Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILBOÐ VIKUNNAR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 219.900 kr.129.900,- aðeins Sofasett 3 +1+1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MAÐURINN sem slasaðist al- varlega í vinnu- slysi á Ísafirði á miðvikudag lést af völdum sára sinna í gær. Maðurinn, sem var á sjötugs- aldri, var við vinnu á hafnarsvæðinu þegar vinnu- pallur sem hann stóð á gaf sig með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Hinn látni hét Steinþór Steinþórsson, til heimilis á Ísafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Rannsókn á tildrögum slyssins er ólokið að sögn lögregl- unnar á Vestfjörðum. Lést eftir vinnuslys LÝST er samstöðu með Íslandi í lokayfirlýsingu Evrópusambandsins frá í gær, en jafnframt sagt að ís- lensk stjórnvöld verði að uppfylla al- þjóðlegar skuldbindingar sínar. Lýsir ráðherraráðið samstöðu með þeim aðgerðum, sem Ísland hafi gripið til, en landið tengist ESB þar sem það eigi aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Landið þurfi stuðning alþjóðasamfélagsins en verði jafn- framt að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Síðustu setn- ingunni var bætt inn í uppkast að yf- irlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig hvatt til þess, að komið verði á samræmdu eftirlitskerfi með fjár- málum ESB-ríkja og stofnaður að- gerðahópur til að fást við kreppuna. Samstaða með Íslandi FLUGFREYJUR og flugþjónar hjá Icelandair hafa undanfarna daga ekki fengið greidda dagpen- inga inn á gjaldeyrisreikninga eins og venja er. Að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upplýsingafulltrúa Ice- landair, er það vegna þeirra vand- kvæða sem hafa verið á gjaldeyrisviðskiptum undanfarið. Guðjón segir venjulega gengið frá dagpeningagreiðslum til flug- freyja tvisvar sinnum í viku inn á gjaldeyrisreikninga. Þar sem það hafi ekki gengið síðustu daga verði fyrirtækið sennilega að fara þá leið að greiða dagpeninga út í íslensk- um krónum meðan þetta ástand varir. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, hefur enn ekki reynt á það hvort dagpeningagreiðslur frá Iceland Express skili sér þar sem gengið sé frá þeim sjaldnar, eða mánaðarlega. ben@mbl.is Dráttur á dagpeningum flugfreyja Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is NOKKRIR tugir starfsmanna Landsbankans, sem hafði verið sagt að þeir myndu missa vinnuna við stofnun Nýja Landsbankans, hafa nú fengið þær fregnir að þeim verði eftir sem áður boðið starf í nýja bankanum. Starfsmannastjóri segir að eftir eigi að segja formlega upp starfs- mönnum gamla bankans og semja við þá sem fá áframhaldandi vinnu um kaup og kjör. Atli Atlason, starfsmannastjóri Nýja Lands- bankans, segir að við stofnun bankans á dögunum hafi verið bú- inn til ákveðinn rammi utan um starfsemina. „Til að eyða óvissunni létum við starfsfólk strax vita hvort því yrði boðið starf í nýjum banka eða ekki. Um helgina sáum við að við hefð- um fleiri laus störf hér og þar í bankanum og buðum þá fólki, sem við höfðum sagt að fengi ekki áframhaldandi vinnu, starf á öðr- um stað í nýja bankanum,“ segir Atli og telur að um nokkra tugi starfsmanna sé að ræða. Alls fái um 300 starfsmenn ekki starf í nýjum banka. Hann bætir því við að enn hafi engum verið sagt upp störfum. „Það á eftir að ganga frá því formlega og síðan á eftir að semja við alla sem verður boðið starf í nýja bankanum um ný kjör,“ segir hann. Sumir muni halda óbreyttum kjörum en aðrir muni fá breytta launasamninga. Fleirum boðið starf á ný Nýi Landsbankinn mun endurráða nokkra tugi starfsmanna Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is TVEIR menn, Jónas Ingi Ragn- arsson og Tindur Jónsson, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október vegna aðildar að um- fangsmikilli fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Þeir eru báðir á reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi fyrir alvarlega glæpi. Tveir aðrir menn voru hand- teknir í gær í tengslum við málið, öðrum var sleppt eftir yfirheyrslur en hinn verður yfirheyrður í dag. Jónas Ingi var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2005 fyrir aðild sína að hinu svokallaða lík- fundarmáli en Tindur Jónsson var vorið 2006 dæmdur í sex ára fang- elsi fyrir tilraun til manndráps með sveðju og fjórar aðrar líkamsárás- ir. Fyrir dómsuppkvaðningu hafði Tindur setið í gæsluvarðhaldi í sex mánuði. „Operation Einstein“ Rannsókn málsins, sem þykir ekki eiga sér neina hliðstæðu hér á landi, hófst fyrir nokkrum mán- uðum. Hún var gerð í samstarfi við tollgæsluna og sérsveit ríkislög- reglustjóra. Þá var unnið í sam- starfi við Europol en þar starfa sérfræðingar í að taka niður fíkni- efnaverksmiðjur af þessu tagi. Eru nú tveir þessara sérfræð- inga staddir hér á landi og munu þeir næstu daga, ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, rýma hús- næðið af efnum og tækjum en framleiðslu sem þessari fylgir mikil sprengi- og eldhætta. Samtals tók á fjórða tug lögreglumanna þátt í aðgerðinni sem gengur undir nafn- inu „Operation Einstein“. Í gærmorgun var gerð húsleit samtímis á tveimur stöðum og voru þá Jónas Ingi og Tindur hand- teknir ásamt þeim þriðja. Sá fjórði var handtekinn seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli. Í iðnaðarhús- næðinu var lagt hald á háþróaðan tækjabúnað sem nota má til fíkni- efnaframleiðslu. Þar fannst einnig efni á framleiðslustigi, 20 kg af hassi og efni sem talið er vera full- unnið amfetamín eða metamfetam- ín. Ljóst þykir að framleiðslugeta verksmiðjunnar hafi verið afar mikil. Fyrir skömmu höfðu menn- irnir flutt til landsins eitt tonn af mjólkursykri sem er notaður sem íblöndunarefni. Lögreglan telur að framleiðslan hafi ekki verið lengi í gangi áður en hún lét til skarar skríða. Morgunblaðið/Júlíus Gripnir glóðvolgir Lögreglan hafði, í samstarfi við tollgæsluna og Europol, rannsakað amfetamínframleiðsluna í Hafnarfirði í nokkra mánuði. Fordæmalaust mál Morgunblaðið/Júlíus Skýrt frá Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsókn- ardeildar, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fíkniefnadeildar. Í HNOTSKURN »Við húsleitina fundust efnisem talin eru vera full- unnið amfetamín eða met- amfetamín. Metamfetamín er sterkara og eitraðra en am- fetamín. »Nýlega hafði verið flutt tillandsins eitt tonn af mjólk- ursykri sem er íblöndunarefni. Er það notað til að þynna tilbúið hreint amfetamín. »Tökum dæmi af amfeta-míni sem á að selja innan- lands. Sé efnið þynnt um tvo þriðju þarf 500 kg af hreinu efni fyrir tonnið af mjólk- ursykrinum. Þá fást 1.500 kg af amfetamíni, tilbúin til sölu. »Á heimasíðu SÁÁ kemurfram að í lok júlí sl. hafi grammið af amfetamíni kost- að 5.190 kr. Heildarsöluverðið fyrir 1,5 tonn af amfetamíni gæti því numið tæpum átta milljörðum. SÍÐAN eftir aldamót hafa þrjú mál tengd framleiðslu amfetamíns og metamfetamíns komið til kasta lögreglunnar, að atburði gærdags- ins meðtöldum. Vorið 2001 var framkvæmd hús- leit á heimili manns í Reykjavík þar sem grunur lék á að þar færi fram framleiðsla á amfetamíni. Efni og tæki til framleiðslu efnisins fund- ust á heimili hans. Meðan á hús- leitinni stóð framdi maðurinn sjálfsmorð með skotvopni. Hús- leitin var hluti rannsóknar fíkni- efnamáls sem staðið hafði yfir í nokkrar vikur. Síðla árs 2003 voru þrír karl- menn handteknir, grunaðir um stórfellda amfetamínframleiðslu í Kópavogi. Lögreglan fjarlægði bíl- farm af framleiðslutækjum auk nokkurs magns af amfetamíni. Lögreglan í gær sagði að mun- urinn á verksmiðjunni í Kópavogi og þeirri í Hafnarfirði væri eins og á sjoppu og stórmarkaði. Framleiðslan á sér enga hliðstæðu á Íslandi  Fjórir karlmenn handteknir í gær vegna gruns um aðild að umfangsmestu amfetamínframleiðslu sem lögreglan hefur fengið til rannsóknar hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.