Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 44
44 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
VIÐ höldum okkar striki og höld-
um listahátíð í vor,“ segir Hrefna
Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík. Listahá-
tíð verður 15. til 31. maí og verður
hátíð allra listgreina. „Hér er mik-
il gróska í listalífinu og innlenda
sem erlenda listamenn þyrstir í að
taka þátt í Listahátíð,“ segir
Hrefna.
„Það er mikilvægt að gengisfella
ekki listina. Hún er vaxtarbrodd-
ur, mjög mikilvægur atvinnuvegur
og margfeldisáhrifin af listastarf-
semi eru öllum ljós. Við megum
alls ekki pakka saman, þrátt fyrir
erfitt efnahagsástand.“
Á fulltrúaráðsfundi á fimmtudag
var gengið frá nýrri skipulagsskrá
og er Listahátíð orðin sjálfseignar-
stofnun. Meginstoðir hennar verða
sem fyrr ríki og borg. Á næstunni
mun verða undirritaður þríhliða
samningur menntamálaráðherra,
borgarstjóra og Listahátíðar til
þriggja ára, en hingað til hefur
verið gerður samningur til árs í
senn. Hrefna segir að með breyt-
ingunni sé hátíðin komin í öruggt
og þekkt rekstrarform.
Gerð var grein fyrir uppgjöri
síðustu hátíðar og kom fram að all-
ar áætlanir stóðust.
Inga Jóna Þórðardóttir tók við
formennsku stjórnar Listahátíðar
af Ingimundi Sigfússyni.
Hátíð í vor
samkvæmt
áætlun
Listahátíð orðin
sjálfseignarstofnun
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Wayne Shorter Einn listamann-
anna sem komu fram á síðustu hátíð.
BLÚS- og djasshátíð Akraness
verður haldin í fyrsta sinn um
helgina, í kvöld og annað kvöld,
með tvennum tónleikum sem
hefjast kl. 21 bæði kvöldin.
Vettvangur hátíðarinnar er
Bíóhöllin, en þar koma heima-
menn fram, ásamt stórskotaliði
úr höfuðborginni. Meðal
heimamanna sem fram koma
eru hljómsveitirnar Magnús og
blúsbandið Ferlegheit. Fjöl-
margir aðrir listamenn koma fram, og má nálgast
ítarlega dagskrá á akranes.is. Miðaverð er 2.000
kr. Hægt er að kaupa miða á bæði kvöldin fyrir
3.000 kr. í forsölu sem hefst kl. 18 bæði kvöld.
Tónlist
Blús og djass
á Akranesi
Ólafur Páll
Gunnarsson
YFIRLITSSÝNING á verkum
Gylfa Gíslasonar verður opnuð
í Listasafni ASÍ, Freyjugötu
41, kl. 15 í dag. Gylfi lést í febr-
úar árið 2006 og er sýningin
haldin til að minnast hans.
Gylfi kom fram á sjónarsviðið á
umbrotatímum í íslenskri
myndlist, var með í SÚM-
hópnum en gat sér fyrst og
fremst orð fyrir teikningar sín-
ar, þar sem hann sýndi oft ný-
stárlegan og frumlegan stíl. Á sýningunni verða
teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og
málverk. Sýningin stendur til 23. nóvember og að-
gangur er ókeypis. Nánar á www.listasafnasi.is.
Myndlist
Gylfi Gíslason í
Listasafni ASÍ
Gylfi
Gíslason
Á MORGUN verða tvær heim-
ildarmyndir rússneska kvik-
myndagerðarmannsins Júrís
Salnikov sýndar í MÍR, Hverf-
isgötu 105. Önnur myndin
nefnist Magnús og Kjuregej og
er ný, gerð á þessu ári, en hin
var gerð árið 1967 og nefnist
Kynni af Íslandi. Sýningar
hefjast kl. 15 og aðgangur er
ókeypis. Næstu myndir á sýn-
ingarskrá MÍR verða Október
Eisensteins (9. nóv.), Katerína Izmajlova, ópera
eftir D. Shostakovitsj (16. nóv.), Raspútín (23.
nóv.), Igor fursti, ópera Borodins (7. des.) og
Hnotubrjóturinn, ballet Tsjaíkovskíjs (14. des.).
Kvikmyndir
Heimildarmyndir
sýndar hjá MÍR
Sergei M.
Eisenstein
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
ÖGMUNDUR Jóhannesson lauk
framhaldsnámi í gítarleik frá Uni-
versität Mozarteum í vor með
hæstu einkunn og er nú að koma
sér á framfæri sem sjálfstætt
starfandi tónlistarmaður í Berlín.
Hann leikur á tónleikum í Salnum
í dag þar sem hann ætlar að leika
úrval af þeim verkum sem hann
æfði fyrir lokaprófið. Um leið
opna frænkur hans, þær Sigrún
og Ólöf Einarsdætur, sýningu á
gler- og textílverkum í fordyrinu.
Yfirskrift tónleikanna er Suðrænir
tónar, blær að austan og gamli
Bach.
„Efnisskráin á ýmislegt sameig-
inlegt með debút-tónleikunum
mínum í Salnum 2005. Þá var ég
með það besta úr BA prógramm-
inu mínu, nú verður þetta rjóminn
af meistaraprófinu mínu, tónlist
frá ýmsum stíltímabilum. Ég spila
eigin útsetningu á partítu eftir
Bach sem mastersritgerðin mín
fjallaði um.“
Mikilvæg gítarverk
Önnur verk á dagskránni eru
Equinox eftir Takemitsu, sónata
eftir Castelnuovo-Tedesco, Due
Canzone lidie eftir d’Angelo og
sónata eftir José. „Þemað í mínu
námi hefur verið að komast í
gegnum mikilvægustu verkin sem
skrifuð hafa verið fyrir gítar.“
Hingað til hefur hann ekki
helgað sig einni tónlistarstefnu
umfram aðrar. „Ég er nokkurn
veginn jafnvígur á öll tímabil
klassískrar tónlistar. Núna er ég
sérhæfður í einleik á gítar, en mig
langar í framtíðinni til þess að
steypa mér út í kammermúsík.“
Ögmundur vinnur nú hörðum
höndum að því að skapa sér tæki-
færi í tónlistarheiminum. „Ég
vinn við kennslu í Berlín og er að
setja saman fleiri verkefni þar og
víðar. Ég er til dæmis að fara að
spila á Myrkum músíkdögum í
febrúar og ég ætla að reyna að
vinna heilt íslenskt prógramm fyr-
ir það. Það er eitthvað sem ég
myndi vilja taka upp og gefa út og
í framhaldinu kynna það á er-
lendri grundu. En markaðurinn er
spennandi og ég er bara nýbyrj-
aður.“
Ögmundur Jóhannesson leikur einleiksverk fyrir gítar í Salnum
Rjóminn af meistaraprófinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ögmundur, Ólöf og Sigrún Yfirskrift tónleikanna er Suðrænir tónar, blær að austan og gamli Bach.
Í HNOTSKURN
»Ögmundur er fæddur 1980og útskrifaðist frá Tón-
listarskólanum í Kópavogi vor-
ið 2000.
»Tónleikarnir hefjast klukk-an 17 í dag í Salnum.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
„ÞETTA hefur verið sorglega lang-
ur tími. Við erum búin að faðmast
og kyssast hérna hljóðfæraleikarar
og stjórnendur og ég held að við
séum búin að opna allar gáttir fyrir
áframhaldandi samstarf,“ segir
Kristján Jóhannsson tenór sem
syngur í dag í fyrsta skipti í átta ár
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Ég er líka í fyrsta skipti að
syngja á tónleikum þar sem Petri
Sakari stjórnar, þó hann hefi verið
hér að störfum í 24 ár. Þetta er
yndisleg upplifun og við urðum
mestu mátar strax, púlsinn gekk
strax saman.“
Íslenskir hjartaknúsarar
„Ég ætla að syngja, eins og ég
hef reyndar ekki gert lengi, nokkra
íslenska hjartaknúsara,“ segir
Kristján, en á efnisskránni eru
meðal annars íslensku sönglögin
„Sjá dagar koma“ og „Í fjarlægð“.
Að auki syngur Kristján frægar
aríur eftir Puccini og Leoncavallo.
Síðan leikur sveitin fimmtu sinfón-
íu Beethovens, karnivalforleik
Dvoráks og tvo kafla úr tónlist
Griegs við Pétur Gaut. „Þetta er
tónlist fyrir alla, þetta er algjört
konfekt.“
Hanga utan á húsinu
Kristján og Sinfóníuhljómsveitin
halda síðan á æskuslóðir hans fyrir
norðan og flytja sömu dagskrá á
Akureyri. Kristján hlakkar til að
syngja fyrir sitt heimafólk. „Ég á
von á því að flestallir Akureyringar
komi á staðinn og hangi bara utan
á húsinu. Svo ætla ég að heimsækja
mömmu og hún ætlar að koma á
tónleikana 91 árs gömul konan.“
Fyrri tónleikarnir hefjast í dag
klukkan 17 í Háskólabíói og þeir
síðari verða 4. nóvember klukkan í
íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri.
Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Kristján Jóhannsson syngur með SÍ í fyrsta sinn í átta ár
„Púlsinn gekk strax saman“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kominn heim Kristján Jóhannsson
æfði með hljómsveitinni í gær.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ á Rás 1
frumflytur nýtt leikrit eftir írsk-
íslenska leikskáldið Brian FitzGibb-
on á morgun.
Verkið sem ber
heitið Annar
maður er í leik-
stjórn Eddu
Heiðrúnar Back-
man og með aðal-
hlutverk fer
Ólafur Darri
Ólafsson.
Í Annar maður
segir frá mið-
aldra manni sem uppgötvar þykk-
ildi aftan á hálsi sér og sannfærir
sjálfan sig um að dauðinn sé á
næsta leiti. Hann leitar huggunar
hjá ókunnugu fólki og í óminni
áfengisvímunnar.
„Það mætti kalla þetta drama
með einkennum svartrar kómedíu,“
segir Brian, þegar hann er beðinn
um að lýsa verkinu, og tekur fram
að það fjalli ekki um hann sjálfan.
„Ég held reyndar að allir setji
eigin reynslu að einhverju leyti í
það sem þeir skrifa, þó sagan sé
ekki úr mínu lífi eru persónur og
atvik í því sem ég tek úr eigin
reynslubanka.“
Heill hljóðheimur
Tvö verk eftir Brian hafa áður
verið flutt af Útvarpsleikhúsinu en
hann segist ekki frekar sækjast eft-
ir því að skrifa fyrir útvarp en svið,
báðir miðlarnir hafi sína kosti.
„Mér finnst útvarpsleikhús hafa
upp á margt að bjóða. Í því er hægt
að skapa heilan heim bara með
hljóðum og það er ódýrt í fram-
leiðslu sem skiptir miklu máli um
þessar mundir.“
Leikritið Annar maður verður
flutt á morgun á Rás 1 kl. 14.
Leitar í óminnið
Útvarpsleikhúsið frumflytur Annan
mann eftir Brian FitzGibbon
Brian
FitzGibbon
… og var raunar full-
ur þegar nokkrar sen-
ur voru teknar …49
»