Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ MatthildurÁrnadóttir fæddist í Bolung- arvík 24. nóvember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi að kvöldi fimmtudagsins 9. október sl. Matt- hildur var dóttir þeirra hjóna Árna Sigurðssonar sjó- manns, f. 1888, d. 1945, og Sigríðar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 1982, d. 1985. Systkini Matthildar eru Árni Halldór, vélstjóri og versl- unarmaður á Ísafirði og Akranesi, f. 1915, d. 1991, Þorvaldur Snorri, skipstjóri í Reykjavík, f. 1917, d. 1992, Unnur Ástríður, húsmóðir á Ísafirði og Akranesi, f. 1913, d. 1990, Baldvin Ingi Sigurður, stýri- maður og pípulagningameistari á Ísafirði, Akranesi og í Reykjavík, f. 1929, d. 1998, og Guðmunda Soffía Hafstein, húsmóðir á Akra- nesi, f. 1923, nú búsett í Reykjavík. desember 1980, maki Ingólfur Bjarni Sveinsson, dóttir þeirra Helena Kristín, f. 25. janúar 2008. Matthildur og Pálmi Sveinn bjuggu á Ísafirði, Pálmi Sveinn var meðal annars skipstjóri á bát- um Samvinnufélagsins á Ísafirði. Þau fluttu síðar til Akraness þar sem Matthildur var húsmóðir alla tíð ásamt því síðar að vinna hjá fiskvinnslufyrirtækjum. Pálmi Sveinn var áfram skipstjóri, bæði á eigin bát, Fram, nýsmíði sem hann sótti til Svíþjóðar, og síðar hjá útgerðarfyrirtækjum á Akra- nesi. Eftir langa sjósókn frá Vest- fjörðum og Akranesi kom hann í land. Um langt árabil ráku Matt- hildur og Pálmi Sveinn eigin fisk- verkun, Faxafisk á Akranesi, með sölu fiskafurða víða um land, allt þar til starfsævi lauk. Einnig ráku þau áður um tíma ásamt vinafólki, Óla Erni og Gíslínu, fiskverkun og byggðu fiskverkunarhús á Akra- nesi. Matthildur var síðast til heimilis á Höfðagrund 3 á Akra- nesi. Útför Matthildar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Akra- neskirkjugarði. Matthildur Árna- dóttir frá Bolung- arvík giftist hinn 3. maí 1941, á Ísafirði, Pálma Sveini Sveins- syni, skipstjóra frá Súðavík, f. 28. sept- ember 1914, d. 17. júní 1992. Kjörsonur þeirra er Pálmi Pálmason, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 23. apríl 1951, maki Helga Ólöf Oliversdóttir, f. 18. mars 1954. Börn þeirra eru: 1) Oliver, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, maki Nanna Guðbergsdóttir, dætur þeirra eru: Nadja, f. 18. september 2002, Sonja, f. 11. apríl 2004, fyrir átti Oliver dótturina Evu, f. 7. des- ember 1991. 2) Pálmi Sveinn fram- kvæmdastjóri í Miami í Bandaríkj- unum, f. 26. október 1976, maki Ana Maria Chacon Pálmason, son- ur þeirra Pálmi Sveinn, f. 11. apríl 2008. 3) Matthildur Vala tölv- unarfræðingur og kennari, f. 3. Það er táknrænt að í ölduróti þjóðfélagsins í dag snýst kjar- naumræðan nú um traust og tryggð. Allt hrynur í einka-, at- vinnu- og þjóðlífi ef þennan lífslykil vantar, allt frá samskiptunum forð- um í Edensgarði til þeirra minnstu og stærstu í dag. Einmitt þessi gildi æpa að okkur hvern dag í fjöl- miðlum, beina sjónum okkar að þeim sem alltaf standa sig, eru allt- af trúir sínu og tryggir sínum, „þeim sem hægt er að stóla á!“ Þar var móðir mín á heimavelli. Ég held að hún hafi aldrei sagt ósatt orð í lífinu, kunni það líklega ekki, þagði frekar. Baktal eða illmælgi var ekki í hennar orðabók. Ein- lægni hennar, gjafmildi og gest- risni var annáluð, hún var boðin og búin að veita aðstoð eða gefa af sér á margan hátt. Lífsglöð og glaðvær kona, félagslynd væri hún drifin áfram, en meiri einfari réði hún sjálf og naut sín til fullnustu sem gestgjafi. Voru þær systur, Malla, Mauda og Ásta, allar steyptar í sama mót úr skóla Siggömmu sem var eins og gangandi húsmæðra- skóli og veisluþjónusta, enda dæt- urnar útskrifaðar með bravör inn í lífið. Foreldrar mínir náðu vel saman, voru ólík og bættu hvort annað upp, hvort á sínu sviði. Faðir minn harður skipstjóri að vestan sem all- ir gátu stólað á, hún fínlegri og glæsileg, einstök húsmóðir. Saman voru þau mótívið sem ég sjálfur sótti til í uppvextinum. Ég skynjaði þessi lífsgildi frá þeim sem var traust, tryggð, umhyggja og kær- leikur. Ástúðin beindist öll að mér þar sem einkabarnið var lukkunnar pamfíll í sinni eigin paradís til full- orðinsáranna. Það var agi og skipu- lag, en alltaf svigrúm fyrir soninn að þroskast. Ég kom til foreldara minna kornungur eins og guðs- gjafapakki þegar Gummi „frændi“ og Waltrá frá Lübeck skildu og komu eins og storkurinn með lítinn Pálma sem varð eftir það Pálma- son. Yndislegri, ábyggilegri og tryggari foreldra hefði ég ekki get- að fengið! Umhyggja þeirra var einkennandi, naut ég, einkasonur- inn, þess mest og best að sjálf- sögðu. Ástríki móður minnar til okkar fjölskyldu varð hennar til- gangur í lífinu. Allt annað en VIÐ var þar á eftir. Áttu börnin ein- staka ömmu sem alltaf var tilbúin með arma væntumþykju og hlaðin borð af krásum fyrir krakkana og vini, það var aldrei neitt of gott fyrir þau. Amma og afi voru einn besti skóli og fyrirmyndir fyrir börnin til að alast upp í kynnum við. Verður það aldrei að fullu met- ið. Móðir mín var trúuð kona, sá meira en aðrir, skynjaði hluti og lét á því sviði margt gott af sér leiða, gaf og hjálpaði öðrum í tilverunni. Þegar ég kveð móður mína á þess- um tímamótum sé ég margt af hennar arfleifð og foreldra minna í okkur sjálfum og fjölskyldunni sem myndaðist. Slík arfleifð, reynsla og lífsgildi er eitt af því dýrmætasta sem hún og faðir minn gáfu af sér. Það endist okkur lífið út. Galdurinn er að fara vel með það í okkur sjálfum, rækta áfram og hlúa að þeim sem við metum mest, þeim sem við elskum og viljum hafa næst okkur í lífinu. Guð varðveiti góða og einlæga konu sem ég er stoltur af að hafa „átt sem mömmu“ og minningu hennar alla tíð. Pálmi Pálmason. Amma Malla kvaddi okkur 9. október síðastliðinn. Þegar ég horfi aftur þá eru minningarnar um ömmu Möllu og afa Pálma svo margar og góðar. Margar af mín- um fyrstu minningum eru frá Vest- urgötunni uppi á Skaga og þeim góðu stundum sem ég átti með henni ömmu minni og afa. Þau höfðu alltaf tíma fyrir barnabörnin sín og höfðu mjög gaman af því að skemmta sér með okkur hvort sem það var úti í garði á sólríkum dög- um eða í bíltúrunum upp á „Slétt- una“ við Berjadalsána. Alla tíð síðan ég var drengur man ég aldrei eftir að amma hafi vísað einhverjum á dyr eða byrst sig svo mikið væri. Hún var alltaf mesta rólyndismanneskja og það var alveg sama hvaða einstakling bar að garði, öllum tók hún með opnum örmum, smurðu brauði, kökum og kaffi. Hún var húsfreyja af gamla skólanum og korters eða hálftíma heimsóknir breyttust allt- af í klukkutíma eða tvo og spjall um heima og geima. Amma lifði í 86 ár og var full- frísk flest þeirra þótt hún yrði að- eins lélegri undir lokin. Hún hafði alltaf eitthvað gott um fólk að segja og passaði upp á okkur fjölskyld- una sína með daglegum bænum. Það má heldur ekki gleyma því að hún hafði mikið skopskyn og fannst ekkert jafn gaman og að grínast í okkur börnunum og fá okkur til að hlæja með sér. Gleðin átti aldrei erfitt með að finna Ömmu Möllu. Amma Malla kenndi mér marga hluti og flestir höfðu með rétt og rangt að gera. Hún leið aldrei minni máttar að verða undir og reyndi alltaf að hlúa að þeim sem höfðu fengið slæma útreið í lífinu á einn eða annan hátt. Hún hafði ekki stóra líkamsbyggingu eða háa rödd en allir sem hana þekktu vita að í henni bjó stórt og hlýtt hjarta. Ef mér leið illa eða ef ég var veikur þegar ég var yngri þá var besti staður til að ná fullum styrk á Höfðagrundinni hjá ömmu í góðu yfirlæti og kyrrð og ró. Amma átti svo góða og gleðiríka ævi að sú hlýja sem stafaði af henni fer seint burt frá okkur. Ég veit að hún mun standa við hlið mína áfram í framtíðinni og pikka í öxlina á mér þegar ég þarf á því að halda. Hún mun halda áfram að lifa í minningunni og gefa mér góð ráð þar sem ég þarf eða að gleðjast með mér þegar gleðistundir ber að. Pálmi Sveinn Pálmason. Elsku hjartans amma Malla. Dagurinn er runninn upp. Þriðju- dagur og í Morgunblaðinu getur að líta mynd af þér innan um dán- artilkynningar. Ég fletti blaðinu með trega. Þegar maður á svona mikið nær óttinn við missi stundum að læðast aftan að manni. Nú er það ekki ótti lengur heldur raun- veruleiki. Raunveruleiki sem mig langar að segja að ég vilji ekki vera í, en það væri eigingirni. Því þú hefur nú kvatt okkur í bili og lagt upp í ferðalag með afa Pálma á ný. Hvílík dýrðarstund sem þeir end- urfundir hafa verið. Ég get ekki annað en samglaðst í hjarta mínu. En söknuðurinn er sár. Orð eru fátækleg og lítt til þess fallin að tjá þær tilfinningar, ást og hlýju sem ríkt hefur á milli okkar alla tíð. Styrkurinn sem þú hefur reynst mér á lífsleiðinni er ómetanlegur. Ásjóna þín er yfirleitt það fyrsta sem fyrir augu ber þegar hugurinn reikar að helstu hamingjustundum lífsins. Alltaf varst þú til staðar til þess að taka þátt í gleðistundunum og sem sólarupprás lýstirðu upp nóttina þegar ég þarfnaðist þess mest. Hjá þér var minn helsti griðastaður. Fimm ára vaknaði ég þar sem Oliver bróðir passaði og lá steinsofandi í rúminu. Aðskilnaðar- kvíði gerði vart við sig og tárin runnu niður vangann við hljóðan grátur. Ekki leið á löngu þar til verndarengillinn minn birtist í íbúðinni, tók litlu stelpuna í fangið og með sér heim á Vesturgötuna. Afi Pálmi var við störf úti í skúr að herða fisk og amma gaf þá skýr- ingu að Möllu litlu hefði liðið eitt- hvað illa svo hún fór bara að sækja hana. Það var því ekki að undra að undantekningarlaust á myrkri stundu var símtal frá ömmu næsta víst. Aðeins til þess að láta vita að maður gengi ekki veginn einn. Undanfarnar vikur áttum við fjöldann allan af yndislegum og fal- legum stundum. Fyrir örfáum dög- um stóð Helena við rúmið þitt og talaði til þín svo glatt. Nánast eins og hún vissi að hún væri að kveðja þig notaði hún hverja sekúndu til hins ýtrasta. Átta mánaða barna- hjal og við hvert hljóð sem hún gerði, bergmálaðir þú til hennar og svona kjöftuðuð þið saman í dágóða stund. Þessi stund var gulli betri og verð ég eilíflega þakklát og stolt yfir því að hafa getað myndað tengsl á milli þín og hennar, sem reynst hafa mér svo dýrmæt í gegnum árin. Fimmtudagskvöldið 9. október var stundin okkar. Mín og þín. Í hafi minninga þá fann ég strax að þessi var öðruvísi. Ég taldi með sjálfri mér frá einum og upp í tíu milli andartaka þinna, og hægt og rólega fækkaði tölunum. Ég söng í eyrað þitt sálminn okkar „Enginn þarf að óttast síður“ og að lokum fékk ég kvatt þig með sömu tónum og þú tókst á móti mér með fyrir 28 árum. Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. (Séra Friðrik Friðriksson.) Elsku amma. Guð geymi þig og varðveiti um alla tíð og alla tíma. Ég kveð þig með sorg í hjarta, en þakklæti fyrir að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir á þinn fallega og guðdómlega hátt. Innst inni næ ég svo í gleðina sem umvefur ykkur afa. Sálufélagar, sameinuð á ný. Guð almáttugur varðveiti okkur öll. Matthildur Vala. Elsku Malla mín. Nú kveð ég þig með söknuði en hlýju í hjarta. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þakka þér fyrir alla þá ást og virð- ingu sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Nödju og Sonju langaði að fá að kveðja langömmu sína með bæn- inni sem er skrifuð á koddann sem þú gafst þeim í jólagjöf. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Nanna Guðbergsdóttir. Nú er lokið lífsgöngu föðursystur okkar, Matthildar Árnadóttur eða Möllu frænku eins og hún var jafn- an kölluð innan fjölskyldunnar. Við áttum alla tíð mikið og gott sam- band, sem nú er gott að minnast. Malla var í huga okkar afar sérstök – blíð, góð og alltaf að þjóna þeim sem í kringum hana voru. Hún var afar hlédræg og vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Reglusöm með af- brigðum, allir hlutir í röð og reglu og alltaf allt í toppstandi. Malla var mjög trúuð og næm og það var sannarlega gott að vita að hún hafði okkur með í bænum sínum. Þá tók hún léttum húmor og stríðni pabba með brosi á vör, enda var á milli þeirra fallegt og elskulegt systkinasamband. Ótrúlegt var hvað hún náði að fylgjast með stórum hópi systkinabarna sinna, minnið gott og elskulegt hugarfar henni í blóð borið. Við trúum því að nú sé hún kom- in í hóp þeirra ástvina sem á undan eru farnir. Fjölskyldu Möllu send- um við samúðarkveðjur og hlýjar hugsanir. F.h. barna Árna og Steinu, Emilía P. Árnadóttir. Hún elskulega Malla amma hef- ur nú kvatt þennan heim. Ég var fimmtán ára þegar ég kynntist henni og manninum hennar, Pálma Sveinssyni heitnum. Þau áttu ynd- islegt heimili á Höfðagrund á Akra- nesi. Hjá þeim var rólegt og gott að vera og hlýlegt var viðmót þeirra beggja. Þau hugsuðu um fjölskylduna sína eins og unga í dúnmjúku hreiðri. Ef ég boðaði komu mína með fyrirvara vildi Malla alltaf fá að vita hvað ég vildi fá að drekka í heimsókninni svo hún gæti átt það til í ísskápnum þegar ég kæmi. Og ef ég var ekki viss gerði hún heitt súkkulaði en setti líka mjólk, gos og djús á borð- ið til að aðstoða mig við ákvarð- anatökuna. Og við eldhúsborðið sátum við stundum, ég, Malla og Pálmi, og skemmtum okkur við að horfa á Evu litlu slá saman ilj- unum, hjala og brosa. Þegar kvöld- aði bjó Malla um okkur inni í sjón- varpsherbergi, setti hitapoka undir sængina svo rúmið væri notalegt, fór með bænir og signdi yfir okkur áður en hún fór sjálf að hátta. Elsku Pálmi og Helga, Oliver, Pálmi og Vala, ég votta ykkur og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Ég signi Möllu í huganum og kveð hana með þessari bæn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hlaðgerður Íris Björnsdóttir. Matthildur Árnadóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar ✝ Elskuleg eiginkona mín, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrannarstíg 18, Grundarfirði, lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi fimmtu- daginn 9. október. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 18. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Grundarfjarðarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Runólfsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HARÐAR KARLSSONAR, Háaleitisbraut 109, Reykjavík. Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, Björg Harðardóttir, Erpur Snær Hansen, Stefán Karl Harðarson, Úlfur Alexander Hansen, Eldur Antoníus Hansen, Sveinfríður Sigrún Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.