? Man einhver eftir Hætta-hópnum, Íslandslistanum, Saving Ice- land eða Náttúruvaktinni? Man einhver eftir plakötunum, slagorðunum, fólkinu sem hlekkj- aði sig við vinnuvélar, froðunni í munnvikum þeirra sem bornir voru í járnum í lögreglubíla, baráttunni eða heiftinni? Ég man þetta óljóst þó stutt sé síðan. Minningin er óraunveruleg og draumkennd eins og minningin af brúð- kaupi Jóns Ásgeirs og gæjunum sem fóru á þyrlu til að kaupa sér pylsu. Getur verið að þetta hafi allt verið eirðarleysi velmegunar- kynslóðar sem vildi hafa eitthvað fyrir stafni? Velmegunarkynslóðar í landi sem bjó til pen- inga með flóknum en snyrtilegum aðferðum með leynilegum tölvuforritum? Voru mótmæli gegn virkjunum hégómlegt útspil tón- listardúllurassa til að dýpka ímynd sína og finna jarðteng- ingu í firrtum heimi? Heimi sem krafðist þess að fólk væri annaðhvort með eða á móti. Heimi án brauðstrits þar sem tímanum var eytt í að hneykslast á lífsstíl hins hópsins. Þar sem náttúruverndarsinnar hlógu að bankastarfs- mönnum sem sjálfir lágu í gólfinu af hlátri yfir hvað allir væru glataðir nema þeir sjálfir. Var andstaða við virkjanir afþreying? Var hún eitthvað sem samfélagið, í sinni día- lógísku heimtufrekju, krafðist af ákveðnum hópi fólks? Ég spyr vegna þess að á einum mánuði hefur hug- myndastríð síðustu ára horfið inn í móðu fortíðar. Nátt- úruverndarsinnar sem hrópuðu hátt og snjallt „aldrei aftur“ segja ekki bofs meðan ráða- menn ræsa vinnuvélar sem halda munu á Bakka og Helguvík til að taka grunna fyrir nýjum álverum. Er kannski ekkert gaman að vera náttúruverndarsinni í dag? Er það kannski jafn hallærislegt og að aka um á Range Rover? Er kannski meira kósi að flytja til Berlínar og hafa það huggulegt með rekordspieler og kerti inni í Kreuzberg og má ekki sökkva þessu ömurlega landi hvort eð er? Bretunum sem áður grétu yfir örlögum Kára- hnjúka er allavega sama um eyjuna í heild sinni núna. Náttúruverndarsinnar Íslands. Ég ögra ykkur, því það þarf að ögra ykkur. Á nokkrum mánuðum gæti allt það sem þið hafið barist gegn orðið að veruleika. Áróður margra ára getur orðið að engu af því að þið virðist ætla að sofa á verðinum nákvæmlega þegar ykkar er mest þörf. Það er ekki nóg að vera náttúruverndarsinni þegar það er stemn- ing fyrir því. Ég skal vera hreinskilinn. Ég hef aldrei hrifist af hags- munasamtökum og svart-hvítri sýn þeirra á heiminn. Ég er skynsemdarmaður. Ég veit vel að þessi þjóð þarf að framleiða eitthvað til að lifa og það er ekki nóg að hafa það að starfi að fylgjast með fréttum af fræga fólkinu á netinu. Ég veit samt líka að hagsmunir af verndun hálendis Ís- lands eru risahagsmunir. Stærri en allir milljarðar heims- ins hvort sem þeir eru mældir í viðskiptavild eða skuldum. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Benediktsson Pistill Er náttúruvernd velmegunarpólitík? Listaverkasöfnin áfram í bönkunum? FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is E in afleiðing banka- kreppunnar var sú, að verðmæt listaverka- söfn bankanna komust á ný í eigu íslensku þjóðarinnar. Þessi söfn fylgdu með í kaupunum þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Töldu margir að það hefðu verið mikil mis- tök að undanskilja ekki söfnin þegar einkaaðilar eignuðust bankana. Bankarnir hafa hugsað vel um söfn sín á síðustu árum og í sumum til- vikum aukið þau og bætt með kaup- um á nýjum verkum. Nú hefur sú spurning vaknað, hvort ekki verði að tryggja með ein- hverjum hætti, að söfnin verði áfram í eigu þjóðarinnar. Mjög aðkallandi sé að taka um þetta ákvörðun, meðal annars í ljósi þess að Kaupþing er komið í sölumeðferð. Stærstu lífeyris- sjóðirnir hafa, eins og kunnugt er, gert ríkinu tilboð í 51% hlutafjár í bankanum. Fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu, að þúsundir verka séu í söfn- um bankanna. Söfnin eru misjöfn að gæðum en innan þeirra allra er að finna nokkrar helstu perlur íslenskr- ar listasögu. Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, seg- ir að þetta mál sé til skoðunar í ráðu- neytinu. Sendar hafi verið fyrirspurn- ir til bankanna um söfnin og hvernig varðveislu þeirra er háttað. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvernig þessum málum verði best komið í framtíðinni. „Þessi söfn eru hluti af menningararfi okkar Íslend- inga og við viljum tryggja að þau séu varðveitt með tryggilegum hætti,“ segir Guðmundur. Vill að Listasafn Íslands hafi forræði yfir söfnunum Halldór B. Runólfsson, forstöðu- maður Listasafns Íslands, segist þeirrar skoðunar að umrædd söfn verði framvegis undir forræði Lista- safnsins, enda geymi þau mörg mjög verðmæt listaverk. Til greina komi að hans mati, að söfnin verði áfram í um- sjón bankanna. „Við erum ekki farin að skoða þessi mál af alvöru en mun- um gera það alveg á næstunni,“ segir Halldór. Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur hefur verið listrænn ráð- gjafi Landsbankans undanfarin ár. Hann segir að skoða verði þessi mál vel og er ekki viss um að Listasafni Íslands væri greiði gerður með því að afhenda safninu verkin, einfaldlega vegna þess að safnið hafi ekki aðstöðu til að geyma þau svo vel sé. „Hvað Landsbankann varðar, sem ég þekki best til, þá eru helstu og verðmætustu verk bankans naglföst og verða þarna áfram,“ segir Aðal- steinn. „Það er spurning hvort ekki sé best að leyfa safninu að þróast áfram í þessu umhverfi,“ segir Aðal- steinn. Tóku hlutverk sitt alvarlega Hann segir að Landsbankinn hafi tekið vörslu safnsins mjög alvarlega. „Það var alltaf að heyra á Björgólfi Guðmundssyni og öllum sem komu nálægt safninu, að þeir fundu fyrir því að þetta væri ábyrgðarhlutur og þeir væru með í vörslu sinni verk sem tilheyrðu þjóðinni.“ Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á það að verkin ættu að vera sýnileg, til láns og aðgengileg fræðimönnum. Einnig hefði verið unnið að því að setja safnið á netið svo það yrði fullkomlega að- gengilegt fyrir alla landsmenn. „Landsbankanum er fyllilega treystandi til að gera vel við þessa eign,“ segir Aðalsteinn. Hann tekur þó fram, að vel komi til greina að ís- lenska ríkið setji reglur um meðferð listaverkasafna bankanna, sem meðal annars tryggi að verk verði ekki seld úr þeim. Morgunblaðið/Sverrir Naglfast Nokkur helstu listaverka Landsbankans eru naglföst, þar á meðal þessar teikningar Kjarvals á bankastjóragangi í aðalbankanum. LISTAVERKASÖFN bankanna eru mikil að vöxtum. Lætur nærri að þau geymi um 4000 verk. Listaverkasafn Landsbankans er stærst. Í því eru um 1700 verk. Í safninu eru mörg mjög merkileg verk eftir gömlu meistarana. Til dæmis eru í safninu um 60 verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Fyrrverandi eigendur bankans bættu um 400 verkum við safnið. Í safni Kaupþings eru um 1200 verk. Flest eru verk sem keypt voru í tíð gamla Búnaðarbankans. Þar er að finna margar perlur gömlu meistaranna. Einnig á safn- ið dýrmætar myndir eftir helstu málara seinni hluta síðustu aldar, svo sem Karl Kvaran, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason. Á síðustu árum hefur bankinn keypt mörg verk eftir þekkta nútímamál- ara, svo sem Ólaf Elíasson og Hrein Friðfinnsson. Litlar upplýs- ingar er að fá um safn Glitnis, en í því eru 1087 verk. Að stofni til eru það verk úr gamla Útvegsbank- anum. MIKILL FJÖLDI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.