Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 53
LAY LOW, eða Lovísa Elísabet Sig- rúnardóttir eins og hún heitir utan sviðsins, sló í gegn nánast á einni nóttu fyrir réttum tveimur árum þegar fyrsta plata hennar, Please Don’t Hate Me, kom út. Skífan sú rokseldist og vorið eftir uppskar Lay Low ríkulega við afhendingu Ís- lensku tónslistar- verðlaunanna. Fullnaðarsigur í fyrstu tilraun, svo að segja. Þegar tónlistarmönnum hefur orðið jafn rækilega ágengt í fyrstu atrennu og raunin var með frum- raun Lay Low er virðingarvert að viðkomandi þori að kanna nýjar slóðir næsta sinni. Það gerir Lovísa svo sannarlega á nýju plötunni í stað þess að hjakka örugg í gamla farinu. Einhverjum hefði þótt vænlegast að róa á vísan og senda frá sér aðra plötu af krúttuðum blús (svo maður vogi sér að minnast á hið eldfima krúttshugtak) en því er ekki að heilsa í þetta sinn. Þess í stað er Farewell Good Night’s Sleep lág- stemmd kántríplata, og með því besta af því taginu sem gefið hefur verið út hér á landi. Nú má vera að viðvörunarbjöllur hringi einhvers staðar enda er flest nýlegt kántrí sem hingað til lands berst tilþrifalítið sveitapopp frá flytjendum á borð við Garth Brooks og ólíklegt að tilhugsunin um meira af svo góðu kveiki í mörgum. Þess háttar ótta skal hins vegar bægja á brott þegar í stað því músíkin henn- ar Lay Low er einstaklega grípandi og skemmtileg. Í raun sætir furðu hversu vel hún fer með hið vand- meðfarna form sem kántríið er og aðdáunarvert hve mjög hún vex milli platna. Það þarf stökk til að brúa bil- ið milli Please Don’t Hate Me og nýju plötunnar, og Lay Low hefur ekki einasta stökkið af; hún lendir á báðum fótum án þess að blikka auga. Lay Low kemur víða við og mátar ýmsar stefnur innan sveitatónlist- arinnar. Fyrsti smellurinn af plöt- unni, „By And By“, sækir í smiðju bluegrass-tónlistar með tindilfætt- um takti, hviku gítarspili og rödduð- um baksöng, og sama er að segja um „Last Time Around“ þar sem kontrabassinn valhoppar gegnum lagið og strengjahljóðfærafjöld kveður sér hljóðs milli erinda. „The Reason Why My Heart’s In Misery“ er píanóskotin ballaða sem Patsy Cline hefði verið fullsæmd af, og frá- bært titillagið þá ekki síður. Lagið „On My Own“ er þá sérlega vel heppnað og gæti eins verið perla samin í Nashville fyrir 40 árum eða svo. Loks verður að geta hins bráð- skemmtilega „My Second Hand He- art“ sem hefur til að bera skemmti- lega stílfærðan bossanova-takt sem ljær laginu suðrænan blæ. Öll eru lögin prýðilega heppnuð, hvert á sinn hátt. En Lay Low hefur ekki aðeins vaxið sem lagasmiður heldur hefur röddin slípast til, hún hljómar talsvert fágaðri, og útkom- an er í heild eftir því. Útsetningar eru bráðvel afgreiddar og í stuttu máli sagt einkennir mikill metnaður útgáfuna alla. Það má mikið vera ef Farewell Good Night’s Sleep kveikir ekki áhuga hjá mörgum áheyrenda sinna á því að kynna sér frekar kántrítónlist því platan er einfald- lega hörkugóð. Í slagtogi við Lay Low er andvaka alveg hreint ágætt hlutskipti. Indælis andvaka TÓNLIST Geisladiskur Lay Low – Farewell Good Night’s Sleep bbbbn Jón Agnar Ólason Morgunblaðið/Golli Fáguð „Lay Low hefur ekki aðeins vaxið sem lagasmiður heldur hefur rödd- in slípast til, hún hljómar talsvert fágaðri, og útkoman er í heild eftir því.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 / AKUREYRI / KEFLAVÍK HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 2 - 5:30 - 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára SKJALDBAKAN OG HÉRINN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ JOURNEY TO THE ... kl. 3:50 LEYFÐ THE HOUSE BUNNY kl. 6 Síðsta sýn. LEYFÐ BURN AFTER READING kl. 10:10 Síðasta sýn. B.i. 16 ára / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 550 krr TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! „VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OGSKEMMTILEG GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI RÆMUM ÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 2 - 5:30 - 8 LEYFÐ MAX PAYNE kl. 10:10 B.i. 16 ára HAPPY GO LUCKY kl. 8 LEYFÐ BANGKOK DANGEROUS kl. 10:10 B.i. 16 ára SKJALDBAKAN OG HÉRINN m/ísl. tali kl. 2 B.i. 16 ára GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 4 - 6 B.i. 16 ára Saga George Lucas heldur áfram SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA - 24 STUNDIR - S.V., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 - Þ.Þ., D.V. - B.S., FBL SÝND Á SELFOSSI MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ SÝND Á AKUREYRI FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ THE WOMEN kl. 4 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 6 LEYFÐ EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA -L.I.B.TOPP5.IS-T.S.K - 24 STUNDIR -ÁSGEIR J. - DV SÝND AFTUR Í TAKMARKAÐAN TÍMA VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ALLAR kærustur Hughs Hefner eru á leiðinni út úr höfuðsetri Playboy-eigandans. Orðrómur er uppi um að Hefner hafi í huga að breyta um lífsstíl og búa einn í setr- inu, án vinkvenna sinna. Kanínurnar, eins og kærustur hans eru oft kallaðar, hafa upp á síð- kastið sést með nýja menn upp á arminn. Holly Madison hefur verið að slá sér upp með sjónvarpstöfra- manninum Criss Angel og jafnvel Kendra Wilkinson (aðal-kærasta Hefners) hefur sést með ónefndum manni úti á lífinu. Talað er um að þær tvær séu þegar fluttar út en Bridget Marquardt segist vera á leiðinni út bráðlega. Getur verið að Hefner hafi ákveðið að taka upp skírlífi í ellinni? Reuters Kvennamaður Hugh Hefner með nokkrar kanínur upp á arminn. Kanínurnar flytja út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.