Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 HARALDUR Tryggvason, umsjónarmaður snjótroðslu í Hlíðarfjalli, er hér í troðaranum uppi við Strýtu á fimmtu- daginn; í sólinni fyrir ofan þokubakka sem lá yfir neðri hluta skíðasvæðisins. Haraldur hefur haft nóg að gera síð- ustu daga við að færa til snjó og laga brekkurnar, en svæðið verður opnað í dag, í fyrsta skipti í vetur. Að- stæður voru orðnar góðar, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns svæðisins, eftir snjóframleiðslu undanfarnar vikur, og síðan bættist töluverður snjór við af himnum ofan í vikunni. Hvasst var í gær í Hlíðarfjalli að suðvestan, sem er versta áttin þar á bæ, en veðrið á að vera betra í dag og svæðið verður opnað klukkan 10. Opið verður til 17; Andrésarbrekkan meðfram Fjarkanum og aðstaðan fyrir yngsta skíðafólkið neðst á svæðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allt klárt í Hlíðarfjalli Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is EKKI er útlit fyrir að verð á mál- tíðum í mötuneytum grunnskóla Reykjavíkur muni lækka, þrátt fyrir að í greinargerð með nýjum grunn- skólalögum sé kveðið á um að al- mennt viðmið skuli vera að nemend- ur greiði hráefniskostnað vegna skólamáltíða. Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri menntasviðs borgarinnar, segir búið að taka ákvörðun um að hækka ekki verð á skólamáltíðum borgarinnar en verðið muni heldur ekki lækka. Algengt gjald skólanna er á bilinu 250-300 krónur fyrir hverja máltíð en að sögn Jóns Inga miðar Reykja- víkurborg við að hráefniskostnaður fyrir næsta ár verði 231 króna á hverja máltíð að meðaltali. Sé miðað við 22 virka daga í mán- uði mun hráefnið í máltíð hvers nem- enda því kosta um 5.082 krónur á mánuði á næsta ári samkvæmt út- reikningum borgarinnar en sé miðað við 280 króna gjaldtöku, eins og al- gengt er, borgar nemandinn rúmum þúsund krónum meira eða 6.160 krónur. Jón Ingi segir ákvörðunina hafa verið tekna í samræmi við álit lög- fræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og borgarlög- manns. Samkvæmt áliti sambands- ins hefði þurft að orða það með ótví- ræðum hætti í lögunum sjálfum í stað greinargerðar, hafi ætlunin ver- ið sú að binda gjaldtöku vegna skóla- máltíða við hráefniskostnað ein- göngu. Samkvæmt lögunum sé sveitarfélögunum heimilt að inn- heimta þjónustugjöld vegna máltíð- anna, og þau megi miða við raun- kostnað. Hann sé fólginn í fleiru en hráefninu, s.s. aðstöðu, launakostn- aði, framreiðslu og flutningi. Kristbjörg Stephensen borgarlög- maður segir að enn eigi eftir að kynna álit hennar fyrir menntaráði en í meginatriðum taki hún undir álit lögfræðideildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Börnin borga meira en hráefni Matargjald í skólum breytist ekki Morgunblaðið/Ásdís Lystug Nokkuð er síðan byrjað var að bjóða heitan mat í grunnskólum. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EKKI eru allir ákærðir sem auglýsa áfengi, eins og Karl Garðarsson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem var dæmdur fyrir að auglýsa áfengi í blaði sínu, sýndi fram á í málsvörn sinni fyrir Hæstarétti. Karl lagði fram hvorki meira né minna en 999 dæmi sem hann sagði að væru um áfengisauglýsingar sem enginn hefði verið ákærður fyrir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna Karl þar sem auglýsinga- bannið bryti gegn jafnræðisreglu. Jón Steinar taldi ennfremur að að- gerðaleysi gagnvart öðrum auglýs- endum ætti að leiða til þess að Karli yrði ekki gerð refsing. En hvers vegna sleppa sumir en aðrir ekki? Arnþrúður Þórarinsdóttir, aðstoð- arsaksóknari lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir að starfsmenn embættisins geti ekki legið yfir hverju einasta blaði sem kemur út og grandskoðað hvort þar birtist ólög- leg áfengisauglýsing. Berist tilkynn- ingar, t.d. frá Lýðheilsustöð eða rík- issaksóknara, sé málið rannsakað. Einnig taki lögregla upp mál að eigin frumkvæði. Sumum málum lyktar með ákæru en önnur eru felld niður af ýmsum ástæðum. „Þetta er spurning um sönnunarstöðu. Getum við sýnt fram á að viðkomandi hafi brotið af sér eða er eitthvað í málinu sem verður til þess að sýknað er í málinu,“ segir Arnþrúður. Nokkur mál í rannsókn Að undanförnu hafa fallið nokkrir sektardómar í málum af svipuðu tagi og málið gegn Karli. Aðspurð segir Arnþrúður að lögregla sé nú að rannsaka nokkur mál sem tengjast áfengisauglýsingum í fjölmiðlum. Liggja ekki yfir öllum blöðum Nokkur mál vegna áfengisauglýsinga eru í rannsókn hjá lögreglunni w w w .s an si r.f o atlantic.foTel +298 34 10 10 ANNOUNCEMENT LISTING OF ATLANTIC AIRWAYS ON NASDAQ OMX COPENHAGEN STOCK EXCHANGE ON 5 NOV. 2008 Atlantic Airways P/F is an international airline with base on Faroe Island. Atlan- tic Airways was established in 1987 and has grown steadily since then. Operations started cautiously in March 1988, with a single aircraft and just one route, between the Faroe Islands and Copenhagen. Atlantic Airways has gradually expanded and established new income streams, ensuring the company a stable economic base. The main activity consists of scheduled service with Faroes as a cornerstone, charter operations in Europe and heli- copter operations in Faroese and North Sea waters. Atlantic Airways currently operates seven jet aircrafts and four medium size helicopters. The shares in Atlantic Airways P/F will be listed on NASDAQ OMX Copenha- gen Stock Exchange on 5 November 2008. There will be no share offering in this connection. After this, the Atlantic Airways P/F shares will be listed on both NASDAQ OMX Iceland and NAS- DAQ Copenhagen stock exchange (dual listing). The issuer of the shares is P/F Atlantic Airways. The company’s registered office is located at Vága Floghavn, 380 Sørvágur, Faroe Islands. Atlantic Air- ways is registered in the Faroe Islands at the Faroese Business Registration Office (Skráseting Føroya) with regis- tration number 1223. All the shares are of the same class and carry equal rights. Each share has a nominal value of DKK 100. The number of shares is 1,035,000. The shares are all issued electronically at the VP (Værdipapircentralen). Atlantic Airways expects to enter into a market making agreement relating to the Company’s shares on the NASDAQ OMX Copenha- gen Stock Exchange. The company follows Faroese GAAP. From 1 January 2009 Atlantic Airways will adopt IFRS. The Interim Statement Q3 2008 will be announced 20 Novem- ber 2008. The prospectus dated 9 November 2007 and a supplement dated 27 Octo- ber 2008 has been published in English and can be obtained on the website www.atlantic.fo. The prospectus dated 9 November 2007 and a supplement dated 27 Octo- ber 2008 in a printed form is also avail- able on the Atlantic Airways’s address (Vága Floghavn, FO-380 Sørvágur, Faroe Islands) from 31 October 2008 during normal office hours. Date of notice: 1 November 2008. NORRÆNA félagið heldur nám- skeið ætluð fólki sem hyggur á flutn- ing til Norðurlandanna. Farið verð- ur yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning, til að mynda varð- andi skráningu, atvinnu og húsnæði, auk þess sem þátttakendum gefst færi á að bera fram spurningar. 4. nóvember kl. 19:30 verður fjallað um flutning til Noregs og Svíþjóðar og 18. nóvember um flutning til Dan- merkur. Námskeiðin eru ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar á norden.is. Að flytja til Norður- landa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.