Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Ferðaskrifstofa Borgarlottó Dublin Verð frá:30.okt. – 4nætur 49.900kr. Á mann miðað við 2 í herbergi í 4 nætur. Flug og gisting, morgunverður, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Þú velur áfangastaðinn en tekur þátt í lottóinu um hvaða gistingu þú lendir á. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú ferð! Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is INNFLUTNINGUR til landsins hefur minnkað verulega mikið á síðustu vikum. Lýsandi dæmi um þetta er að einungis einn bíll kom til landsins með Eimskipi í síðustu viku. Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri millilandasviðs hjá Samskipum, segir samdráttinn mælast í tugum prósenta og svipað hljóð er í Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eimskipi. Hins vegar stendur útflutningur nokkurn veginn í stað þessa dag- ana eða eykst lítillega ef eitthvað er. Eitthvað hefur borið á útflutn- ingi bifreiða, en að sögn Heiðrúnar bíða margir þess að gjöld eða skattar á þessum bílum verði lækk- aðir eða afnumdir, til að greiða fyr- ir útflutningi. Samskip fækka siglingum Samskip tilkynntu í gær um fækkun ferða. Akrafellið fer í verk- efni utan Íslands. Hvassafell held- ur þó áfram áætlunarsiglingum milli Reyðarfjarðar, Kollafjarðar í Færeyjum, Rotterdam og Imm- ingham á Bretlandseyjum en skip- ið hættir að hafa viðkomu í Reykja- vík. Pálmar Óli segir ekki koma til uppsagna vegna þessa. Eimskip fór í svipaðar aðgerðir í sumar. Morgunblaðið/Ómar Goðafoss til Rotterdam Fallegt er að horfa á skip sigla um sundin blá. Þó væri óskandi að þau hefðu fullfermi. Þá væru gjaldeyristekjurnar meiri. Einn bíll kom til landsins ALLUR kostn- aður við upp- færslur Íslensku óperunnar hefur rokið upp á sama tíma og tekjur dragast saman. Stærstu sýningu vorsins hefur verið frestað og starfsfólk minnk- ar við sig vinnu. Stefán Baldursson óperustjóri segir framlög ríkisins, sem ákvörðuð eru í krónutölu, hafa rýrnað í verðbólgunni og styrktaraðila hafa dregið sig í hlé. „Þetta er okkur bara um megn,“ segir Stefán. | 45 Íslenska óper- an sker niður Stefán Baldursson NÝLIÐINN október hefur verið landsmönnum erfiður og kaldur. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Trausta Jónssonar veðurfræðings hefur hitinn í október verið undir meðallagi. Allt stefndi í að hann hafi verið kaldasti október í Reykjavík síðan 1987. Tiltölulega hlýrra var um norðvestanvert land- ið og í Stykkishólmi og Bolung- arvík var kaldara í október 2005. Á Akureyri var ámóta kalt og ár- ið 2005, en annars þarf að fara allt aftur til ársins 1981 til að finna kaldari október. Á Dalatanga var álíka kalt nú og árið 2005. Í Vest- mannaeyjum þarf að fara allt aftur til ársins 1981 til að finna kaldari október. Úrkoma var nálægt með- allagi víðast hvar á landinu. sisi@mbl.is Október var kaldur UPPGRÖFTUR fornleifafræðinga á Alþingisreitnum í Reykjavík hefur leitt í ljós öflugt iðnaðarsvæði fyrir um 100 manna samfélag frá landnámstíma. M.a. hefur fund- ist í fyrsta skipti 10 metra langur viðarstígur sem upp- greftrarfólk hefur gantast með sín á milli að geymi fót- spor Ingólfs Arnarsonar. „Við erum búin að vera alveg á útopnu í nokkra daga,“ segir Vala Garðarsdóttir uppgraftarstjóri, spurð hvort þetta sé ekki spennandi fundur fyrir fornleifafræðinga. „Við höfum aldrei fundið svona gamla strúktúra, því að skálinn er í rauninni aðeins eldri en landnámsskálinn. Þetta er frá fyrstu tíð.“ Leifarnar liggja ofan á landnáms- laginu og hefur engin jarðmyndun átt sér stað á milli. Allt sem fundist hefur á svæðinu bendir til að þar hafi verið blómlegt iðnaðarsvæði með framleiðslu umfram þörf ábúenda, s.s. til vöruskipta. Þar hefur verið vegleg kolagröf, járnbræðsluofn og varnarveggur auk áður- nefnds viðarstígs sem Vala telur að hafi verið lagður til að halda svæðinu snyrtilegu. Ýmiskonar iðnaður hefur verið á svæðinu, þar hefur t.d. viður verið kolaður og járn framleitt úr mýrarrauða sem smíðaðar voru úr axir, sigðir, ljáir og sverð og hafa slíkir munir fundist á svæðinu. Á Alþingisreitnum virðist því hafa verið blómlegt atvinnulíf. „Það er gaman að sjá þetta svona og maður ímyndar sér að þarna hafi verið heilt þorp í kring þar sem menn hafi stundað sinn iðnað.“ Fornleifanefnd hefur það nú til skoðunar hvernig varð- veita megi fundina á svæðinu og segir Vala að tvennt sé í stöðunni, annaðhvort að varðveita svæðið í óbreyttri mynd eða skrá það eins vel og hægt er og gera af því eft- irmynd annars staðar. una@mbl.is Blómlegt iðnaðarsam- félag á Alþingisreitnum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Svæðið Vestan við Alþingi var elsta byggð í Reykjavík Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EKKI verður borað eftir jarðhita á Þeistareykjum næsta sumar, eins og stefnt hefur verið að. Landsvirkjun (LV), Alcoa og Þeistareykir ehf. sendu frá sér sameiginlega tilkynn- ingu þess efnis í gær. Ákvörðun um framhald borana bíður því fram til haustsins 2009, en fyrirtækin munu áfram hafa náið samband og samráð um framvindu mála, með það að leið- arljósi að framlengja viljayfirlýs- inguna og halda verkefninu áfram þegar aðstæður leyfa. Vinnu við mat á umhverfisáhrifum verður líka haldið áfram. Friðrik Soph- usson, forstjóri LV, segir að í september hafi hin alþjóðlega lausafjárkreppa verið orðin svo al- varleg að ýmis fyrirtæki, þ. á m. Alcoa-sam- stæðan, hafi ákveðið að draga úr fjárfestingum í nýjum verkefnum eins og kostur var. „Þá kom í ljós að Alcoa-sam- stæðan var ekki tilbúin til þess að leggja verulegt fé í eitthvað nýtt,“ segir Friðrik. Bora átti tíu rann- sóknarholur á Þeistareykjum, en kostnaður við það er rúmir fjórir milljarðar króna. Samkvæmt sam- eiginlegri viljayfirlýsingu LV og Al- coa frá því í júlí átti Alcoa að borga u.þ.b. tvo milljarða af þeim kostnaði. Aðkoma Alcoa er nauðsynleg „Þegar ljóst varð að Alcoa treysti sér ekki í þetta, vegna samþykktar yfirstjórnar fyrirtækisins, sem var bara almenn samþykkt þess efnis að ekki yrði farið í nein ný verkefni, þá var augljóst að ekki var hægt að standa fyrir þessari rannsókn,“ seg- ir Friðrik. Þeistareykir ehf. hafi ekki burði til að standa í þeim fjárfest- ingum upp á eigin spýtur. Alcoa rifar seglin fyrir norðan í bili  Rannsóknarborunum á Þeistareykjum frestað fram yfir næsta sumar  Alcoa treystir sér ekki í tveggja milljarða rannsóknarkostnað að sinni Friðrik Sophusson FRUMKVÆÐIÐ að því að fresta borunum kom ekki frá LV. Frið- rik segir að fyrirtækið hefði get- að haldið rannsóknunum áfram að einhverju marki, en fjögurra milljarða kostnaður hafi verið umfram það sem eðlilegt gat talist að LV legði í ein síns liðs. „Enda erum við eins og allir aðrir, með lokaðar lánalínur. Þessi kreppa nær til Landsvirkj- unar eins og annarra fyrirtækja. Við erum skuldugt fyrirtæki og verðum að fara varlega.“ Fara varlega Í ÞAU tíu ár sem Barnahúsið hefur starfað hefur 2001 barn komið til skýrslutöku, í könnunarviðtal, lækn- isskoðun, greiningu og meðferð, að því er fram kemur í grein Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barna- verndarstofu. Af þessum rúmlega 2000 börnum hafa 930 þurft á með- ferð að halda, sem sérfræðingar Barnahúss hafa veitt, og 216 börn verið skoðuð á Landspítalanum. Barnahús var stofnað í því skyni að tryggja barnvænlegt umhverfi við rannsókn kynferðisbrota gagn- vart börnum. | 33 2000 börn í Barnahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.