Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 33 ✝ Björn Bjarnasonvar fæddur 18. mars 1914 á Hrygg- stekk í Skriðdal á Fljótdalshéraði. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 6. október síðastliðinn. Foreldrar Björns voru hjónin Kristín Árnadóttir, fædd á Þvottá í Álftafirði, og Bjarni Björns- son, fæddur á Vaði í Skriðdal, en þau hjón bjuggu á Borg í Skriðdal. Systkini Björns voru: Stefán, Bergþór, Ragnar, Ingi, Magnús og Árni sem er eftirlifandi. Eiginkona Björns var Hulda Emilía Emilsdóttir f. 1.3. 1915, d. 20.7. 2001. Björn og Hulda giftust 13. des- ember 1940 og eignuðust þau átta börn sem öll eru á lífi: Rósa Krist- ín, f. 1942, Bjarni f. 1943, Páll Arn- ar, f. 1947, Emil Bjarkar, f. 1951, Ásta Ingibjörg, f. 1953, Björn Heimir, f. 1954, Bjarngerður, f. 1957 og Hulda Svanhildur, f. 1958. Björn ólst upp á Borg og fór í hefðbundinn farskóla í sveitinni ásamt því að stunda nám einn vet- með sér eigin steypurhrærivél sem var nýjung á þessum tíma. Þegar þau hjónin voru utan heim- ilis mæddi búskapurinn á börn- unum, sem hjálpuðust að við bú- störfin eftir mætti. Bæinn sinn Birkihlíð teiknaði Björn sjálfur og byggði af stakri útsjónarsemi eins og honum var einum lagið. Hugs- að var fyrir öllum smáatriðum og hlutum haganlega fyrir komið. Tún voru ræktuð upp af stakri vandvirkni og skógrækt hafin í áföngum. Björn átti í mörg ár sæti í sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu og lét sig samgöngumál og vegagerð miklu varða. Hann skildi manna best hversu mikilvægt það var búsetu fólksins að hafa greiðari sam- göngur í sýslunni. Reyndi þá oft á samningalipurð Björns við verk- taka og fjárveitingavaldið. Björn var meðhjálpari Þingmúlakirkju frá 1939 til 1988 og þjónaði söfn- uði og kirkjunni sinni af stakri prýði. Mörg handtökin átti Björn einnig við viðhald kirkjunnar og þreyttist aldrei á að bæta hana og fegra á allan hátt. Hulda lést sumarið 2001 en sam- heldni og hlýja einkenndi hjóna- band þeirra og heimili alla tíð. Síð- ustu æviárin dvaldist Björn á Dvalarheimili aldraðra á Egils- stöðum. Útför Björns fer fram frá Egils- staðakirkju í dag kl. 15. ur við Alþýðuskólann á Eiðum. Skólagang- an var því hvorki löng né ströng en dugði samt ágætlega. Það má segja að það hafi verið skóli lífsins og umhverfið sem mótaði manninn frekar en löng skóla- ganga. Björn og Hulda hófu sinn búskap í lok stríðsins 1944 í bragga, sem Björn byggði ásamt úti- húsum í túnjaðrinum á Borg. 1949 fluttu þau síðan í Birkihlíð þar sem þau bjuggu til 2001 en þar byggðu þau upp fallegan sveitabæ í fögru umhverfi. Í upphafi var bú- stofninn ekki stór og mikið verk var að byggja upp íbúðarhús og öll útihús ásamt því að ala upp 8 börn. Smám saman bættist við bústofn- inn og tækjakost, en hjónin unnu oft annað eða bæði utan heimilis til að ná endum saman. Björn var mikill hagleiksmaður og smiður. Hann var oft fenginn til að byggja íbúðarhús í kauptúnum sem voru að rísa á Austurlandi og einnig útihús eða íbúðarhús í sveitum. Á þessum ferðum sínum hafði hann Kæri tengdafaðir. Það er með söknuði sem við fjölskylda þín kveðj- um þig hinstu kveðju, en það er huggun harmi gegn að þú fórst sæll og glaður á vit Huldu þinnar, sem þú dáðir svo mjög. Minningin um þig og þau verk sem þú skildir eftir þig verður okkur sem eftir lifum styrkur inn í framtíðina. Snyrtimennska og heiðarleiki voru Birni í blóð borin. Á þeim 38 ár- um sem ég þekkti tengdaföður minn heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Hann gat varla á heilum sér tekið, ef honum fannst hann skulda einhverjum og reyndi sitt besta til að borga til baka með margjöldum hætti. Raunar held ég að hann hafi ekki verið mikill pen- ingamaður í eðli sínu en snyrtimenni var hann fram í fingurgóma. Ef farið var í kaupstað, hvað þá í kirkju, var farið í stífpressaða hvíta skyrtu og dökkan jakka, sett upp bindi, jafnvel hattur og skórnir stífpússaðir. Kirkjan og trúin á Jesú Krist fylgdi Birni alla tíð. Sunnudagar voru hvíldardagar og þá var gert betur við skepnurnar. Björn var ekki fjölorður um trú sína en sýndi hana í verki með óþrjótandi áhuga á við- haldi og viðgangi Þingmúlakirkju. Skógrækt átti hug og hjarta Björns og talaði hann alla tíð með mikilli aðdáun um allt skógræktar- fólk. Björn var alltaf kátur og jákvæð- ur. Síðustu árin skemmti Björn sér oft í stórum hópi afkomenda sem eru 72 talsins. Um verslunarmannahelg- ina á síðastliðnu sumri naut Björn sín í faðmi barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Björn var maður sem gaf mikið af sér en vildi lítið þiggja í staðinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég koma á framfæri þakklæti til starfs- fólksins á Dvalarheimili aldraðra og Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi minningu Björns Bjarnasonar. Björn Kristinsson. Elsku afi, við krakkarnir hlökkuð- um alltaf til að heimsækja ykkar ömmu í Birkihlíð. Í sveitinni var ætíð nóg að gera hvort sem var að sumri til eða vetri. Á sumrin veltumst við í heyinu, róluðum okkur í spröngunni, klifruðum upp á þak, þeystumst upp um allan skóg en pössuðum okkur alltaf sérstaklega vel að stíga ekki á litlu plönturnar. Við smíðuðum ara- grúa af vopnum niðri í sal og þótt þér þætti það nú nokkuð illa farið með spýturnar léstu það ávallt eftir okk- ur. Á veturna hjálpuðum við til við að gefa skepnunum, moka flórinn og tína eggin fyrir utan að velta okkur upp úr snjónum og búa til snjóhús. Afi ferðaðist ekki mikið um ævina en hafði alltaf gaman af að koma til höfuðborgarinnar. Reykjavík fannst honum falleg borg og skildi aldrei hvers vegna menn vildu dreifa stjórnsýslunni út um allt land þegar það lægi í augum uppi að hagkvæm- ast væri að hafa hana í höfuðborginni Reykjavík. Til útlanda kom hann aldrei enda sagðist hann ekki eiga neitt erindi þangað. Skóræktin átti hug hans og vann hann þar löngum stundum. Á 200 ára verslunarafmæli Reykjavíkur og Eskifjarðar sendi afi nokkur tré að gjöf á báða staðina. Við áttum heima á Eskifirði á þessum tíma og tókum að okkur að gróðursetja trén sem þangað voru send. Afi hafði áhuga á stóriðjunni og allri uppbyggingu í landinu. Hann var alla tíð mikið snyrtimenni og þótti vænt um sveitirnar. Hann átti stórt landakort uppi á vegg þar sem hann gat í fljótheitum alltaf áttað sig á hvar hlutirnir voru nákvæmlega að gerast hverju sinni. Afi var góður maður og kom miklu í verk á langri ævi. Hann var hraust- ur og svo lipur að við unga fólkið átt- um fullt í fangi með að hafa við hon- um. Hann var til dæmis alltaf fljótari að beygja sig eftir einhverju sem datt í gólfið. Ekki var þó æsingnum fyrir að fara og öll verk unnin af svo miklu sjálfsögðu öryggi og áhuga. Afi vildi öllum vel og reyndi alltaf að sjá já- kvæðu hliðar allra mála. Stundum varð hann að ganga á milli manna og sætta sjónarmið og reyndi þá á lang- lundargeð hans og góð ráð. Við krakkarnir áttum alltaf greiða leið að hjarta hans. Við erum svo þakklát fyrir allar þær yndislegu minningar og upplifanir sem við eigum af ykkur ömmu og Birkihlíð. Við kveðjum þig, elsku afi, og guð blessi minningu þína og geymi. Atli Rafn Björnsson, Ari Björns- son, Arnar Birkir Björnsson og Gunnþóra Mist Björnsdóttir. Það er svo undarlegt þetta líf. Mér finnst sem það hafi verið í gær að við frænkurnar, ég, Helena og Birna, hoppuðum skríkjandi upp í rúm til fóta hjá afa og ömmu í Birkihlíð. „Komið þið hérna með býfurnar,“ sagði afi og greip með hlýjum hönd- um sínum um ískalda litla fæturna á okkur. Röddin svo mild. Amma að skrifa í dagbókina sína. Þau sváfu í litlu rúmi í einni sæng en munaði, að því er virtist, ekkert um að fá okkur allar upp í til sín. Það var víst nóg pláss, ekki bara í þessu litla rúmi, heldur líka í hjarta þeirra ömmu og afa, fyrir alla sem þarna voru eða til þeirra leituðu. Amma og afi eignuð- ust átta börn sem öll eignuðust síðar sínar fjölskyldur. Og þessi hópur var, og er, einstaklega samheldinn. Því var oft margt um manninn í Birkihlíð, sérstaklega um sláttinn. Og mikið var gaman að vera til. Dagurinn var endalaust ævintýr og sumarnæturn- ar friðsælar að þeim nóttum undan- skildum þegar við krakkarnir rufum kyrrðina með ærslum því við vildum í sprönguna. Og það sem við gátum dundað okkur við að þrífa „litla hús- ið“ og druslast þangað með allt sem þyrfti til venjulegs heimilishalds. Það var samt ákaflega lítið um skammir. Nema þá helst ef við hlupum um hús- þakið, sem var sérstaklega spenn- andi. Eitt sinn vorum við afi á gangi meðfram girðingu ofan við bæinn og fundum þá dauðan músarrindil. Hann hafði flogið á gaddavír. Afi los- aði fuglinn og fékk mér skókassa undir hræið. Svo fékk afi mér spýtur, nagla og hamar svo ég gæti smíðað kross og fuglinn fékk sómasamlega útför með krossi og bænahaldi. Ég hlakkaði alltaf mikið til að fá alla gómsætu grautana, súpurnar og búðingana sem amma matreiddi. Og allur annar matur sem borinn var fram þótti mér einstakur veislumat- ur, meira að segja lifur, sem mig annars hryllti við. Hjá þeim fékk ég að sinna dýrunum, sitja á traktorn- um hans afa, baka með ömmu, reka kýrnar, fara á hestbak, hendast í loftköstum út í Egilsstaði, þ.e.a.s. þegar Svana frænka var bílstjórinn sem var skemmtilegast því hún söng líka alla leiðina. Fara í heimsóknir á næstu bæi með afa, hlusta á full- orðna fólkið tala þegar Ragnar afa- bróðir og aðrir gestir komu í heim- sókn, fara í skakklappaleik í myrkrinu þegar fullorðna fólkið var með, hugsa um búið, smíða, vaða í ánni, mála hliðið, fara í berjamó, lesa ljóð og ástarsögur, hanga í baggavél- inni, leika mér í hlöðunni og svo margt fleira. Bærinn var málaður reglulega, amma safnaði skrautsteinum sem hún raðaði í steinabeð meðfram bænum, þau plöntuðu reiðinnar ósköpum af trjám í kringum bæinn og á allri jörðinni. Þannig hugsuðu amma og afi vel um allt, bæinn sinn, dýrin, garðinn og túnin ekki síður en fólkið. Þegar við Birna veiktumst einu sinni vorum við færðar inn til ömmu og afa þar sem við lágum með hita alla nóttina. Þegar við vöknuð- um snemma morguninn eftir sat amma við gluggann og benti okkur að koma og sjá. Þetta var ákaflega fallegur sumarmorgun og nokkrir sólargeislar farnir að leika sér í morgundögginni. Og þessi hvíta slikja eins og bómull liðaðist eftir ánni. „Sjáiði stelpur, sagði amma, þetta er dalalæðan.“ Já það er svo undarlegt þetta líf. Ég vildi að lífið væri eins og bók, svo ég gæti lesið fyrstu kaflana aftur. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Hlaðgerður Íris Björnsdóttir. Björn Bjarnason ✝ Sigurrós Júl-íusdóttir fædd- ist í Reykjavík 27. mars 1915. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund laugardag- inn 11. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Júlíus Árnason, kaupmaður í Reykjavík og einn af stofnendum Elli- heimilisins Grund- ar, f. 25. júlí 1880, d. 30. desember 1944 og kona hans Margrét Þorvarðardóttir frá Sandvík í Flóa, f. 18. maí 1880, d. 1958. Systkini Sigurrósar voru Þorbjörg, f. 1916, Þorvarður Jón, f. 1918 og Rafn, f. 1931. Þau eru öll látin. Kona Þorvarðar Jóns var Lára Biering og kona Rafns var Kristín Guðmundsdóttir. Dætur Rafns og Kristínar eru Sigríður og Margrét Júlía. Þær eiga hvor um sig þrjú börn. Sigurrós ólst upp í Reykjavík, hún bjó lengst af á Týsgötu 8. Um áttrætt flutti hún í þjónustuíbúð að Furugerði 1 og þaðan á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund árið 2003. Sigurrós tók versl- unarpróf frá Versl- unarskóla Íslands og lauk einnig prófi frá framhaldsdeild skólans. Hún nam bréfaskriftir og hraðritun í Leipzig í Þýskalandi. Enn fremur lauk hún handa- vinnukennaraprófi frá Kenn- araskólanum og nam einnig við Myndlista- og handíðaskólann. Hún vann ýmis störf um ævina og tók þátt í kristilegu félagsstarfi um langt árabil hjá KFUM og KFUK. Útför Sigurrósar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú er hún elsku Sísí mín búin að fá hvíldina langþráðu og komin til Guðs, þess Guðs og þess Jesú er verið hefur kjölfesta lífs hennar og stýrt hennar fleyi. Hún Sísí mín hefur verið hluti af tilveru minni alla mína ævi. Ég var víst agnarsmá þegar ég, í fangi for- eldra minna á stigapallinum á Týs- götunni, benti upp á loft og sagði: „Ídí bíbi.“ Þá vildi ég upp á loft til Sísíar að skoða bækur með fugla- myndum. Síðan ögn stærri í búð- arleik í eldhúsinu hjá Sísi og felu- leik, þar sem felustaðir Sísíar voru ekki eins margir og mínir og því auðveldara að finna hana en mig. Svo þróuðust samskipti okkar í spjall og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Börnin mín komu til sög- unnar og fylgdu með til Sísíar, í kjötsúpu eða kaffiboð. Landaparís var leikinn og malt drukkið. Og þegar ég spáði um framtíðina, tal- aði um næstu jól og fleira, þá var viðkvæði Sísíar: Já ef guð lofar. Það var líka gott að leita ráða hjá Sísí. Og erindin voru borin undir Guð al- máttugan, mannakorn voru dregin og svörin lesin. Hún Sísí las í Biblí- unni daglega og baðst fyrir, hún bað fyrir okkur öllum og bænheit var hún. Sísí ólst upp í miklu ástríki for- eldra sinna, Júlíusar og Margrétar, ásamt systkinum sínum. Þau voru þrjú með stuttu millibili, en svo kom pabbi til sögunnar, þegar börnin þrjú voru orðin stálpuð. Og úr augum Sísíar skín ást og kær- leikur þegar hún segir mér frá; „Það var mikil hamingja þegar við fengum hann Rafn.“ Pabbi var augasteinninn hennar og hún fór ekki leynt með það. Við dætur hans og börnin okkar urðum það líka. Við vorum fjölskyldan hennar Sísí- ar og hún hluti af okkur. Hún var kannski ekki allra, var dálítill ein- fari, en átti samt margar góðar vin- konur. Þeim hafði hún flestum kynnst í gegnum kristilegt starf hjá KFUK. Hún var líka vandlát á vini og líka á presta. Þeir voru ekki allir henni að skapi. Sísí var líka margt til lista lagt, hún málaði og skrifaði. Heimili hennar var prýtt mynd- verkum hennar og sögur hennar birtust margar í blöðum og tvær bækur gaf hún út. Sögur hennar báru vott um einlæga guðstrú hennar og trú á að hið góða sigri alltaf að lokum. Nú er kynslóð Sísíar, þar sem góðu gildin voru í hávegum höfð, nær öll gengin, og sú manngerð sem Sísí hafði að geyma verður æ vandfundnari; heiðarleiki, traust og nægjusemi. Og svo trúin og kær- leikurinn umfram allt. Við erum þakklát fyrir hana Sísí. Við vitum að hún er nú komin á þann stað, sem hún hefur heitt þráð, í faðm þess almættis, sem hefur verið hennar skjól og huggun og til Jesú Krists sem hefur verið hennar leiðtogi. Hún er þar líka í návistum við það fólk sem hún unni heitast, foreldra sína og systkini. Við hin, sem eftir lifum munum reyna að halda í gömlu gildin, reyna að muna það sem okkur var kennt og færa fjársjóðinn áfram til barna okkar. Síðust æviárin dvaldi Sísí á Grund. Þar þekkti hún vel til á ár- um áður, en faðir hennar var einn af stofnendum Grundar. Á Grund leið henni vel og þökkum við fjöl- skylda Sísíar starfsfólki Grundar alla þá hlýju, vinsemd og umönnun sem Sísí naut. Fyrir hönd fjölskyldu Sísíar, Margrét Júlía Rafnsdóttir. Sigurrós Júlíusdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.