Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Ég sit hérna við eld- húsborðið í angandi hangikjötslykt og drekk te úr bolla sem þú gafst mér þegar ég eignaðist mína fyrstu íbúð og hugsa um öll skiptin sem ég kom til þín á afmælisdeginum þínum og borðaði hangikjöt með öllu tilheyrandi í til- efni dagsins. Þessi siður þinn er kominn til að vera enda er það ómissandi að fá hangikjöt í lok októ- ber hvert ár. Ég ætla að nota tækifærið nú á af- mælisdeginum þínum til að þakka Fríða Aðalsteinsdóttir ✝ Fríða Aðal-steinsdóttir fæddist á Akureyri 26. október 1942. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 24. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 31. júlí. þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig í lífinu. Það sem kemur alltaf efst í huga minn þegar ég hugsa til baka er bílferð sem við fórum saman á rauðu þrumunni. Ferðinni var heitið austur fyrir fjall í Vaglaskóg að hitta restina af fjöl- skyldunni sem var þar í útilegu, ég man alltaf eftir því hvað þú gerð- ir mikið grín að Löd- unni sem þú áttir einu sinni, kallaðir hana alltaf rauðu þrumuna og sagðir mér að hún væri aðalkagginn í bænum. Já, það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og þessi bílferð mun alltaf lifa í minn- ingunni. Það eru svo margar frábær- ar minningar um þig og svo margt sem maður gæti skrifað, margar skemmtilegar sögur frá því að þú passaðir mig þegar ég var lítill, frá öllum fjöruferðunum, ferðlögunum, veiðiferðunum, jólunum hjá þér, jólaboðunum og bara allt! Takk kær- lega fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, gafst mér og gerðir með mér. Ég sé oft svo eftir því að hafa ekki komið oftar í heimsókn, maður held- ur alltaf að það sé svo mikið að gera hjá manni en í raun er alltaf tími til að skjótast inn, þó það væri nú ekki nema til að segja bara hæ og sjá þig aðeins, en maður lifir á gervihnatta- öld og heldur að ef maður er ekki alltaf að þá missi maður af ein- hverju. Elsku amma, það kætir hjarta mitt að hugsa til þess að þú gast ver- ið í útskriftinni hjá mér og Dag- björtu í maí, það var ekki að sjá á þér þá að þú værir veik og manni datt ekki í hug að það væri svona stutt eftir, en eitt sinn verða allir menn að deyja, eins og Vilhjálmur söng í laginu Söknuður. Elsku amma, ég vil bara enda þetta á að segja þér að minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt. Þitt barnabarn, Helgi Steinar. Ákveðin kaflaskil verða núna þegar Malla frænka, eins og hún var alltaf kölluð í ættinni, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veik- indi frá því seinni hluta sumars. Hún var um margt mjög sérstök kona sem okkur syskinabörnunum þótti afar vænt um. Hún var mjög trúuð og lét sér mjög annt um fjöl- skyldu sína og var mjög kærleiks- rík. Einnig lét hún sér mjög annt um okkur systkinabörnin, fylgdist mjög vel með og bað jafnan fyrir fólkinu sínu þegar eitthvað bjátaði á. Allt frá fyrstu tíð hefur hún verið fastur punktur í tilveru okkar og alltaf verið til staðar, traust og góð. Það var fljótlega sem við krakkarnir uppgötvuðum það að Malla frænka vissi meira um önnur tilverustig en margur annar og sá margt sem við hin sáum ekki. Við t.d. þorðum aldr- ei að skrökva þegar Malla frænka var viðstödd því við vorum alveg viss um að hún sæi það á okkur. Malla og Pálmi voru með þeim fyrstu sem byggðu hús inni í mýri, eins og það var kallað þá, á Vest- urgötu 135 hér í bæ. Það var rétt innan við barnaskólann sem nú heit- Matthildur Árnadóttir ✝ MatthildurÁrnadóttir fæddist í Bolung- arvík 24. nóvember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi að kvöldi fimmtudagsins 9. október og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 17. október. ir Brekkubæjarskóli. Þá var ég í þeim skóla og fannst ekki smá flott að geta stolist yf- ir girðinguna í mjólk og köku til Möllu frænku og jafnvel sundum boðið vinkon- um með. Um tíma bjó amma Sigríður hjá þeim hjónum á Vest- urgötunni og þá kom- um við krakkarnir mikið þangað. Margar ljúfar minningar rifj- ast upp eins og fræga setningin sem lifir og mun lifa í fjöl- skyldunum: „Elsku fyrirgefið þið hvað þetta er lítið,“ sagði Malla frænka gjarnan þegar hún hafði fyllt borðið af kræsingum. Eitt enn sætt sem Malla frænka hafði fyrir sið var að hafa teygju utan um budduna sína. Þegar ég fór með henni í búð var ég alltaf að vona að enginn tæki eftir þessu! En í dag ættum við krakkarnir kannski að taka þetta upp og læra af henni þennan sið. Systkinin frá Bökkunum í Bol- ungarvík voru sex talsins en nú er einungis móðir mín, Guðmunda, eft- ir. Öll fluttu þau til Akraness, með nokkru millibili þó, og þrjú þeirra fluttu síðan áfram til Reykjavíkur. Mikill samgangur var milli fjöl- skyldnanna og létu þau systkini sér mjög annt hverju um annað. Þær systur Malla og mamma mín hafa alla tíð verið mjög nánar og varla liðið sá dagur að þær hafi ekki gáð hvor að annarri og er Möllu nú sárt saknað. Við sendum Pálma, Helgu og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur um leið og Mauda systir, við systkinin og fjölskyldur okkar biðj- um alla englana að passa Mölluna okkar. Guð geymi hana og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Þín frænka Sigríður Gróa. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær móðir mín, SÆBJÖRG HINRIKSDÓTTIR, Esjugrund 37, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. október, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Þórir Bjarnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURÐUR HELGASON fyrrv. deildarstjóri í menntamálaráðuneyti frá Heggsstöðum, Hrafnhólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð einstakra barna. Soffía Kristjánsdóttir, Ágúst Heiðar Sigurðsson, Margrét Haraldsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Daði Guðmundsson, Helga Guðrún Sigurðardóttir, Guðný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALDIMARSSON, Móasíðu 6a, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 26. október. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddfellowregluna á Akureyri. Minningarkort fást í AB-búðinni og hjá Jóni Bjarnasyni úrsmið. Þóranna Þórðardóttir, E. Ásrún Guðmundsdóttir, Árni Ragnarsson, Margrét Unnur Akselsdóttir, Erik Andersson, Valdimar R. Guðmundsson, Daðey A. Sigþórsdóttir og afabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR frá Norður-Gröf, Kjalarnesi. Hjartans þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fyrir ómetanlega umönnun og umhyggju. Jónas Tryggvi Pétursson, Þórunn Aldís Pétursdóttir, Guðmundur Ringsted, Margrét Björg Pétursdóttir, Sigrún Bryndís Pétursdóttir, Gunnar Þór Ólafsson, Pálmi Hannes Pétursson, Bjarni Þór Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA GUÐBJARTSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Dalbraut 16, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 30. október. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Hermann Sigfússon, Halldóra Björt Óskarsdóttir, Guðmundur R. Jónsson, Þráinn Ingólfsson, Guðríður Hermannsdóttir, Ólafur Jón Ingólfsson, Margrét Á. Hallsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg dóttir mín og systir, BJÖRG FRÍÐA JÓHANNESDÓTTIR, Ljósheimum 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 29. október. Jarðarförin verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Þóra Aðalheiður Jónsdóttir, Birgir Jóhannesson. ✝ Bróðir okkar, JÓN BJÖRGVINSSON frá Rauðabergi í Fljótshverfi, lést föstudaginn 24. október á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Útför hans fór fram í kyrrþey föstudaginn 31. október. Guðný Björgvinsdóttir, Unnur J. Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.