Morgunblaðið - 23.10.2008, Page 28

Morgunblaðið - 23.10.2008, Page 28
inga til þess að þjappa þjóðinni saman.“ Bubbi hefur nú þegar fengið nokkra af vinsælustu tónlist- armönnum þjóðarinnar til liðs við sig. „Við erum byrjaðir að tala við hljómsveitir og þetta er breiðfylking tónlistarmanna sem ætla að gefa vinnu sína og koma fram. Þeir sem eru búnir að staðfesta eru til dæmis Lay Low, Stuðmenn, Esja og Ragnheiður Gröndal, og svo eiga einhverjir eftir að bætast við.“ Áður en að tónleikunum í Reykjavík kemur ætlar Bubbi hins vegar að halda tónleika úti á landi, en hann verður í Duus húsum í Reykjanesbæ á föstudaginn, og í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 kr. Í kjölfarið fer Bubbi svo norður í land og spilar á Akureyri, Húsavík, Dalvík og Sauðárkróki. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hef ekkert efni á þessu maður, ég á ekki bót fyrir boruna. Ég fór hins vegar og talaði við þá sem eru með Laugardalshöllina og þeir eru að gefa okkur hana,“ segir Bubbi Morthens sem ætlar að halda stór- tónleika í Höllinni hinn 15. nóvember. Þar mun fjöldi listamanna koma fram og gefa vinnu sína í þeim tilgangi að þjappa þjóðinni saman í kreppunni, en ókeypis verður á tónleikana. „Ég er líka búinn að skrifa Reykjavíkurborg bréf og ég er að vonast til þess að hún hjálpi okkur því það þarf að borga þrif, rafmagn og fleira. Í ljósi þess að Björk og Sigur Rós gátu feng- ið einhverjar þrjár eða fjórar milljónir hjá borginni í sumar til þess að mótmæla ál- verum hljótum við að fá einhverja pen- Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós 28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Fólk  Mikil undirskriftasöfnun fer nú fram á vefsíðunni indefence.is þar sem ósanngjarnri meðferð breskra stjórnvalda á íslenskum almenningi er mótmælt. Sjálfsagt er að hvetja sem flesta til þess að skrifa nafn sitt á þennan lista því án viðbragða al- mennings í landinu er ólíklegt að orðspor Íslendinga verði bætt í nán- ustu framtíð. Einnig má velta því fyrir sér hvort nú sé ekki tíminn fyrir ís- lenska listamenn til að stilla saman strengi og blása til listviðburðar í nafni friðelskandi þjóðar. List- viðburðar sem vekja myndi athygli langt út fyrir landsteinana. Hvað segja Björk og Bubbi við því? Ólaf- ur Elíasson, Sigur Rós og Vestur- port? Múm og Emilíana? Arnaldur Indriða, Ólafur Jóhann, Erró og all- ir þeir Íslendingar sem náð hafa ár- angri á erlendri grundu? Hafa verkefni menningar- sendiherra þjóðarinnar nokkurn tímann verið jafn ærin og nú? Ákall til menningar- sendiherra þjóðarinnar  „Smáfuglar“, stuttmynd Rún- ars Rúnarssonar var á dögunum valin besta stuttmyndin á kvik- myndahátíðinni í Varsjá í Póllandi auk þess sem hún hlaut að- alverðlaun á kvikmyndhátíðinni í Cork á Írlandi í flokki stuttmynda. Myndin er önnur stuttmynd Rún- ars í svokölluðum krossgátu- þríleik hans sem hófst með „Síð- asta bænum“ en hún komst líkt og „Smáfuglar“ í forval Óskarsverð- launanna. „Smáfuglar“ hefur ver- ið á mikilli sigurgöngu allt þetta ár síðan hún var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes og eru verðlaunin sem Rúnar hefur tekið við fyrir stuttmyndina orðin sex- tán talsins. Smáfuglar er þroska- saga sem gerist á einu kvöldi þeg- ar hópur unglinga ákveður að skella sér í fullorðinspartí með skelfilegum afleiðingum. Meðal leikenda í myndinni eru Atli Óskar Fjalarsson, Hera Hilmarsdóttir, Sigurður Jakob Helgason og Þór- unn Jakobsdóttir. Ótrúleg sigurganga Smáfugla Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er ekki dansverk þrátt fyrir að bera þennan titil en ef ég leik mér aðeins að orðunum myndi ég segja að það væri dansað á helstu málefnum tilverunnar í þessu verki,“ segir Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann um nýtt leikverk sitt Dansaðu við mig sem verður frumsýnt í Iðnó á föstudag. „Þetta er í raun og veru nú- tíma ástarsaga í mannlegum og hug- ljúfum kanti. Það koma margar per- sónur við sögu, ljósmyndari, lífeðlis- fræðingur, myndlistamaður og ást- kona, en samt eru bara tveir leikarar.“ Það er hinn nýstofnaði leikhópur Leikhús andanna sem setur verkið upp. Með hlutverkin tvö fara Hösk- uldur Sæmundsson og Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir og Jarþrúður Karlsdóttir semur tónlistina. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum. „Við erum með þá hugsjón að leið- arljósi að innblástur og sköpunar- kraftur þurfi ekki að kosta mikið. Kreppan hafði til dæmis þau áhrif á okkur að ríkisstjórnin tók tímabund- ið yfir húsnæðið okkar á æfingartím- anum fyrir blaðamannafundi,“ segir Þórdís en leikhópurinn býður sér- stakt kreppuverð, miðann á 2500 kr., á 2., 3. og 4. sýningu. Staumhvörf í skrifum Þórdís segir Dansaðu við mig vera verk í léttari kantinum og það marki því ákveðin straumhvörf í skrifum hennar. „Ég lauk nýverið við þríleik um þráhyggju, Brotið, Hungur og Fýsn, og þar var tekist á við mjög myrk við- fangsefni. Ég var orðin gegnsósa af þráhyggju og vildi sýna aðra hlið.“ Tvær beiðnir þurfti þó til að full- skapa verkið. „Það hafði samband við mig leik- húslistakona í London og vildi setja á svið einleik þar í borg. Þá skrifaði ég einleik fyrir konu sem hittir fyrir karl. Þegar ég var búin að ljúka því kemur Höskuldur að máli við mig og langar til að setja upp litla sýningu frá eigin brjósti. Ég sá mér þá leik á borði og skrif- aði verkið aftur með karli og þannig endurfæddist það og varð að þessu sem fer á fjalirnar á föstudaginn.“ Skálar og skálar Þórdís kemur víða við. Auk þess að setja upp sýningu í Iðnó hefur Fýsn verið á fjölum Borgarleikhússins og svo fer hún með hlutverk í sjónvarps- þáttunum Svörtum englum. „Þetta er alveg kómískt, á fimmtu- dagskvöldið er lokasýning á Fýsn þannig að þar mun ég mæta og skála í lokahófi og innan við sólarhring síð- ar mun ég skála í frumsýningarhófi fyrir næsta verk í Iðnó.“ Ekki eru það margar ungar konur sem fást við leikritaskrif. „Ég tel mig hafa notið gæfu á mín- um ferli, þetta er líka spurning um að vera dugleg og ekki láta undan þó að á móti blási.“ „Þetta er alveg kómískt“  Leikhús andanna setur Dansaðu við mig á svið og býður kreppuverð  Hugljúf og mannleg ástarsaga  Þórdís Elva var orðin gegnsósa af þráhyggju Morgunblaðið/Ómar Leikhús andanna Þórdís Elva, fyrir miðju, ásamt Höskuldi Sæmundssyni, Þrúði Vilhjálmsdóttur, Jóni Gunnari Þórðarsyni og Jarþrúði Karlsdóttur. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum að fara að syngja með Funkmaster 2000. Við ætlum bara að syngja okkar uppáhaldslög og vera í stuði,“ segir söngkonan Urður Hákonardóttir sem kemur fram ásamt Kristjönu Stefánsdóttur á tónleikum djassklúbbsins Múlans á Rósenberg í kvöld. „Titillag tón- leikanna er „Dance With Me“ með Rufus og Chaka Khan, en svo syngj- um við líka lög á borð við „You Can’t Hide Love“ með Creative Source,“ segir Urður og bætir því að við að hugsanlega verði framhald á þessu samstarfi hennar og Kristjönu. Það er annars nóg að gera hjá Urði þessa dagana. „Ég er að vinna í sólóplötu, sem verður svona dans- væn poppplata með diskóívafi. Ég er að vinna þetta með Magga Legó sem var með mér í GusGus. Hann er að hjálpa mér að „pródúsera“, en við erum að vísu ekki komin neitt voða- lega langt með þetta,“ segir Urður sem vonar að platan geti komið út á næsta ári. „Ég er reyndar ekki kom- in með útgefanda eða neitt, þannig að ég veit ekkert um það. Vonum bara að einhver vilji gefa mig út.“ Eins og frægt er orðið sagði Urð- ur skilið við sína gömlu félaga í Gus- Gus fyrir nokkru, og eru þeir eflaust margir sem sakna hennar úr fram- línu sveitarinnar. Aðspurð segist hún hins vegar ekki gera ráð fyrir að hún muni snúa aftur þangað. „Ég efast stórlega um það, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir hún. Tónleikarnir á Rósenberg hefjast kl. 21 í kvöld, en kvartettinn Heið- AndréScotToggi kemur einnig fram. Nánari upplýsingar á mulinn.is. Urður úr GusGus með dansvæna poppplötu í bígerð Morgunblaðið/RAX Kristjana og Urður Ætla að taka sín uppáhaldslög á Rósenberg í kvöld. Syngur með Kristjönu Stefánsdóttur á tónleikum í kvöld Hún stóð niðursokkin í bóka- rekka nokkra metra fyrir fram- an mig, í þykkri, stofnanalegri þögn sem fór henni einhvern veginn … vel. Og anganin … Ég lokaði augunum, þandi út nasavængina og sveif bók- staflega yfir til hennar. Á leið- inni gerði ég nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Ég tók af mér giftingarhringinn og smeygði honum í vasann. Ég réð bara ekki við mig. Orðrétt Úr Dansaðu við mig. Bubbi Hefur fengið Stuðmenn, Esju, Lay Low og fleiri til að spila á stórtónleikum í Höllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.