Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLAND getur ekki búið áfram við íslensku krónuna og eðlilegast væri fyrir þjóðina að athuga með evruað- ild, segir Þórólfur Matthíasson, pró- fessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Þó er betra að fara inn í slíkar samningaviðræður með aðra áætlun til vara og þar væri æskilegt að leggja áherslu á gjaldmiðilssamstarf við Noreg, að sögn Þórólfs. „Þægi- legra fyrir alla væri, ef farið væri í samningaviðræður, að menn eigi einhverra kosta völ, þannig að annar aðilinn sé ekki algjörlega á hnjáum á allan hátt. „Við erum nógu mikið á hnjánum.“ Hagstæðar aðstæður í Noregi Sem röksemdir fyrir því að kanna þann möguleika að taka upp norsku krónuna nefnir Þórólfur að Norð- menn hafi sömu stöðu og Íslend- ingar gagnvart Evrópusambandinu með veru sinni í EES. Þá séu póli- tískar aðstæður þannig í Noregi að þeir gætu verið samþykkir þessu. „Það eru deilur innan norsku rík- isstjórnarinnar um framtíðarafstöð- una til Evrópusambandsins,“ bendir Þórólfur á. Norska ríkisstjórnin gæti viljað kaupa sér tíma frá um- ræðu um Evrópusambandið með því að aðstoða Íslendinga. Það sé í raun auðveldara fyrir Norðmenn nú en fyrir nokkrum mánuðum að taka upp samstarf í gjaldmiðilsmálum, enda sé búið „að hreinsa út bankana. Þeir eru þá ekki að ábyrgjast nema bara nýju bank- ana,“ segir Þórólfur. Það ætti ekki að taka nema um eitt til eitt og hálft ár að taka upp norska krónu hér. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er áhugamaður um norsku krónuna. Hann segist telja það að mörgu leyti heppilegra fyrir Íslendinga að fara í gjaldmið- ilssamstarf við Norðmenn en að sækju um upptöku evru. Norðmenn séu eins settir og Íslendingar gagn- vart Evrópusambandinu og lítill áhugi meðal norsks almennings að ganga í Evrópusambandið. Ósk Íslands yrði ekki hafnað En hvers vegna ættu Norðmenn að vilja gjaldmiðilssamstarf við Ís- land? „Í fyrsta lagi eru Norðmenn okkur mjög vinveittir,“ bendir Stein- grímur á. Því til viðbótar sjái Norð- menn ýmsa hagsmuni í því að Ís- lendingum vegni vel. „Þeir vilja gjarnan hafa okkur með í EES þannig að þeir séu ekki einir gagn- vart ESB.“ „Ég leyfi mér að full- yrða, og ég hef býsna góð sambönd í norskum stjórnmálum, að ósk af þessu tagi yrði ekki hafnað.“ Enn- fremur sé Norðmönnum illa við að Íslendingar halli sér að Rússum með því að taka lán hjá þeim. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á gangi Það gustar um Íslendinga á fjármálasviðinu um þessar mundir. Spurning hvort norska krónan gæti bjargað. Lausn í norsku krónunni? Segir Norðmenn myndu taka vel í ósk um myntsamstarf KIRKJUÞINGI 2008 lauk í fyrra- dag með afgreiðslu fjölda mála. Efnahagsmál bar oft á góma á þinginu, bæði áhrif núverandi ástands á þjóðfélagið og hvernig það horfir við kirkjunni. Í ályktun frá þinginu segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi að undanförnu fundið fyrir verulegri fjölgun hjálparbeiðna innanlands á sama tíma og erfiðara og dýrara er fyrir hjálparstofnanir og líkn- arfélög að fá mat til úthlutunar og eru þeir sem eru aflögufærir hvattir til að leggja sitt af mörk- um. Í ályktuninni eru söfnuðir þjóð- kirkjunnar hvattir til þess að leita nýrra leiða og vera vakandi fyrir þeim sem þurfa aðstoðar við. Söfnuðir eru m.a. hvattir til að veita aðstöðu í kirkjum og safn- aðarheimilum endurgjaldslaust fyrir starf sem miðar að því að styðja og styrkja fólkið í samfélag- inu við núverandi aðstæður í efna- hagsmálum. Kirkjuþing fjallar um efnahaginn BARNAHEILL, Save the Children á Íslandi hafa opnað nýjan fræðslu- og upplýsingavef um vernd barna gegn ofbeldi á www.barnaheill.is/verndumborn/. Tilgangur síðunnar er að vekja athygli á mikilvægi þess að vernda börn og ungmenni gegn ofbeldi og veita upplýsingar um möguleg einkenni og afleiðingar ofbeldis og hvert hægt er að leita ef grunur vaknar um að barn sé beitt ofbeldi. Ofbeldi gegn börnum hefur al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu þeirra og þroska. Börn eiga samkvæmt Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og ís- lenskum lögum rétt á vernd gegn líkamlegu, andlegu og kynferð- islegu ofbeldi og vanrækslu og er brot á þeim lögum alvarlegt brot á réttindum barna. Fræðsluvefur Barnaheilla Á ÞRIÐJUDAG nk. kl. 20 verður „nóvemberhitt“ Femínistafélags Íslands haldið á efri hæð Sólons. Í tilefni af bandarísku forseta- kosningunum, sem eru samdæg- urs, mun Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur ræða um kosningarnar út frá feminísku sjónarmiði og velt er upp spurn- ingum um feminisma Söru Palin og m.a. spurt: „Er kona alltaf betri fyrir konur?“ Kona fyrir konur? „ÉG tel frekar ólíklegt að Íslend- ingar velji að taka upp norska krónu. Ég tel að það væri heppi- legra fyrir Ísland að taka upp evru,“ segir norski hagfræðing- urinn Harald Magnus Andreassen, en hann hefur kynnt sér íslenskt efnahagslíf. Andreassen bendir m.a. á norska krónan sé að hluta tengd olíuverði, en það sé íslenska efnahagskerfið ekki. „Vandinn er þó sá að þið komist ekki í evruklúbbinn fyrr en þið haf- ið verið með litla verðbólgu, stöð- ugan gjaldmiðil og ríkisfjármálin í lagi í allnokkur ár. Ekkert þessara atriða er í lagi,“ segir hann. Norðmenn gætu samþykkt gjaldmiðilssamstarf við Íslend- inga. Þá yrði Ísland hins vegar að fylgja vaxtamarkmiðum Norð- manna, svo dæmi sé nefnt. „Þetta er mögulegt en ég tel að þetta sé frekar ólíkleg lausn.“ Skuldir Íslendinga erlendis séu himinháar, bankarnir skuldi gríð- arlega mikið. Fyrr en Íslendingar ákveði hvernig taka eigi á þessum málum sé gjaldmiðilssamstarf við annað land ekki inni í myndinni. Ísland þarf fyrst að leysa úr sínum málum MISMUNANDI leiðir eru færar verði tekið upp samstarf við önnur myntsvæði í peningamálum, t.d. norsku krónuna. Ein væri sú að taka upp samstarf við norska seðlabank- ann í peningamálum. Líka væri hægt að tengja íslensku krónuna við þá norsku og hafa þá stuðning norska seðlabankans til að verja gengið. Þá mætti kanna möguleika á að taka upp sameiginlega krónu í lönd- unum. Steingrímur J. Sigfússon bendir á að þá færi stjórn peninga- mála „í einn samræmdan farveg þar sem við hefðum minni áhrif miðað við okkar stærð,“ segir hann. Í þessu yrði vissulega fólgið framsal sjálf- stæðis hvað varðar peninga- málastefnu og gjaldeyrismál. Lögfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við segjast ekki sjá það fyrir sér að til stjórnarskrárbreytingar þyrfti að koma þótt hér yrði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan. Slíkt ætti að vera hægt að gera án þess að Ísland framseldi ríkisvald. Samstarf eða ein króna? ADOLF Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyðisfirði, var kjörinn formað- ur Lands- sambands ís- lenskra útvegsmanna á 69. aðalfundi samtakanna í gær. Adolf tekur við formennsku af Björgólfi Jóhannssyni. Adolf er fæddur í Reykjavík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og lögfræðiprófi frá HÍ. Hann hefur lengst af unnið hjá Gullbergi ehf á Seyðisfirði eða frá 1. október 1982. Sambýliskona Adolfs er Theo- dóra Ólafsdóttir. Þau eiga tvö börn. Adolf nýr for- maður LÍÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.