Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞRJÁTÍU manns hefur verið sagt upp störfum á Húsavík í vikunni og í gær fengu 13 manns uppsagnarbréf hjá fiskverkunarfyrirtækinu Eymar í Hrísey. Þá hefur 10 starfsmönnum þjónustufyrirtækis á Akureyri verið tilkynnt að starfsemi verði hætt. Eftir því sem næst verður komist er alls hátt í 200 manns sagt upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu um þessi mánaðamót. Þar af eru um 100 iðnaðarmenn á Akureyri, eins og fram kom í blaðinu í gær. Um helm- ingur þeirra er í Félagi bygginga- manna, Eyjafirði, sem í eru 400 manns, en 50 eru ófaglærðir og fé- lagar í Einingu-Iðju. Áður höfðu stærstu byggingafyrirtæki bæjarins sagt upp yfirvinnu starfsmanna. Unnið fyrir hið opinbera Að sögn Helenu Karlsdóttur, for- stöðumanns Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, hefur töluverð fjölgun orðið á atvinnuleysisskrá á síðustu þremur vikum, sérstaklega á Akureyri, og hún segir áberandi hve mörgum karlmönnum hefur verið sagt upp störfum. „Konur hafa alltaf verið mun fleiri á atvinnuleysisskrá en nú er munurinn orðinn lítill.“ Samkvæmt upplýsingum Að- alsteins Baldurssonar, formanns stéttarfélagsins Framsýnar í Þing- eyjarsýslu, sagði fyrirtækið Fjör- fiskur á Húsavík upp 13 starfs- mönnum í vikunni og átta var sagt upp hjá Jarðborunum, allir með lög- heimili í Mývatnssveit. „Svo er hátt í 20 manna hópur, sem var ráðinn tímabundið í sláturtíðinni, sem gengur nú um atvinnulaus og er í leit að vinnu,“ sagði hann. „Við skynjum verulegan samdrátt um þessi mán- aðamót. Ástandið hefur versnað mjög hratt undanfarið.“ Á svæði Framsýnar hefur líka borið á því að fólk sé beðið um að minnka við sig vinnu eins og annars staðar, t.d. á Akureyri. Verkefnum á vegum hins opin- bera verður haldið áfram en í sum- um tilfellum verður ekki unnið eins hratt og gert var ráð fyrir. „Við er- um nokkurn veginn á áætlun með allt, til dæmis verður haldið áfram með Naustaskóla og þar byrjað að kenna í ágúst á næsta ári eins og til stóð. Við hægjum reyndar aðeins á framkvæmdum við menningarhúsið og íþrótta- og fimleikahúsið við Giljaskóla,“ sagði Guðríður Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar í gær. Menningarhúsið á Akureyri, Hof, verður tekið í notkun í ársbyrjun 2010 í stað hausts 2009, að sögn Guð- ríðar og fimleikahúsið örlítið síðar en stóð til. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, for- maður Félags verslunar- og skrif- stofufólks, segir að nokkrum fé- lagsmönnum hafi verið sagt upp og áberandi sé að bæði atvinnurek- endur og félagsfólk spyrji um rétt- indi sín þessa dagana. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞEIR farþegar sem fljúga með Icelandair í dag munu verða varir við nokkrar breytingar er um borð er komið. Ekki eingöngu er tónlistin íslensk og áhöfnin í nýjum einkennisbúningum, heldur hafa gömlu matarbakkarnir verið látnir víkja fyrir sjö rétta matseðli sem farþegar geta nú keypt mat af. Morgunblaðið og dagblöð, önnur en fríblöð, eru sömuleiðis horfin af almenna farrýminu, þó þau standi gestum á Saga Class enn til boða. Í staðinn hættir flugfélagið að rukka fyrir afþreyingakerfi vélanna. „Þjónustukannanir hafa yfirleitt sýnt okkur að það sem að skiptir mestu máli er skemmtikerfi, verð og svo kemur maturinn þar á eftir,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Ice- landair. Hann bætir við að í þeim flugvélum sem afþreyingarkerfi eru um borð í eyði fólk jafnan minni tíma í lestur og neyslu matar. Breytingarnar séu enda til þess fallnar að hækka þjónustustigið um borð. „Við viljum bæta matinn, án þess þó að hækka verð flugmiða og gefa farþegum þá val í leiðinni.“ Börnum mun eft- ir sem áður standa frí máltíð til boða, auk þess sem þau fá afhent póstkort til að lita sem starfs- fólk flugvélanna mun síðan sjá um að koma í póst. Sæti á ódýrara viðskiptafarrými sem byrjað var að selja 1. október hafa þá mælst vel fyrir, enda má búast við að dragi úr sætispöntunum á Saga Class við núverandi efnahagsaðstæður. Framkvæmdastjórum fækkað um helming „Við fórum í harðar aðgerðir í vor og búum vel að þeim nú, þó að skellurinn hafi óneitanlega verið umtalsvert meiri en við bjuggumst við,“ segir Birkir. Skipulagi fyrirtækisins var breytt á fimmtudag og eru framkvæmdastjórar nú þrír í stað sex áður og sviðin sem þeir stýra eru sölu- og markaðssvið, framleiðslusvið og fjármálasvið. Vetraráætlun Icelandair hefur sömuleiðis verið minnkuð meira en til stóð í upphafi og hefur nú í allt verið skorin niður um 25%. Hefur þetta, að sögn Birkis, verið gert með því að taka út veikar flugferðir, t.d. há- degisflugferðir til Kaupmannahafnar og telur hann þessar breytingar ekki hafa mikil áhrif á farþega. Uppsagnir sé hins vegar reynt að forðast eins og kostur sé. „Það sem við erum að reyna að gera er að lækka kostnað án þess að það komi nið- ur á fólki,“ segir hann og nefnir sem dæmi að 71 flugfreyja og flugþjónn hafi sýnt sig reiðubúin að fara í hlutastarf eða taka launalaust leyfi um tíma til að ekki þyrfti að segja upp fólki. Blásið til sóknar erlendis Þó að dregið hafi úr ferðum Íslendinga af land- inu hefur ferðum erlendra ferðamanna hingað fjölgað á sama tíma. „Við breyttum um áherslur og reynum núna að beina ferðamönnum til Íslands,“ segir Birkir og kveður viðbrögðin sl. þrjár vikur hafi verið góð, en einna mest hefur breskum ferðamönnum fjölg- að. Afþreyingarkerfi í stað matar og dagblaða Um borð Aukið fótarými er með nýju sætunum, enda hefur sætaröðunum verið fækkað um eina. Í HNOTSKURN » Hjá Icelandair búastmenn við að íslenskum flugfarþegum fækki að með- altali um 25-35% á næsta ári. » Um 80-85% farþega Ice-landair yfir sumartímann eru útlendingar. » Forsvarsmenn fyrirtæk-isins gera því ráð fyrir að geta í vor ráðið að nýju hluta þess starfsfólks sem sagt var upp í júní. » Ekki er gert ráð fyrir aðáfangastöðum fækki í flugáætlun sumarsins, en ferðum kann hins vegar að fækka nokkuð. » Ekki stendur til aðhækka miðaverð á næst- unni. ENN er nóg að gera hjá byggingafyrirtækinu Tréverki á Dalvík. „Ég þarf ekki að kvarta eins og er,“ sagði Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins við Morgunblaðið í gær. Tréverk vinnur nú að 2.300 fermetra viðbyggingu við Háskólann á Akureyri, fyrirtækið er einnig með í bygg- ingu menningarhús á Dalvík og er nýlega byrjað á íþróttahúsi fyrir Dalvík- urbyggð. „Verklok við háskólann eru áætluð í júlí 2010 og íþróttahúsið í ágúst það ár en menningarhúsið á að vera tilbúið á næsta ári,“ sagði Björn í gær. „Það hafa engar breytingar verið boðaðar á þessum verkum.“ Alls eru 35-40 manns í vinnu hjá Birni. „Við erum vel settir og vinnum enn okk- ar 10 tíma á dag eins og verið hefur. Hér hefur engum verið sagt upp og það væri frekar að við skoðuðum að bæta við mönnum. Það yrðu þó aldrei margir,“ sagði Björn. „Kvarta ekki eins og er“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Algjör steypa Haldið verður áfram af krafti við byggingu Naustaskóla á Akureyri. Þar var verið að steypa í gær. Fleiri uppsagnir  Áberandi hve mörgum körlum er sagt upp á Norðurlandi þessa dagana  Opinberum framkvæmdum haldið áfram Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ENGIN ný gögn liggja fyrir um ástand þorskstofnsins sem gefa Haf- rannsóknastofnuninni tilefni til að mæla með aukn- ingu þorskkvót- ans. Þetta segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri stofnunarinnar. Vegna efnahags- kreppunnar hefur verið þrýst á Ein- ar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra að auka þorskkvótann. Nú síðast gerði Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, að tillögu sinni að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þús- und tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að engin ákvörðun verði tekin í þess- um efnum nema að mjög vel athug- uðu máli. Jóhann segir að aflamark ársins sé í samræmi við langtíma- stefnu um uppbyggingu þorskstofns- ins og framkvæmd svokallaðrar 20% aflareglu. Sú skoðun sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar sé óbreytt, að rétt sé að miða við afla- regluna og þann niðurskurð í þorsk- afla, sem ákveðinn var í fyrra. Það sé markviss leið til þess að auka líkur á að nýliðun þorskstofnsins aukist og veiðistofninn eflist. Árangri stefnt í hættu Jóhann telur að árangri verði stefnt í hættu með svo miklum afla og athuganir sýni að langtímaáhrif slíkr- ar aflaaukningar geti verið veruleg, jafnvel þótt farið verði síðan eftir 20% aflareglunni. Jóhann segir að hrygningarstofn- inn hafi verið að styrkjast þó lengri tíma þurfi til að ná honum í þá stærð og aldurssamsetningu að vaxandi lík- ur verði á góðri nýliðun. Veiðistofn- inn, þ.e. fjögurra ára fiskur og eldri, sé þó enn slakur, og hann þurfi að styrkjast. „Það þarf þolinmæði til þess að ná tilætluðum árangri. Án þeirra aðgerða sem efnt hefur verið til er hins vegar ólíklegt að nýliðun aukist og betri afli fáist á komandi ár- um, enda árgangarnir eftir aldamótin flestir slakir. Það verður fyrst og fremst rakið til of þungrar sóknar um of langt skeið og af þeim sökum hefur þurft að draga úr afla,“ segir Jóhann. Bíða þarf eftir marsralli Svokölluðu haustralli Hafrann- sóknastofnunarinnar lýkur í næstu viku og hefst þá úrvinnsla úr gögnum sem var aflað. Í ralli Hafró, vor og haust, er fiskur veiddur á fyrirfram ákveðnum svæðum og árangurinn borinn saman milli ára. Haustrallið er minna í sniðum en vorrall stofnunar- innar, sem fram fer í mars á hverju ári og hefur ekki gegnt eins miklu hlutverki í úttektum stofnunarinnar á þorski. Þorskur er langlífur fiskur og stofninn samsettur úr mörgum ár- göngum sem þegar eru til margar mælingar á. „Það þarf að verða afar mikil breyting til hins betra í haust- rallinu, svo það eitt og sér breyti okk- ar ráðgjöf. Bíða þarf niðurstöðu úr marsrallinu 2009 til að hægt sé að endurmeta stærð stofnsins. Vitaskuld er þó fylgst grannt með nýjustu gögn- um,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Ekki tilefni til að mæla með aukn- ingu þorskkvótans Morgunblaðið/Árni Sæberg Á sjó Þrýst hefur verið á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann. Jóhann Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.