Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Þ egar þetta þingbréf er skrifað, eftir hádegi á föstudegi, er bjart yfir í Reykjavík. Tjörnin er spegilslétt og byrjuð að þiðna að nýju. Trén í Alþingisgarð- inum hafa fellt lauf sitt og jólaseríur munu innan skamms leysa þau af hólmi. Í þingsal er verið að ræða þings- ályktunartillögu um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og í smástund get ég leyft mér að halda að það sé bara venjulegur föstudagur. En meðan ég sit hérna í fjölmiðlabak- herbergi þinghússins og horfi yfir Tjörnina eru hundruð Íslendinga að taka við uppsagnarbréfum. Áætlun eða samningsgerð? Efnahagsmál voru rædd á Alþingi á fimmtudag. Mikið var þrætt um hvern- ig ákvörðun um stýrivaxtahækkun var tekin en ráðamenn hafa gefið misvís- andi yfirlýsingar. Seðlabankinn ákvað svo að taka af öll tvímæli og greina um leið frá 19. tölulið samningsgerðar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), sem er víst enn trúnaðarmál. Þar kemur fram að stýrivextir þurfi að hækka í 18%. Ráðherrar segja ríkisstjórnina hafa lagt þessa tillögu fram en ljóst þykir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sett hækkunina sem skilyrði, enda í takt við kröfur sem hann hefur gert annars staðar í heiminum. Ég er að hugsa um að gera það að minni tilgátu að ríkisstjórnin sé að segja satt. Hún hafi giskað á að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn vildi stýri- vaxtahækkun og þess vegna sett hana inn, í von um að sjarmera stjórn sjóðs- ins! Einnig er deilt um hvað eigi að kalla þetta umrædda plagg, sem er a.m.k. í nítján töluliðum. Seðlabankinn talar um samningsgerð en stjórnarliðar um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Enn aðrir tala um samning en Lúðvík Bergvinsson þvertekur fyrir að áætl- unin geti kallast samningur fyrr en stjórn IMF hefur samþykkt hana. Hvað sem plaggið kallast þá bíða stjórnarandstöðuþingmenn spenntir eftir því að berja það augum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í umræðunum á fimmtudag að annað tveggja markmiða efnahags- áætlunarinnar væri að „undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs“. Nú hefur orðið „und- irbúa“ vonandi slæðst óvart með, enda hlýtur í áætluninni að vera kveðið á um aðgerðir, ekki bara lagt til að þær verði undirbúnar. Annað vakti athygli í ræðu Geirs og það var þegar hann sagði ríkið ekki ætla sér að eiga bank- ana til langframa. Hlutaféð væri von- andi hægt að selja síðar meir, jafnvel með ávinningi. „Þannig að hér er von- andi um að ræða fjárfestingu sem á eftir að skila sér þó að hún birtist með þessum hætti í skuldatölum ríkisins,“ sagði Geir. Það hljómar ankannalega að tala um fjárfestingu í bönkum sem eru að hruni komnir þegar ríkið tekur þá yfir. En vonandi er Geir með jákvæðar upplýsingar um stöðu bankanna, sem hann byggir þessi orð á. Á trúarlegum bláþræði Íslendingar verða seint taldir meðal trúaðri þjóða þessa heims, að minnsta kosti ekki þegar vel gengur. En ein- hvern veginn leita svo margir í trú og trúarbrögð þegar erfiðleikar steðja að. Stjórnmálamenn eru þar engin und- antekning og þannig rötuðu æðri máttarvöld inn í ræður allra stjórn- málaleiðtoga nema eins í síðasta mán- uði. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, reið á vaðið í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra þegar hann í lok ræðu sinnar sagði: „Vaki nú allar góðar vættir yfir Íslandi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, hallaði sér hins vegar að öllu hefð- bundnari trú þegar hann bað guð að blessa Ísland að loknu ávarpi sínu til þjóðarinnar á mánudeginum í byrjun svörtu vikunnar. Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknar, blandaði síðan trúnni inn í sjó- mannalíkingamálið, sem hann hefur verið ólatur við að nota, og sagði: „Ýt- um úr vör í Drottins nafni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, leitaði ekki til guðs eða landvætta í sinni fyrstu þingræðu um efnahagsmálin í vikunni en sagði hins vegar að með „íslenskan galdur í far- teskinu og í náinni samvinnu við al- þjóðasamfélagið“ kæmist Ísland í gegnum kreppuna. Nú er hægt að fara út í bollalegg- ingar um mögulega stjórnarmyndun á trúarlegum grunni. Þá er ljóst að Guðni og Geir ná ágætlega saman og líklega er ekki svo langt milli Stein- gríms og Ingibjargar. Þá má ætla að stjórnarsamstarfið hangi á trúarlegum bláþræði, a.m.k. hefur hinum guð- hræddu almennt verið lítt um galdra gefið. Skýin hafa fært sig Þegar niðurlag þessa þingbréfs er ritað hefur veðrið breyst og staðsetn- ing mín líka. Skýin hafa fært sig neðar og ég sit í Hádegismóum. Þar er tóm- legt, enda hurfu á þriðja tug starfs- manna úr húsi í dag, með uppsagn- arbréf í höndunum. Nú þurfum við guð og vættir og galdra. Eða hvað annað sem getur hjálpað til. Vættir, guð og galdrar til hjálpar STJÓRN Seðlabankans hlýtur að þurfa að víkja, líkt og stjórnir viðskipta- bankanna, þar sem miklir fjármunir töpuðust í veðlánaviðskiptum bankans við sparisjóði og viðskiptabanka. Þetta kom fram í máli Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær en hann vildi fá svör frá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, um hversu mikið af almannafé hefði tapast. Geir sagði Seðlabankann verða fyrir tjóni sem skipti tugum milljarða og kannski um 150 milljörðum. „Þarna er ekki um það að ræða að bankinn hafi gert sig sekan um sérstök afglöp. Bankinn reyndi að hjálpa bankakerfinu í landinu í gegnum kreppuna með lausafjárfyrirgreiðslu eins og allir aðrir seðlabankar hafa gert,“ sagði Geir en í máli hans kom einnig fram að eigið fé Seðlabankans væri um 90 milljarðar og ríkið yrði því að leggja honum til nýtt eigið fé. halla@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Fylgst með Áhyggjur af efnahagsmálunum hvíla þungt á Alþingi. Seðlabankastjórn hlýtur að víkja Jafnt kynjahlutfall Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ásamt þremur flokksfélögum sínum úr Samfylkingunni lagt fram frum- varp sem miðar að því að jafnt hlutfall karla og kvenna verði í stjórnum fjármálafyrir- tækja. Í grein- argerð segir að þörf sé á nýrri nálgun í stjórnun fjármálafyrirtækja hér á landi og bent er á að almenningur allur geti staðið og fallið með slíkum fyr- irtækjum, eins og atburðir síðustu daga hafi sýnt. „ Nú þegar stærstu bankar landsins verða í aðaleigu rík- isins og hlutfall kynjanna í stjórn þeirra þarf að vera sem jafnast og ekki minna en 40% í samræmi við jafnréttislög er eðlilegt að þessi regla eigi við um öll fjármálafyrirtæki landsins,“ segir í greinargerðinni. Hvað vissi ráðherra? Siv Friðleifsdóttir, Framsókn, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráð- herra um hvort hann hafi, áður en Landsbankinn var tekinn yfir, haft vitneskju um tilboð breska fjár- málaeftirlitsins um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri hægt að færa reikninga Ice- save yfir í breska lögsögu. Siv spyr einnig í hvað ráðherrann hafi verið að vísa í samtali við Alistair Darling, fjármálaráðherra, Breta þar sem sá síðarnefndi spurði hvort loforðið sem Landsbankinn hefði gefið um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé væri fyrir bí. Óskar Siv eftir því að minnisblöð sem tengist mál- inu verði birt með svarinu. Upplýsingar berast þinginu of hægt Fjárlaganefnd fundaði í gær um fjár- lögin og segir Gunnar Svavarsson, formaður nefndarinnar, níu mánaða uppgjör ríkisrekstursins ekki hafa legið fyrir eins og vonast var til. Umræða spannst á fundinum um hversu hægt upplýsingar berist nefndinni og leggur Gunnar áherslu á að þingið geti fengið upplýsingar um rekstur stofnana mun fyrr til að geta sinnt sínu eftirlitshlutverki. Sagði hann jafnframt að þingið fái ekki reglulegar upplýsingar um rekstur hlutafélaga ríkisins og þar með talið hinna nýju banka. Því verði að breyta Dagskrá þingsins Næstkomandi mánudagur er ætl- aður undir nefndafundi á Alþingi og þingfundur verður því ekki fyrr en á þriðjudag kl. 13:30. ÞETTA HELST … Steinunn Valdís Óskarsdóttir Siv Friðleifsdóttir BREYTA hefði þurft lögum um Seðlabanka Íslands áður en síðasta stýrivaxtahækkun var ákveðin, að mati Valgerðar Sverrisdóttur, þing- manns Framsóknarflokks. Vísaði hún til þess á Alþingi í gær að tekin hefði verið ákvörðun um stýrivaxta- hækkun að undirlagi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. „Þar með erum við ekki lengur að fara að lögum er varða Seðlabankann sem segja að bankinn sé sjálfstæð stofnun og taki ákvörðun um stýrivexti í landinu,“ sagði Valgerður. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist hins vegar ekki telja að til lagabreytinga hefði þurft að koma. Seðlabankinn hefði verið aðili að samningaviðræðunum og tekið hina formlegu ákvörðun um hækkun stýrivaxta sjálfur. halla@mbl.is Ekki lengur sjálfstæður Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is KAUP og sala á bújörðum hefur verið í lágmarki undanfarna mán- uði. Eina lífsmarkið í þessum við- skiptum hefur komið frá Norður- löndum, en nokkuð er um að Íslendingar í nágrannalöndunum hafi sýnt áhuga á og jafnvel keypt jarðir hér á landi. Magnús Leópoldsson í Fasteigna- miðstöðinni hefur á undanförnum árum verið áberandi í þessum við- skiptum og segir hann að það sé eins og allir séu að bíða eftir að eitt- hvað gerist. Það sem af er ári nemi viðskiptin með bújarðir aðeins um fimmtungi þess sem verið hefur undanfarin ár. Þá hafi heildarsalan á ári verið á annað hundrað jarðir. „Kyrrstaðan hefur verið ótrúlega mikil allt þetta ár,“ segir Magnús. „Upp á síðkastið hefur verið nokkuð um fyrirspurnir frá Íslendingum er- lendis, einkum á Norðurlöndum. Við höfum fundið fyrir undirliggj- andi áhuga, sem er í sjálfu sér ekki skrýtið. Við getum tekið dæmi af manni sem hefur búið í Noregi í 20 ár og haft þokkalegar tekjur í norskum krónum. Hann áttar sig allt í einu á því að hægt er að fá jörð á Íslandi fyrir helmingi lægra verð en fyrir ári. Ég er með dæmi um nokkrar svona sölur og til okkar er hringt þessa dagana frá öllum Norðurlöndum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir kyrrstöðuna segist hann ekki skynja verðlækkun í ís- lenskum krónum. Íslendingar erlendis sýna áhuga á jarðakaupum Morgunblaðið/RAX Jarðakaup Það sem af er ári nema viðskiptin með bújarðir um fimmt- ungi þess sem verið hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.