Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is BÓK Guðjóns Friðrikssonar Saga af forseta, um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, er líkleg til að vekja mikla athygli vegna frásagna af sam- skiptum forsetans, Ólafs Ragnars Grímssonar, og þáverandi forsætis- ráðherra, Davíðs Odssonar. Ekki síst mun sérstök bréfasending Davíðs til Ólafs Ragnars um meinta ágalla á hjónavígslu Ólafs Ragnars og Dorrit- ar á Bessastöðum vekja athygli en bréfið er birt í bókinni. „Bréfið frá Davíð til Ólafs Ragnars er afskaplega sérkennilegt svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón. „Þar er beinlínis vegið að heiðri forsetans og ekki síst forsetafrúarinnar. Ég býst við að þetta bréf komi lesendum á óvart því það hefur ekki farið hátt. Það lítur út fyrir að settar hafi verið af stað einhvers konar njósnir um fer- il Dorritar í London til að koma höggi á forsetann. Dorrit fékk upphring- ingar í London þar sem henni var sagt að spurst hefði verið fyrir um hana. Vitneskjan, sem grundvallaðist á þessari njósn í London, var aug- ljóslega fyrir hendi í forsætisráðu- neytinu og Davíð virðist hafa gert til- raun til að koma höggi á forsetann og gera hann að athlægi á grundvelli meints ólöglegs hjónabands. Sú túlk- un var þó byggð á fullkomnum mis- skilningi eins og kemur fram í bók- inni.“ Davíð fyrirlítur forsetann Í bókinni kemur margoft fram and- úð Davíðs á Ólafi Ragnari og reyndar er Davíð þar í hlutverki vonda mannsins. Hvað viltu segja um það? „Það er greinilegt að Davíð Odds- son fyrirlítur forsetann. Ég nefni í bókinni að mér finnst stíll og skap- ferli hans sem valdsmanns vera mjög svipað og hjá öðrum stjórnmála- manni fyrr á öldinni sem ég skrifaði reyndar þriggja binda verk um. Sá er Jónas frá Hriflu. Slíkir menn skipta fólki upp í vina- og óvinalið. Þeir vilja hafa fullkomið vald og hlýðni og ef menn hlýða ekki eru þeir miskunn- arlaust settir út af sakramentinu. Slíkir menn verða gríðarlega um- deildir. Ólafur Ragnar er auðvitað fyrirferðarmikil persóna þannig að það var kannski ekki von á góðu þeg- ar tvö svona stórveldi mættust.“ Eftir lesturinn veit maður hvernig Davíð hugsar til forsetans en er ekki alveg jafn viss um hugsanir forsetans til Davíðs. „Ég held að Davíð og Ólafur Ragn- ar séu ólíkir að því leyti að Davíð virð- ist vera langrækinn maður meðan Ólafur er manna sáttfúsastur. Ég held að Ólafur Ragnar erfi ekki við fólk þótt eitthvað hafi skorist í odda.“ Togstreita forseta og Halldórs Þarna er líka lýst togstreitu milli Halldórs Ásgrímssonar þáverandi ut- anríkisráðherra og forsetans. „Það er greinilegt að lengst af var þarna töluverð togstreita. Forsetinn hefur oft farið sínar eigin leiðir í sam- skiptum við önnur ríki og ráðamenn þeirra og þá án samráðs við utanrík- isráðuneytið auk þess sem hann hef- ur tjáð sig óhikað á opinberum vett- vangi um ýmis utanríkismál Íslendinga. Heita má að það sé nýj- ung í sögu forsetaembættisins en hann hefur þó aldrei held ég gengið beinlínis í berhögg við stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ólafur Ragnar er þeirrar gerðar að hann sést stundum ekki fyrir í ákefð sinni og hættir þá til að ganga yfir aðra sem telja þessi samskipti vera á sinni könnu. Allt held ég að þetta sé þó gert í góðum ásetningi og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. En það var mjög skilj- anlegt að togstreita myndaðist milli Ólafs Ragnars og Halldórs Ásgríms- sonar út af þessu. Fyrir utan það að þeir voru auðvitað pólitískir andstæð- ingar á sínum tíma. Þegar Davíð Oddsson varð utan- ríkisráðherra var nánast gefin út dagskipan um að engin samvinna yrði höfð við forsetaskrifstofuna. Þetta gjörbreyttist svo í utanríkisráðherra- tíð Valgerðar Sverrisdóttur. Hún ákvað að nýta sér starfskrafta forset- ans og það mikla tengslanet sem Dularfullar njósnir í London Morgunblaðið/RAX Guðjón Friðriksson „Ætli ég eigi ekki á bandi fimmtán til tuttugu klukku- tíma af samtölum okkar,“ segir Guðjón um samvinnuna við forsetann.  Davíð virðist hafa gert tilraun til að koma höggi á forsetann og gera hann að athlægi, segir Guðjón Friðriksson hann hefur í útlöndum, líklega meira en nokkur annar Íslendingur. Það tengslanet er rakið í bókinni. Og eftir að núverandi ríkisstjórn tók við hefur verið miklu meiri samhljómur í áherslum forsetans og ríkisstjórn- arinnar og samvinna þar á milli.“ Í hversu mikilli samvinnu var bók- in unnin við forsetann? „Ég talaði við hann löngum stund- um. Ætli ég eigi ekki á bandi fimmtán til tuttugu klukkutíma af samtölum okkar. Ég talaði líka við fjölmarga aðra, þar á meðal stjórnmálamenn sem hafa verið í ákveðinni andstöðu við hann, eins og Halldór Ásgríms- son. Ég vildi ræða við Davíð Oddsson sem kemur mikið við sögu þannig að hans sjónarmið kæmu fram en hann sagðist ekki vilja tjá sig um forseta Íslands fyrr en hann hefði látið af embætti.“ Ekki bugtandi og beygjandi Nú er bókinni kippt úr prentsmiðju eftir bankahrunið. Hvað er þá tekið úr henni og hvað var nýtt sett inn? „Bókin er aðallega skrifuð á ár- unum 2006-2007 og hún ber þess merki að vera skrifuð á bjartsýnis- tímum í lífi þjóðarinnar sem nú hafa snúist upp í andstæðu sína. Ég breytti engu í bókinni nema formála og eftirmála og kom þar banka- hruninu að. Ekki var þá hafin prent- un á bókinni þó að handritið væri komið í prentsmiðjuna. Það hefur verið komið á kreik sögum um að bókin hafi öll verið ritskoðuð eftir bankahrunið en það er hreinn þvætt- ingur. Það sést þegar bókin er lesin að ekki er verið að draga dul á af- skipti forsetans af útrásinni og hjálp- semi hans við útrásarmennina. Þar er í raun og veru sögð saga útrásar- innar, sem hlýtur að vera fróðlegt fyrir menn að lesa nú, og afskipta for- setans af henni.“ Þú segir í eftirmála að það sem sé aðdáunarverðast við Ólaf Ragnar sé hugrekki hans og óttaleysi gegn ver- aldlegau valdi. Hvað áttu við? „Hann lét til dæmis ekki undan gagnvart Davíð Oddssyni og ríkis- stjórn Íslands heldur fór sínu fram þegar hann taldi heiður forsetaemb- ættisins og hagsmuni þjóðarinnar í húfi. Í því felst ákveðið hugrekki. Það hefði verið þægilegra fyrir hann að sigla rólega í gegnum þessi sam- skipti. Í samskiptum við valdsmenn í útlöndum hefur hann líka alltaf komið fram á jafnréttisgrundvelli og af fullri reisn. Hann hefur aldrei verið bugt- andi og beygjandi og hefur það verið einkenni á honum frá því hann var ungur maður. Hann hefur ekki vílað fyrir sér að standa fast í fæturnaog halda beint áfram þótt á móti blési.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „ÞAÐ er bjargföst afstaða mín á þessu stigi að tjá mig ekki um einstök efnisatriði eða frásögn í þessari bók. Það verður hver og einn að dæma fyrir sig á grundvelli þeirra heimilda sem Guðjón Friðriksson reiðir fram og þeirra öguðu vinnubragða og þess fræðilega mann- orðs sem hann hefur að verja,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um nýút- komna bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, þar sem fjallað er um forsetatíð Ólafs Ragnars. Bókin hefur vakið mikla athygli vegna lýsinga á samskiptum Davíðs Odds- sonar, þáverandi forsætisráðherra, og forset- ans, en forsetinn vill ekki tjá sig um þær lýs- ingar, fremur en aðrar frásagnir Guðjóns. Ekki ævisaga Ólafs Ragnars Um hlutverk sitt við samningu bókarinnar segir forsetinn: „Ég féllst á að veita Guðjóni aðgang að bréfabókum forsetaembættisins, ræða við hann og svara spurningum hans á heiðarlegan og opinn hátt en jafnframt tók ég það skýrt fram að þetta væri hans bók en ekki mín og að ég virti algjörlega fræðilegt sjálf- stæði hans. Ég sagði honum að það væri ekki víst að ég svaraði öllum spurningum hans vegna þess að ég teldi að samtöl mín við ýmsa ráðamenn og aðra væru enn bundin trúnaði. Á síðari stigum samþykkti ég að veita myndrit- stjóra bókarinnar aðgang að myndasafni mínu og forsetaembættisins. Að öðru leyti er verkið eðli málsins samkvæmt ritverk Guðjóns og sýn hans á mig, forsetaembættið, samtímann og atburðarásina. Þetta er ekki ævisaga mín. Ef hún verður einhvern tíma skrifuð eða ég skrifa hana sjálfur þá verður í henni töluvert öðruvísi efni og annars konar nálgun.“ Fengur fyrir nútímasagnfræði Forsetinn segir að gagnlegt sé fyrir þjóðina að fá innsýn í forsetaembættið, dagleg störf þess, þróun og ákvarðanir. „Ég taldi það vera í senn lýðræðislega skyldu og fræðilega nauð- syn að greiða götu þess að jafn virtur sagn- fræðingur og Guðjón Friðriksson tæki sér fyrir hendur þetta verk. Þótt ég eigi sjálfur í hlut hvað embættið snertir þá tel ég mig geta fullyrt að það er mikill fengur fyrir þróun nú- Tjái mig ekki um einstök efnisatriði Ekki hollt að bíða lengi eftir að fá fræðilega innsýn í atburðarásina Ólafur Ragnar „Það verður hver og einn að dæma fyrir sig,“ segir hann um frásögnina. tímasagnfræði og samtímasagnfræði á Ís- landi að jafn reynslumikill fræðimaður og Guðjón róti í samtímanum og forsetaembætt- inu með þessum hætti,“ segir Ólafur Ragnar. „Þegar ég hóf fræðastörf og varð prófessor við Háskóla Íslands fyrir nokkrum áratugum fann ég að sárlega vantaði metnaðarfull rit um íslenska samtímasögu. Það væri ekki hollt að við þyrftum að bíða í hálfa eða heila öld eft- ir að fá fræðilega innsýn í atburðarás og starfsemi stjórnkerfisins. Ég tel að í sam- anburði við þær bækur sem skrifaðar hafa verið á Vesturlöndum um sögu síðari áratuga þá standist þessi bók, hvað varðar heim- ildanotkun og vinnubrögð, fyllilega sam- anburð við þau verk. Svo geta menn deilt um viðhorfin og sjón- armiðin sem þar koma fram. Ég vona einlæg- lega að bókin verði öðrum sagnfræðingum, fræðimönnum og fjölmiðlafólki hvatning til þess að hefjast handa við að glíma við sam- tímann og sögu síðustu áratuga af sama metnaði og sömu elju og Guðjón hefur sýnt í þessu verki. Við höfum undanfarið gengið í gegnum eitt mesta breytinga- og ólguskeið Íslandssögunnar. Ef einhvern tíma hefur ver- ið þörf á því að hæft fólk leggi metnað í að vinna ítarlega rannsóknarvinnu og birta hana í formi bóka þá er það nú.“ JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráð- herra og sendi- herra, kveðst hafa svarað utan- ríkisráðuneytinu á sínum tíma um afhendingu bóka- gjafar frá forseta Íslands til forseta Bandaríkjanna og þau svör tekin gild. Í bókinni Saga af forseta segir að það hafi tek- ið eitt ár og sjö mánuði að koma bók- unum til skila. „Það er ekkert einfalt mál að af- henda forseta Bandaríkjanna gjafir vegna þess að um það gilda ákveðnar reglur,“ segir Jón Baldvin. Ekki auðvelt að gefa for- seta gjafir Jón Baldvin Hannibalsson JÚLÍUS Haf- stein sendiherra segir lýsingu á fundi í bókinni Saga af forseta vera haugalygi. Fundinn átti hann sem fulltrúi forsætisráðu- neytisins með forsvarsmönnum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar (ÍTR) árið 2003. Í bókinni segir að ÍTR hafi kom- ið með fyrirspurn til forsætisráðu- neytisins um hvort það myndi koma að framkvæmd hátíðarhald- anna að morgni 17. júní á Austur- velli. Júlíus hafi sagt að til greina kæmi að ráðuneytið vildi breyta há- tíðarhöldunum og teldi til dæmis ekki endilega rétt að forseti Íslands legði blómsveig að stalli styttu Jóns Sigurðssonar við hátíðarhöld á Austurvelli. Að sögn Júlíusar er lýsingin fjarri öllum sanni. Aðeins hafi verið rætt um hvort ráðuneytið kæmi að hátíðarhöldunum en ekki um fram- kvæmd þeirra eða dagskrá. Það sé léleg sagnfræði hjá Guðjóni Frið- rikssyni, að hafa frásögn sem þessa aðeins eftir einum aðila. Fundarlýsing „haugalygi“ Júlíus Hafstein Afhending dróst af gildri ástæðu mbl.is/go/5m6cw mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.