Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 14
Upprisa Íslands á laugardaginn Á LAUGARDAGINN hefst átak Klaks, Nýsköpunarstöðvar atvinnu- lífsins, og Innovits um landnám nýrra hugmynda undir yfirskrift- inni „Hugsprettan“. Markmiðið er að fá ungt fólk til að snúa bökum saman og vinna að stefnumótun fyrir Ísland. Hugsprettan verður í Háskólabíói á morgun, laugardag, kl 11-14. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, auk Magnúsar Schevings, Guðjóns Más Guðjóns- sonar og Hauks Inga Jónassonar, mun leiða stefnumótun um framtíð Íslands. Stofnuð hefur verið Face- book-síða um atburðinn. Rannsóknir – Sóknarfæri á Vesturlandi Ráðstefna á vegum Þekkingarklasa Vesturlands Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi 20. október kl. 11.00-16.00 Skráning, morgunkaffi og afhending gagna 10.40-11.00 Setning Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness Vit í aska... Af upphafi vestlenskra verkmennta-skóla Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Þekkingarmiðstöð á þjómenningarstað. Rannsóknir Snorrastofu í Reykholti. Bergur Þorgeirsson, Snorrastofu Hraði - umfang - sérhæfni Ásta Dís Óladóttir, Háskólanum á Bifröst Hádegisverður í boði Akranesbæjar Er landslagið á Vesturlandi einhvers virði? Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands Fegurin í stjórnunarrannsóknum Njöður Sigurjónsson Háskólanum á Bifröst Þversagnir umburðarlyndisins Jón Ólafsson, Háskólanum á Bifröst Er hægt að mæla jafnrétti? Elín Blöndal, Háskólanum á Bifröst Áhrif mengunar á íslenska arnarstofninn Róbert Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands Er lúpína landbót? Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslu ríkisins Menningarlandslagið: Að neyta og njóta Anna Guðrún Þórhallsdóttri, Landbúnaðarháskóla Íslands Umræður og ráðstefnuslit DAGSKRÁ Ráðstefnustjóri verður Kolfinna Jóhannesdóttir 14 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ALLS fóru tæplega 58.000 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. októ- ber sl., en á sama tíma í fyrra voru þeir um 50 þúsund. Samdráttur er hins vegar í brottförum Íslendinga, því á sama tímabili fóru 46.600 Íslendingar úr landi sem er 9,3% fækkun. Ef litið er til marksvæða má sjá að fjölgun er frá öllum stöðum nema Bandaríkjunum. Norðurlandabúum fjölgar um 11%, Bretum um tæp 20% og öðrum Evrópubúum um 37%. Munar þar mest um fjölgun Þjóðverja um 67%, og fjölgun Frakka um 43%. Ferðamönnum fjölgar Morgunblaðið/Golli STUTT Þarf skjóta meðferð Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga á Alþingi í gær en frumvarpið fékkst ekki afgreitt í fyrra. Í ræðu sinni furð- aði hann sig á því að þingmenn skyldu ekki hafa skilning á mikilvægi þess að frumvarpið fengi skjóta meðferð. Meiri hætta af mengun Atli Gíslason, VG, gerði nú sem í fyrravetur at- hugasemdir við frumvarpið en honum þykja ákvæði í því tak- marka borg- araleg réttindi og meint hryðju- verkaógn sem bregðast á við óljós. Evrópubúum standi tölfræðilega meiri ógn af mengun eða kynbundnu ofbeldi. Birgir Ármannsson sagði víðtækan stuðning hafa verið við frumvarpið í allsherjarnefnd á vordögum en að Atli hefði síðan flutt ótal breyting- artillögur við allt önnur ákvæði al- mennra hegningarlaga en frumvarpið tekur til. Fyrsti maí fimmta maí Samúel Örn Erlingsson, Framsókn, mælti í gær fyrir þingsályktun- artillögu þess efnis að skipuð yrði nefnd til að undirbúa breytt lög um frídaga að vori. Lagt er til að frídagar verði færðir til að auka framleiðni í atvinnulífinu og til hagræðis fyrir al- menning. M.a. er nefnt að 1. maí verði haldinn hátíðlegur fyrsta mánu- dag í maí. Dagskrá þingsins Í næstu viku eru kjördæmadagar og þingfundir liggja því niðri. Þingmenn mega þó eiga von á því í ljósi efna- hagsástandsins að boðað verði til þing- eða nefndafunda. halla@mbl.is Atli Gíslason EKKI kemur til greina að fara framhjá lögum í landinu til að flýta framkvæmdum við álver á Bakka, að því er fram kom í svari Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, sem nú situr á þingi fyrir Samfylk- ingu, á Alþingi í gær. Mörður vakti athygli á auglýs- ingu sem birtist í dagblöðum í gær þar sem sveitarstjórar og fleiri að- ilar á Norðurlandi skora á rík- isstjórnina að gera allt sem í henn- ar valdi standi til að hægt sé að taka ákvörðun um byggingu álvers á Bakka sem allra fyrst. Leysir álver allan vandann? Mörður sagði auglýsinguna koma á óvart. Vitað hefði verið um hug forystumanna á Norðurlandi til ál- versbyggingarinnar. „Það kemur hins vegar á óvart að því sé haldið fram að framkvæmdir nú við þetta álver leysi úr því neyðarástandi í banka- og gjaldeyrismálum sem er uppi í samfélaginu,“ sagði Mörður og þótti áskorunin líka skrítin í ljósi þess að stefna ríkisstjórnarinnar væri að álver yrði byggt á Bakka. Össur Skarphéðinsson svaraði því til að brugðist yrði við áskor- uninni með jafnaðargeði og skiln- ingi. „Það liggur alveg fyrir að rík- isstjórn Íslands styður álver á Bakka,“ sagði Össur og bætti við að hann hefði gert allt til að flýta þeim framkvæmdum. Þær væru í eðlileg- um farvegi. Hins vegar ætti hvorki að setja lög eða afnema lög sem eru í gildi til að flýta framkvæmdum enn frekar. halla@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Spurning Undanfarið hafa verið fáar óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra en í gær komust færri að en vildu Lögin gilda líka um Bakka Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ ER vafasöm hugmynd að íslensk stjórnvöld skrifi upp á óútfylltan tékka til að mæta kröfum hollenskra og breskra Icesave- reikningseigenda. Þetta er mat Péturs H. Blöndal, for- manns efnahags- og skattanefndar Alþingis, en nefndin fundar títt þessa dagana til að fara yf- ir ástand efnahagsmála. „Ég held það sé alls ekki hagur þessara þjóða að Ís- lendingum sé varpað í myrkur fá- tæktar og örbirgðar,“ segir Pétur. Hann segist hallast að skoðun Lár- usar Blöndal og Stefáns Más Stefáns- sonar, sem þeir settu fram í grein í Morgunblaðinu í fyrradag, að ekki beri að tryggja innstæður erlendis meira en Tryggingasjóður ræður við, þar til hann tæmist. „Svo er auðvitað spurning hvað maður gerir fyrir vel- vild og hvað í nauð, þegar hótað er að loka fyrirtækjum og reikningum. Það eru ákveðin vandræði við að flytja innstæður núna frá Bretlandi vegna þess að enn er litið á okkur sem ein- hvers konar hryðjuverkamenn. Það er náttúrlega kúgunartæki sem ætti ekki að viðgangast í samskiptum frjálsra þjóða,“ segir Pétur. Efnahagurinn byrjar á núlli Pétur segir að komi eignir íslensku bankanna á móti kröfum hér heima fyrir gerist það raunar af sjálfu sér að efnahagurinn byrji aftur á núlli. „Nýju bankarnir taka þá yfir eignirn- ar þannig að þær koma á móti skuld- um. Eignirnar eru útlánin, sem hafa verið lánuð til fyrirtækja og einstak- linga, en skuldirnar innlánin,“ segir Pétur og telur efnahags- og skatta- nefnd þingsins vera góðan vettvang til breiðra skoðanaskipta milli stjórn- ar og stjórnarandstöðu. Fulltrúar Tryggingasjóðs, Seðlabankans, Sam- keppniseftirlitsins og skilanefnda bankanna hafa þegar komið fyrir nefndina og Pétur segir nauðsynlegt að fá fram sem flest sjónarmið til að leita lausna á vandanum. Hann leggur jafnframt áherslu á að gjaldeyris- markaðnum verði komið aftur í gang hið fyrsta. Ef tekið sé upp skömmt- unarkerfi myndist hliðarmarkaður. „Það eru aðilar sem eiga peninga í út- löndum en koma þeim ekki heim vegna þess að bankarnir hér fóru á hausinn. Nýju bankarnir hafa ekki fengið viðurkenningu og almennt er ekki millifært á Seðlabankann,“ segir Pétur og leggur áherslu á samstarf til að leysa þetta vandamál sem önnur. Opinn tékki vafa- söm hugmynd  Efnahags- og skattanefnd fundar títt þessa dagana  Formaðurinn sammála Lárusi Blöndal og Stefáni Má Pétur H. Blöndal ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.