Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 45
Menning 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 ÍSLENSKA óperan þarf að grípa til róttækra sparnaðargerða í ljósi efnahagsástandsins. Ætlunin var að frumsýna Ástardrykkinn eftir Gaetano Donizetti í febrúar með Garðari Thór Cortes og Dísellu Lárusdóttur í aðalhlutverkum, en sýningunni hefur verið frestað fram á haustið 2009. Þá skerðist starfshlutfall allra fastra starfs- manna, þar á meðal óperustjórans Stefáns Baldurssonar. „Þetta er okkur bara um megn,“ segir Stef- án. „Við verðum að draga saman og skera niður á öllum póstum. Þetta er alveg hrikalega leiðinlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða, en það er ekki um neitt annað að ræða undir þessum kringumstæð- um.“ 50 til 80 prósent störf Fjöldi fólks kemur að uppsetn- ingum í óperunni, en flest er það lausráðið, til dæmis hljóðfæraleik- arar og söngvarar. Fastir starfs- menn eru um tíu talsins, t.d. tækni- menn, starfsmenn í miðasölu og markaðsfólk. „Starfshlutfallið hef- ur verið minnkað hjá öllum, en það hefur engum verið sagt upp. Auð- vitað vonumst við til þess að þetta sé bara tímabundið,“ segir Stefán. Starfsmenn hans verða hér eftir í 50 til 80 prósenta vinnu. Stefán segir það helst hafa breyst að allur kostnaður hefur rokið upp á sama tíma og tekjurnar hafa dregist saman. Íslenska óper- an er sjálfseignarstofnun og á fjög- urra ára fresti eru framlög ríkisins ákvörðuð í krónum talin. „Þetta framlag hefur rýrnað í verðbólg- unni undanfarið,“ segir Stefán og bætir við að styrktaraðilar hafi dregið sig til baka undanfarið, en vill ekki gefa upp hverjir þeir eru. Gengur vel að selja miða Miðasala hefur gengið vel í Ís- lensku óperunni að undanförnu og Stefán nefnir sem dæmi að miðasal- an síðasta vetur hefi verið tvöfalt meiri en árið á undan. Stóra haust- sýningin í ár, þar sem einþáttungs- óperurnar Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og Pagliacci eftir Leoncavallo eru fluttar saman, seldist upp fyrir frumsýningu og þó að menn finni fyrir efnahagsþreng- ingunum í sölu miða á rokkóperuna Janis 27 þá hefur hún samt gengið þokkalega að sögn Stefáns. Vegna þess hve húsnæði Óperunnar er smátt er tapið á viðamiklum sýn- ingum hátt í milljón á kvöldi þó að setið sé í hverju sæti í salnum. Tap er því innbyggt í reksturinn og ekki hægt að afla tekna á vinsælum sýningum. Leitað í lagerinn Í stað Ástardrykkjarins verður boðið upp á Óperuperlur, sýningu frá síðasta vetri sem er mun minni í sniðum og þegar er búið að æfa. Meðal söngvara í henni eru Bjarni Thor Kristinsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir. „Þarna er einn flygill og fjórir einsöngvarar, en þetta er samt leiksýning með búningum, ljósum og öllu tilheyrandi. Við eig- um hana sem sagt á lager.“ Stefán er staðráðinn í því að koma Ástardrykknum á svið þó síð- ar verði. „Allir þeir sem ætluðu að taka þátt í sýningunni í vor verða með í haust. Einsöngvararnir eru lausir, við þurfum bara að færa þetta fram.“ Íslenska óperan dregur saman seglin Janis 27 Miðasala hefur gengið þokkalega á sýningu um Janis Joplin með þeim Bryndísi Ásmundsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur í aðalhlutverkum.  Ástardrykkurinn settur á ís þar til næsta haust  Allt fast starfsfólk minnkar við sig vinnu Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is LISTASAFN Íslands hefur látið mynda allt sitt listaverkasafn og setja á innra net safnsins. Lengi hef- ur verið rætt um að til standi að opna fyrir aðgang almennings að þessu stóra safni, sem myndi um leið bæta aðgengi fólks að íslenskri listasögu. Það hefur dregist, þar sem ekki hef- ur verið gengið frá samningum við höfundarrétthafa verkanna. Halldór Björn Runólfsson, for- stöðumaður Listasafnsins, segir safnaráð vera með málið í sínum höndum og sé lögfræðingur að skoða það. „Það hefur verið mikið vanda- mál hér á landi, að hér eru engir vef- ir, sem kennarar geta til að mynda farið inná, til að ná sér í myndefni fyrir kennslu um íslenska myndlist,“ segir hann og bætir við að auðvitað þyrfti myndverkasafn Listasafnsins að vera aðgengilegt á netinu. Í lögum um safnið kemur fram að það eigi að vera „miðstöð rannsókna, heimilda- söfnunar og kynningar á íslenskri myndlist“. Ennfremur að safnið eigi að annast „fræðslustarfsemi um myndlist“. Rætt um sanngjarna þóknun „Hér er verið að ræða um sann- gjarna þóknum fyrir báða aðila,“ segir Knútur Bruun, formaður Myndstefs. „Það hefur ekki enn ver- ið gengið frá samningi við Myndstef um að opna fyrir þetta safn út á netið en málið er hjá Listasafni Íslands og Safnaráði. Auðvitað er bráðnauðsyn- legt að stofnanir, sem og nemendur og kennarar, hafi aðgang að þessum verkum. Við hjá Myndstefi viljum sýna fulla sanngirni, en yfirvöld verða einnig að viðurkenna að þetta efni er háð eignarrétti og hann þarf að virða.“ Bæði kennarar í listasögu og nem- endur hafa rætt um þörfina á að- gengi að myndabanka sem þessum, því hvergi er að finna heildstætt og aðgengilegt yfirlit, með myndefni, yfir íslenska myndlistarsögu til þessa dags. Einn kennari sem rætt var við, og kennt hefur listasögu, segir skortinn á innlendu myndefni hafa verið mjög bagalegan og myndefnið dýrt. „Margir kennarar hafa því vikið sér undan því að kenna íslenska listasögu,“ segir kennarinn. Samkvæmt taxta Myndstefs kost- ar ein birting í fyrirlestri frá 356 til 708 krónur, eftir fjölda mynda. Þyrfti að vera að- gengilegt á netinu FRÉTTASKÝRING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞAÐ má kallast árviss viðburður, að þegar þjóðin fylgist með gáfnaljósum framhaldsskólanna etja kappi í sjón- varpinu klikka þau illilega á einu sviði; þegar spurt er um íslenska myndlist. Þau þekkja ekki verk eftir Gunnlaug Scheving eða Kristján Davíðsson – humma, flissa og klóra sér í höfðinu. Samt eru listamennirnir sem spurt er um meðal okkar fremstu. Margir segja kennslu í sjónlistum í skötulíki – að börnum sé ekki kennt að meta okkar helstu meistara. Á síðustu árum hefur kennsla í list- fræði og listasögu á háskólastigi auk- ist að vöxtum og umfangi. Úr þessum geira heyrist að ekki sé allt sem skyldi, til að mynda að þeim grund- vallarupplýsingum sem felast í að- gengi að myndefni sé ekki fullnægt. Eldri alþjóðleg verk eru komin úr höfundarrétti og þær myndir má nota, en sú er ekki raunin með verk listamanna sem eru á lífi eða innan við 70 ár eru síðan þeir létust. Nýr samningur HÍ og Fjölís Samkvæmt upplýsingum Ingi- bjargar Halldórsdóttur lögfræðings Háskóla Íslands, hefur nú verið skrif- að undir nýjan samning háskólans og Fjölís, sem eru samtök hagsmunaðila sem fara með höfundarréttarmál. Að Fjölís koma blaðamenn, bókaútgef- endur, Hagþenkir, STEF, rithöfund- ar og Myndstef. Ingibjörg segir samninginn hafa tekið gildi og nú sé unnið að því að koma á verklagi varð- andi notkun efnis. Eins og aðrir nem- endur munu þeir sem nema listfræði eflaust njóta góðs af. Þó verður ef- laust erfitt að nálgast myndefni úr ís- lenskri listasögu – eins og því sem er „læst“ í safni Listasafnsins. Myndstef, sem eru regnhlífarsam- tök íslenskra myndhöfunda, fer með réttindamál þeirra vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarrétti og kem- ur til skila til rétthafa. Rétt eins og óheimilt er að hlaða tónlist ólöglega af netinu, eða birta texta án leyfis, er óheimilt að birta eða nota myndefni án leyfis. „Þessi nýi samningur Fjölís við Háskóla Íslands gerir skólanum kleift að nota höfundarvarið efni í kennslu og starfi skólans,“ segir Knútur Bruun, formaður Myndstefs. Hann segir hlutverk Myndstefs vera tvískipt; að gæta hagsmuna höfund- anna en jafnframt að opna öllum sem greiðastan aðgang að myndefni. „Og með sem sanngjörnustum hætti. Það erum við að reyna að gera,“ segir Knútur. Brýnt að bæta aðgengi Varðandi aðgang myndverka innan skólakerfisins segir Knútur að hann telji það eitt brýnasta mál myndhöf- unda og skólayfirvalda, að nemend- um og kennurum verði veittur sem greiðastur aðgangur að myndefni. Hann telur samtökin ekki krefjast of mikillar greiðslu fyrir efnið á skóla- stigi, en þau eru nú að hefja viðræðu við sveitarfélög um not á myndefni í grunnskólum. „Við erum að fara fram á það að sveitarfélögin greiði lága upphæð fyr- ir hvern nemenda á ári, 250 krónur, og fái í staðinn heimild til að nota allt það myndefni sem þeir komast í á netinu, fyrir utan það sem er í lok- uðum gagnabönkum. Við teljum mik- ilvægt að nemendur séu vandir á að fara að lögum en ekki brjóta þau.“ Knútur var um árabil í safnráði Listasafnsins. Hann kannast við það vandamál, að þeir sem leggja stund á nám í listfræðum, hafi slæmt aðgengi að íslenskri myndlist. „Við höfum verið að opna fyrir það að kennari hefur til að mynda fengið aðgang að ákveðnu magni mynd- verka úr því úrvali sem Listasafnið á, gegn ákveðinni greiðslu. En auðvitað er bráðnauðsynlegt að gengið verði frá samningum milli ríkisins og Myndstefs, þannig að allir hafi að- gang að verkunum sem þar eru.“ Myndefni vantar til kennslu í íslenskri listasögu Morgunblaðið/Kristinn Læstar geymslur Í geymslum Listasafns Íslands eru þúsundir verka. Þrátt fyrir nokkurra ára umræðu hefur ekki verið samið við rétthafa um að setja safnið út á netið. Unnar Örn Jónsson sýndi eitt sinn sjaldséð verk í geymslunni.  Hver mynd kostar 356 krónur ef yfir 30 eru sýndar einu sinni í fyrirlestri  Formaður Myndstefs telur samtökin ekki krefjast of hárrar greiðslu Fyrir nokkrum árum var hópur unglinga í sal í Lista- safni Íslands, og í kringum þau voru mörg kunnustu verk Kjarvals, Ásgríms, Schevings og Svavars Guðnasonar. Safnakenn- arinn spurði upplitsdjarfur hvort þau gætu nefnt ein- hverja íslenska myndlist- armenn. Unglingarnir horfðu hver á annan, þögðu, en loks sagði einn spyrjandi: Halldór Lax- ness? Það var ekki að sjá að þau hefðu nokkurn tímann áður séð þessi verk í saln- um. Mun bætt aðgengi að ljósmyndum af þessum verkum stuðla að bættri fræðslu á þessu sviði? Myndlistarmaður? Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.