Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Gleðilega hátíð“ hefur orðið aðnokkurs konar kveðjuorð-um á milli vina og kunningja er rekast hver á annan á Iceland Airwaveshátíðinni. Aldrei hefur verið jafn friðandi að heyra þessi orð og nú. Veröld þessa merkasta tónlistarviðburðar þjóðarinnar ár hvert virkaði ósnert á yfirborðinu. Allt fór fram eins og áður nema hvað fólk virðist þyrstara í að hlusta til að gleyma og skilja efna- hagsástandið eftir heima. Þetta skilaði sér í löngum röðum er mynduðust fyrir utan Tunglið og Nasa um ellefuleytið á mið- vikudagskvöldið. Ég man ekki eftir því að hafa verið í jafnmiklum troðningi á fyrsta degi Airwaves.    ÁHressó ætlaði ég að upplifaKlive en entist ekki lengi. Það hafði þó minnst með það að gera að ég tengdi lítið við þann gjörning er fór fram á sviðinu. Heldur hversu afleitur tónleikastaður Hressó er. Veitingasalan var enn í fullum gangi og fljúgandi matardiskar svifu framhjá og í gegnum flösku- hálsinn er hafði myndast vegna af- leitrar staðsetningar á sviðinu. Ég slaufaði því Bob Justman, er spilar aftur á morgun, og fór yfir á Nasa.    Allar íslensku sveitirnar á Nasakynntu lög sín á ensku, sem var undarlegt í ljósi þess að 90% fólks í salnum voru íslensk. Loksins er komin ný fönguleg stúlknasveit (fyrirgefðu Orri trommari, vantar smá skeggrót kannski?) er minnir ekki á Kol- rössu, Grýlurnar eða Björk. Vicky (ekki lengur Pollard) komu mér mest á óvart þetta kvöld. Spiluðu melódískt tilfinningarokk og þó hreðjar þeirra séu örlítið þyngri en hjá öðrum íslenskum stúlknasveit- um hafa þær allt fram að færa til þess að komast í hóp bestu rokk- sveita landsins. Hérna er allur pakkinn. Grípandi lög, söngkona er vinnur salinn með feimnislegu bulli á milli þess sem hún syngur úr sér lungun, glæsilegir gítarleikarar sem geisla af öryggi (ein með hana- kamb og hin með gerviskegg) og bassadama er límir allt saman. Our Lives höfðu upp á fátt gott að bjóða fyrir utan slagara þeirra „Núna“ sem er afbragð. Restin hljómaði of líkt vatnsþynntum bandarískum iðnaðarsveitum og var of laus við séreinkenni til þess að vekja áhuga minn.    En það var á tónleikum AgentFresco þar sem ég upplifði einu gæsahúð kvöldsins. Ef þetta voru mikilvægustu tónleikar þeirra til þessa þá negldu þeir þá. Síðan hvenær hefur tæplega átta mánaða gömul hljómsveit stoppað lag í miðju og látið húsfylli á Nasa klára með hópsöng? Arnór Dan er stórkostlegur söngvari með góða sviðsframkomu. Augnaráð hans og líkamsburður gefa til kynna að hver einasta nóta sé sungin frá hjartanu. Hrafnkell trommari er svo sá allra besti sem ég hef séð brjótast fram á sviðið í lengri tíma. Þrátt fyrir að vera ný- komin í heiminn er Agent Fresco ef- laust eina sveitin er kom fram þetta kvöld sem er fullkomlega reiðubúin í slaginn úti. Það er ógerningur að heillast ekki með fönklegu rokki þeirra... og ég fíla ekki einu sinni fönkrokk! Biffy Clyro var svo frá- bær endir á góðu kvöldi. „Ég hlusta ... til að gleyma“ FRÁ AIRWAVES Birgir Örn Steinarsson » Síðan hvenær hefurtæplega átta mánaða gömul hljómsveit stopp- að lag í miðju og látið húsfylli á Nasa klára með hópsöng? Morgunblaðið/hag Bob Justman Hressó er afleitur tónleikastaður og blaðamaður flúði. biggi@mbl.is SÝND Í SMÁRARBÍÓI Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Bangkok Dangerous kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára House Bunny kl. 6 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ Burn after reading kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Pinapple Express kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Step Brothers kl. 5:45 B.i. 12 ára Rafmögnuð Reykjavík kl. 5:30 - 6:45 B.i. 16 ára 650k r. 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR 650k r. 650k r. Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUN. BARA SÁRSAUKI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - S.V., MBL - Þ.Þ., DV -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS 650k r. HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650k r. 650k r. SÝND Í SMÁRARBÍÓI S.V. MBLFRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! Max Payne kl. 8 - 10 Kraftsýning B.i.16 ára Reykjavík Rotterdam kl. 8 B.i.14 ára House Bunny kl. 6 - 10 LEYFÐ Skjaldbakan og Hérinn kl. 6 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ The Women kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Max Payne kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Hamlet 2 kl. 10:15 B.i. 7 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 LEYFÐ SÝND Í SMÁRARBÍÓI OG BORGARBÍÓI HUGLJÚF OG SKEMMTILEG MYND UPPFULL AF FRÁBÆRUM LEIKKONUM HÖRKUSPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.