Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
Þegar ég minnist
Valdimars Einarsson-
ar minnist ég gömlu
daganna. Valdimar var
maður elstu systur
minnar og pabbi fyrsta barnabarns
foreldra minna. Og hann kveður jarð-
lífið fyrstur okkar systkina og maka.
Meðan börnin okkar voru lítil var
samgangur mjög mikill. Fyrst í stað
passaði ég Einar Finn, bæði á Lyng-
haga og Snorrabraut, en fyrir fjöru-
tíu árum var barnapössun á kvöldin
algeng tómstundaiðja unglings-
stúlkna og það var alltaf gaman að
passa hjá Dísu og Valdimar. Til
dæmis áttu þau plötuspilara og
merkilegar plötur, sem Valdimar
kom með í búið. Barnapían saknaði
Bítlanna úr plötusafninu en lærði að
hlusta á skandinavíska vísnatónlist
og Vínarvalsa og hefur alla tíð síðan
haldið mikið upp á. Skemmtilegast
við pössunina var þó krakkinn sjálf-
ur, aldrei höfðu móðursysturnar
þrjár kynnst öðru eins undrabarni og
Einari Finni.
Seinna, þegar börnunum fjölgaði,
hittumst við öll á hverjum sunnudegi
hjá mömmu og pabba á Bústaðavegi,
án þess að um það væri rætt, það var
einhvern veginn alveg sjálfsagt. Það
er gaman að rifja þessa tíma upp.
Valdimar Einarsson
✝ Valdimar Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 18. maí
1940. Hann andaðist
á Landspítalanum
við Hringbraut 21.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Lágafells-
kirkju 2. september.
Krakkaskarinn ærsl-
aðist meðan við; for-
eldrarnir, amman og
afinn, drukkum kaffi
og töluðum um daginn
og veginn og það sem
efst var á baugi hverju
sinni.
Valdimar var hóg-
vær maður, hann
reyndi ekki að troða
skoðunum sínum upp á
aðra og hann hafði sig
óþarflega lítið í
frammi. Ég hafði til
dæmis þekkt hann
lengi áður en ég vissi að hann hafði
mikinn áhuga á sálfræði, hann var vel
lesinn í ýmsum þáttum hennar og
miðlaði þannig að gaman var að
hlusta á.
Ég held að Valdimar hafi glímt
lengi við sjúkdóm sinn þótt sjúk-
dómsgreining lægi ekki fyrir fyrr en í
vor. Þá vissi hann vel að hverju
stefndi og hann tók örlögum sínum af
miklu æðruleysi. Það var fallegt að
fylgjast með hvernig fjölskyldan;
Dísa, börn þeirra, tengdabörn og
barnabörn, stóðu saman sem einn
maður og studdu Valdimar og hvert
annað í dauðastríði hans.
Ég þykist vita að Valdimar hafi
þótt minningargreinar á borð við
þessa heldur fáfengilegar og mér
finnst sem hann gægist yfir öxl mér
meðan ég skrifa – hristi hausinn og
glotti. En ég á margar góðar minn-
ingar um Valdimar sem ég geymi
með sjálfri mér.
Ég kveð góðan vin með söknuði.
Ég votta Dísu og allri fjölskyldunni
innilega samúð mína.
Ragnhildur Richter.
ÞEGAR ég sá fyrir-
sögnina á Morgun-
blaðsgrein Árna Páls
Árnasonar, alþingis-
manns Samfylkingar-
innar, „Að skjóta
sendiboðann“, kom
mér fyrst í hug að
hann væri að birta
kafla úr kennslubók
stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar
sem hefur lengi haft slíkar aðferðir í
hávegum. Samstarfsflokkur Samfylk-
ingarinnar í ríkisstjórn hefur ekki far-
ið varhluta af því né heldur Davíð
Oddsson seðlabankastjóri sem varaði
oftsinnis við efnahagsöngþveiti en
hefur um langt skeið verið eitt helsta
skotmark flokksins.
Að vísu fjallaði grein Árna Páls
ekki um leiðbeiningar úr stjórnmála-
skóla Samfylkingarinnar, þótt höf-
undurinn hafi haft þær til hliðsjónar
þegar hann samdi hana, heldur er hún
enn eitt dæmið um hvernig kenna á
öðrum um ófarir flokksins. Tilefnið er
ábending mín í fréttum um að Sam-
fylkingin, sem setið hefur í ríkisstjórn
frá vorinu 2007, tali eins og hún beri
enga ábyrgð á hvernig efnahag þjóð-
arinnar er komið þótt hún eigi fulltrúa
í lykilstöðum. Ég dirfðist að nefna Jón
Sigurðsson og kom þar
greinilega við kaunin á
alþingismanni Samfylk-
ingarinnar.
Þegar Árni Páll hefur
í löngu máli rakið starfs-
feril Jóns Sigurðssonar,
varaformanns banka-
ráðs Seðlabankans fyrir
Samfylkinguna, stjórn-
arformanns Fjármála-
eftirlitsins og helsta
efnahagsráðgjafa Sam-
fylkingarinnar, kemst
hann að þeirri niðurstöðu að bæjar-
stjórinn í Kópavogi en ekki efnahags-
ráðgjafi flokksins hans sé í þeim hópi
sem á „stærstan þátt í að koma efna-
hag þjóðarinnar í þær ógöngur sem
raun ber vitni“. Stærstan þátt, hvorki
meira né minna!
Árni Páll hefur flett upp á kafl-
anum um smjörklípuaðferðina í
kennslubókinni sinni.
Smjörklípa
Samfylkingarinnar
Gunnar I. Birgis-
son svarar grein
Árna Páls Árna-
sonar
» Grein Árna Páls
Árnasonar, alþingis-
manns Samfylkingar-
innar, er enn eitt dæmið
um hvernig kenna á öðr-
um um ófarir flokksins.
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
ÍSLENSKA þjóðin
stendur í dag á tíma-
mótum þar sem efna-
hagsstefna stjórnvalda
er hrunin, þrír stærstu
bankar landsins eru
gjaldþrota, stór hluti al-
mennings hefur tapað
stórfé, ævisparn-
aðinum, og óðaverð-
bólga er komin á fulla ferð. Sjaldan
hafa Íslendingar staðið á öðrum eins
tímamótum, ekki skal þó lítið gert úr
vanda fyrri kynslóða.
Nefnt er hugtakið Nýtt Ísland,
sem verði að rísa upp af rústunum,
en það er ekki eitthvað sem gerist af
sjálfu sér heldur verður að byrja á
grunninum, vinna að stjórnarskránni
sjálfri. Stjórnarskrá landsins er sátt-
máli þjóðar um það hvernig hún hag-
ar málum og er lögum æðri.
Árið 1944 þegar landið öðlaðist
lýðveldi var í stað þess að breyta
stjórnarskránni strax ákveðið að
nota þá sem fyrir var, danska, þar
sem elsti hlutinn var frá 1874. Öll síð-
ari tíma breytingarvinna hefur verið
með eindæmum fátækleg enda þjóð-
félagið löngu komið fram úr henni á
flestum sviðum.
Eftirfarandi eru hugmyndir sem
alls ekki eru tæmandi og þurfa að
sjálfsögðu mikla vinnu og yfirvegun
en koma vonandi umræðunni af stað.
1. Langmikilvægast er að aðskilja
framkvæmdavald og löggjaf-
arvald þannig að ráðherrar séu
ekki alþingismenn á sama tíma
og valdir séu hæfustu menn á
hverju sviði til að fara með ráð-
herradóm. Það er ótækt að 12
þingmenn skuli ekki starfa sem
þingmenn heldur sem ráðherrar
og hlýtur að vekja spurningar um
hvort annað hvort starfið eða
bæði séu bara hálft starf.
2. Breyta forsetaembættinu þannig
að þar liggi raunveruleg ábyrgð á
stjórn landsins. Forseti skipi ráð-
herra án atbeina þingsins og veiti
þeim lausn og beri ábyrgð á störf-
um þeirra. Það er á ábyrgð for-
seta að velja hæfustu menn til
ráðherradóms hverju sinni og
standa og falla með framgöngu
þeirra. Íhuga skal
alvarlega að fella
forseta- og for-
sætisráðherraemb-
ættið í eitt.
3. Breyta reglum um
kosningar til for-
seta og hann verði
kosinn af meirihluta
þjóðarinnar, kosið
verði tvisvar ef eng-
inn einn fær meiri-
hluta atkvæða þjóð-
arinnar í fyrstu
kosningum. Setja
verður þak á hve lengi forseti get-
ur setið samfleytt við völd.
4. Endurskoða vinnutíma Alþingis
með tilliti til nútíma stjórnarhátta
þannig að tími til lagasetningar
og vinna við lagafrumvörp verði
mun meiri en áður og vandað
verði til lagasetningar. Ekki verði
hægt að þvinga fram lagasetn-
ingar á síðustu dögum þings eins
og gerst hefur fyrir kosningar.
Virkja þarf eftirlitshlutverk Al-
þingis þannig að mál séu krufin
til mergjar fyrir þingnefndum,
ráðherrar, embættismenn og aðr-
ir þurfi að mæta fyrir rannsókn-
arnefndir þingsins þegar mál eru
skoðuð ofan í kjölinn og upplýsa
um staðreyndir mála.
5. Skipan dómara og sýslumanna
verði endurskoðuð og hugsanlega
verði kosið í þessi embætti í við-
komandi héraði. Eða forseti skipi
í þessi embætti með samþykki
meirihluta alþingis. Skoða þarf
hvort ekki sé rétt að enginn sitji
lengur en tvö fimm ára tímabil á
sama stað. Skilgreina þarf ná-
kvæmlega hverjir eru embætt-
ismenn og eigi þá að fara eftir
skipun í embætti af forseta og
hverjir séu í raun ráðnir til starfs.
Setja þarf í reglur að fyrir liggi
faglegt mat á umsækjendum sem
er birt opinberlega.
6. Setja ákvæði í stjórnarskrá sem
veita fólki rétt á að krefjast auka-
kosninga til alþingis og sveitar-
stjórna einu sinni á kjörtímabili
ef meirihluti kosningabærra
manna óskar þess. Þetta yrði
gert til að veita kjörnum fulltrú-
um aukið aðhald og þeir standi
við stefnumál sín úr kosningabar-
áttu.
7. Festa í stjórnarskrá möguleika
þjóðarinnar til að krefjast þjóð-
aratkvæðagreiðslu um tiltekin
málefni ef allt að 25% kosn-
ingabærra manna óska þess. Það
á að vera sjálfsagður réttur þjóð-
arinnar að fá að segja álit sitt á
umdeildum málum ef hún óskar
eftir að gera svo hvort sem er á
sveitarstjórnarstigi eða við lands-
stjórn.
8. Settur verði á fót stjórnarskrár-
dómstóll sem fylgist með að
stjórnarskránni sé fylgt eftir,
túlki ákvæði hennar ef upp koma
ágreiningsmál og geti sótt menn
til saka fyrir brot á stjórnar-
skránni. Alþingi skipi í dómstól-
inn.
9. Breyta meðferð valds forseta
þegar hann tekur sér frí frá störf-
um þannig að varaforseti sé jafn-
framt kjörinn eða forsætisráð-
herra fari með valdið þegar
forseti er ekki við til lengri tíma.
10. Setja reglur í stjórnarskrá um
fjármál stjórnmálaflokka, fram-
boða og upplýsingar um hverjir
styrktaraðilar flokkanna eru.
11. Skoða kjördæmaskipan og kosn-
ingakerfi þannig að sem mest
jafnræði náist meðal kjósenda.
Mögulega á að gera landið að
einu kjördæmi en hafa takmörk-
un á því að til að ná manni á þing
þurfi að lágmarki t.d. 5% kjör-
fylgi. Setja þarf í stjórnarskrá
ákvæði sem efla gildi útstrikana
af listum þannig að kjósendur
geti haft áhrif í kosningum.
Margt fleira hefði verið hægt að
setja fram en vegna takmörkunar á
plássi í blaðinu verður að láta staðar
numið.
Ég skora á íslensku þjóðina að láta
þetta tækifæri ekki sér úr greipum
renna til að endurskoða stjórnarskrá
landsins og byggja upp betra þjóð-
félag til framtíðar.
Nýtt Ísland, ný stjórnarskrá
Ólafur Örn Ólafsson
kemur með tillögur
til uppbyggingar
samfélagsins
»Nauðsynlegt er að
byrja á grundvallar-
atriðum sem þjóðfélag
byggist á, það er stjórn-
arskrá lýðveldisins, og
endursemja frá grunni.
Ólafur Örn Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrv. bæjarstjóri.
Komin er lífsins
kveðjustund,
kylfingar velli nú skarta.
Gefi þér englar gullinn
fund,
og gönguna einu, bjarta.
Það var á árunum 1987 til 1992
sem nokkur hópur manna fann hjá
sér þörf til að stuðla að því að til
væri golfvöllur í Hveragerði. Þar
skipaði sér í fremstu raðir mikill for-
ingi og áhugamaður um þetta verk-
efni. Hver stund var notuð til að efla
andann og finna stað sem gæti orðið
að framtíðargolfvelli. Þetta var stórt
og mikið verkefni. Einn af styrku
stoðunum í þessum hópi hefur nú
verið kallaður burt til æðri staða.
Steingrímur Sæmundsson var
einn af þessum einstaklingum sem
drógu hvergi af sér til að ljá þessu
verkefni brautargengi. Steingrímur
var með óbilandi trú á því að þetta
stóra verkefni kæmist í höfn. Hann,
ásamt nokkrum hópi manna, hafði
séð möguleika á því að koma upp
velli í Gufudal. Nú var fyrsta verk-
efnið að tryggja landið. Steingrímur
varð strax forystumaður um samn-
inga við landeigendur og fórnaði til
þess miklu af tíma sínum. Eftir um
fimm ára þrautseigju var kominn á
samningur, ásamt því að stofnaður
hafði verið Golfklúbbur Hvera-
gerðis. Fyrsti formaður klúbbsins
var kosinn og þar fór Steingrímur
fremstur meðal jafningja. Eftir öll
undirbúningsárin og þetta fyrsta
starfsár klúbbsins sá Steingrímur
að hans hugur laut að verklegum
framkvæmdum á vellinum frekar en
að vasast í formennsku klúbbsins.
Því tók hann að sér formennsku í
Steingrímur
Sæmundsson
✝ SteingrímurSæmundsson
fæddist á Egils-
stöðum í Vopnafirði
19. apríl 1939. Hann
lést 6. október síð-
astliðinn.
Útför Steingríms
fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
vallarstjórn en gaf frá
sér formannsstarf
klúbbsins. Allt til ár-
ins 2007 var Stein-
grímur formaður vall-
arstjórnar og var
óþreytandi í því að
stuðla að uppbygg-
ingu hans, segja til um
verklegar fram-
kvæmdir og hugsa
næstu skref í upp-
byggingunni. Stein-
grímur lagði alla sína
krafta frá 1987 til síð-
ustu stundar í upp-
byggingu og velferð þessa verkefn-
is. Yfir tuttugu ára barátta hans
með félögum sínum inni í Gufudal er
fyrir honum nú á enda runnin. Í
þessum fátæklegu skrifum er ekki
hægt að koma orðum að því þakk-
læti sem við félagar hans eigum
honum til handa. Eina sem við vit-
um fyrir víst er að þetta var hans
hjartans mál sem hann vann af
gleði, áhuga og einlægni. Hann var
gerður að fyrsta heiðursfélaga
klúbbsins á tíu ára afmæli GHG og
var sú viðurkenning verðskulduð og
bar vott um það þakklæti sem við fé-
lagarnir vildum sýna honum. Það
var virðing og þökk yfir þeim fé-
lögum úr GHG sem fylgdu honum
síðasta spölinn. Það færðist þakk-
lætisbros yfir okkur félagana þegar
við sáum mynd á baksíðu útfarar-
ritsins, af okkar góða vini á golf-
bílnum sínum, á fullri ferð, eftir átt-
undu braut sem var ein af hans
uppáhaldsbrautum í Gufudal. Þarna
var vegurinn hans, þarna voru spor-
in hans, þarna hafði hann markað
sögu til framtíðar. Hans verður sárt
saknað um ókomin ár af félögum í
Golfklúbbi Hveragerðis. Vottum
Guðnýju og fjölskyldu, vinum og
venslafólki okkar einlægustu samúð
og þökkum um leið þann tíma sem
okkur hlotnaðist að hafa hann á
meðal okkar. Minningin lifir um ein-
stakan félaga og góðan dreng.
Fyrir hönd Golfklúbbs
Hveragerðis,
Kristinn G. Kristjánsson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið
birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar
fyrst og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins.
Formið er undir liðnum „Senda inn
efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra
greina
MINNINGAR