Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING  Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær koma Íslendingar töluvert við sögu í ljósmyndabók- inni Portraits Of Adventure sem breski bílaframleiðandinn Land Rover gaf út í tilefni af 60 ára af- mæli sínu fyrir skömmu. Ekki er nóg með að ljósmynd eftir Gísla Dúa Hjörleifsson sé í bókinni, heldur er einnig stór mynd af Jónsa í Sigur Rós í henni. Ekki fylgir sögunni hvers vegna mynd af Jónsa rataði í bókina, en líklegt er þó að bílaframleiðandanum hafi fundist Jónsi og Sigur Rós end- urspegla þá ímynd sem hann vill skapa sér. Í texta sem fylgir myndinni kemur annars fram að á meðal aðdáenda Sigur Rósar séu listamenn á borð við Madonnu, David Bowie, Red Hot Chili Pep- pers, Coldplay og Björk. Síðast- nefnda nafnið kemur kannski ekki á óvart, en Bowie og Madonna eru nýrri meðlimir aðdáendaklúbbsins. Madonna og David Bowie fíla Sigur Rós Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „BANKINN sem við erum með fjármögn- unarsamning við er náttúrlega í breyttri stöðu núna,“ segir Hallur Helgason, einn aðstandenda Atlantic Film Studios sem keypti tólf byggingar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpu ári. Tilgangurinn var að innrétta húsakynnin sem alþjóðlegt kvikmyndaver, en nokkur töf hefur orðið á því þótt íslenska kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre hafi að vísu verið tekin þar. „Það var svona prufuverkefni. Við erum ekki formlega komnir í gang en við erum að leita leiða til að klára málið.“ Hallur stendur að verkefninu ásamt þeim Ingvari Þórðarsyni og Júlíusi Kemp. Aðspurður segir Hallur Ísland vissulega mjög Kreppan kemur við kvikmyndaver í Keflavík góðan kost fyrir erlenda kvikmyndagerðarmenn um þessar mundir þegar krónan er svona veik. „Enda hefur töluverður fjöldi erlendra fram- leiðenda og fulltrúa framleiðslufyrirtækja kom- ið og skoðað aðstæður hjá okkur, og það er nú bara einn hópur að koma á morgun [í dag]. Málið er hins vegar að aðstaðan er ekki tilbúin, við er- um bara að sýna þeim eitthvað og segjum þeim svo að þetta verði svona og svona.“ Alls er um tæpa 14 þúsund fermetra að ræða og hljóðaði kaupsamningur upp á 575 milljónir króna. „Málið er hins vegar að við erum ekki búnir að kaupa þetta, en við erum með stað- festan kaupsamning sem hefur bara verið fram- lengdur,“ útskýrir Hallur. „En mergurinn máls- ins er sá að við erum ekki hættir. Við gefumst ekkert upp.“Glæsileg aðstaða Hallur í kvikmyndaverinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason  Þorsteinn Stephensen, stjórnandi Iceland Airwaves- hátíðarinnar, fer mikinn í inn- gangi dagskrárbæklings hátíð- arinnar í ár og segir stjórnvöld algjörlega horfa framhjá popp- tónlistarmönnum þegar komi að styrkveitingu til listamanna. Hann bendir á að stjórnvöld styrki leikhús, kvikmyndir og íþróttir um milljónir króna á hverju ári en lítið sé gert fyrir ungar hljómsveitir sem semja og spila sín eigin lög. Engu máli virðist þar skipta að fátt hafi aukið hróður landsins út á við jafn mikið og íslensk tónlist. Hann bendir á að mun fleiri mæti á tónleika listamanna á borð við Björk, Gus Gus og Sigur Rós en á íslenskar kvikmyndir erlendis. Þar af leiðandi hljóti það að hafa meira markaðsgildi að styðja tón- list en kvikmyndir. Hann segir einnig að yfirvöld hér rústi starf- semi tónleikastaða með engum fjárhagslegum stuðningi og þung- um sköttum. Að lokum lofar hann svo enn betri hátíð á næsta ári. Airwaves-stjóri kvartar yfir stjórnvöldum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ voru bara slagsmál og læti í röðinni og færri komust að en vildu. Þannig að þetta var alveg eins og það átti að vera,“ segir Úlfur Grön- vold sem stýrði endurbyggingu á Sirkus-barnum sem er nú til sýnis á Frieze-listkaupstefnunni í London. Sýningin var opnuð í fyrrakvöld og var gríðarleg aðsókn að íslenska barnum. „Við viljum meina að við höfum unnið gullið. Það var alveg stappað út úr dyrum og stelpurnar í Gjörningaklúbbnum voru með gjörninga. Þær voru náttúrlega eins og þær eru vanar, mölvandi kampa- vínsglös og skjótandi þeim út í loftið. Þannig að það var allt orðið útatað í kampavíni, og meira að segja gervi- blóði sem þær voru líka með. Þannig að þetta var mjög fjörugt,“ útskýrir Úlfur. Bara miðaldra maður Á meðal þeirra sem komu á opn- unina í fyrrakvöld var sjálfur George Michael. Þótt Úlfur hafi að vísu ekki séð hann sá bareigandinn, Sigga „Boston“, kappann með berum aug- um. „Ég sá hann, en hann var ekkert öðruvísi en ég elskan mín,“ segir Sigga. „Ég og Gabríela [Friðriks- dóttir] vorum að ganga inn á Sirkus og hann gekk inn bara rétt fyrir aft- an okkur. Hann var með einhverja menn með sér. Ég tók reyndar ekk- ert eftir því fyrst hver þetta var, enda er þetta bara svona „middle aged man“. En svo föttuðum við að þetta var George Michael.“ Að sögn Úlfs mættu fleiri góðir gestir á opnunina, þar á meðal breski hönnuðurinn Vivian Westwo- od, og Björgólfur Thor Björgólfsson sem Úlfur segir að hafi verið mjög ánægður með opnunina. „Það mætti líka einhver billjóner og aðstoðarmaður hans sagði að þetta væri maðurinn sem gæti keypt barinn. Honum fannst bjórinn hins vegar svolítið dýr. En ég veit ekki hvort hann kýlir á þetta. Fólk var hins vegar mjög áhugasamt og það voru menn sem voru í alvöru að hugsa um að kaupa barinn. Það er það sem við erum með til sölu, bjór annars vegar, og barinn sjálfur hins vegar. Ef það er einhver brjálaður safnari sem er tilbúinn að kaupa bar- inn, þá seljum við hann bara,“ segir Úlfur sem veit þó ekki hver verðmið- inn er, en barinn seljist þó dýrt. Hann ætti þó ekki að kosta alltof mörg pund. „Við erum að vonast eft- ir gjaldeyrishagnaði í þessari útrás okkar,“ segir Úlfur og skellihlær. Svínvirkaði Þegar blaðamaður náði tali af Úlfi um hádegisbilið í gær var búið að opna Sirkus að nýju og fólkið streymdi að. „Staðurinn var bara tómur og klístraður fyrir augnabliki en núna er liðið komið og allt að vera pakk- fullt. Þannig að þetta er alveg ynd- islegt og svínvirkar. Hugmyndin var nefnilega sú að sjá hvort það væri hægt að flytja hið mikla energí af Sirkus hingað til London, og það tókst,“ segir Úlfur að lokum. Sirkus-barinn verður opinn fram yfir helgi og verður boðið upp á fjöl- margar uppákomur þar. Meðal þeirra sem koma fram eru Gho- stigital, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson. Íslendingarnir slá í gegn í Bretlandi …  Gríðarleg aðsókn að Sirkus-barnum á Frieze-listkaupstefnunni í London  Á meðal gesta voru Björgólfur Thor Björgólfsson og sjálfur George Michael Inni og úti Eins og sjá má hefur Kling & Bang hópnum tekist mjög vel til við að endurreisa Sirk- us í London, og er hann nánast alveg eins og frummyndin að innan og utan. Myndirnar eru frá opnunarhátíðinni á miðvikudagskvöldið. Lýstu eigin útliti. Sköllóttur, flottur og þéttur … Hvaðan ertu? Fæddur í Keflavík, uppalinn í Reykjavík, búsettur í London. Trúir þú öllu sem þú lest í Morgun- blaðinu? (spyr síðasti aðalsmaður, Freyr Eyjólfsson, útvarps- og tónlist- armaður) Já. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Að ég er að verða hundgamall. Helstu áhugamál? Tónlist, golf og körfubolti. Styðurðu ríkisstjórnina? Nei. En stjórn Seðlabankans? Leyfðu mér að hugsa … nei. Hver ber ábyrgð á kreppunni? Íslenska þjóðin. Hver er besti rappari í heimi? Notorious B.I.G. En versti? Mc Hammer. Ef þú gæfir út rappplötu – hvað myndi hún heita? The Kronik. hamingjusamastur? Þegar Oliver Einar sonur minn fæddist. Hvenær varstu reiðastur? Þegar krónan hrundi um daginn. Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Bald and the beautiful. Hver myndi leika þig í myndinni? Brad Pitt. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hvernig fannst þér Iceland Air- waves-hátíðin í ár? Besta erlenda bandið á Airwaves? PNAU. Besta íslenska? Steed Lord. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? PNAU og Steed Lord. Uppáhaldskvikmynd? Scarface. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Plötusnúður. Hvenær varstu RÓBERT ARON MAGNÚSSON AÐALSMAÐUR ÞESSARAR VIKU HEFUR M.A. VERIÐ KENNDUR VIÐ KRONIK, RAMPAGE OG RAPP. HANN HEFUR STARFAÐ SEM PLÖTUSNÚÐUR, ÚTVARPSMAÐUR OG UMBOÐS- MAÐUR. Í DAG ER HANN HINS VEGAR FJÖLMIÐLAFULLTRÚI ICELAND AIRWAVES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.