Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SEM oftar fylgdist
ég af athygli með
Silfri Egils 12. októ-
ber sl., þætti sem ein-
kenndist ekki af dæg-
urþrasi eins og oft vill
verða, heldur graf-
alvarlegri stöðu sem
Íslendingar hafa kom-
ið sér í með takmarkalausri trú á
óheft markaðskerfi. Þátturinn bar
merki þess áfalls sem fólk hefur
orðið fyrir. Flestir gesta þáttarins
voru á því að nú ætti ekki lengur
við að gróði fárra væri hagur allra
eða að framtíðin ætti að byggjast
á útrás án tillits til þess að við
gætum þurft að axla ábyrgð ef illa
færi. Velt var upp grundvall-
aratriðum sem varða hagsmuni
okkar fámennu þjóðar, hvað hefði
klikkað, hverjir bæru ábyrgðina
og hvernig ætti að bregðast við.
Með þessum orðum vil ég ekki
gera lítið úr öðrum þáttum Egils.
Hann hefur oft áður kallað til
fundar málsmetandi fólk og mjög
fróðlegt að fylgjast með innleggi
þeirra til þjóðfélagsmála á hverj-
um tíma. Þar hefur mér þó stund-
um fundist lítið gert úr gömlum
gildum, en nú hafa þau verið graf-
in upp og fólk orðið sammála um
að við hefðum betur hugað að
þeim samfara því að nýta tækifær-
in sem felast í frelsi til mennta, til
atvinnu og í viðskiptafrelsi við
aðrar þjóðir. Því miður hefur um-
ræðan í þessum þáttum oft orðið
ansi svarthvít og snúist meira um
kreddukenningar og flokkaþras,
en þar er varla við Egil að sakast.
Burt með laumuspilið
Víst er það svo að sumt þarf að
fara leynt og stund-
um þarf að grípa
gæsina þegar gefst
hvort sem er í við-
skiptum eða öðru, en
almennt séð er
gegnsæ umræða til
góðs. Aðeins á þann
hátt getur fólk tekið
upplýsta afstöðu til
mála. Fólk er ekki
fífl ef það aðeins fær
að vita sannleikann í
hverju máli og þar
gegnir upplýs-
ingaskylda stjórnvalda miklu. Því
miður hefur hún brugðist í stórum
málum. Til þess að upplýsa fólk og
kryfja mál til mergjar eru þættir
eins og Silfrið vel fallnir og oft
hefur Agli tekist að kalla fram
umræður um álitamál, t.d. með því
að bjóða í þáttinn mönnum eins og
Ragnari Önundarsyni sem fyrir
löngu varaði við því sem væri að
gerast. Varnaðarorð hans og
margra fleiri hlutu þó ekki hljóm-
grunn því að þjóðin trúði í blindni
á útrásarvíkingana og að allt sem
skapaði atvinnu og tekjur væri af
hinu góða hvað sem það kostaði.
Hefði þjóðin til dæmis samþykkt
þær ábyrgðir sem skellt hefur
verið yfir okkur ef við hefðum vit-
að hvernig í þann pott var búið?
Ekki ég, og það sem meira er,
okkur var aldrei kynnt þetta og
gegnsæ umræða fór aldrei fram.
Þess vegna er þörf á að vanda til
umfjöllunar og gleyma ekki því
sem raunverulega skiptir máli.
Hverju er fórnað og hvað
fáum við í staðinn
Lítið hefur farið fyrir umræðum
um hvað felst í grundvallaratriði
eins og hugtakinu „sjálfbær þró-
un“, þ.e. að fullnægja þörfum sam-
tíðar án þess að skerða möguleika
komandi kynslóða til að mæta sín-
um þörfum, og þar á ég ekki ein-
göngu við nýtingu náttúru-
auðlinda. Áður en mikilvægar
ákvarðanir eru teknar er gott að
fá álit sem flestra, líka nátt-
úruleysi Egils þegar um er að
ræða viðhorf hans til byggða- og
umhverfismála á Íslandi. Gagn-
stæð sjónarmið kalla á umræðu,
en því miður höfum við ekki gefið
lýðræðinu gaum þegar taka þarf
ákvarðanir um risavaxin mál sem
ættu auðvitað að fá vandaða um-
fjöllun áður en rokið er til.
Nú liggur fyrir að í dansinum
kringum gullkálfinn gleymdust
grundvallaratriði, m.a. regluverk
og eftirlit sem veita frelsinu að-
hald og eðlilegar skorður. Plan B
virðist ekki hafa verið til hjá rík-
isstjórnum og í B-plani auðmanna
hefur mest borið á því að koma ár
sinni vel fyrir borð.
Lokaorð
Um leið og ég óska ráðamönn-
um alls hins besta við að lágmarka
skaða af óráðsíunni og við það að
koma þeim til hjálpar sem verst
hafa orðið úti, þá vil ég hvetja Eg-
il Helgason og aðra til opinskárrar
umræðu um grundvallaratriðin og
efla þannig lýðræðisvitund. Að
lokum minni ég á orð Þorsteins
Erlingssonar: „Ég trúi því sann-
leiki að sigurinn þinn að síðustu
vegina jafni.“ Áfram með Silfrið.
Egill Helgason og þjóðin
Snorri Sigurjónsson
skrifar um ástandið
í þjóðfélaginu, Silfur
Egils og Egil
Helgason
» Til þess að upplýsa
fólk og kryfja mál til
mergjar eru þættir eins
og Silfrið vel fallnir og
oft hefur Agli tekist að
kalla fram umræður um
álitamál …
Snorri Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi.
ÞAÐ var athygl-
isvert að heyra þing-
menn Samfylking-
arinnar á Alþingi í
vikunni lýsa því hvern-
ig Fjármálaeftirlitið
hefði brugðist hlut-
verki sínu og leyft
Landsbankanum að
stofna innlánsreikn-
inga í útibúum sínum í
Bretlandi á ábyrgð ís-
lensks almennings.
Landsbankinn hefur
hins vegar ítrekað að
hann hafi í einu og öllu
farið að tilmælum
Fjármálaeftirlitsins.
Ég er sammála því að
þá sem hér hafa farið
offari og brotið af sér
gagnvart þjóðinni eigi
að sækja til saka og
það fyrr en seinna.
Í höndum Samfylk-
ingarinnar
Hins vegar er rétt að hafa í huga
þegar einstakir þingmenn stjórn-
arflokkanna hafa uppi digurmæli um
mistök eftirlitsstofnana og meint lög-
brot bankastjórnenda að það er rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokksins og ráð-
herrar hennar sem einnig bera
ábyrgðina. Samfylkingin hefur geng-
ið inn í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og fylgt óbreyttri stefnu hans. Og
það er Samfylkingin sem hefur átt
ráðherra bankamála og farið með
málefni Fjármálaeftirlitsins und-
anfarið hálft annað ár.
Það er einmitt í bankamálaráðher-
ratíð Samfylkingarinnar sem þessir
reikningar Landsbankans í Bretlandi
hafa þanist út og við því var varað.
Hefði bankamálaráðherrann ekki átt
að bregðast strax við þegar á það var
bent?
VG og einkavæðing bankanna
Þingmenn VG voru þeir einu á Al-
þingi sem lögðust gegn einkavæðingu
bankanna. Aðrir flokkar studdu þá
dæmalausu aðgerð eins og hún var
framkvæmd. Við þingmenn í VG
fluttum tillögur um að setja bönk-
unum strangari skorður, aðskilja við-
skiptabanka og fjárfestingasjóði og
aðskilja erlenda og inn-
lenda starfsemi. Á varn-
aðarorð okkar var ekki
hlustað.
Gekk Fjármálaeft-
irlitið erinda brask-
aranna?
Við þingmenn Vinstri
grænna höfum á Alþingi
ítrekað gagnrýnt vinnu-
brögð Fjármálaeftirlits-
ins og forgangsröðun
þess í verkum sínum.
Við höfum gagnrýnt að
Fjármálaeftirlitið gengi
frekar erinda fjár-
magnseigenda og útrás-
araðila en að standa
vörð um hagsmuni ís-
lensks almennings.
Svo dæmi sé tekið var
Fjármálaeftirlitið dug-
legt við að aðstoða auð-
menn við að komast yfir
héraðssparisjóði víða
um land. Eftirlitið lét
viðgangast að stjórn-
endur einstakra spari-
sjóða færu langt út fyrir
verksvið sjóðanna í
áhættusækni og braski
með almannafé.
Til dæmis var almennum stofnfjár-
höfum í Sparisjóði Skagafjarðar fyrir
nokkrum mánuðum bent á dómstóla
þegar þeir leituðu til Fjármálaeft-
irlitsins um stuðning við að verja
sjóðinn sinn yfirtöku fjármálabrask-
ara. Fjármáleftirlitið vildi þá heldur
standa með bröskurunum. Nú ætti
Fjármáleftirlitið að sjá sóma sinn í að
biðja Skagfirðinga afsökunar á fram-
ferði sínu gagnvart þeim og vinna að
því að færa sparisjóðinn aftur í hend-
ur heimamanna.
Sparisjóður Suður-Þingeyinga
Nú hafa veður skyndilega breyst
og horft er til þeirra sparisjóða sem
ekki urðu græðginni að bráð með
endurreisn heilbrigðs fjármálalífs á
Íslandi.
Það var ánægjulegt að heyra af
góðri stöðu Sparisjóðs Strandamanna
og Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem
fylgt hafa sparisjóðahugsjóninni
gegnum árin. Kannski ætti að fela
þessum aðilum að stýra endurreisn
heilbrigðs bankakerfis í landinu.
Ábyrgð banka-
málaráðherra
Jón Bjarnason
skrifar um málefni
og stöðu banka og
sparisjóða
Jón Bjarnason
» Það er ein-
mitt í banka-
málaráðherratíð
Samfylking-
arinnar sem
þessir reikn-
ingar Lands-
bankans í Bret-
landi hafa þanist
út og við því var
varað.
Höfundur er þingmaður
VG í Norðvesturkjördæmi.
SPILLINGIN á Ís-
landi kemur til með
að halda áfram meðan
núverandi stjórnvöld
halda um taumana.
Skýringin er einföld.
Svona stjórnarhætti,
eins og viðgengist
hafa hér, stunda ekki
nema algerlega sið-
blindir menn. Það lýs-
ir sér vel í því að dökkbláu íhalds-
mennirnir kenna ýmist Framsókn
um klúðrið eða vonda karlinum í
Ameríku sem fann upp undirmáls-
lánin. Hér gekk allt eðlilega fyrir
sig þangað til þessar skepnur í
USA klúðruðu þessu. Geir H.
sagði í dramatískasta ávarpi sem
þjóðin hefur fengið í andlitið frá
upphafi sjónvarpsútsendinga, að
ekkert yrði eins og áður. Verður
þá íhaldsmaður blótsyrði núna,
eins og framsóknarmaður eða
kommúnisti var áður? Þykir þá
fínt að kjósa Vinstri græna hér
eftir en púkó að kjósa þjófótt, sið-
blint og valdhrokaspillt íhaldið? Ef
sést jakkafataklæddur, sjálf-
umglaður maður á Range Rover
leggja dýra bílnum í 33 gráður í
stæði fyrir fatlaða, verður þá sagt
„þetta er helv. íhalds-
kurfur“? Verða það
Vistri grænir sem
verða með pitsu og
kaldan á boðstólum til
að hjálpa óákveðnum
kjósendum að kjósa?
Verða þeir kannski
með lokað flokks-
bókhald svo að garð-
yrkjumennirnir sem
borga í púkkið njóti
nafnleyndar? Þeir fá
svo ódýrt rafmagn í
staðinn, ódýra hita-
veitu og verndartolla á grænmeti.
Eða verður það Framsókn?
Ég get ekki að því gert að
hugsa með mér, þegar ég hugsa
um hörðustu, bláustu, hægrisinn-
uðustu íhaldsmenn (þessi 10%)
sem dýrka og tilbiðja frumskóg-
arlögmálið í viðskiptum sem öðru,
hvernig menn geta verið svona
samfélagslega vanþroskaðir. Sum-
ir þessara manna hafa bloggað um
sína sýn á málin þessa dagana og
það versta sem þeir sjá eru rík-
isafskiptin. Það á bara að leyfa
öllu að fara á hausinn. Alveg sama
þó siðblindir fjárglæframenn dragi
saklausar fjölskyldur með sér í
svaðið, sem eru eingöngu að reyna
að koma sér þaki yfir höfuðið og
búa börnunum það öryggi sem
þau þurfa í uppvextinum. Alveg
sama þó allar ríkisstjórnir um all-
an heim séu að berjast við að
halda heimilunum gangandi. Meira
að segja leyfði einn sér að vitna í
Milton Friedman, höfund frjáls-
hyggjunnar. Einhvers staðar hafa
Íslendingar sleppt úr í þýðing-
unni, því hann sagði að kerfið
gengi ekki upp nema að á bak við
væri stór og sterkur gjaldmiðill.
En flestir eiga það sameiginlegt
að blogga undir dulnefni. Eins og
Klu Klux Klan-meðlimir með hett-
una á hausnum. Eins og þeir
skammist sín fyrir málstaðinn.
Mögnuð kvikindi.
Ég verð ekki sáttur, og þetta er
það sem flestir landsmenn tala um
og er þjóðþrifamál, fyrr en við
fáum peningana okkar, þýfið, aft-
ur heim. Þó ekki væri nema til að
lina sárustu þjáningar sparifjár-
eigenda á Íslandi. Fyrr fá lands-
menn ekki þá tiltrú sem þarf að
vera á kerfinu, stjórninni og yf-
irvöldum á landinu yfirleitt.
Skepnurnar sem mokuðu fénu
okkar svo í eigin vasa, á svo að
setja í gapastokk á torgum til að
fólk geti virt þá fyrir sér og sýnt
þeim sömu lítilsvirðingu og þeir
sýndu okkur. Ég legg til að við
byrjum samt á því að gefa þeim
séns á að gefa sig fram og skila
peningunum. Það er mannlegra.
Og fyrst við erum farin að tala um
mannlega þáttinn þá vildi ég ekki
vera í sporum Geirs og Davíðs.
Eftir misheppnaða tilraun til að
láta frjálshyggjukerfið ganga á Ís-
landi, væru þeir best settir með að
viðurkenna mistök sín og fara frá
völdum, boða til kosninga og leyfa
næstu stjórnarstefnu að gera til-
raunir á landanum næstu árin.
Hver veit nema þeir komist ennþá
dýpra í vasa okkar en fyrirrenn-
ararnir.
Burt með þá alla
Magnús Vignir
Árnason skrifar um
efnahagsmál
»Ég verð ekki sáttur,
og þetta er það sem
flestir landsmenn tala
um og er þjóðþrifamál,
fyrr en við fáum pen-
ingana okkar, þýfið, aft-
ur heim.
Magnús Vignir Árnason
Höfundur er bílasali.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Á ÞESSUM síðustu og verstu lang-
ar mig að benda fólki á eina góða að-
ferð til að létta sér tilveruna og það
er að lesa eitthvað eftir eða hlýða á
Megas.
Því miður er það svo að hann hef-
ur ekki enn sungið einn sinn besta
texta inn á plötu og held ég að aldrei
hafi texti passað eins vel við tímann
og sá. Hér á ég við Jason og gullna
reyfið sem mér skilst að sé einn elsti
texti Megasar, gerður einhvern tíma
milli 1968 og 1971.
Í Jason og gullna reyfinu lýsir
Megas baráttu Jóa (Jóhannesar
Nordal líklega) við að halda þjóð-
arskútunni á floti.
Tvö brot með leyfi höfundar.
Og steinsteypt myrkrið það hrynur
með hljóðdeyfðu braki.
Handanvið rústirnar skína
verslunarbyggingar
og tollvörugeymslur og hallir allt
höggvið í drauma
og hugsjónir hvinnskra feðra án
ríkistryggingar.
og síðar í sama texta.
Og Jói segir: engan æsing það kemur
allt, bara vera kúl og bandar
með hattinum mönnum að rífa eitthvað
flothæft úr flakinu
og fleyta sér á því heldur en synda til
strandar.
Svo má líka lesa sér til hug-
arhægðar eða hlýða á textann Hríð-
in þar sem í viðlagi er sungið. „Þessi
alíslenska hríð já hún er ævinlega í
fangið í hvaða átt svosem þú stefn-
ir.“
Í Svo skal böl bæta eftir Megas er
einnig góð hughreysting.
Fjögur ár líða og loks er allt endanlega í
steik
og loforðin fínu þau reyndust öll tómt
djöfulsins feik.
Þá fréttirðu það hungraður með húsfylli
af konu og krökkum
að horfur fari versnandi hjá þrælunum
á Volgubökkum.
Með baráttukveðju og þökk fyrir
lesturinn.
ÓLAFUR ÞÓRIR
AUÐUNSSON,
Kirkjustétt 7, Reykjavík.
Hlýðum á Megas
Frá Ólafi Þóri Auðunssyni:
smáauglýsingar
mbl.is