Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is LISTAVERKASÖFN bankanna þriggja hafa ver- ið í umræðunni í kjölfar þess að bankarnir komust í eigu ríkisins. Alþingismenn hafa látið málið til sín taka og vilja með tillöguflutningi tryggja að lista- verkin, sem eru um 4000 talsins, verði áfram í eigu þjóðarinnar. Morgunblaðið hefur áður fjallað um listaverka- söfn Landsbankans og Kaupþings en verr hefur gengið að afla upplýsinga um listaverkasafn Glitn- is, áður Íslandsbanka. Í þessu safni eru nú 1087 verk, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Safnið hefur haft nokkra sérstöðu meðal banka- safnanna, eftir því sem blaðið kemst næst. Úr safninu hafa verið gefin verk, bæði til stofnana og einstaklinga. Þá munu vera dæmi um að verk hafi verið seld úr því. Ekki hafa fengist nánari upplýs- ingar frá bankanum um gjafir og sölu listaverka, þótt eftir hafi verið leitað. Saga Glitnis, áður Íslandsbanka, spannar 19 ár. Bankinn varð til við sameiningu fjögurra banka, Alþýðubankans, Iðnaðarbankans, Útvegsbankans og Verslunarbankans. Af þessum fjórum bönkum átti Útvegsbankinn lengsta sögu og uppistaðan í listaverkasafni Glitnis er frá honum komin. Versl- unarbankinn lagði einnig til allmörg verk í safnið. Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, sat um árabil í bankaráðinu. Hann var þjóðþekkt- ur listaverkasafnari og beitti áhrifum sínum í sam- bandi við listaverkakaup til bankans. Einnig komu mörg verk frá Iðnaðarbankanum, en Bragi Hann- esson bankastjóri var myndlistarmaður og hafði áhrif á innkaup bankans á listaverkum. Fæst lista- verk komu frá Alþýðubankanum og mörg verk bankans voru reyndar tekin upp í skuld. Í safni Glitnis munu vera margar gersemar eftir helstu listamenn þjóðarinnar, eins og reyndin er með söfn hinna bankanna tveggja. Öll listaverkin skráð og ljósmynduð Þegar Ásmundur Stefánsson var bankastjóri Íslandsbanka beitti hann sér fyrir því að öll lista- verk bankans yrðu skráð og ljósmynduð. Við verk- ið naut bankinn aðstoðar listfræðinga. Þessi skráning er að sögn mjög fullkomin. Skráð er eftir tegund listaverka, stærð og ártali ef það liggur fyrir. Í safninu eru málverk, vatnslitamyndir, grafíkmyndir, steinþrykk, teikningar og högg- myndir. Íslandsbanki gekk í gegnum erfiðleika á síðasta tug síðustu aldar og þá mun hafa verið mótuð sú stefna, að kaupa ekki ný verk í safnið. Aðra sögu er að segja af söfnum Landsbanka og Kaupþings, en í þau söfn hafa verið keypt mörg verðmæt verk eftir að bankarnir voru einkavæddir. Þar er fyrst og fremst um að ræða verk eftir helstu listamenn þjóðarinnar á seinni hluta síðustu aldar og á fyrstu árum þessarar aldar. Listaverk í eigu Glitnis hanga uppi á veggjum í húsakynnum bankans heima og erlendis. Þá á bankinn mjög fullkomna listaverkageymslu, þar sem meginhluti verkanna er geymdur. Sem fyrr segir hafa alþingsimenn látið mál- verkasöfn bankanna til sín taka og voru tvö þing- mál lögð fram á Alþingi í þessari viku, sem eiga að tryggja að listaverkin verði áfram í eigu þjóð- arinnar. Kristinn H. Gunnarsson, Ásta R. Jóhann- esdóttir og Bjarni Harðarson flytja frumvarp þess efnis að Listasafn Íslands hafi yfirumsjón með verkunum. Þau verði áfram almenningi til sýnis í viðskiptabönkunum eftir því sem unnt verði. Alþingismennirnir Álfheiður Ingadóttir og Kol- brún Halldórsdóttir hafa flutt tillögu til þings- ályktunar. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að afhenda Lista- safni Íslands til eignar og varðveislu listaverk í eigu hinna nýju ríkisbanka.“ Verk voru gefin og seld Listaverkasafn Glitnis hafði nokkra sérstöðu meðal bankasafna Morgunblaðið/RAX Listaverk Í kaffistofu á Barnaspítalanum hangir þetta flotta málverk eftir Hafstein Austmann. „ÞESSI listaverk hafa tvímælalaust lífgað upp á húsakynni Barnaspítalans,“ segir Ásgeir Har- aldsson yfirlæknir um listaverkagjöf sem spít- alinn fékk frá Íslandsbanka, sem síðar var skírður Glitnir. Ásgeir segir að um það leyti sem nýi Barna- spítalinn var tekinn í notkun vorið 2003, hafi Ís- landsbanki sett sig í samband og boðist til að gefa listaverk á veggi spítalans. Sett var upp nefnd innan spítalans til að velja verkin og naut hún aðstoðar listaverkaráðgjafa frá Landspítala og Háskóla Íslands. Nefndin fór í listaverka- geymslur bankans og valdi verk úr safninu. Að sögn Ásgeir var um að ræða málverk og graf- íkverk, mörg hver mjög glæsileg og dýr. Þau voru aðallega hengd upp á göng- um, fundarherbergjum og foreldraherbergjum spít- alans. Alls var um að ræða 35 listaverk, sem Bjarni Ár- mannsson afhenti fyrir hönd bankans. Við sama tækifæri afhenti Bjarni tveggja millj- óna króna gjöf sem stofnfé Menningarsjóðs Barnaspítala Hringsins. Ásgeir segir að þetta framtak bankans hafi verið mjög jákvætt. Það sé betra að hans mati að hafa listaverk á veggjum en í geymslum. Listaverkin hafa lífgað upp húsakynni Barnaspítalans Ásgeir Haraldsson Eftir Grétar J. Guðmundsson gretar@mbl.is „HAMFARIRNAR á fjármálamark- aðinum eru miklu stærra mál en svo að þær snúist um einhverja ein- staklinga hér á landi. Ég tel að það sé ekki rétt að menn séu að persónu- gera málin, því það réð enginn við þetta þegar það var farið af stað,“ segir Halldór J. Kristjánsson, fyrr- verandi bankastjóri Landsbankans. Halldór segir að of mikið hafi borið á því að stjórnvöld, Seðlabankinn, eftirlitsaðilar og bankastofnanir séu sökuð um mistök vegna efnahags- vandans. „Ég gef mér að hver og einn hafi verið að vinna sitt verk af bestu getu. Alþjóðlegar hamfarir í efnahagsmálum eru svo yfirgrips- miklar, að þær myndu bitna á þjóð- inni eins og heimsbyggðinni allri.“ Að sögn Halldórs gerðu stjórn- endur Landsbankans sitt besta helgina fjórða og fimmta október síð- astliðinn, til að stuðla að flýtimeðferð breskra fjármálayfirvalda um að koma Icesave-reikningum bankans yfir í breskt dótturfélag, en þeir reikningar hafa mjög verið í sviðsjós- inu eins og þekkt er. „Leitt er að ekki var hægt að skapa svigrúm til að nýta þennan nýja möguleika sem kom upp um helgina og komið var á framfæri við fulltrúa stjórnvalda. Fjármálaráðuneytið breska hafði heimildir til að gera þetta hratt eins og sýndi sig þegar yfirvöld þar færðu innlán Heritable Bank og Singer og Friedlander í ING direct á einum degi. Ég sakast hins vegar ekki við nokkurn mann um að það tókst ekki. Það er svo mikilvægt í allri minni hugsun, að fjármálakrísan var orðin svo þung og víðtæk um allan heim, að svigrúm til aðgerða var mjög tak- markað. Íslensk stjórnvöld höfðu takmarkað svigrúm til að fara aðra leið en þau fóru varðandi málið í heild vegna skorts á alþjóðlegum stuðningi, en þau völdu að slá skjald- borg um innlánseigendur og ná fram aðgreiningu innlendrar og erlendrar starfsemi bankanna. Margar þjóðir fóru aðrar leiðir. Vissulega var margt reynt til að bjarga kerfinu hér og lagðar voru fram margar vel rök- studdar tillögur þar um en án al- þjóðlegs stuðnings voru þær vanda- samar í framkvæmd.“ Skorast ekki undan ábyrgð Halldór segist ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem hann beri á sínum störfum. „Á hitt ber hins vegar að líta, að eignir Landsbankans voru mjög miklar á móti skuldbinding- unum á Icesave-reikningunum eins og á móti öðrum skuldbindingum bankans. Lausafjárstaðan miðaðist við það, samkvæmt samningum við bresk fjármálayfirvöld, að við gætum mætt útflæði. En þegar algjört hrun verður á heilu fjármálakerfi, eins og varð í annarri viku október hér á landi, þá hefur það afleiðingar í för með sér sem enginn gat séð fyrir. Því segi ég að það sé ekki við nokkurn einstakling að sakast að svo skyldi verða, þó allir beri ábyrgð á sínum verkum. Eignir að baki Icesave voru miklar og það fólst mikil áhættu- dreifing í þessum fjármögn- unarleiðum. Stefnumótunin var að mínu mati skynsamleg. Við vonum hins vegar auðvitað og treystum að það takist að vinna það vel úr eign- unum að hægt verði að takmarka tjón og standa við þessar skuldbind- ingar.“ Hryðjuverk Breta Halldór segir ljóst að aðgerðir breskra yfirvalda gegn Landsbank- anum að morgni 8. október, þegar Heritable bankinn, dótturfélag Landsbankans, og útibú hans í London, voru yfirtekin, eigi sér enga hliðstæðu og hafi valdið ómældu tjóni. „Í bresku lögunum sem beitt var eru sett þau skilyrði að aðgerðir hafi verið framkvæmdar eða séu lík- legar til að verða framkvæmdar sem ríkisstjórnin telji að séu til þess falln- ar að valda tjóni á efnahag Bret- lands. Bresk stjórnvöld fóru langt út fyrir valdsvið sitt þegar þau beittu lögunum gegn Landsbankanum. Til dæmis má nefna að innlán Lands- bankans í Bretlandi námu aðeins um 0,5% heildarinnlána. Þá voru ekki yf- irvofandi neinar fjárhagslegar til- færslur sem mögulega gætu ógnað efnahagslegum stöðugleika í Bret- landi. Þvert á móti var Landsbank- inn að færa fjármagn til breska úti- búsins fyrir umrædda helgi. Það má segja að lögum, sem sett voru til að vernda bresku þjóðina gegn hryðju- verkum, hafi þess í stað verið beitt til að vinna hryðjuverk á íslenskum hagsmunum.“ Segir ekki rétt að persónugera málin Morgunblaðið/Ómar Gerðu sitt besta Halldór segir stjórnendur bankans hafa gert sitt besta. Í HNOTSKURN » Stjórnendur Landsbank-ans gerðu sitt besta til að koma Icesave-reikningum yfir í breskt dótturfélag. Segir Hall- dór að það sé ekki við nokkurn einstakan mann að sakast um að það hafi ekki tekist. » Hann segir að lögum semætlað var að vernda bresku þjóðina gegn hryðjuverkum hafi verið beitt til að vinna hryðjuverk. ELDSNEYTISVERÐ lækkaði í gær hjá öllum olíufélögunum. Yfirleitt lækkaði lítri af bensíni um fjórar krónur og lítri af dísel- olíu um tvær krónur. Eldsneyti lækkar                                          ÍSLENSK stjórnvöld hafa leitað til Evrópusambandsins um lánveit- ingu úr neyðarsjóði sambandsins, sem hefur yfir alls 25 milljörðum evra að ráða, jafngildi um 3.840 milljarða króna á núverandi gengi. Málið er til skoðunar hjá fram- kvæmdastjórn sambandsins og verður að því loknu tekið til um- ræðu á Evrópuþinginu. Íslendingar og Ungverjar eru einu þjóðirnar sem hafa leitað til sjóðsins um lánveitingu að undan- förnu, að því haft er eftir Joaquín Almunia, framkvæmdastjóra pen- inga- og efnahagsmála ESB, á vef breska dagblaðsins Times. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir of snemmt að ræða um upp- hæðir og skilmála í þessu efni, en að ljóst sé að umrætt lán muni verða viðbót við aðrar ráðstafanir. Fram kemur á vef Times að emb- ættismenn telji að fleiri Evrópuríki muni leita á náðir sjóðsins og er Úkraína nefnd í því samhengi. En eins og kunnugt hafa stjórn- völd í Úkraínu og á Íslandi sóst eftir lánveitingum hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. baldura@mbl.is Ríkið ræðir við ESB um lánveitingu Málið í skoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.