Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 30
✝ Högni Guð-jónsson fæddist á Skallabúðum í Eyrarsveit 1. sept- ember 1928. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 10. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Elísson, bóndi á Skallabúð- um í Eyrarsveit, f. 19. feb. 1897, d. 9. júlí 1984, og Sigríð- ur Elísdóttir hús- freyja, f. 15. jan 1905, d. 11. jan. 1973. Systkini Högna eru Þórólfur Beck, f. 24. mars 1930, d. 9. júli 2002, Elís, f. 9 ágúst 1932, Gróa Herdís, f. 18. nóv. 1933, d. 15. nóv. 1985, og Vilberg, f. 1. apríl 1940. Högni kvæntist 2. júní 1952 Ragnheiði (Öddu) Benidikts- dóttur, f. 1 júní 1933. Foreldrar hennar voru Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 15. maí 1896, d. 4. júlí 1980, og Benidikt Viggó Jónsson, f. 12. október 1900, d. 4. mars 1995. Börn Högna og Ragnheiðar eru: 1) Sigurjóna, f. 9. júní 1954, búsett í Reykjavík, gift Auðuni Bjarna Ólafssyni, börn þeirra eru Ólafur, syni, börn þeirra eru Hákon Ingi, f. 1989, Hlynur Örn, f. 1990, Her- mann Þór, f. 1993 og Helena Hrönn, f. 1997. 7) Lilja, f. 18. des- ember 1972, búsett í Reykjanesbæ, gift Sumarliða Þór Jósefssyni, börn þeirra eru Sigurþór, f. 1993, Hrafnhildur Sandra, f. 1997 og Arnþór, f. 2006. Högni ólst upp á Skallabúðum í Eyrarsveit. Hann fór ungur til sjós í Grundarfirði og stundaði hin ýmsu störf til sjós og lands þar til hann gerðist fangavörður á Kvía- bryggju 1966. Á Kvíabryggju starfaði hann til 1978 er þau hjón ásamt hluta barna sinna fluttu til Hafnarfjarðar. Í Hafnarfirði vann Högni hjá Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar. Árið 1982 tóku hjónin sig upp ásamt yngsta barninu og fluttu á Suðurnesin, fyrst í Gerða- hrepp en síðan til Reykjanes- bæjar. Suður með sjó starfaði Högni fyrst við saltfiskverkun en síðustu starfsár sín vann hann við bensínafgreiðslu. Þegar heilsu hans tók að hraka mikið haustið 2007 fluttu þau hjón aftur í Hafn- arfjörð að Hjallabraut 33. Áhuga- mál Högna var það sem mestu máli skiptir en það er fjölskylda hans og velferð hennar. Það var hans líf og yndi. Útför Högna verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 1975, Högni, f. 1977 og Harpa, f. 1980, þau eiga fjögur barnabörn. 2) Beni- dikt Viggó, f. 3. júlí 1955, búsettur í Grundarfirði, kvænt- ur Sigrúnu Hilm- arsdóttur, börn þeirra eru Ragnheið- ur Dröfn, f. 1984, Hafdís Guðrún, f. 1987 og Anna Lilja, f. 1990, þau eiga þrjú barnabörn. 3) Sigríð- ur, f. 9. mars 1958, búsett í Hafnarfirði, gift Elíasi Arnari Þorsteinssyni, börn þeirra eru Kolbrún Ósk, f. 1981, Sigurður Tómas, f. 1983, og Högni Guðjón, f. 1988, þau eiga fjögur barna- börn. 4) Guðrún, f. 15 október 1960, búsett í Hafnarfirði, gift Rósant G. Aðalsteinssyni, börn þeirra eru Rósant Ísak, f. 1985 og Tinna, f. 1987. Fyrir átti Guðrún soninn Hilmar Guðlaugsson, f. 1980 og Rósant G. átti fyrir soninn Ólaf Eyberg, f. 1975. Þau eiga þrjú barnabörn. 5)Matthildur, f. 21. júní 1964, d. 26. okt. 1964 6) Ragn- hildur, f. 31. ágúst 1965, búsett í Hafnarfirði, gift Haraldi Unnars- Tengdafaðir minn og vinur Högni Guðjónsson er fallinn frá eftir æðru- lausa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Vegna starfa minna erlendis auðn- aðist mér ekki að vera nálægt hon- um síðustu vikurnar eða að færa honum persónulega mína hinstu kveðju, það kom í hlut eiginkonu minnar Sigurjónu. Það eru um 36 ár síðan ég í fyrsta skipti kom inn á stórt heimili þeirra Högna og Öddu. Þau bjuggu þá í Grundafirði með fimm dætrum og einum syni. Þó að mér hafi frá fyrstu tíð verið tekið opnum örmum af þeim hjónum var ekki laust við að smábeygur hafi verið í manni að hitta þetta heljarmenni fyrst. Högni var þá fangavörður á Kvíabryggju og einhvern veginn í huga mínum þá hlaut hann að vera strangt yfirvald á heimili sínu eins og ég ímyndaði mér að hann væri í vinnunni. Þar hafði ég illa rangt fyrir mér, ég fann í honum virðuleika, hlýju og kímni sem einkenndi allt hans fas til dauðadags. Ég minnist þeirra ótal sögustunda sem við áttum þar sem góð saga var oft ekki látin gjalda sannleikans um of. Barnabörnin og síðar barna- barnabörn áttu alltaf hauk í horni hjá Högna afa, sérstaklega ef eitt- hvað hafði farið úrskeiðis og þurfti að laga. Þegar hann var eins og ung- lingur uppi á stillans að einangra loftið hjá okkur í Jónsgeislanum og öll þau handtök sem hann lagði okk- ur til þar. Það er of langt mál að rekja allar þær góðu stundir sem við Sigurjóna og fjölskyldan okkar áttum með þeim Högna og Öddu. Það eru þó tvö skipti sem ég vil nefna. Þegar þau dvöldu hjá okkur í Makedóníu og Grikklandi fyrir um fimm árum og áttræðisafmælið hans sem haldið var heima hjá okkur nú fyrsta sept- ember. Bæði þessi skipti eru sérstök fyrir ólíkar sakir. Í Grikklandi var lagt á ráðin um ýmislegt sem við gætum brallað saman í framtíðinni en í afmælinu var Högni að kveðja fjölskylduna sína á sinn virðulega og vingjarnlega hátt sem honum var einum lagið. Það er erfitt að vera fjarri ástvin- um sínum á svona stundu en við feðgar, ég, Ólafur og Högni ásamt þeirra fjölskyldum erum allir stadd- ir erlendis. Þegar Sigurjóna og Harpa fylgja Högna síðasta spölinn er hugur okkar með þeim. Ég kveð Högna fullur þakklætis fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að fá að vera í návist hans í þessi ár. Ég deili söknuði mínum með Öddu og allri fjölskyldunni og hugur minn er hjá þeim á þessari erfiðu stundu. Auðunn Bjarni Ólafsson. Þegar haustar að kveður tengda- pabbi minn, Högni Guðjónsson, eftir erfið veikindi. Högni, tengdafaðir minn, var með þá mestu útgeislun og hlýju sem ég hef kynnst. Hann var með skemmtilegri mönnum sem ég hef þekkt og er þá mikið sagt og ég held að ég tali fyrir munn margra. Það var gaman að sjá og fylgjast með hvað hann gat náð vel til allra sem hann umgekkst og ekki síst barnabarnanna sinna. Ég kynntist Högna fyrir rúmum þrjátíu árum, þegar ég og Viggó vorum að byrja að vera saman. Hann var svo stór og stæðilegur maður og bar ég alltaf ómeðvitað virðingu fyrir honum. Ekki skemmdi það að hann var spaug- samur og sá alltaf góðu hliðarnar á öllu. Oft átti hann það til að segja manni sögu sem var svo bráðfyndin að maður veltist um af hlátri. Högni og Ragnheiður giftu sig 2. júní 1952 og bjuggu í Grundarfirði til ársins 1978 en þá fluttu þau til Hafnarfjarðar og voru þar í fjögur ár. Fluttu svo suður með sjó, í Garð- inn, og enduðu svo í Keflavík þar sem þau bjuggu lengst af. En fyrir ári fluttu þau svo aftur í Hafnar- fjörð. Þau eignuðust sjö börn og eru þau öll á lífi nema Matthildur sem dó ung. Alltaf gátum við leitað til hans, hann hafði alltaf tíma fyrir okkur, ógrynni af þolinmæði og var skipulagður með meiru, útsjónar- samur, duglegur og hjálpsamur. Alltaf hafði hann eitthvað fallegt að segja við mann. Það hrannast upp minningarnar um margar yndisleg- ar stundir þegar hann mætti til okk- ar í heimsókn og alltaf hafði hann vinnufötin með til öryggis. Það var sama hvað þurfti að gera, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa til við öll verk, hvort sem það var að smíða, mála eða dytta að einhverju. Ég minnist þess þegar við klædd- um húsið á Grundargötunni og regn- vatnið úr rennunni lak óvænt upp í munninn á honum. Hann bunaði út úr sér vel völdum orðum, hrækti og hló. Við sem urðum vitni að þessu urðum vitlaus úr hlátri og ekki hló hann minna og minntist þess oft að hann langaði ekki til að smakka svona vatn aftur. Þegar hann var orðinn veikur og gat ekki lengur verið með okkur hringdi hann og fékk fréttir af því hvernig gengi og kom þá oft með góð ráð. Það er erfitt að minnast svo góðs tengdaföður og vita það að við fáum ekki að sjá hann aftur. En við eigum svo margar góðar minningar sem geta yljað okkur um hjartarætur. En það er víst að eitt af því fáa sem við öll stöndum frammi fyrir er að missa einhvern okkur mjög kær- kominn en það er lífsins gangur. Í lifanda lífi fannst mér hann vera engill en nú veit ég að hann er orð- inn það. Minningin um tengdapabba verður mér hlý og kærleiksrík. Far þú í friði, kæri vinur. Guð gefi Öddu, börnunum hennar og fjöl- skyldum þeirra styrk í sorginni. Þín tengdadóttir, Sigrún. Elsku afi. Fyrstu minningar mínar um þig eru sögurnar þínar. Af þeim kunnir þú nóg. Núna sit ég og segi strákun- um mínar þessar sögur. Með sög- unum lifir minningin um þig. Ég er glaður yfir því að strákarnir fengu að hitta þig í sumar. Þín verður sárt saknað. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku amma, við hugsum til þín. Kveðja, Ólafur Auðunsson og fjölskylda. Í dag verður borinn til grafar elskulegur afi minn. Ég var bara tveggja ára þegar afi byrjaði að passa mig, hann var þá hættur að vinna og vorkenndi litla stráknum sínum að þurfa að fara út snemma á morgnana og til dagmömmu svo hann tók gæsluna að sér. Afi passaði mig mikið og við brölluðum mikið saman, við fórum í langa göngutúra um Keflavík, hann lék við mig eða bara sat með mig í fanginu og við spjölluðum eða gerðum gestaþraut- ir. Það vildu reyndar öll börn, sama hvort það voru hans barnabörn eða önnur vera í fanginu á honum, svo yndislegur var hann. Afi vildi allt fyrir alla gera. Við systkinin munum sakna hans sárt en hann hefur verið svo stór partur í okkar lífi, okkur fannst öllum gaman að vera með afa. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í þessari miklu sorg og megi minning um besta afa í heimi lifa. Sigurþór Sumarliðason. Ég man fyrst eftir Högna Guð- jónssyni, Högna afa, á 9. áratug síð- ustu aldar. Þá var ég barn og hann og amma búsett út í Garði á Suð- urnesjum. Það gefur augaleið að ég sem afabarn Högna kynntist honum ekki sem ungum manni og hef þar af leiðandi engan samanburð á honum sem ungum manni og sem góðlynd- um eldri manni. Þó leyfi ég mér að fullyrða að hann hafi ávallt verið hjálpsamur, fyndinn og handlaginn. Þegar hann vann á Aðalstöðinni í Keflavík var hann þekktur sem ,,al- mennilegi maðurinn“, sökum þess hversu viljugur hann var að hjálpa fólki. Honum þótti einnig mjög gam- an að stríða og grínast í fólki og urðu samstarfsmenn hans stundum fyrir barðinu á því. Afi var alltaf mjög vinnusamur og átti í raun erf- itt með að vera iðjulaus, amma lýsti honum einhvern tímann þannig að hann gæti ekki sagt nei þegar hann væri beðinn um að vinna. Samband mitt við afa var einkar ánægjulegt fyrir mig því hann ásamt ömmu hefur séð um að dekra við mig frá fæðingu. Það virtist aldr- ei skipta máli hvernig vandamál maður kom með til Högna afa til úr- lausnar, alltaf virtist hann geta leyst þau hvort sem það var að smíða „bumbubana“ eða laga bíla. Hann hafði einstaklega mikið jafnaðargeð og ég minnist þess ekki að hafa séð hann reiðan. Hann æsti sig ekki einu sinni þegar ég sem barn skaut óvart ör úr heimatilbúnum boga í gler- augun hans. Mér er einnig minn- isstætt hversu úrræðagóður hann var á göngum okkar um Garðskaga, þar sem hann hafði alltaf ráð við öllu. Annað sem kemur upp í hugann er að fyrir nokkrum árum þegar ég vann í Leifsstöð gisti ég stundum hjá afa og ömmu og eitt sinn varð mér á að gleyma bindinu mínu heima. Ég fékk þá lánað bindi hjá Högna afa og notaði það í vinnunni. Mér þótti bindið svo flott að ég var ekkert að drífa mig að skila því. Þegar ég loksins ætlaði að skila bindinu kannaðist afi alls ekkert við bindið og sagði að hann hefði aldrei keypt svona ljótt bindi. Aðrir fjöl- skyldumeðlimir hafa síðan sagt að þetta bindi sé alls ekki í takt við fatastíl hans þannig að kannski dreymdi mig það þegar hann lánaði mér þetta bindi. En allavega þá hef- ur þetta bindi nú sérstaka merkingu fyrir mig og mér þykir það bara ansi flott. Mér er þó fyrst og fremst þakk- læti í huga fyrir hafa fengið tæki- færi til að kynnast þessum einstaka manni. Takk fyrir að vera mér góð fyrirmynd og reynast mér ávallt vel. Þín verður sárt saknað, Hilmar Guðlaugsson. Elsku afi, þú sem ert eins og hug- ur allra. Þú varst alltaf til staðar fyr- ir alla. Ekki þurfti að leita langt til þess að fá aðstoð við alla hluti. Ef eitthvað var í bígerð varst þú mætt- ur á staðinn til þess að hjálpa til. Alltaf var hægt að leita ráða. Þú varst með eindæmum þolinmóður og góður. Alltaf hress, skemmtilegur og var gert margt skemmtilegt með þér. Þú átt hjarta okkar allra því það er þér að þakka að frábæra fjölskyldu við höfum og af því við ekki sköfum. Hluta úr okkar hjarta við misstum, svo eilíft líf í burtu við kysstum. Þér er ei hægt að gleyma, í hjörtum okkar munum við þig geyma. Nú þú vakir yfir okkur dag og nótt, svo við munum sofa rótt. Við munum alltaf elska þig, elsku afi. Minningar þínar verða geymdar í hjarta okkar um alla tíð. Þínar sonardætur Ragnheiður Dröfn, Hafdís Guðrún og Anna Lilja Benediktsdætur. Högni Guðjónsson 30 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Eins sárt og það er trúi ég að þú lifir áfram í hjarta þeirra sem elska þig og verðir alltaf okkar verndarengill. Þú varst yndislegur afi sem fylltir hjarta mitt af ást, gleði og ör- yggi og tel ég það forréttindi að hafa kynnst þér og átt sem afa. Allar þær góðu minningar sem ég á um þig munu seint gleym- ast. Elsku afi, þú lifir í hjarta mér. Þitt barnabarn Tinna. HINSTA KVEÐJA Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð ✝ Ástkær kona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÞURÍÐUR EYMUNDSDÓTTIR, Kolgröf, Skagafirði, verður jarðsungin frá Reykjakirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Björnsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, VALGERÐUR BRAND, lést af slysförum sunnudaginn 5. október. Jarðarför fer fram í kyrrþey. Hlín Einarsdóttir, Malín Brand, Stefán Davíð Helgason, Carl Brand, Elísabet Brand, Bergljót Carlsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.