Morgunblaðið - 23.10.2008, Side 11

Morgunblaðið - 23.10.2008, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Fundur undir heitinu „Ofbeldi gegn konum og börnum. Þjóðfélagsmein! Hvað er til ráða?“ verður haldinn kl. 20 í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík. Frummælendur verða Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Kvennaathvarfsins, Sigríður Björnsdóttir, annar stofnenda sam- takanna Blátt áfram, og Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Fundarstjóri verður Ólafía Ragn- arsdóttir. Ofbeldi gegn konum rætt JAFNRÉTTISÞINGI sem félags- og tryggingamálaráðuneytið ætlaði að standa fyrir þann 7. nóvember nk. hefur verið frestað fram í janúar. nk. „Ráðuneytinu þykir ólíklegt að jafnréttisþingið nái markmiðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóð- arinnar,“ segir í fréttatilkynningu. Stjórn BSRB og jafnréttisnefnd bandalagsins mótmæla harðlega ákvörðuninni. „Það er eindregin skoðun BSRB að í „óvissuástandi“ eigi einmitt að leitast við að stinga á þjóðfélagsmeinum sem kynjamis- rétti óneitanlega er.“ Telur BSRB ótækt að þinginu skuli frestað. Jafnréttisþingi frestað DAGANA 24.-25. október er boðið til haustfagnaðar í Búðardal í Dala- sýslu. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum, m.a. sviðaveisla, diskó- tek, grillveisla, handverkssýning, sveitaball og allskonar dagskrá fyr- ir bændur, t.d. lambhrútasýning, smalahundasýning og fyrsta Ís- landsmeistaramótið í rúningi sem dæmt verður af breskum dómara. Fagnaðurinn hefst á morgun, föstu- dag, með handverkssýningu í Handverkshúsi Bolla. Keppt í rúningi Styrktartónleikar í Selfosskirkju sem Bergmál – líknar- og vinafélag, stendur fyrir, verða haldnir nk. laugardag kl. 14. Tilgangur tón- leikanna er að safna fyrir því sem upp á vantar til að klára byggingu orlofshúss fyrir krabbameinsjúka og aðra langveika sem verið er að reisa að Sólheimum. Allir listamenn sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína og rennur því allur að- gangseyrir óskiptur til Bergmáls. Styrktartónleikar SKIPULAGSSTOFNUN hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Tillagan liggur frammi til skoðunar hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, þar sem nánari upplýsingar má nálgast um mat á umhverfisáhrifum, auk þess sem hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu HRV, www.hrv.is og á heimasíðu Alcoa, www.alcoa.is. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. nóvember nk. til Skipulags- stofnunar. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun muni liggja fyrir þann 19. nóv- ember næstkomandi. Ný matsáætlun um Bakka ENN er ekki ljóst hvort eitthvað hefur tapast af höfuðstóli Auroru- velgerðarsjóðsins sem Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Krist- jánsdóttir, stofnuðu í janúar í fyrra. Höfuðstóllinn er 1 milljarður króna og var hann ávaxtaður hjá Kaup- þingi. „Hlutirnir eru ekki komnir á hreint hjá neinum en við vonumst samt til að geta staðið við áætlanir. Stefnan er að úthluta um 100 millj- ónum króna í janúar á hverju ári,“ segir Hulda Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Ólafs og starfsmað- ur velgerðarsjóðsins, sem veitt hef- ur styrki til bæði erlendra og inn- lendra verkefna. Stærsta styrktarverkefni Baugs er samstarfið við Clinton-Hunter Foundation og snýr það að kolefn- isjöfnun í Afríku. Baugur hefur greitt árlega til verkefnisins um 125 milljónir króna. Fyrirtækið hefur jafnframt greitt marga tugi millj- óna króna til annarrar góðgerðar- starfsemi á hverju ári. „Þessi mál, eins og önnur, eru metin í takt við stefnu og strauma fyrirtækisins í heild sinni,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, verkefnis- stjóri á kynningarsviði Baugs. ingibjorg@mbl.is Fé veitt áfram úr styrktarsjóðum Morgunblaðið/RAX Styrkveiting Stjórn Auroru velgerðasjóðsins og styrkþegar við úthlutun. Nýjar 1 lítra umbúðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.