Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 284. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA /0 8 -1 9 0 3 Nú færðu Heimilisost í sérmerktum kílóastykkjum á 20% lægra verði í næstu verslun! Tilboð á Heimilisosti Leikhúsin í landinu >> 41 DAGLEGT LÍF ÍSLENDINGAR SPARA, FERÐAMENN EYÐA AUKABLAÐ Allt um tísku og förðun á 24 síðum Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda- lagsins samþykktu síðasta sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Ís- landi eftir að Bandaríkjaher lokaði herstöðinni á Miðnesheiði. Gert er ráð fyrir að aðildarríkin skiptist á um að senda herþotur hingað til lands sem sinni gæslunni fjórum sinnum á ári. Bretar munu sinna þessari gæslu í desember næstkomandi. Atburðir síðustu vikna, þá sér- staklega sú aðgerð Breta að beita hryðjuverkalöggjöf á íslenskan banka, hafa vakið spurningar um hvort eðlilegt sé að Bretar annist loftrýmisgæslu fyrir landið þar sem hryðjuverkalöggjöfinni sé oftast beitt gegn óvinveittum þjóðum. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu hefur málið ekki borið á góma þar og það var ekki heldur tekið upp á fundi Norður-Atl- antshafsráðsins á miðvikudag. Því stendur enn til að Bretar annist gæsluna. Loftrýmisgæsla NATO er hluti af vörnum loftrýmis bandalagsins alls. Hún er því ekki viðbragð við neinni ákveðinni ógn heldur hluti af öryggi bandalagsþjóðanna allra. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkis- málanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefndarinnar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við samkomulagið enda lægi NATÓ-skuldbinding á bak við það. Bretar sjá um varnirnar Herþotur Frá heræfingum NATÓ EKKERT laust fé er eftir í verðbréfa- og fjárfestingasjóð- um Landsbankans samkvæmt heimild- um blaðsins. Alls eru 115 millj- arðar eftir í slíkum sjóðum bankans, sem meðal annars eru peningamark- aðssjóðir. Eignir í sjóðum Landsbank- ans eru hins vegar mun lakari en í sjóð- um hinna bankanna sem yfirvöld hafa tekið yfir þar sem þær eru allar bundnar í verðbréfum sem að stórum hluta eru verðlaus eða óljóst er um hvort skuldarar geti greitt fyrir. Í sjóðum Glitnis eru heildareignir metnar á 89 milljarða króna. Þar af eru 38 milljarðar í lausafé en 57 milljarðar í öðrum bréfum. Sjóðir Kaupþings eiga sem stendur um 31 milljarð króna. Þar af eru um 17 milljarðar í reiðufé og 14 milljarðar í öðrum bréfum. Yfirvöld hafa enn ekki kynnt hvernig þau munu bregðast við gagnvart þeim þúsundum einstaklinga sem eiga í sjóðum á borð við peningamarkaðssjóði. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er það meðal annars vegna þess að sjóðir Landsbankans standa mun verr en sjóðir hinna bankanna og því gæti hallað mjög á þá sem áttu í þeim. Einnig eru skiptar skoðanir um það á meðal ráða- manna hvort og þá hvernig eigi að koma til móts við þá sem áttu í þessum sjóðum. Yf- irvöld hafa þegar farið í gegnum þau verð- bréf sem eru í sjóðunum með það að leið- arljósi að skoða hversu háum upphæðum sé hægt að ná út úr þeim. Þær upphæðir hafa ekki verið gerðar opinberar en samkvæmt heimildum Morgunblaðisns þyrfti íslenska ríkið að leggja sjóðunum til tugi milljarða króna til að tryggja innistæður þeirra sem áttu í sjóðunum að fullu. thordur@mbl.is  Ríkið þyrfti | 4  Sjóðirnir ekki | 12 Sjóðir banka í vanda  Ekkert laust fé í sjóðum Landsbankans Í HNOTSKURN » Ekkert laustfé er eftir í sjóðum Lands- bankans. » Glitnir ogKaupþing eiga meira laust fé í sjóðum sínum. » Tugir þús-unda Íslend- inga eiga í sjóð- unum.  Mikið álag hefur verið á hjálparsímum Rauða krossins vegna ástands- ins í samfélag- inu og svo er einnig um þá upplýsinga- miðstöð, sem starfrækt er í utanríkisráðuneytinu. „Á öllu síðasta ári fengum við 16.000 símtöl. Nú eru þau orðin 19.000,“ sagði Fjóla Einarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða kross- inum, en þar vinnur 30 manna hóp- ur við það á vöktum að svara í sex síma. Í upplýsingamiðstöð utanrík- isráðuneytisins hafa símtölin verið um 200 á dag. » 8 Þrjátíu manns á vöktum við að svara í sex hjálp- arsíma Rauða krossins Svarað í síma RKÍ  Skuldir Baugs við íslensku bank- ana eru um einn milljarður sterl- ingspunda eða um 200 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Skuldirnar eru tryggðar með veðum í innlendum og erlendum eignum. Stórir fjárfestingarsjóðir hafa sýnt skuldunum áhuga. Ef ekki fæst viðunandi verð fyr- ir skuldirnar og Baugur stendur ekki við skuldbindingar sínar vegna lánanna geta bankarnir far- ið dómstólaleiðina. Dóma, sem falla hér, er hægt að fullnusta í Bretlandi á grundvelli Lugano- samningsins, sem báðar þjóðirnar hafa skuldbundið sig til þess að fylgja. » 19 Skuldar íslensku bönk- unum 200 milljarða  Sala á Rolex- úrum hefur aukist í októ- bermánuði. Frank Mich- elsen úrsmiður segir við- skiptavini sína vera að leita að öruggri fjár- festingu. Úrin megi selja um allan heim og þau falli ekki í verði. Hann vill ekki gefa upp hve söluaukn- ingin er mikil. Algengast er að keypt séu úr sem kosta um eina milljón króna. lom@mbl.is Sala á Rolex-úrum jókst í október HAFRAGRAUTURINN í Haga-skóla rýkur út sem aldrei fyrr þessa dagana og hefur bæði nemendum og starfsmönnum sem í hann sækja fjölgað. Mat- sveinn skólans leggur áherslu á að nýta íslenska framleiðslu í matinn um þessar mundir. Klukkan hálftíu hvern morg- un er nemendum og starfsfólki Hagaskóla boðið upp á hafra- graut í morgunmat í boði skól- ans. Þröstur Harðarson mat- sveinn segist hafa ákveðið þessa tímasetningu í stað þess að hafa grautinn í morgunsárið fyrir skólabyrjun. „Krakkarnir nenna ekki að vakna klukkan sjö til að mæta hálfátta í hafra- graut í skólann. Ég fæ miklu betri mætingu með þessu móti. Annars hvet ég foreldra til að brýna fyrir börnunum að nýta sér svona ókeypis matarþjón- ustu um þessar mundir. Þetta er mikil hollusta og kemur í staðinn fyrir sæta drykki, snúða og brauð sem annars verður fyrir valinu sem nesti.“ Þröstur leggur áherslu á ís- lensk matvæli og þannig var léttsaltað lambakjöt, heitt slát- ur, svið og rófumauk á borðum hjá honum í hádeginu í gær. „Þetta er mjög ódýr og hollur matur og með því að borða ís- lenskan mat í staðinn fyrir inn- fluttan erum við sjálfum okkur næg og spörum gjaldeyrinn.“ Og hann undirstrikar mik- ilvægi fiskmáltíða á heimilum fólks. „Fjöldi krakka mætir aldrei þegar ég er með fisk í matinn. Það er af því að fiskur er aldrei á boðstólum heima hjá þeim. Þau kunna því ekki að meta hann. Best er að elda hann á einfaldan máta, sjóða hann eða steikja, í stað þess að setja hann í einhverja rétti til að fela fiskbragðið. Soðinn fiskur er það einfaldasta í heimi og hann er alltaf nýr á Íslandi allan árs- ins hring.“ ben@mbl.is Háma í sig hafragraut  Aldrei jafnmikilvægt að bjóða upp á íslenskan mat  Þörf á að ýta undir fiskneyslu barna á heimilum Morgunblaðið/Kristinn Hollusta Krakkarnir í Hagaskóla fúlsa ekki við næringarríkum hafragraut þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.