Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 46
46 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Lesið í albúmið  Málverk Caspars Davids Frie- drichs af „ferðalangnum skýjum of- ar“ prýðir umslag nýjustu plötu Sprengjuhallarinnar. Íslendingar ættu flestir að kannast við mál- verkið því það prýddi einnig fræga þýðingu á Raunum Werthers unga eftir Johann Wolfgang von Goethe sem margur Íslendingurinn hefur lesið sér til óbóta. Reyndar er ekki alveg ljóst hvað Sprengjuhöllin er að meina með umslaginu því varla er myndin lýsandi fyrir það gleði- popp sem hljómsveitin er þekkt fyr- ir, né er hægt í fljótu bragði að sjá samsvörun á milli þýskrar róm- antíkur Friedrichs og þeirra nýju tíma sem Sprengjuhöllin telur sig boðbera fyrir. Í það minnsta vonar maður að ekki fari eins fyrir Sprengjuhöll- inni og Werther unga sem bugaður af ástarsorg skýtur sig í hausinn. Fólk frá miðvikudegi til sunnudags. Við stoppum á fimm stöðum og spilum svo á sex stöðum hér í bænum.“ Félagarnir byrja í Borgarnesi á miðvikudag en halda svo áfram hringveginn. Stoppað verður á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn og Selfossi. Ekki verður bara um tónleika að ræða því tónlistarmennirnir halda líka fyrirlestra í tónlistarskólum á Akureyri, Höfn og Selfossi. „Þar spilum við nokkur lög fyrir nemendur og kennara og höldum smátölu um okkar hugsjón um hvað við erum að gera. Við spilum allir flestar tegundir af tónlist og ræðum þar nálgun okkar,“ út- skýrir Ómar. biggi@mbl.is  KK er með allra skemmtilegustu mönnum. En fréttatilkynning þess efnis að hann verði einn þátt- arstjórnenda Morgunvaktar Rík- isútvarpsins vekur samt spurn- ingar. Morgunvaktin var eitthvert besta fréttamagasín samfélagsins. Á meðan þjóðin tíndi á sig spjar- irnar, burstaði tennur og saup sitt kaffi, fékk hún það heitasta af heims- og heimavelli beint í æð. Fréttskýringar Morgunvakt- arinnar unnu til verðlauna – voru á hvers manns vörum. Það vakti því athygli er illilega voru dregnar tennurnar úr Morg- unvaktinni í haust og hún stytt þannig að fólk kemst bara í annan sokkinn áður en þulir fara að spila lög af handahófi. Meira að segja dyggustu gufu-aðdáendur skipta yfir á Bylgjuna. Síðan hvenær er KK orðinn fréttahaukur? Eða er honum kannski ætlað að slá á kreppukvíðann? KK í kreppukvíða? Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is UNGSVEITIN Retro Stefson er líkast til ferskasta sveit landsins og það í fleiru en einu tilliti. Fyrir það fyrsta er meðalaldur liðsmanna tæp átján ár og er sveitin þó búin að bera með sér vindana fersku í rúm tvö ár. Fyrst og síðast á þetta þó við um tónlistina; þekkilegan hrær- ing ólíkra stíla, runninn undan frjó- um og sprelllifandi hugum sem sækja óhræddir út á ókunn mið, hreinlega af því að þeir eru ekki enn farnir að læra reglurnar um hvað má og hvað ekki. Bless- unarlega. Árans kreppan Tónlist Retro Stefson er skemmtileg, nánast að forminu til. „Ha ha ha … já, platan var tekin upp í sumar, á skemmtilegu sumri, og lögin voru samin á fjögurra ára blússandi góðæristímabili,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari, gítarleikari og að- allagasmiður sveitarinnar. „Mig grunar þó að næstu lög eigi eftir að vera meira í moll,“ segir hann og brosir. Já, kreppan hefur auðvitað náð að klófesta hina gáska- fullu Retro Stefson eins og aðra. „Við þurfum t.d. að borga með útgáfutónleikunum okkar. Hefð- bundnir styrktaraðilar eins og gos- fyrirtæki og bankar halda að sér höndum. Við eigum flest frekar stóra fjölskyldu og þar sem þetta eru fyrstu útgáfutónleikarnir okkar ætlum við frekar að borga með okk- ur en að vera að rukka fólk um að- gangseyri.“ Retro Stefson var reyndar það mikil ungsveit þegar hún byrjaði að spila að hún komst ekki inn á Grand Rokk þegar hún lék á Air- waves í fyrsta skipti. „Foreldrar okkar og skipuleggj- endur Airwaves þurftu að koma okkur til bjargar. Okkur var hins vegar sýnd mikil virðing í ár. Við erum öll orðin átján og ég ábyrgist svo litla bróður (hlær).“ Hörundsliturinn Retro Stefson samanstendur af vinahópi úr Austurbæjarskóla sem hefur þekkst síðan í barnæsku. Unnsteinn segir að samstarfið sé vegna þessa ljúft og snurðulaust, það sé hreinlega ekki pláss fyrir vandamál. „Það eru bara ég og Logi bróðir minn (sextán ára) sem rífumst. Það er nú bara eðlilegt. Þetta er samt ekkert á Gallagher-stiginu (vísar hér í Oasis-bræður) og við erum ekkert að fara að slást á sviðinu held ég. En í gær t.d. þá eyddum við hálftíma í að þrefa um einn bassa-part.“ Þeir bræður eru fæddir í Portú- gal og eiga angólska móður og ís- lenskan föður. Unnsteinn segir hör- undslitinn vissulega hafa áhrif á sig og sína; bæði á jákvæðan og nei- kvæðan hátt. „Ég neita því ekki að hljóm- sveitin sker sig dálítið úr útlits- lega,“ segir hann spakur. „Þetta hjálpaði okkur í byrjun en svo fer fólk fljótlega að einbeita sér að tón- listinni. Hvað fordóma varðar verð ég meira var við þá í Portúgal en hér á landi. Íslendingar skammast sín fyrir fordóma sína og tuða því bara um þá innan veggja heimilis- ins. Fólk þorir ekki að storka manni með þeim. En ég græði líka heil- mikið á því að tala málið, ég veit það.“ Unnsteinn hefur sterkar skoðanir á þessum efnum. „Ef ég heyri brandara um Pól- verja, konur, svertingja eða hvað það nú er, brandara sem eiga að vera saklausir, þá verður mér mjög heitt í hamsi og ég læt alltaf í mér heyra. Alltaf. Það er mikið kvartað yfir mér út af þessu. En einhver verður að gera þetta. Annars læsist allt í einhverja meðvirkni og fólk tiplar varlega í kringum hvað annað á tánum.“ Heima og að heiman Retro Stefson var ein af þeim sveitum sem vöktu mikla athygli á Airwaveshátíðinni í ár, spilaði þrisv- ar fyrir troðfullum sal. Fébústnir útsendarar erlendra útgáfufyr- irtækja komu þó ekki hlaupandi. „Þeir eyddu peningunum á barn- um,“ segir Unnsteinn sposkur. Hann segist ekki hafa neinar sér- stakar væntingar hvað frægð og frama varðar. „Við fórum í einhver viðtöl en okkur var ekki boðinn samningur á staðnum eins og sagt er. Þetta lið talar og talar og talar og það þarf að taka með fyrirvara. Ég væri al- veg til í að tónlist okkar kæmi út erlendis en oft er eins og Íslend- ingar séu fullæstir í að komast út að spila, sjá það í einhverjum hill- ingum. Allt snýst um að spila á ein- hverri knæpu í London, sem er kannski minni en Organ. Það virðist gleymast að senan hérna er fjári góð.“  Montaña er fyrsta plata hinnar umtöluðu ungsveitar Retro Stefson  Útgáfutónleikar verða í Iðnó í kvöld  Þurfa að borga með tónleikunum Morgunblaðið/Frikki Ung að árum „Við erum öll orðin átján og ég ábyrgist svo litla bróður,“ segir Unnsteinn. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram laugardaginn 1. nóvember í Iðnó og hefjast kl. 20.00. Miða má nálgast í forsölu á www.midi.is eða við dyrnar. myspace.com/retrostefsonmusic kimirecords.net Litríkur hræringur Ómar Auglýsti eftir jeppa á netinu til þess að komast í tónleikaferð á miðvikudaginn næsta. GÍTARLEIKARINN Ómar Guðjónsson undirbýr nú hring- ferð um landið til að kynna nýútkomna plötu sína Fram af. Tónleikaferðin hefst á miðvikudag og búið er að bóka alla tónleika en Ómar hefur enn ekki fundið nægilega rúmgóða bifreið til þess að flytja sig, tromm- arann Matthías MD Hemstock og kontrabassaleikarann Þorgrím Jónsson og hljóðfæri þeirra á milli staða. Hann auglýsti því eftir jeppabifreið á Facebook-síðu sinni og vonar eftir lausn í tæka tíð. „Ég enda eflaust á því að stela jeppanum hans pabba að næturlagi en það er við hæfi að betla á netinu og at- huga hvort einhver vinur manns geti ekki bjargað manni um jeppa í kreppunni,“ segir Ómar en tekur fram að yf- irlýsing sín á Facebook hafi verið meira sett upp í gríni en alvöru. „Þetta er ferðalag í kringum landið sem stendur yfir Leitar að jeppa fyrir tónleikaferð um landið Á plötu Retro Stefson er að finna ellefu mínútna pump- andi næntísteknó sem kemur inn í plötuna eins og skrattinn úr sauðarleggnum, vægt til orða tekið. Djarft skref, óneitanlega, og eiginlega algjör snilld. „Hugmyndin var sú að platan væri eins og kvöld- stund sem endar svo að sjálfsögðu í einhverju klúbbap- artíi. Við erum vísvitandi að fara með hlustandann á ystu nöf og í raun að kanna hvað hann þolir mikið. Það er mikil pæling á bak við þetta lag, og ég er reyndar bú- inn að hugsa yfir mig hvað það varðar.“ Lítum nú á nokkur önnur viðlíka dæmi úr rokksög- unni. Pixies – „Something Against You“ (af Surfer Rosa, 1988) Kolklikkað dauðapönk, lag sem skýtur hlustandanum skelk í bringu, hversu oft sem hann hlustar. Pixies fór engan veginn troðnar slóðir í sinni tónlist en þetta lag er engu að síður eins og undanvillingur. Geðsjúkt lag en brjálæðisleg rödd Black Francis var dýrkuð fram með því að taka hana upp í gegnum gítarmagnara. The Beatles – „Tomorrow Never Knows“ (af Revolver, 1966) Þegar hér var komið sögu á ferli Bítlanna mátti reyndar búast við hverju sem er en enginn átti þó von á þessu. Hér var um að ræða eintóna hljóðverk, fremur en lag, uppfullt af víruðum hljóðbútum eða „sömplum“. Eitt byltingarkenndasta lag gervallrar rokksögunnar og hinn almenni Bítlahlustandi vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Of Montreal – „The Past is a Grotesque Animal“ (af Hissing Fauna, Are You the Destroyer?, 2007) Þetta magnaða verk Of Montreal er brotið upp um miðbikið með tólf mínútna drunkenndu, naumhyggju- legu lagi þar sem Kevin Barnes, leiðtogi sveitarinnar, leggur öll spilin á borðið. Á tilfinningaþrunginni upp- gjörsplötu er þetta stundin þar sem allt sýður upp úr. Það er varla hægt að halda áfram með plötuna eftir að þessi „skratti“ hefur lokið sér af. Brautryðjandi John Lennon storkaði viðteknum gildum um popptónlist með óvæntu innslagi á Revolver Bítlanna árið 1966. Skrattar úr sauðarleggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.