Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 24
24 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is É g hef enga ástæðu til að ætla annað en að ég muni ná mér að fullu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra sem snúið hefur aftur til starfa eftir aðgerð í Bandaríkjunum þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr heila hennar. „Ég mun fara mér eins hægt og nokkur kostur er og aðstæður leyfa á næstunni. Í pósti sem ég sendi á starfsfólkið mitt í ráðuneytinu sagði ég að þetta æxli hefði reynst vera friðsælt og fornt. Þetta er barnaæxli sem hefur verið þarna í áratugi. Það er góðkynja og læknar náðu stærst- um hluta þess. Það getur vel verið að það sem eftir er af því verði til friðs svo ég þurfi ekki að fara í frekari meðferð.“ Viðtalið við Ingibjörgu var tekið örfáum dögum áður en hún fór í aðra aðgerð. Hún lýsti þeirri aðgerð fyrir blaðamanni: „Æxlið sem er í fjórða vökvahólfi heilans hefur takmarkað vökvaflæði um hann. Það þarf að laga með því að gera smá gat til að liðka fyrir þessu flæði. Eftir þá að- gerð verð ég væntanlega laus allra mála. Það er allavega engin ástæða til að ætla annað.“ Ekkert áfall Hugsaðirðu um að þú gætir þurft að draga þig í hlé til frambúðar frá stjórnmálum vegna þessara veik- inda? „Aldrei. Þegar mér var sagt frá æxlinu var það ekkert áfall fyrir mig. Ég var viss um að ég væri í höndunum á góðum læknum og að þetta hlyti að fara vel. Ég kveið ekki fyrir aðgerðinni og mér datt aldrei í hug að eftirmál yrðu vegna hennar.“ Hvernig er með þrekið? „Ég hef minna þrek en áður og það þarf ég að byggja upp. Það er merkilegur hlutur að fara í sex tíma aðgerð á mánudegi og vera komin út á götu á föstudegi. Bæði segir þetta manni hvað læknavísindin eru merkileg en líka hvað líkaminn hefur mikinn lækningarmátt. Hann er fljótur að fara í gang og vinna sitt endurnýjunarstarf. Veikindi breyta líka því hvernig maður hugsar, mað- ur fær aðrar viðmiðanir og annað mat á hvað skiptir máli. Hjörleifur var í Kína þegar þetta gerðist og kom þaðan til New York. Eftir að- gerðina áttum við hjónin einhverjar bestu stundir sem við höfum átt. Þarna var ég kyrrsett, mátti ekki vinna og var ekki heldur að fara neitt sérstakt og hafði allan heims- ins tíma ólíkt því sem verið hefur ár- um saman. Við fórum í langa göngu- túra og hvíldum í augnablikinu. Þetta voru mestu gæðastundir sem við höfum átt lengi. Og allar kveðj- urnar og straumarnir sem fólk sendi mér höfðu mikil áhrif. Ég fann svo sterkt hvað það gerði mér gott. Það var merkilegt að upplifa það.“ Eigum að fá erlenda leiðsögn Á sama tíma og þú veiktist hrundi íslenska bankakerfið og ástandið er skelfilegt. Hver ber fyrst og fremst ábyrgð á þessu hruni? „Ég held að það sé ekki hægt að ákvarða einhvern einn sökudólg. Það eru margar samverkandi ástæð- ur fyrir þessu hruni. Miðað við ís- lenska krónu og íslenskan seðla- banka hefur bankakerfið okkar orðið alltof stórt. Ég hef lengi verið þeirr- ar skoðunar að smæð gjaldmiðilsins væri áhætta í sjálfu sér. Margir hafa ekki einu sinni viljað heyra þá um- ræðu, hvað þá taka þátt í henni und- anfarin ár. Við værum ekki svona stödd værum við aðildarríki ESB. Forsætisráðherra Íra þakkar ESB og evru að Írland er ekki í okkar stöðu og fyrrverandi kanslari Aust- urríkis hefur tekið í svipaðan streng hvað sína þjóð varðar. Svo verðum við að spyrja: Var lög- gjöfin ekki eins og hún átti að vera? Virkuðu eftirlitsstofnanirnar ekki sem skyldi? Alþjóðlega fjármálakreppan sem skall á varð að fárviðri sem enn geis- ar úti um allan heim. Íslensku bank- arnir voru hvorki betri né verri en bankar í öðrum löndum. Aðrir miklu stærri bankar hafa hrunið en ekki fjármálakerfi heilla landa. Og þar komum við að hinum séríslensku að- stæðum, svo sem samhenginu milli stærðar bankakerfisins og gjaldeyr- isvarna Seðlabankans, stöðugleika gjaldmiðilsins og svo framvegis. Allt þetta verður að skoða en það er ekki hægt að fella dóma núna yfir einstökum aðilum.“ Finnst þér ekki tímabært að spyrja hverja á að draga til ábyrgðar og hvernig? „Mér finnst að það eigi að spyrja þeirra spurninga en það þarf að gera með skipulögðum hætti. Við getum ekki fellt dóma án þess að rannsaka málið. Ef efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra telur að einhvers staðar hafi lög verið brotin á hún að rannsaka þau mál. Og eins og ég sagði áðan þá þarf líka að fara yfir það hvort menn hafi ekki staðið sig eins og þeir áttu að gera. Það finnst mér að eigi að gera með sérstakri rannsóknarnefnd. Alþingi á að sam- þykkja stofnun slíkrar nefndar, í henni eiga ekki að sitja pólitíkusar og við eigum að fá utanaðkomandi erlenda leiðsögn þannig að al- gjörlega sé tryggt að í slíkri rann- sókn sé slitið á öll hagsmunatengsl. Þetta þarf að gera sem allra fyrst.“ Engin tengsl við stórfyrirtæki Eftir á að hyggja, var Samfylk- ingin ekki um tíma of mikið í vörn fyrir stórfyrirtæki, samanber Borg- arnesræður þínar? „Það er fráleitt að halda því fram að ég hafi í Borgarnesræðum mínum verið að taka afstöðu með einstaka auðmönnum eða stórfyrirtækjum Hvorki ég né Samfylkingin höfum nokkurn tíma haft þau tengsl við stórfyrirtæki sem þáverandi forysta Sjálfstæðisflokksins og þáverandi » „Ef við tækjum þá ákvörðun fljótlega aðsækja um Evrópusambandsaðild þá myndi það strax hafa áhrif á atvinnulífið hér heima, mark- aðina og stöðu okkar gagnvart öðrum löndum, því þá vita allir hvert við erum að stefna og geta farið að gera áætlanir með hliðsjón af því. Væntingar gagnvart Íslandi myndu breytast og það í sjálfu sér hefði samstundis jákvæð áhrif. “ Ég hamra járnið I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r u t a n r í k i s r á ð h e r r a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.