Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 31 ✝ Einar Guð-mundsson fæddist á Húsavík 27. október 1911. Hann lést 6. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Snorrason járn- smiður, f. 29. ágúst 1873, d. 20. júní 1934 og kona hans Svanborg Guð- mundsdóttir, f. 13. janúar 1872, d. 4. nóv. 1955. Þau voru bæði úr Borgarfirði vestri en bjuggu lengst af í Sveina- görðum í Grímsey. Einar átti tvö systkini, bæði látin, Krist- laugu, f. 1915, d. 2005 og Guð- mund Snorra, f. 1917, d. 1996. Einar kvæntist 19. nóvember 1938 Elísabetu Jóhönnu Sigurð- ardóttur, f. í Hofsgerði í Skaga- firði 1. okt. 1913. Þau eignuðust tvö börn: 1) Ástu, f. 27. apríl 1944, gift Sigmari Sævaldssyni frá Dalvík. Börn þeirra eru: Hafdís, maki Úlfar Kristinsson, Hanna, maki Hilmar Jakobsson, Einar Jón, maki Ingibjörg Sig- urlaug Gunn- arsdóttir, Anna Guðbjörg, í sambúð með Hallgrími Harðarsyni, Viðar Örn, maki Rann- veig Hrafnkels- dóttir, og Svan- borg. 2) Sigurður Sveinn, f. 21. apríl 1944, maki Svein- björg Sigurrós Að- alsteinsdóttir. Börn þeirra eru: Að- alsteinn Einar, maki Grete Tove Hansen, Sveinn, í sambúð með Guðrúnu Petru Trampe, og El- ísabet Jóhanna, maki Jón Krist- inn Valdimarsson. Barna- barnabörnin eru tuttugu og fjögur. Einar og Jóhanna bjuggu nær allan sinn búskap á Klettaborg 2 á Akureyri. Þau fluttu upp á Hlíð, heimili aldraðra á Ak- ureyri, fyrir tveimur árum. Einar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti pabbi minn. Sumarið er liðið, blöðin falla af trjánum og krían er flogin burtu. Þú og uppáhaldsfuglinn þinn fóruð áður en vetur gekk í garð. Þú, sem varst sem klettur í hafi lífsins, minn klettur sem alltaf var hægt að treysta á. Þú fórst ungur til sjós og stund- aðir sjómennsku til margra ára. Bæði á Fossunum og togurum hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Þú stóðst þína vakt hvort sem það var til sjós eða lands. Alls staðar voru það vélar sem heilluðu þig. Enda kunnir þú vel á þeim lagið. Gast gert við það sem aðrir höfðu gefist upp á. Varst ekki kallaður Einar ómissandi fyrir ekki neitt. En það er fyrst og fremst brosið þitt, hlýjar hendur og glettni sem yljuðu í haustnepjunni. Afabörnin eiga stóran fjársjóð minninga um afa sem leiðbeindi þeim þegar þurfti að gera við hjól eða bíl. Leyfði þeim að snúast með sér í bílskúrnum og gaf þeim afakex með hunangi þegar þau komu inn. Þið mamma voruð samhent í ást- úð ykkar og umhyggju fyrir afkom- endum ykkar enda voruð þið sam- vistum í 74 ár og alltaf jafn sæl hvort með annað. Alveg frá því að stelpan úr Skagafirði kastaði í þig snjókúlunum og hitti nokkuð vel. En nú teflir þú ekki fleiri skákir eða lítur á bilaða vél. Því er lokið í bili. Við kveðjum að sinni með söknuði og þakklæti fyrir allt. Ásta og Sigmar. Þegar ég var yngri var ég viss um að afi gæti allt. Ég komst að raun um að ég var ekki sú eina sem stóð í þessari meiningu því eitt af viðurnefnum afa á yngri árum var Einar almáttugi. Ég held að fyrrum vinnuveitendur hans hafi gefið honum þetta viðurnefni þar sem þeir nýttu hæfileika hans vel, hvort sem það var fyrir Ketilhúsið á Verksmiðjunni eða þeirra eigin heimili. Ég var öfunduð af vinkon- um mínum að eiga svona góðan afa sem smíðaði m.a. stórt dúkkuhús í garðinum og sparksleða sem bar litagleði afa vitni. Afi kunni svo sannarlega að bjarga sér þegar kom að hand- lagni. Eitt árið þurfti mágur hans á honum að halda. Sá ætlaði að flytja vegavinnuskúr út í Þerney. Afi hugsaði sig um, heimsótti gamlan vin og fékk hjá honum nokkrar tómar olíutunnur. Hann batt síðan tunnurnar saman í fleka, hífði skúrinn upp með talíu og handafli, beið eftir flóði og síðan sigldum við af stað. Skúrinn stendur uppi í eyju ennþá, hífður þangað upp af tveimur stútungskörlum, hálfgerð- um unglingum og einni talíu. Hann átti svo sannarlega græjur og vildi eiga nýjasta nýtt. Amma átti uppþvottavél og strauvél og á stríðsárunum, þegar erfitt var að fá vörur, keypti afi ýmislegt sem einungis sást á betri heimilum. Hann gat þetta því hann sigldi á Lagga gamla (Lagarfossi) sem kyndari á stríðsárunum. Hann fór í skipalest til New York, varð inn- lyksa í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði og kom síðan heim færandi hendi. Í þessum rólega og barngóða manni sem þaut um ganga Kletta- borgar með börnin á háhesti – leyndist ofurhugi. Í Grímsey þar sem hann ólst að mestu upp, lék hann sér að að klífa kletta og björg og fýsibelgsvinnan gerði hann sterkan og þolinn. Hann sagðist hafa klifrað upp á topp á Vor Frel- sers kirke í Christianshavn eftir að hafa verið manaður til þess (þessi með gulltoppinn) leiki aðrir eftir! Draumur hans sem ungs manns var að stofna bílaverkstæði eftir stríð með vini sínum, en vinurinn lést áður en draumurinn rættist. Draumar þessarar kynslóðar hafa gert okkur að menntuðu fólki, við látum drauma þeirra rætast. Sonur afa og sonarsynir vinna í dag, eða hafa unnið, við bílasölu og dótt- ursonarsonur útskrifaðist í vor sem bifvélasmiður. Afi vildi öllum vel, hvort sem það voru kettir úr nágrenninu sem voru í fastri áskrift að nýsoðinni ýsu hjá honum og ömmu, eða mar- íuerlan sem fékk brauð og epli úti á bílskúrsþaki. Hann var einstak- lega greiðvikinn og verkfærataskan var sjaldan langt undan þegar farið var í heimsóknir. Hann kunni lang- best við sig í bláa vinnugallanum en hann breyttist í glæsimenni í jakkafötum. Á 95 ára afmælinu, hárprúður og hávaxinn, komu kon- urnar í dagstarfinu og kysstu hann og knúsuðu og amma brosti út í annað og sagðist næstum vera af- brýðisöm. Við afi vorum um margt sam- mála í pólítík. Við lömdum í eldhús- borðið yfir óréttlæti heimsins, nátt- úruspjöllum og græðgi mannanna. Góðsemi, verksvit, þrautseigja og rósemi er það sem við afkom- endurnir erfðum eftir hann. Betri eiginleika er ekki hægt að biðja um. Hafdís Sigmarsdóttir dótt- urdóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku afi. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín. Ég á eftir að sakna spjallsins okkar um alla heima og geima. Ég á eftir að sakna brossins þíns þegar ég smellti kossi á kinn, og hver á nú að segja mér hvort ég sé með krumma eða ekki. Ég hélt lengi vel að þið amma á Klettaborg yrðuð eilíf, það kæmi bara ekki annað til greina, en allt tekur enda og ég er þess fullviss að nú líður þér vel þarna efra og trúlega þegar farinn að spá og spekúlera í hvern- ig allt virkar og hvort ekki þurfi að gera við eða smíða eitthvað. Þannig sé ég þig alla vega fyrir mér í bláa snjáða vinnugallanum með vasana fulla af bráðnauðsynlegum hlutum sem gott gæti verið að grípa til eins og tvisti, skrúfum og nöglum, tommustokk, blýanti og að sjálf- sögðu vasahníf. Þó að þú sért horf- inn skildir þú eftir fullt af góðum og skemmtilegum minningum sem ég mun ávallt eiga og gefa börn- unum mínum hlutdeild í. Takk fyrir allt, elsku besti afi minn. Hanna. Einar Guðmundsson Elsku amma, núna ertu dáin og ég rifja upp allar góðu stund- irnar okkar. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, amma mín, og fengið að vera í návist þinni. Þú varst alltaf svo blíð og góð, ekki til illska í þér. Þú varst mikils metin í vinnunni sem sýndi sig vel í því þegar ég fékk gat á hausinn og var farið með mig upp á slysó. Þegar læknirinn vissi að ég var ömmustrákurinn þinn vandaði hann sig extra vel við að sauma Sigríður E.G. Biering ✝ Sigríður E.G.Biering fæddist í Reykjavík 21. febr- úar 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 4. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju 16. október. mig. Svo þegar ég mætti í afmælið þitt voru læknar og hjúkr- unarfólkið af slysó þar. Ég var svo hepp- inn að fá að vera mik- ið með þér því þú varst svo oft í heim- sókn hjá okkur og þú passaðir mig mjög mikið þegar ég var lítill. Ég er þakklátur fyrir að Ásdís Arna mín hafi náð að hitta langömmu sína og fengið að sitja í fang- inu á þér. Guð geymi þig, elsku amma mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þinn ömmustrákur Styrmir. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORKELL SIGURÐSSON, Barkarstöðum, Svartárdal, sem lést þriðjudaginn 7. október, verður jarðsunginn frá Bergstaðarkirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Birna María Sigvaldadóttir, Sigurður Þorkelsson, Halldór Þorkelsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Þóra Halldórsdóttir, Þórkatla María Halldórsdóttir, Freyja Hrönn Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA STEINUNN HJARTARDÓTTIR, áður til heimilis að Melhaga 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt miðvikudagsins 8. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins. Hannes Þorsteinsson, Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GUNNARSSON bóndi, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Edda Björk Hauksdóttir, Erla Reynisdóttir, Íris Reynisdóttir, Þröstur Reynisson, Sylvía Ósk Rodriguez, Sindri Freyr Daníelsson og Kristófer Reynir Erluson. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR, Víkurbraut 30, Höfn, Hornafirði. Hjartans þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Höfn fyrir góða umönnun og alúð. Guðmundur Jónsson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, Guðjón Pétur Jónsson, Jón Guðmundsson, Elín Guðmundardóttir, Eiríkur Guðmundsson, Auður Axelsdóttir, Sigrún, Guðlaug, Guðmundur Hrannar, Höskuldur, Helga Rún, Una, Dagrún og Guðmundur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR EIRÍKSSON frá Vésteinsholti, Haukadal, síðast til heimilis að Skógarbæ, lést þriðjudaginn 14. október á Skógarbæ. Útförin fer fram mánudaginn 20. október frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 15.00. Karlína Guðrún Friðgeirsdóttir, Reynir Olgeirsson, Jón Kristinn Friðgeirsson, Gunnlaugur Jóhann Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.