Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 26
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Þjóðleg íslensk matarmenning er þó ekki einaleiðin til að sýna hagsýni í eldhúsinu, þvímargar aðrar þjóðir, m.a. Taílendingar, hafareynst hugmyndaríkir þegar kemur að því að
útbúa bragðgóða rétti sem ekki krefjast mikilla fjár-
útláta.
Nói Thitinat, sem hefur umsjón með taílenska veit-
ingastaðnum Krua Thai, segir Taílendinga duglega að
nýta vel hráefni. Sem kokkur þekkir hann vel til mat-
armenningar sinnar þjóðar og eru bragðsterkir kókos-
réttir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Ég hef þó ekki
síður gaman af að elda íslenskan mat,“ segir Nói og
kveður hamborgarhrygginn í sérstöku uppáhaldi.
Taílensku réttirnir sem hann reiddi ljúflega fram fyr-
ir blaðamann Daglegs lífs eru kjúklingur með eggja-
núðlum og grænmeti, kjúklingur í karríi og svínakjöts-
pönnuréttur með ostrusósu. „Þetta eru mjög einfaldir
réttir sem er auðvelt að finna bæði hráefni og krydd í,“
segir Nói. „Þar af leiðandi eru þeir tilvalin leið til að
spara með því að elda heima.“ Réttina má geyma í ís-
skáp í 2-3 daga.
Steiktar eggjanúðlur
300 g eggjanúðlur
1 egg
2 msk. matarolía
50 g hvítlaukur, saxaður
300 g kjúklingur
2 bollar vatn
1 msk. salt
1 msk. sykur
200 g blaðlaukur
100 g gulrætur
100 g laukur
Núðlurnar eru settar í volgt vatn í 5 mínútur. Mat-
arolía er hituð á pönnu og hvítlaukur síðan steiktur þar
til hann tekur á sig gulan lit. Kjúklingur og egg er því
næst steikt á pönnunni. Vatni, salti og sykri bætt saman
við. Núðlurnar eru þá settar saman við og steiktar í
5mínútur. Grænmetið er að lokum sett á pönnuna og
steikt í tvær mínútur til viðbótar.
Kjúklingur í karríi
300 g kjúklingur
½ l kókosmjólk
1½ msk. sykur
1 tsk. salt
1 tsk. gult karrí
200 g gulrætur
200 g laukur
2 kartöflur
100 g spergilkál
Kókosmjólkin er soðin á pönnu. Karríinu og kjúk-
lingnum er því næst blandað saman við og soðið þar til
kjúklingurinn er fulleldaður.
Grænmeti, salti og sykri bætt út í og eldað í 5 mínútur
Borið fram með hrísgrjónum.
Svínakjöt í ostrusósu
3 msk. matarolía
300 g svínakjöt
300 g paprika, græn og rauð
200 g laukur
100 g sveppir
1 msk. sykur
1 msk. ostrusósa
1 bolli vatn
½ tsk. salt
Hitið mataolíu á pönnu og steikið svínaköt þar til það
er fulleldað. Bætið ostrusósu, sykri og salti saman við.
Grænmetinu og vatninu er því næst sett saman við og
látið sjóða stutta stund. Borið fram með heitum hrís-
grjónum.
Bragðgóðir sparnaðarréttir
Svínakjöt í ostrusósu Bragðast vel
með hrísgrjónum.
Kjúklingur í
karríi Litríkt og
bragðgott.
Morgunblaðið/Valdís Thor
KokkurinnNói Thitinat, fyrir miðju, kann vel að meta bragðsterka kókosrétti. Buatong (t.v.) og Susanna eru honum innan handar.
Steiktar eggjanúðlur Fljótlegur
fjölskylduréttur.
Slátur og hefðbundinn íslenskur sveita-
matur hefur verið mikið í umræðunni í
kjölfar versnandi ástands efnahags-
mála. Enda er upplagt að borða kjöt-
súpu og innmat til að sporna við hin-
um síhækkandi matarreikningi.
26 Daglegt lífMATUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008