Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Sparneytinn Toyota Aygo ’06 Bensíneyðsla 4,5 l /100 km í blönduðum akstri, fjarst. saml. ABS, 8 loftpúðar, frítt í stöðumæla. Lipur og fallegur bíll ek. 35 þ. V. 1.160. Uppl. 699-3181 / 588-8181. Renault Megan Classic, árg. 2000,ssk., sko.,dráttarbeisli, ek. 120 þús. Verð 430 þús. Tilboð 330 þús stgr. Uppl. í síma 898 2128. Mitsubishi Pajero ´99, 2.8 diesel, sjálfsk. Rafmagn í rúðum,filmur skoðaður, nýtt pústkerfi, 32” dekk ekinn 230 þús. Verð 500 þús. Uppl. í síma 770 55 00 og 693 2991. Góður fjölskyldubíll. Ford Freestyle, árg. 2005 Ek. 12þ. km. Sjálfskiptur, 6 manna bíll, heilsársdekk. Eyðir litlu! Verð 2.490þ. Uppl. í s. 770 5500 og 693 2991 Citroën árg. '03 ek. 44 þús. km Nýskoðaður, beinskiptur, eyðslu- grannur, vetrardekk fylgja. Verð 860 þúsund. Sími 659-4102. BMW 520 Árg. ‘99 Ek. 200þ. km. Sjálfskiptur, heilsárs- dekk, filmur og rafm. í rúðum. Fæst fyrir kr. 500 þús. Uppl. í s. 770 5500 og 693 2991 Pallbíll Sendibílar VW Transporter 4x4 árg. 2001 Bíll í toppstandi. Nýskoðaður án at- hugasemda, er með hillurekka. Nagladekk fylgja. Ekinn 166 þús. Verð 723 þúsund án vsk. Uppl. í síma 893 1986. Bílaþjónusta Bílar Volkswagen Passat 4 motion 2 lítra Árg. ´03, ekinn 110 þús. km. Ný tímareim, nýjar felgur. Verð 1.1 mill. Sími 770 5500 og 693 2991. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Vélhjól Lokaðar kerrur fyrir fjórhjól, vatns- heldar og léttar, burðargeta 300 kg. Upplýsingar í síma 659-8116. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Uppl. í s. 899 9825. Volkswagen Golf 4 motion 2 lítra, árg. ´01, beinskiptur, ekinn 150 þús. km. Vetrardekk. V. 550 þús. Sími 770 5500 og 693 2991. MMC Space star árg. 2000 til sölu. Ek. 148 þús. Ný kúpling, þarfnast lítilsháttar viðgerða, annars í fínu standi. Uppl. í síma 820 1974. Volfswagen GOLF 2002 til sölu m/sóllúgu, álfelgur og fl. Toppbíll í frábæru standi, eins og nýr, Yfirtaka á mjög hagstæðu láni að upphæð 700.000.- útb. 150.000.- afb. ca. 23 þús. pr mán. Lán getur lækkað. Uppl.í síma 896 3362. Toyota Corolla 1600 Árg. ‘99, sjálfsk., ek. 132 þús. Vínrauður, Fallegur bíll. Upplýsingar í síma 892 8380 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík - 5, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Eiðistorg 17, 206-7348, 50% ehl., Seltjarnarnesi, þingl. eig. Ástríður Kristín Ómarsdóttir, gerðarbeiðendur 365 - miðlar ehf. og S24, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Fannafold 160, 204-1508, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Birgir Stefánsson, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Fífurimi 8, 204-0424, Reykjavík, þingl. eig. Ásgrímur Ari Jósefsson og Braghildur Sif Matthíasdóttir, gerðarbeiðendur Dýraspítalinn í Víðidal ehf., Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,Tölvubílar hf. og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Fífusel 24, 205-6457, Reykjavík, þingl. eig. Anna F. Bernódusdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Háteigsvegur 23, 201-1563, 105 Reykjavík, þingl. eig. Björn Viktorsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Hraunbær 172, 204-5255, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Jóna Gunnars- dóttir, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. nóv- ember 2008 kl. 10:00. Laugarnesvegur 86, 201-6564, Reykjavík, þingl. eig. Arðbær ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Skipasund 63, 202-0480, 104 Reykjavík, þingl. eig. Ingibjörg Heiðrún Sigfúsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Skólastræti 1, 200-4339, Reykjavík, þingl. eig. Agnar Gunnar Agnars- son, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Stararimi 51, 221-9788, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Magnús Guðfinnsson, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Stigahlíð 4, 203-0908, Reykjavík, þingl. eig. Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Stigahlíð 4, 203-0913, Reykjavík, þingl. eig. Haukur Harðarson, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Stóriteigur 16, 208-4374, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristín V. Valdi- marsdóttir, gerðarbeiðandi Gildi -lífeyrissjóður, miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Vesturberg 78, 205-0598, Reykjavík, þingl. eig.Tómas Eric Woodard, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 31. október 2008. Félagsstarf MÍMIR 6008110111 l° frf. 3.11. Myndakvöld Útivistar kl. 20:00 í Húnabúð, Skeifunni 11. Sýndar verða myndir frá fyrri hluta Langleiðarinnar. Mynda- kvöldin eru öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Aðgangseyrir er 800 kr. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund og er að henni lokinni boðið upp á glæsilegt köku- og brauðtertu- hlaðborð kaffinefndar Útivistar. 7. - 9.11. Laugafell - jeppaferð 0811JF01 Vetrarríki miðhálendisins kring- um Hofsjökul kannað snemma vetrar. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Skráning á utivist@utivist.is eða í síma 562 1000. Sjá nánar www.utivist.is Smáauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar Afi var á endanum hvíldinni feg- inn. Ég fékk að halda í höndina á honum þegar hann tók sín síðustu andartök. Hann fékk hægt og fal- legt andlát. Afi hvaddi þennan heim ómálga eins og hann kom í heiminn fyrir 85 árum en ljósið hans lifir áfram í okkur, stoltum af- komendum hans. Arna Kristín Einarsdóttir. Kæri afi, það er komið að leiðarlokum og nú eru engin tækifæri eftir til að efla þau litlu samskipti sem við höfðum. En þó samverustundir væru fáar, þá situr eftir í huga okkar alveg sérstaklega eftirmið- dagsstund, sem þú sjálfur óskaðir eftir að við ættum saman. Við syst- urnar fimm ásamt mökum okkar og börnum hittum þig hjá einni okkar. Þú sýndir okkur þá hvað þú áttir mikið af ást og hlýju okkur til handa. Þú sagðir okkur að þú hefð- ir viljað hafa hlutina öðruvísi og eins að þú værir óskaplega ham- ingjusamur að hitta okkur öll. Við geymum þessa stund í hjörtum okkar sem hina dýrmætustu perlu og munum þig brosandi, kátan og sparaðir þú ekki knús og falleg orð. Við systur munum hittast hjá einni okkar nú í dag og kveðja þig saman. Örlögin höguðu því svo til, að ein okkar varð amma í vikunni og önnur varð móðir fyrir skömmu. Við áttum því ekki allar heimangengt héðan að sunnan til að fylgja þér síðasta spölinn. Drottinn gaf og Drottinn tók. Við vildum kveðja þig allar saman og völdum því þessa leið og okkur finnst fara vel á því. Megi almátt- ugur Guð vera með þér og megir þú vera sameinaður syni þínum, föður okkar, ömmu Sigríði og ömmu Kristínu. Hafðu þökk fyrir daginn góða. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Ásta Sigríður, María, Pálína, Jóhanna og Sigurjóna. Síðastliðið vor átti ég erindi til Akureyrar og ákvað að heimsækja langafa minn í annað sinn í lífi mínu. Eftir að ég útskýrði hverra manna ég væri, knúsaði hann mig í bak og fyrir, slökkti á fótboltanum og hélt þéttingsfast í höndina á mér meðan ég sagði honum sögur af fjölskyldunni. Þegar ég var ekki nógu skýr, spurði hann mig út úr eða leiðrétti mig með látbragðsleik í hæsta gæðaflokki. Þetta var eina leiðin, því orðin virtust einfaldlega ekki getað fundið sér leið að tal- færunum, að minnsta kosti ekki í heilum setningum. Þegar kom að því að ég þurfti að fara, sleppti hann mér ekki fyrr en ég lofaði að koma aftur daginn eft- ir. Morguninn eftir var afi kominn í sitt fínasta púss, kvaddi hjúkkurn- ar og dró mig út að bílnum mínum. Hann leiðbeindi mér um bæinn og sýndi mér húsið sem hann bjó í ásamt öðrum stöðum sem voru honum merkilegir. Við enduðum bíltúrinn síðan hjá langömmu í kirkjugarðinum, þar sem ég hélt utan um hann meðan hann grét og sagði mér að hann vildi ekki vera hér lengur, hann vildi vera heima hjá ömmu. Velkominn heim, afi Haraldur. Hvíldu í friði. Esther Ösp hennar Ástu. Elsku Halli minn, það er sárt að þú skulir vera farinn frá okkur, en aumt ástand elsku þjóðarinnar nú hefði brotið hjarta þitt. Þú ert líka dyggilega búinn að gefa þitt og átt- ir ekkert meira skilið en að fá loks- ins að fara í fagnandi faðm Lillu, Sigga og ömmu. Þú varst einstaklega gefandi maður. Alveg sama hvað á dundi, það sló aldrei á gæsku þína. Allt fram á síðustu stundu gafst þú ljós og hamingju. Það var frábært að koma í heim- sókn til ykkar Lillu frænku, ömmu og strákanna á Byggðaveginn. Mamma, sem bar mikla virðingu fyrir þér af því að henni fannst þú svo réttlátur og ráðagóður, var hjá ykkur árið 1948, til að undirbúa giftingu hennar og pabba. Og tveimur árum seinna tókuð þið Hönnu systur til ykkar, svo að mamma gæti heimsótt pabba til Bandaríkjanna, þar sem hann var í loftskeytanámi. Þegar Ragnar bróðir var hjá ykkur, tókstu hann strax að þér sem enn einn son þinn. Þú faðm- aðir, klappaðir og hvattir alla strákana þína og ef einhver þeirra var dapur, fórstu með alla í bíltúr. Þú sagðist vera besti bílstjóri í heimi og enginn þeirra dró það í efa. Oft sagðirðu: „Löbbum niðrá ráðhústorg og fáum okkur pulsu!“ „Bestu pulsur í heimi,“ segir Ragn- ar enn í dag. Og þegar Ragnar var í sumarbúðum á Hólavöllum, keyrðir þú einn daginn í hlað með kassa fullan af krembrauði, ekki bara handa honum, heldur handa ÖLLUM krökkunum þar. Seinna þegar ég var hjá ykkur, var ég hamingjusamasta vera í heimi. Þú byggðir þá af krafti upp íþróttalíf bæjarins, komst alltaf glaður í bragði heim. Sama gegndi um Lillu, sem vann í Amaro. Þið funduð strax vinkonu handa mér, ég drakk jolly-colla, fór í heim- sóknir með ömmu, hundurinn Bokki flaðraði upp um mig, þú sagðir stoltur sögur af stóru strák- unum þínum, Sverri, Sigga og Ein- ari sem voru fluttir að heiman og amma saumaði föt á alla fjölskyld- una, norðan- og sunnanlands. Ég elskaði lyktina af ömmu, af efn- unum hennar og af saumavélinni og leysti strákana af við að þræða fyrir hana nálina, af því að hún hafði fyrir löngu misst allan mátt í fingrunum. Eftir besta kvöldmat í heimi bjó Lilla til rjómakaramell- ur, sem við Jakob vorum sjúk í, Haddú hermdi eftir skammaryrð- um Andrésar andar eins og „hrimppfff!“ okkur til skemmtunar og þú sagðir okkur sögur af Sölva Helgasyni. Eftirfarandi segir allt um þig: Löngu seinna var ég í tökustaðaleit fyrir kvikmynd mína um Sölva Helgason og hafði því miður ekki haft tíma til að skoða stærsta dal- inn á Höfðaströnd áður en ég fór aftur hingað til München. Þú frétt- ir af því og skömmu síðar fæ ég ljósmyndir í pósti. Þú hafðir átt- ræður keyrt til Skagafjarðar, gengið inn og út dalinn í a.m.k. 5 klst. til taka ljósmyndir fyrir mig. Ég var orðlaus. Allt fram á síðstu stund hafðir þú brennandi áhuga á þjóðmálum. Ragnar heimsótti þig oft. Einu sinni gastu ekki klárað setningu, sjúkdómurinn leyfði það ekki. Þá leið þér illa og Ragnar fann svo hræðilega til með þér. Elsku Halli, okkur þykir svo vænt um þig! Megi Ísland eignast fleiri menn eins og þig! Ástarkveðj- ur, fyrir hönd Guðmundar Matt- híassonar, Ástu S. Hannesdóttur, Hönnu Kristínar, Ragnars Atla og Matthíasar Hannesar Guðmundar- barna og barnabarna, Margrét Rún Guðmundsd. Kraus.  Fleiri minningargreinar um Har- ald M. Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku Harpa Elín Haralds- dóttir mín, mig langar að votta þér mína samúð við andlát afa þíns. Hann var bara alltaf hress og kátur, hann var sko góður við mann eins og mig og við áttum allt- af góðar stundir saman og við töluðum um allt eins og handbolta og líka fótbolta. Guð geymi ykkur, kæru vinir. Jón Óskar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.