Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Sudoku Frumstig 5 1 2 1 9 3 6 8 8 5 4 3 9 4 3 7 3 6 2 4 9 4 7 1 1 4 8 7 5 3 2 9 1 4 7 6 5 2 8 4 1 7 2 7 3 8 1 3 1 7 6 2 9 9 5 6 4 4 7 8 2 5 4 7 1 2 9 4 2 4 1 6 3 8 4 5 1 6 2 5 3 5 6 1 9 1 9 4 9 6 5 8 1 2 3 2 4 6 4 8 5 9 6 7 3 2 1 2 7 6 5 1 3 9 8 4 1 9 3 4 8 2 7 5 6 9 6 4 8 3 5 2 1 7 7 3 1 2 4 6 5 9 8 8 5 2 1 7 9 4 6 3 3 2 8 6 9 4 1 7 5 5 1 7 3 2 8 6 4 9 6 4 9 7 5 1 8 3 2 9 7 4 2 6 8 1 3 5 8 1 5 9 7 3 4 6 2 6 2 3 5 1 4 9 8 7 1 3 9 8 2 7 6 5 4 2 8 6 4 5 9 7 1 3 4 5 7 1 3 6 8 2 9 5 6 1 7 4 2 3 9 8 7 9 2 3 8 1 5 4 6 3 4 8 6 9 5 2 7 1 3 2 6 1 8 4 5 9 7 4 1 7 3 5 9 2 6 8 8 5 9 6 7 2 1 4 3 1 7 2 5 6 3 9 8 4 6 8 5 4 9 7 3 1 2 9 3 4 8 2 1 7 5 6 5 6 1 7 3 8 4 2 9 2 4 3 9 1 6 8 7 5 7 9 8 2 4 5 6 3 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. dagbók Í dag er laugardagur 1. nóvember, 306. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) Víkverji hefur verið í innbyrðisherferð síðustu daga til að minna sjálfan sig á allt það sem við Íslendingar eigum enn. Fjármála- geirinn og útrásin eru farin. Víkverji fann fyrir eftirsjá í smástund þar til það rifjaðist upp fyrir honum að reyndar er það flest annað en útrás- in og bankageirinn sem hefur gert Ísland að góðum stað til að búa á. x x x Því hefur sumstaðar verið haldiðfram undanfarið, ekki síst í er- lendum fjölmiðlum, að Íslendingar eigi nánast öll sín lífsgæði áhættu- sæknum fjárfestum að þakka, sem hafi rifið litlu eyjuna úr fátækt til fallvalts frama. Þegar Víkverji hugs- ar aftur um 10 ár, fyrir útrásarkipp- inn og einkavæðinguna, sér hann samt ekki betur en að lífsgæði hans árið 1997 hafi verið fyllilega sam- bærileg við árið 2007. Við höfum ver- ið auðug þjóð lengi, þótt auðurinn hafi um tíma virst hafa margfaldast svo gífurlega að það þyrfti að leggja sig fram til að ná að eyða honum öll- um í bara eitthvað. Það er ekki fyrr en núna, eftir útrásarævintýrið, sem Víkverja finnst að lífsgæði hans séu raunverulega að breytast í fyrsta sinn, og það því miður til verri vegar. x x x Víkverji hefur hinsvegar trú á þvíað versta ástandið vari ekki lengi þótt framundan sé erfitt ár. Á meðan það gengur yfir ætlar hann sér að njóta þeirra lífsgæða sem þó eru enn til staðar á Íslandi og hafa alltaf verið, óbreytt. Víkverji minnist þess t.d. ekki að hafa nokkru sinni farið í skoðunarferð um höfuðstöðv- ar bankanna með erlenda vini sem heimsækja klakann. Nei, lífsgæðin sem þeir fá að kynnast eru náttúran, sem fær erlendu vinina undantekn- ingalaust til að gapa, og svo mesti lúxusinn af þeim öllum, sundlaug- arnar. Og þar ætlar Víkverji einmitt að sitja af sér kreppuna, – í sundi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 erfitt að sigr- ast á, 8 flennan, 9 skott- ið, 10 blóm, 11 léttir til, 13 koma í veg fyrir, 15 rannsaka, 18 manns- nafn, 21 hægur gangur, 22 drögum, 23 fuglar, 24 skjálfti. Lóðrétt | 2 skjall, 3 alda, 4 kroppa, 5 minnst á, 6 broddur, 7 venda, 12 beita, 14 ögn, 15 glaða, 16 svertingi, 17 vesælar, 18 kvíslin, 19 hófu á loft, 20 urgur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 njóli, 4 þekkt, 7 tjása, 8 órétt, 9 nár, 11 rita, 13 etja, 14 skært, 15 þrek, 17 agga, 20 fit, 22 kelda, 23 eisan, 24 teikn, 25 tórir. Lóðrétt: 1 notar, 2 ósátt, 3 iðan, 4 þjór, 5 klént, 6 totta, 10 ágæti, 12 ask, 13 eta, 15 þekkt, 16 efldi, 18 gosar, 19 annar, 20 fann, 21 tekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 Rxg4 8. Hg1 f5 9. h3 Rgf6 10. Hxg7 Re4 11. Bd2 Df6 12. Hg2 Rf8 13. 0-0-0 Rg6 14. Bd3 Bd7 15. Hdg1 Bc7 16. cxd5 exd5 17. Ra4 0- 0-0 18. Rc5 Kb8 19. Db3 Rxc5 20. dxc5 De7 21. Db4 f4 22. exf4 Hhf8 23. He1 Df6 24. f5 a5 25. Da4 Bxf5 26. Bxf5 Dxf5 27. Rd4 Dxh3 28. Bxa5 Dxg2?? Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Halki- diki í Grikklandi. Rússneski stórmeist- arinn Vladimir Potkin (2.613) gat með svörtu unnið skák sína gegn hinum unga Hjörvari Steini Grétarssyni (2.284) með því að leika 28. … Bf4+ í stað 28. … Dxg2??. Íslendingurinn knái, sem tefldi fyrir Taflfélagið Helli, nýtti sér þetta og knúði fram jafntefli. 29. Rxc6+! bxc6 30. Bxc7+ og jafntefli samið enda þráskák óumflýjanleg. Hvítur á leik og heldur jafntefli. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Varnarráð. Norður ♠64 ♥ÁG10986 ♦ÁG5 ♣72 Vestur Austur ♠872 ♠953 ♥53 ♥D72 ♦1072 ♦KD864 ♣109643 ♣KG Suður ♠ÁKDG10 ♥K4 ♦93 ♣ÁD85 Suður spilar 6♠. Á Evrópumótinu 1995 sat Frakkinn Michel Lebel í austur í vörn gegn spa- ðaslemmu. Makker hans kom út með ♦2 og sagnhafi hleypti á níuna heima. Lebel tók með ♦D og íhugaði fram- haldið. Spilarar kannast við þá varnarspeki að rétt sé að spila „upp í veikleika og í gegnum styrkleika“. Þetta er gott al- mennt ráð, sem fylgir spilurum allan ferilinn, en eftir sem áður bara ráð- legging – ekki skipun. Í sögnum hafði suður sýnt fyrirstöðu í hjarta og því óttaðist Lebel réttilega að sagnhafi gæti trompað út drottninguna, komist inn á ♦Á og hent niður tapspilum í frí- hjörtu. Hér varð að ráðast á hliðarinn- komuna, hvað sem það kostaði. Lebel spilaði tígli upp í gaffalinn og hunsaði með því gamalt og gott varnarráð. Með góðum árangri. Hrútur Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. Ljúktu því af sem fyrst og þá muntu eiga ánægjulegt kvöld. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er svo sem í lagi að treysta á sína nánustu tilfinningalega. Svo vilja allir í kringum þig vita hvað það er og taka þátt í spennunni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Gefðu þér allan þann tíma sem til þarf í að útfæra hugmynd þína og þá fyrst geturðu sett kraft í að fram- kvæma hana. Gaumgæfðu alla mögu- leika og reyndu að forðast óþarfa áhættu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Tunglið (tilfinningar) er í vog- armerki í dag, í samstöðu við Júpíter (útþensla) og eykur þar með vellíðan hennar. Taktu ekki áhættu í nýrri leið til fjáröflunar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er nauðsynlegt að halda sig á mottunni hvað fjárútlát varðar. Ekki setja markið of hátt en dekraðu eilítið við sjálfan þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert á góðri leið með að taka til í þínum eigin garði. Visst verkefni er öðruvísi en þú ímyndaðir þér það, en það er einstakt og því betra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig án þess að fá sektarkennd. Varastu bara að gera of mikið úr hlutunum eða ganga of langt. (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdreki Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Ein leið til að berjast fyrir lífs- reglum þínum er að lifa eftir þeim. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hversdagslegir hlutir hafa áhrif á framtíð þína. Vertu því jákvæð- ur og vonaðu aðeins það besta og þú verður ekki svikinn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert reynslunni ríkari, snöggur og vitur. Sýndu þolinmæði. Finndu þér tómstundagaman, sem lyft- ir þér upp í frítíma þínum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú býrð yfir krafti sem getur orðið öðrum hvatning til framkvæmda. Þú munt fá heilmikið út úr því sem þér finnst vanalega þrautleiðinlegt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki láta sjálfsgagnrýni ná tök- um á þér, þó að orð séu látin falla sem staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfa þig. Sérstaklega á þetta við um fjármálin. Stjörnuspá 1. nóvember 1845 Veðurathuganir hófust í Stykk- ishólmi. Þær hafa verið gerðar óslitið síðan og er þetta elsta veðurathugunarstöðin hér á landi. 1. nóvember 1967 Almannagjá var lokað fyrir bílaumferð, vegna slysahættu og með tilliti til hinna sögulegu minja. 1. nóvember 1980 Skúli Óskarsson setti heimsmet í réttstöðulyftu í 72 kíló- gramma þyngdarflokki á lyft- ingamóti í Laugardalshöll. Hann lyfti 315,5 kílógrömmum. „Í fyrsta skipti hefur Íslend- ingur sett heimsmet í íþrótta- grein, og það á heimavelli,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Guðrún Finnsdóttir og Aðalbjörn Tryggvason, Laugarholti í Eyja- fjarðarsveit, eiga fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 1. nóvember. Deginum eyða þau með fjölskyld- unni. Gullbrúðkaup AÐALHEIÐUR Helgadóttir, kennari við grunn- skóla Bláskógabyggðar í Reykholti, segir það ekki vana sinn að blása í lúðra í tengslum við afmælis- daga sína. „Ég hef alltaf óskaplega gaman af af- mælisdögum annarra, en kýs yfirleitt sjálf að halda upp á önnur tilefni.“ Fertugsafmælisdeg- inum hyggst hún því eyða í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að fara með manni og börnum til höfuð- borgarinnar þar sem við förum út að borða og síð- an á sýninguna Fló á skinni í Borgarleikhúsinu.“ Öllu meiri veisluhöld voru hjá Aðalheiði um síð- ustu helgi, en þá hélt hún upp á útskrift sína frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það má segja að ég hafi þá hald- ið í leiðinni upp á að vera enn 39 ára,“ segir Aðalheiður og hlær. „Enda hef ég haft mun meira fyrir því að ná kennsluréttindunum en að verða fertug.“ Meðfram fjarnáminu hefur hún kennt í grunnskóla Bláskógabyggð- ar í rúm fjögur ár og er nú umsjónakennari 9. bekkjar, sem hún segir líklega vera besta bekk á landinu. „Annars er ég alsæl með að vera komin með kennsluréttindin, ekki hvað síst á þessum tímum þegar atvinnuhorfur eru jafn svartar og þær eru nú.“ annaei@mbl.is Aðalheiður Helgadóttir kennari 40 ára Í faðmi fjölskyldunnar Nýirborgarar Kaupmannahöfn Silja fæddist 3. september kl. 13.07. Hún vó 3.540 g og var 51 sm löng. Foreldrar hennar eru Ingunn Ósk Ólafsdóttir og Ulrik Malthe Overgaard. Kaupmannahöfn Kristján Þórarinn fæddist 6. júlí kl. 13.30. Hann vó 15 merkur og var 51 sm langur. For- eldrar hans eru Margrét Rún Jakobsdóttir og Davíð Halldór Kristjánsson. Reykjavík Kristján Bjarki fæddist 20. júlí kl. 19.54. Hann vó 3.150 g og var 49 sm langur. Foreldrar hans eru Erla Guðrún Gunnars- dóttir og Gunnar Örn Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.